Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 37
24 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is „Leikhúsið er tæki til að leika sér – ég er að leika mér – og breyti verkinu heil ósköp,“ segir Kjartan Ragnarsson sem í kvöld frumsýnir sviðsetningu á verki Dürenmatt frá sjötta áratugnum, Þeirri gömlu sem kemur í heimsókn sem hann kallar Milljarðamærin snýr aftur. „Þetta er eiginlega gamli mað- urinn snýr aftur,“ segir Kjartan en hann hefur ekki unnið á stóra sviði Borgarleikhússins síðan hann setti Íslensku mafíuna þar á svið 1995. Hann átti þá að baki þrjár sviðsetningar á Stóra svið- inu, Evu Lunu, Þrúgur reiðinnar og Dampskipið Ísland en var gjör- kunnugur sviðinu sem stjórnar- maður Leikfélags Reykjavíkur á þeim árum þegar leikhúsið í Soga- mýrinni var hugsað og hannað: rómuð sviðsetning hans á Þrúg- unum var raunar fyrsta sviðsetn- ingin sem nýtti allt rýmið á stóra sviðinu: „það er gaman að koma á stóra sviðið aftur, alveg frjáls og skuldbindingalaust, gaman að koma að þessu fræi aftur og finna það lifna við,“ segir Kjartan en hann á að baki 22 sviðsetningar á vegum LR. Hann segir þá Gretar Reynisson hafa umbylt verkinu og þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar sem var á sínum tíma unnin fyrir Herra- nótt. „Gísli er frægur fyrir inn- skot sín. Verkið var að auki unnið undir sterkum áhrifum frá Brecht og fyrir fimmtíu manna leikflokk, þó hlutverkin sem kjöt er á væru bara rtuttugu og tvö. Svo við styttum það og steyptum saman persónum sem var bæði þakklátt og sjálfsagt.“ Til stóð að frumsýna Milljarða- mærina um jól en sökum góðs gengis var frumsýningin færð aftur: „Við byrjuðum að æfa 1. nóvember og æfðum í fjögurra daga vikum fram í miðjan des. Tókum þá hlé. Það gefur góða raun að vinna svona í tveimur skömmtum. Láta verkið malla í undirmeðvitundinni í einhvern tíma. Það breytir miklu.“ Kjartan segist treysta sér til að setja upp eitt verk á ári. Hugur hans er lengstan hluta ársins bundinn við rekstur Land- námssetursins í Borgarnesi þang- að sem þau Sigríður Margrét kona hans fluttu þegar Landnámssetr- ið var að komast í gang: „Upp- færsla í svartasta skammdeginu kemur sér vel og það er gott að halda sambandi við sitt gamla fag - ferlega fínt - ef mér býðst væn- leg uppfærsla árlega á þeim tíma þigg ég það. Það er ekki eins og útlegðin sem maður fór í ef unnið var í útlöndum í heila þrjá mán- uði. Núna gat ég farið heim um helgar og tekið upp þráðinn þar í vinnu.“ Milljarðamærin snýr aftur verður frumsýnd í kvöld og segja þeir sem hafa séð til æfinga á verkinu að sviðsetningu Kjartans og Gretars sé best lýst sem „leik- húsveislu“. pbb@frettabladid.is SÁ GAMLI KOMINN AFTUR LEIKLIST Kjartan Ragnarsson ólst upp hjá LR sem listamaður og snýr aftur eftir langt hlé: „Það er gaman að koma á stóra sviðið aftur án skuldbindinga.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LEIKLIST Gamalkunnugt stef úr fyrri sýningu Kjartans og Gretars, Ljósi heimsins 1989, hópurinn stígur inn á sviðið úr ljósinu. MYND LR/GRÍMUR BJARNASON The Blue Fox, en svo nefnist Skugga-Baldur eftir Sjón, er til- nefnd til hinna virðulegu verð- launa „The Independent Foreign Fiction Prize“. Þessi verðlaun eru helstu bók- menntaverðlaunin sem tileinkuð eru erlendum bókum á enska mál- svæðinu. Stórblaðið Independent stofnaði verðlaunin árið 1990 og voru þau veitt í fimm ár, og árið 2001 voru þau endurvakin í sam- vinnu við Arts Council England. Vinningshafar síðustu ára eru meðal annarra Per Petterson (höf- undur Út að stela hestum) og Javi- er Cercas (höfundur Stríðsmenn Salamis) en bækur eftir þá hafa komið út á íslensku í neon-bóka- seríu Bjarts. Aðrir tilnefndir höfundar, auk Sjón, eru Jose Eduardo Agualuse, Sasa Stanisic og Ismail Kadare. Skugga-Baldur kom út í Eng- landi á síðasta ári hjá forlaginu Tele gram, sem hefur nú þegar tryggt sér útgáfuréttinn á Rökk- urbýsnum. Það eru mikil tíðindi að íslensk bók sé tilnefnd til þess- ara glæsilegu verðlauna. - pbb Skugga-Baldur tilnefndur BÓKMENNTIR Sjón kominn inn á engilsaxneskan markað Áfram heldur frægðarganga stutt- myndar Rúnars Rúnarssonar – auk fjölda tilnefninga á stórum og smáum hátíðum hefur myndin hlotið 26 verðlaun og engin íslensk kvikmynd, stutt eða löng, hefur fengið aðrar eins viðtökur. Síðast voru það tvenn verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Mons í Belg- iu (Le Festival Internation- al du Film d’Amour de Mons) um síðastliðna helgi. Zik Zak átti tvær myndir á hátíðinni: Kvikmyndin Skrapp út eftir Sólveigu Anspach hlaut titilinn „besta evrópska kvikmyndin“ og Smáfugl- ar eftir Rúnar Rúnars- son var valin „besta alþjóðlega stutt- myndin“. Hátíðin sem hefst jafnan í kringum Valentínusardaginn er nú haldin í 25. sinn og nýtur sífellt meiri vinsælda, en um 30 þúsund manns safnast árlega saman í þess- um 90 þúsund manna fallega bæ, Mons, til að njóta hátíðarinnar. Nefna má að Smáfuglar hefur unnið til svo margra verðlauna frá því að hún var frumsýnd, í maí 2008, að engin önnur stuttmynd í heim- inum hefur unnið jafn mörg verðlaun frá þeim tíma til dagsins í dag. Rúnar vinnur nú að undirbúningi kvik- myndar í fullri lengd. - pbb Sigrandi smáfuglar KVIKMYNDIR Rúnar Rúnarsson leikstjóri á góðu gengi að fagna víða. Kl. 10.00 Þá hefst miðasala á langþráða tónleika Eivarar Pálsdóttur á Íslandi sem verða á Nasa föstudag- inn 3. apríl, nánar tiltekið á Nasa. Nú er Eivør með hörkuband á bak við sig og hyggst spila ný lög af væntanlegri plötu í bland við vel þekkta smelli. Liðsskipan er þannig: Eivør Pálsdóttir – söngur, gítar, slagverk, Benjamin Petersen – rafgítar, Mikael Blak – raf- bassi, kontrabassi, mamba – trommur, slagverk. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð um Ísland og má finna nánari upplýsingar um hana á www.eivor.com/index.php?id=41. Hinn 14. mars kl. 20 gefst áhugamönnum um klassískan söng í fyrsta sinn tækifæri til að heyra helstu sóprana landsins á sviði saman þegar fjórar söngkonur leiða saman hesta sína á stórtónleikum í Íslensku óperunni. Söngkonurnar sem um ræðir eru: Auður Gunnarsdóttir, Elín Ósk Óskarsdótt- ir, Hulda Björk Garðarsdóttir og Þóra Einarsdótt- ir. Söngkonurnar hafa allar verið önnum kafnar og gert garðinn frægan bæði hér heima og erlendis og er því nokkuð fréttnæmt að ná þeim öllum saman á galatónleika í Íslensku óperunni. Við píanóið verður Antonía Hevesi, fastráðinn píanóleikari við Íslensku óperuna, sem er löngu kunn af störfum sínum hérlendis, m.a. fyrir hina vinsælu hádegis- tónleika í Hafnarborg. Efnisskráin verður ekki af verri endanum, en þar má finna margar af helstu perlum óperubók- menntanna, aríur, dúetta og samsöngsatriði, eftir Bellini, Mozart, Verdi, Wagner, Puccini, Rossini og fleiri. Galakjólar og -greiðslur munu gleðja augu áhorf- enda og því er kjörið tækifæri fyrir tónleikagesti að gera sér dagamun, klæða sig upp á og gleðjast í góðra vina hópi. Veitingasalan verður opin fyrir tónleika og í hléi, en konfekt er í boði Nóa Síríus, sem styrkir tónleikana. Miðasala hefst 2. mars í Íslensku óperunni og á www.opera.is. - pbb Fjórar prímadonnur TÓNLIST Antonía Havesi, Hulda Björk Garðarsdóttir og Auður Gunnarsdóttir í efri röð frá vinstri, Þóra Einarsdóttir og Elín Ósk Óskarsdóttir í neðri röð í skarti á sviði Óperunnar. MYND ÍSLENSKA ÓPERAN/ Hart í bak Þrettándakvöld Skoppa og Skrítla í söng-leik Heiður Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.