Fréttablaðið - 27.02.2009, Síða 35

Fréttablaðið - 27.02.2009, Síða 35
22 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Áður fyrr var ég pínu hræddur á næturnar. Ég var viss um að það væri einhver illgjarn í myrkrinu sem biði eftir tækifæri til að ráðast á mig! En svo ákvað ég að takast á við hræðsl- una. Og það virkaði! Ég komst að því að hræðslan var ástæðulaus! Algjör- lega ástæðu- laus! Ég skil hvað þú ert að segja, en þú heldur grunsamlega fast um þessa kanínu! Stundum veit ég ekki hvort ég eigi að vekja hann eða ryksuga hann. Lifesaver-mintu? Karl gerir sig sekan um alvarlegan dómgreindarbrest. Komdu mér á óvart. Halló! Því miður, mamma mín kemst ekki í símann núna. Hún er að... ... mjólka. KOMDU MEÐ SÍMANN! Dabbi, Dabbi, Dabbi. Nú ertu farinn. Sennilegu myndu ein-hverjir ganga svo langt að vitna í Sálina hans Jóns míns og segja að þú værir „meinilla farinn og búinn að vera“, en ekki ég. Á þessum tímamótum vil ég held- ur ekki einblína á öll þau afdrifa- ríku mistök sem þú gerðir á löng- um ferli, meinta valdafíkn, hroka sem þótti einkenna þig í starfi og þar fram eftir götunum. Nei, ég kýs heldur að rifja upp allt það skemmtilega sem þú gerðir. Dabbi, átján ár eru langur tími en samt hefur enn ekki fennt yfir minninguna um þig, rallhálfa forsætisráðherrann sem hélt hina víðfrægu „Bermúdaskálarræðu“ í flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 1991. Sigur íslenska bridge-landsliðsins á heimsmeist- aramótinu í Yokohama þótti sæta tíðindum einn og sér, en þér tókst að gera mót- tökuna að ógleymanlegum viðburði. Víðfræg orðheppni þín, í bland við hæfilegt magn af flugvallar-söngol- íu, sá þjóðinni fyrir frasa sem vakti kátínu ungra jafnt sem aldinna. Því má ekki gleyma. Þína Bermúdaskál, Dabbi! Hver getur svo gleymt því, Dabbi, þegar þú tróðst í þig fyrsta íslenska McDonald‘s hamborgaranum árið 1993? Enn í dag springa útlendingar úr hlátri þegar þeim er sagt að forsætisráð- herra landsins hafi opnað skyndibitastað, en þér þótti það eðlilegasti hlutur í heimi. Það lýsir þér í hnotskurn, Dabbi. Þú kærir þig sko kollóttan hvað öðrum finnst. Þá er það upptalið. Þjóðin er þér ævinlega þakklát fyrir Bermúdaskálina og borgarann. Hafðu það gott, Dabbi. Ertu ekki annars örugglega hættur? Vertu hress. Ekkert stress. Bless bless NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.