Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 39
26 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Þýskt útgáfufyrirtæki hefur sýnt áhuga á að gefa út 12 tommu með hljómsveitinni Retro Stefson í vor. Á 12 tommunni verður lagið Sen- seni af plötunni Montana í hefð- bundinni og í endurhljóðblandaðri útgáfu. Retro Stefson er nýkomin frá By: Larm-tónlistarátíðinni í Noregi þar sem allt gekk að óskum. „Það var troðfullt á tvenna tónleika og það þurfti að vísa fólki frá því það var svo pakkað,“ segir umboðsmaður- inn Pétur Eggertsson. Hann segir að töluverður áhugi sé fyrir hljóm- sveitinni erlendis en ekkert sé þó ákveðið varðandi tónleikahald eða annað slíkt. Hugmyndir eru einnig uppi um að gefa Montana út í Evr- ópu með aðstoð Kimi Records. - fb Útgáfa í Þýskalandi RETRO STEFSON 12 tomma með hljómsveitinni kemur hugsanlega út í Þýskalandi í vor. Oasis var kjörin besta breska sveit- in á NME-verðlaunahátíðinni sem var haldin í London. Muse fékk verðlaun sem besta tónleikasveit- in og MGMT var kjörin besti nýlið- inn og fékk verðlaun fyrir lag árs- ins, Time to Pretend. The Killers frá Las Vegas var valin besta erlenda sveitin og land- ar þeirra Kings of Leon áttu bestu plötuna, Only By the Night. Þá var Pete Doherty kjörinn besti sólótón- listarmaðurinn og The Cure fékk heiðursverðlaun. Damon Albarn og Graham Coxon úr Blur stigu síðan óvænt á svið í fyrsta sinn í lang- an tíma og sungu This is a Low af plötunni Parklife. Oasis besta sveitin OASIS Oasis var kjörin besta breska sveitin á NME-verðlaununum í London. > ÞÆTTIR UM HJÓNABANDIÐ Grínistinn Jerry Seinfeld hyggur á endurkomu í sjónvarpið, ellefu árum eftir að hann hætti með þætti sína Seinfeld. Hann er höfundur og framleiðandi nýrra þátta, The Marriage Ref, sem fjalla um vandamál tengd hjónaband- inu. Þættirnir eru byggðir á raunveru- legum hjónabandsvandamálum þar sem þekkt fólk kemur við sögu og gefur hjónum ráð til að komast í gegnum sígildar hjónadeilur. „Þetta er ekki meðferðarþáttur, þetta er grín- þáttur,“ sagði Seinfeld. „Jú, við erum auðvitað allar með mikla reynslu og skoðanir á snyrtivörum sem stöndum að baki þess- ari síðu og höfum úr endalausum viskubrunnum að ausa,“ segir Margrét Hugrún Gústavsdóttir blaða- maður en hún ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttur leikkonu, Hafdísi Ingu Hinriksdóttur, atvinnukonu í handbolta og förðunarfræðingi, og Sóleyju „make- up-artist“ hefur nú hafist handa við að blogga á slóðinni pjattrofur.blogspot.com um þann frumskóg sem konur þurfa að vaða til að finna út hvaða snyrti- vörur eru brúkhæfar. „Konur þekkja vel þau vandræði sem geta skapast við að finna rétta litinn á meikið, góða en jafnframt ódýra maskara og þarna ætlum við að vera pjattróf- um Íslands innan handar með það og fleira,“ segir Margrét en síða þessi verður jafnframt hluti af eyj- unni.is. Víst er að margt áhugvert verði hægt að læra á síðunni en Ágústa Eva málaði sig einmitt alltaf sjálf sem Sylvía Nótt. Sóley er svo landsþekkt fyrir förð- un sína og Margrét Hugrún ritstýrir þessa dag- ana afmælisriti Félags íslenskra snyrtifræðinga og hefur starfað sem lífsstílsblaðamaður til margra ára. „Við uppgötvuðum eiginlega í apótekinu Lyfju hvað væri mikil þörf fyrir svona þegar við vorum staddar þar eitt kvöldið að prófa hitt og þetta. Þetta er ekki kreppa og þetta eru ekki leiðindi. Okkur finnst þetta bara skemmtilegt og gerum fastlega ráð fyrir því að það séu fleiri sem hafa gaman af þessu líka, “ segir Margrét Hugrún. - jma Ágústa Eva gefur snyrtivöruráð RÁÐ UNDIR RIFI SYLVÍU NÆTUR Förðun Sylvíu Nætur á sínum tíma þótti stórkostleg og nú má lesa snyrtiráð hennar og fleiri góðra kvenna á síðunni pjattrofur. blogspot.com. Ungfrú Reykjavík 2009 verður krýnd á Broadway í kvöld. Að þessu sinni keppa 23 stúlkur um titilinn. Á heimasíðu keppninnar má fá nánari upplýsingar um þær. Bækur Arnaldar Indriðason- ar eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum þeirra. Fjórar bækur eftir hann eru nefndar sem „síðasta bókin sem ég las“, Synir duftsins, Dauðarósir, Grafarþögn og Myrká. Flugdrekahlauparinn og Viltu vinna milljarð eru líka bækur sem má finna á náttborðum fegurð- ardísa þessa dagana. Stúlkurnar hafa fjölbreytt- an smekk á tónlist. Í heildina má þó segja að Sálin, The Killers og Kings of Leon séu í mestu uppá- haldi. Hin hefðbundna spurning um áhugamál er á sínum stað. Stúlkurnar bregðast ekki hefð- inni og nefna oftast hestamennsku, lík- amsrækt, íþróttaiðkun ýmiss konar og ferðalög. Að lokum eru stelpurnar spurð- ar hvern þær myndu helst vilja hitta. Ýmis valinkunn nöfn eru nefnd en oft- ast vilja stelpurnar hitta hina ýmsu látnu ættingja, afa og ömmur, langafa og lang- ömmur. Frægðarmenni látin eru einn- ig nefnd, meðal annars Díana prinsessa, John Lennon, Winston Churchill og Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Ein fegurðardísin kemur svo með hið jarðbundna svar að hún vilji helst hitta „Brad Pitt, Johnny Deep og fleiri sæta fræga!“ Kynnir keppninnar er Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Ungfrú Ísland og Ung- frú Heimur árið 2005. Keppnin er sýnd í beinni á Skjá einum frá kl. 22. Aðal- keppni ársins, Ungfrú Ísland, fer svo að öllum líkindum fram 24. apríl. - drg Fegurðardísir elska Arnald Indriðason KYNNIR KVÖLDSINS Unnur Birna kynnir Ungfrú Reykjavík í kvöld. Breti ósáttur við Hr. Örlyg DEILT UM LAUN Breski blaðamaðurinn Ben Murray, að ofan til hægri, segir að Hr. Örlygur skuldi sér laun. Eldar Ástþórsson, hér til vinstri, kveðst ekki hafa fengið greidd laun sem dómssátt náðist um að hann fengi greidd fyrir skemmstu. Þorsteinn Stephensen, fyrir ofan til vinstri, gat ekki tjáð sig um málið í gær. Breski blaðamaðurinn Ben Murray, sem hefur starfað fyrir Hr. Örlyg að skipu- lagningu Airwaves-hátíð- arinnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að hann og landar hans íhugi málshöfðun vegna vangoldinna launa. Ben Murray segir að Hr. Örlygur skuldi sér laun fyrir vinnu hans fyrir Airwaves-hátíðina. Hann segist hafa gögn í höndunum um að önnur fyrirtæki og einstakl- ingar í Bretlandi hafi lent í sömu vandræðum og hann. Allir íhugi þeir að höfða mál gegn Hr. Örlygi til að fá launin sín greidd. „Að fá ekki greitt þegar maður hefur unnið jafnmikið fyrir einhvern svona lengi er mjög leiðinlegt,“ segir Murray, sem kveðst hafa staðið í stappi við Hr. Örlyg síðan í september. Hann segir að orðspor Hr. Örlygs hafi beðið mikla hnekki að undanförnu vegna vangreiddra launa og telur að erfitt verði að bæta fyrir skaðann. Hann er engu að síður mikill Íslandsvinur og aðdáandi Airwaves og vill veg hátíðarinnar sem mestan. „Aðal- markmið mitt er að þessi frábæra hefð haldi áfram um ókomin ár. Mig langar að fara til Reykjavík- ur á hverju ári með vinum mínum, horfa á hljómsveitir og njóta hátíð- arinnar en eins og málin standa núna efast ég stórlega um að það muni gerast. Ég og margir aðrir óttast mjög um framtíð Iceland Airwaves,“ segir hann. Murray segist hafa fengið mis- munandi svör frá Hr. Örlygi, sem hefur bent á bankahrunið og gjald- eyrisskort sem ástæður fyrir vand- ræðunum. Í viðtali við Fréttablað- ið fyrir skömmu sagði Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi að fyr- irtækið ætti aðeins eftir að borga þremur til fjórum aðilum frá því í haust og upphæðin nemi 3-400 þús- und krónum. Yfirlýsing Murrays stangast á við þau orð Þorsteins. „Það urðu tafir á greiðslum út af þessu bankahruni og það voru einn eða tveir sem tóku því eins og það væri verið að svíkja þá. En þetta eru bara sömu afleiðingar og önnur íslensk fyrir tæki hafa þurft að ganga í gegnum,“ sagði Þor- steinn og hélt því fram að hátíðin yrði haldin í ár. Fréttablaðið leit- aði viðbragða Þorsteins í gær en hann sá sér ekki fært að svara að svo stöddu. Enn fleiri spjót standa á Hr. Örlygi því Eldar Ástþórsson, fyrr- verandi starfsmaður fyrirtækis- ins, hefur enn ekki fengið greidd þaðan laun, þrátt fyrir að dóms- sátt hafi náðst í lok janúar í máli sem hann höfðaði gegn fyrirtæk- inu. Hafði Hr. Örlygur frest til að borga honum til 5. febrúar en ekk- ert bólar enn á greiðslunni, sem nemur um 600 þúsund krónum. „Mér þykir mjög leiðinlegt að þurfa standa í svona máli við að ná í vangoldin laun. Maður hélt að þetta væri loksins að komast í höfn en þeir hafa ekki getað stað- ið við þetta,“ segir Eldar. „Ég bók- aði mikið af þessum böndum sem spiluðu á hátíðinni í fyrra áður en ég hætti en nokkur af þeim hafa átt í erfiðleikum með að fá greiðsl- ur. Ég veit að maður er ekki sá eini sem þetta félag skuldar og maður er kannski ekkert alltof vongóður um að þetta skili sér,“ segir hann og bætir við að lögmaður sinn ætli að setja málið í kröfu. Eldar segir að sér þyki leitt að heyra um vandræði Iceland Air- waves-hátíðarinnar. „Mér þykir mjög leiðinlegt að heyra að það sé komið svona fyrir hátíðinni. Það er mjög mikilvægt að þessi hátíð fái að lifa fyrir íslenska tónlist svo ekki sé talað um ferðaþjónustuna og landkynninguna,“ segir hann. freyr@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.