Fréttablaðið - 27.02.2009, Síða 33

Fréttablaðið - 27.02.2009, Síða 33
20 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR Ljóðskáldið George Byron tók sæti í lávarðadeild breska þingsins árið 1811. Það var þó ekki fyrr en nokkr- um mánuðum síðar að hann steig í pontu og hélt jómfrúarræðu sína, eða á þessum degi árið 1812. Byron lávarður var ákafur tals- maður sósíalískra umbreytinga. Í fyrstu ræðu sinni hélt hann sér- staklega uppi vörnum fyrir iðn- verkamenn, sem höfðu valdið spjöllum á verksmiðjum í Notting- hamshire en með vélvæðingunni misstu mörg hundruð verkamenn atvinnuna og efndu til óeirða í kjöl- farið. Ræða skáldsins var kald- hæðnisleg ádeila á „kosti“ þess að fólk yrði atvinnulaust og sylti, og hlaut hún mikið lof. ÞETTA GERÐIST: 27. FEBRÚAR 1812 Byron flytur jómfrúarræðu Bjarni Tryggvason geimfari flaug eftirlíkingu af Silver Dart-flugvél í bænum Baddeck í Nova Scotia í Kan- ada síðastliðinn sunnudag. Flugið var farið í tilefni af hundrað ára flugsögu Kanada en verið var að leika eftir fyrsta flug vélknúinnar flugvélar sem farið var þann 23. febrúar árið 1909. Þá flaug J.A. Douglas McCurdy Silver Dart vélinni af ísilögðu vatni á Cape Breton eyju. Vel viðraði til flugferða þegar Bjarni lyftist frá jörðu fyrir framan um þúsund áhorfendur. „Það var fyrir algera tilviljun að ég var beðinn um að fljúga vélinni,“ segir Bjarni, sem á sjálfur gamla flugvél af gerðinni Pit Special sem hann hefur verið að gera upp. „Maðurinn sem var að mála vélina mína var einnig að vinna við endurgerð Silver Dart vélar- innar,“ segir Bjarni en þannig komst hann í kynni við þann hóp manna sem hefur unnið að byggingu Silver Dart flugvélarinnar. Einn þeirra er barna- barn fyrsta flugmannsins McCurdy. „Ég fór að heimsækja þessa menn og úr varð að þeir báðu mig um að fljúga vélinni.“ Bjarni segir vissulega nokkuð annað að fljúga svo gamalli vél en að fljúga nútímavélum. „Fyrir hundr- að árum var fólk enn að læra hvern- ig ætti að gera þetta,“ segir Bjarni, sem tók verkefni sitt mjög alvarlega. Hann kom sér upp módeli af vélinni og gerði ýmsar tilraunir á því. Not- aði hann til þess aðstöðu í háskólan- um í Vestur Ontario þar sem hann er gestaprófessor. Þá þróaði hann einn- ig tölvumódel af því hvernig flugvél- in myndi fljúga. „Það leiddi til þess að ég fann nokkur atriði sem betur máttu fara í byggingu vélarinnar til að auka jafnvægi,“ segir hann. Kalt var í veðri á sunnudaginn þegar flugið var farið, en Bjarni seg- ist lítið hafa hugsað út í það enda þurfti hann á öllum skilningarvitun- um að halda til að koma vélinni á loft og lenda henni. „Það var ekki fyrr en eftir á sem ég áttaði mig á mikilleika þessarar reynslu. Bara sú staðreynd að þetta fyrirbæri skyldi lyftast frá jörðu á nákvæmlega þann hátt sem hafði verið spáð til um og að ég gæti stýrt henni nokkuð vel var ótrúlegt,“ segir Bjarni glaður í bragði og bætir við að gleðin hafi verið mikil hjá fé- lögum sínum sem byggðu vélina enda höfðu þeir eytt fjórum árum í endur- gerðina. Silver Dart vélin mun fara á Bell safnið í Baddeck en þó ekki fyrr en hópurinn hefur farið með hana í ferð um allt Kanada. Bjarni mun sem fyrr sitja við stjórnvölinn þegar almenn- ingi gefst kostur á að sjá flugvélina á flugi í nokkur skipti í viðbót. solveig@frettabladid.is BJARNI TRYGGVASON: FLÝGUR EFTIRLÍKINGU AF HUNDRAÐ ÁRA GAMALLI FLUGVÉL Þetta var himnesk tilfinning Á FLUGI Bjarni Tryggvason flýgur Silver Dart-flugvélinni sem er endurgerð af vél sem flogið var fyrst fyrir hundrað árum í Kanada. RÉTTABLAÐIÐ/AP LEIKKONAN ELIZABETH TAYLOR ER 77 ÁRA. „Ég held að Bush forseti sé ekki að gera neitt varðandi alnæmisfaraldurinn. Í raun efast ég um að hann kunni að stafsetja orðið alnæmi!“ Elizabeth Taylor lék í sinni fyrstu kvikmynd aðeins níu ára og hefur síðan leikið í ótal myndum. Hún dró sig í hlé frá leiklist árið 2003. Tayl- or hefur í mörg ár barist gegn útbreiðslu alnæmis. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, Ingibjörg Finnbogadóttir Sandbakkavegi 4, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimili HSSA, Hornafirði, 24. febrúar sl. Sérstakar þakkir færðar starfsfólki hjúkrunar- heimilisins fyrir mjög góða umönnun. Útförin verður auglýst síðar. Ingólfur Waage Hulda Bjarnadóttir Herdís Waage Jón B. Karlsson Hulda Waage Jón V. Níelsson Hrefna Waage Benedikt H. Stefánsson ömmubörn og systkini hinnar látnu. 60 ára afmæli Á morgun, laugardaginn 28. febrúar, verður Hörður Ó. Helgason skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, sextugur. Í tilefni af því býður hann til veislu á sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frá kl. 14-17 á afmælis- daginn og vonast til að sjá sem fl esta. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Guðjónsdóttir Rauðagerði 67, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn 23. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 2. mars kl. 13.00. Margrét Kristjánsdóttir Jónína Kristjánsdóttir Ólafur Ívan Wernersson Fanný Sigurþórsdóttir Ívar Bergmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Regína Jónsdóttir áður til heimilis að Túngötu 38, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstudaginn 20. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Elva Regína Guðbrandsdóttir Friðleifur Björnsson Alma Elísabet Guðbrandsdóttir Páll Þórðarson Bryndís Sif Guðbrandsdóttir Þorsteinn Símonarson Jón Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Gunnlaugur Þorláksson stýrimaður, Grundarfirði, verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 2. mars kl. 13.00. Þórdís Jeremíasdóttir Þorlákur Ó. Snæbjörnsson Agnar Þór Gunnlaugsson Ingileif Ágústsdóttir Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir Friðjón A. Marínósson Steinunn Marta Gunnlaugsdóttir Styrmir Kristjánsson Kristófer Andri, Róbert Aron, Sara Rut, Helena, Gunnlaugur, systur og aðrir aðstandendur. Móðir okkar, Pálína Halldórsdóttir frá Ólafsvík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 20. febrúar. Jarðsett verður frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Börn hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. Bróðir okkar, mágur og frændi, Arnór Karlsson fyrrum bóndi á Bóli, síðar Arnarholti í Biskupstungum, Bjarkarbraut 10 í Bláskógabyggð, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 25. febrúar. Systkini hins látna og aðrir venslamenn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Ólafsdóttir Stangarholti 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 25. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Örn Guðjónsson Sigurósk Garðarsdóttir Vilhelm Valgeir Guðbjartsson Guðrún Ragnarsdóttir Ólöf María Guðbjartsdóttir Jónas Pétur Sigurðsson Svanur Guðbjartsson Ólöf Magnúsdóttir Þröstur Guðbjartsson Guðrún Guðbjartsdóttir Benedikt Bjarni Albertsson Unnur Guðbjartsdóttir Garðar Benediktsson Kristín Þóra Guðbjartsdóttir Sigurður Stefán Jónsson Birna Guðbjartsdóttir Sölvi Rúnar Sólbergsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína (Stella) Þorbjörnsdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík, mánudaginn 23. febrúar. Jarðarförin fer fram í Áskirkju föstudaginn 6. mars kl. 13.00. Þórdís Hildur McDonald Friðlín Valsdóttir Benedikt Valsson Jóna Vala Valsdóttir Jón Haukur Valsson Eyjólfur Valsson Sverrir Valsson Örn Valsson Ída Valsdóttir Ína Valsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn hinnar látnu. timamot@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.