Fréttablaðið - 27.02.2009, Síða 38

Fréttablaðið - 27.02.2009, Síða 38
FÖSTUDAGUR 27. febrúar 2009 25 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 27. febrúar 2009 ➜ Tónlist 20.00 Ítalski píanó- leikarinn Domenico Codispoti heldur tón- leika í Salnum í Kópa- vogi. Á efnisskránni eru verk eftir Schumann, Granados, Liszt og Rachmaninov. ➜ Tónleikar 21.00 Þjóðlagahljómsveitin Bardukha heldur tvenna tónleika á Kaffi Kúltúra við Hverfisgötu, kl. 21 og kl 23. Hljóm- sveitin leikur tónlist með rætur í tyrk- neskri og grískri þjóðlagahefð. 22.00 Blúshljómsveitin Riot verður á Græna hattinum, Hafnarstræti 96, Akur- eyri. Húsið opnað kl. 21. 23.00 Rolling Stones Tripute verða á Nasa við Austurvöll. Húsið opnar kl. 23. ➜ Leiklist 20.00 Leikverkið „Dubbeldusch“ eftir Björn Hlyn Haraldsson verður flutt í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Strandgötu 50. ➜ Dans 20.00 Dansverkið „Systur“ eftir Ástrósu Gunnarsdóttur og Láru Stefáns- dóttur verður flutt í Iðnó við Vonarstræti. ➜ Sýningar Í Listasafni Árnesinga í Hveragerði stendur yfir vegleg sýning á skartgripum frá Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn ásamt silfurskartgripum sem Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir hefur hannað. Opið fim.-sun. kl. 12-18. ➜ Síðustu Forvöð Sýningum Hugleiks Dagssonar og Amöndu Riffo í Alliance Française við Tryggvagötu 18, lýkur á laugardag. Opið virka daga kl. 14-18, lau. kl. 14-18. ➜ Söngleikir 20.00 Leikfélag Menntaskólans við Sund sýnir söngleik um galdrastrákinn Harry Potter í Loftkastalanum við Seljaveg. ➜ Uppákomur 19.00 Sænska listakon- an Malin Ståhl flytur gjörning og verður með leiðsögn um sýning- una Ipseity - Abey- ance í Norræna húsinu við Sturlu- götu. Aðgangur ókeypis. ➜ Dansleikir Hljómsveitin Umsvif verður á Dillon Sportbar, Trönuhrauni 10, Hafnarfirði. Í svörtum fötum verða á Players við Bæjarlind 4 í Kópavogi. ➜ Myndlist Sesselja Tómasdóttir sýnir olíumálverk á Mokka við Skólavörðustíg 3. Opið alla daga kl. 9-18.30. Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu 15 hefur verið opnuð sýning á teikning- um eftir Siggu Björgu Sigurðardóttur. Opið alla daga kl. 11-17. Arnar Sigurðsson hefur opnað sýningu á 14 nýjum spreyverkum á Café Karólínu við Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið Mán.-fim. 11.30-01., föst.-lau. 11.30- 03.og Sun. 14.-01. Í START ART listamannahúsi við Lauga- veg 12b sýnir Ólöf Nordal í Forsalnum, Sigríður Melrós Ólafsdóttir í Vestur- og Austursal niðri og Kristín Pálmadóttir á Loftinu. Opið þri.-lau. kl. 13-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Píanódagar eru nú að hefjast í Salnum í Kópavogi. Ítalski píanó- leikarinn Domenico Codispoti heldur einleikstónleika þar í kvöld og hefjast þeir kl. 20. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Shum- an, Granados, Liszt og Rachman- inov. Tónleikarnir marka upphaf píanódaganna sem haldnir eru í samvinnu fjögurra tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Codispoti fæddist árið 1975 í Catanzaro í Calabria á Suður- Ítalíu. Að loknum glæsileg- um námsferli og sigrum í fjölda píanókeppna gerði hann víðreist og hefur haldið einleikstónleika og leikið með virtum sinfóníu- hljómsveitum á meginlandi Evr- ópu, í Bandaríkjunum og í Asíu. Hin síðari ár hefur hann fengist í auknum mæli við að leiðbeina nemendum á masterclass-nám- skeiðum. Codispoti hefur áður sótt Ísland heim: Á vegum Stofn- unar Dante Alighieri hélt hann tónleika í Salnum og í Hömrum á Ísafirði 2000, í Ými árið 2003 og í Hafnarborg ásamt Kammersveit Hafnarfjarðar á Listahátíð 2006. Hann kom fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands 2001. Domenico Codispoti kom síðast fram á tónleikum í Salnum þann 9. mars 2007. Laugardag og sunnudag leið- beinir Codispoti ungum píanó- leikurum á meistaranámskeiði í Salnum. Námskeiðið stendur frá kl. 9.30 til 17.00 á laugardeginum og frá kl. 9.30 til 16.00 á sunnu- deginum. Námskeiðið er öllum opið og án endurgjalds. Það eru Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, Tónlistarskóli Kópavogs, Tónlist- arskólinn í Reykjavík og Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar sem standa að Píanódögunum. Píanódagar í Salnum TÓNLEIKAR DOMENICO CODISPOTI heldur meistaraklassa í Salnum. Systur í síðasta sinn Dans þeirra Ástrósar Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur Systur verður flutt- ur í síðasta sinn í kvöld í Iðnó. Systur er rússíbanareið um hugaróra tveggja kvenna. Ástrós Gunnarsdóttir og Lára Stefánsdóttir túlka ýmis minni kvenna við magnaðan texta Hrafnhildar Hagalín og fjölbreytta tónlist, þar sem viðfangs- efnin eru m.a. spenna, söknuður, erótík, unaður, losti, limir, hreinleiki og trú. Ástrós og Lára eru báðar á meðal reyndustu dansara og danshöfunda lands- ins. Þær bregða sér í ýmis gervi í sýning- unni, auk þess sem karlmaður stígur með þeim á svið á Adamsklæðum. Þórhildur Þorleifsdóttir var listrænn ráðgjafi þeirra við gerð sýningarinnar, Björn Bergsteinn Guðmundsson hannaði lýsingu, Dýrleif Örlygsdóttir sá um búninga og tónlist var í höndum Guðna Franzsonar, ýmist frumsamin eða valin úr ýmsum áttum. - pbb LISTDANS Lára og Ástrós í dansi. Ú t s a l a www.andersenlauth.com Herraverzlun, Laugavegi 7, Kvenverzlun, Laugavegi 86-94 e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Síðustu dagar útsölunnar ! 60 % afsláttur af öllum vörum... Enn meiri afsláttur !

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.