Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 43
30 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Fram kom í ávarpi Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, á síðasta ársþingi að upp væri kom- inn ágreiningur á milli gamla Kaupþings og KSÍ vegna fyrir- komulags um skipti á evrum og krónum. Ágreiningurinn snýst um 130 milljónir króna auk vaxta og tengist erlendum tekjum KSÍ. Knattspyrnusambandið hefur hafnað kröfum skilanefndar gamla Kaupþings og hefur ráðið sér lög- mann til þess að gæta hagsmuna sambandsins. „Málið er bara í höndum okkar lögfræðings og ég get lítið annað sagt á þessari stundu,“ sagði Geir og bætti við að málið gengi ekki hratt fyrir sig. KSÍ stendur frammi fyrir þeim vanda að vera án styrktaraðila í efstu deildum karla og kvenna en Landsbankinn sagði upp markaðs- réttinum á dögunum. „Við höfum átt viðræður en ég vil ekkert segja meira en það. Ég er samt hóflega bjartsýnn á að þetta gangi upp fyrir mót,“ sagði Geir aðspurður hvernig gengi að finna nýjan styrktaraðila. KSÍ seldi þýska fyrirtækinu Sportfive markaðsréttinn að efstu deildunum. Sá réttur er ekki ódýr eftir fall krónunnar og staðfesti Landsbankinn við Fréttablaðið á dögunum að hann væri allt að 30 milljónir króna á ári. Landsbank- inn sagðist ekki hafa getað réttlætt að greiða 30 milljónir fyrir það eitt að fá nafnið á deildirnar. Því kemur sú spurning óneitan- lega upp hvort KSÍ þurfi hreinlega ekki að greiða niður hluta af þess- um markaðsrétti, ef ekki allan, ef sambandið ætlar sér að fá stuðn- ingsaðila á þessum síðustu og verstu tímum. „Ég vil ekkert segja um það. Við erum bara ánægðir enda með samning við Sportfive og félög- in fá sitt,“ sagði Geir pólitískur í svari og var því spurður aftur hvort það væri hreinlega ekki sá raunveruleiki sem blasti við sam- bandinu. „Það væri óskandi fyrir alla Íslendinga að gengi krónunn- ar væri stöðugt. Það hefur skapað mörg vandamál. Sportfive veit að aðstæður á Íslandi eru allt aðrar en þegar síðast var samið.“ Þrátt fyrir dapurt efnahags- ástand hefur KSÍ einnig hagnast verulega vegna gengisbreytinga enda kemur stærsti hlutur tekna sambandsins erlendis frá í erlendri mynt. „Á móti kemur að það nánast tvöfaldaðist erlenda lánið okkar vegna framkvæmdanna á Laug- ardalsvellinum. Það var 600 millj- ónir í lok síðasta árs en við vorum með gengistap upp á 390 milljón- ir vegna erlends láns. Við höfum síðan greitt mikið niður af þessu láni á þessu ári,“ sagði Geir Þor- steinsson. henry@frettabladid.is Ágreiningur á milli KSÍ og gamla Kaupþings vegna 130 milljóna króna KSÍ hefur falið lögmanni að gæta hagsmuna sambandsins vegna deilna við gamla Kaupþing um skipti á evrum og krónum. Formaður KSÍ segist hóflega bjartsýnn á að nýr styrktaraðili finnist fyrir sumarið. UM MARGT AÐ HUGSA Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er hóflega bjartsýnn á að KSÍ finni styrktaraðila á efstu deildirnar fyrir sumarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SENDU SMS EST KZL Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU KILLZONE 2, AÐRIR TÖLVULEIKIR, GOS, DVD MYNDIR OG FLEIRA WWW.SENA.IS/KILLZONE 10 af 10 – Official PlayStation Magazine 9 af 10 – Eurogamer.net 10 af 10 – Gamepro 9,4 af 10 – IGN.com HVER VINNUR! 9. Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já EL KO Li nd um – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 19 9 k r/s ke yt ið. ÚRSLIT Iceland Express-deild karla: Skallagrímur - ÍR 59-67 Stigahæstir hjá Skallagrími: Igor Beljanski 18, Landon Quick 14, Sveinn Arnar Davíðsson 13. Stigahæstir hjá ÍR: Sveinbjörn Claessen 26, Hreggviður Magnússon 18, Eiríkur Önundarson 10, Ólafur Þórisson 7. FSu - Snæfell 67-68 Stigahæstir hjá FSu: Sævar Sigurmundsson 22, Vésteinn Sveinsson 19, Tyler Dunaway 10. Stigahæstir hjá Snæfelli: Lucious Wagner 20, Slobodan Subasic 17, Sigurður Þorvaldsson 14. Grindavík - Breiðablik 112-60 Stigahæstir hjá Grindavík: Þorleifur Ólafsson 18, Guðlaugur Eyjólfsson 17, Nick Bradford 13, Björn Brynjólfsson 13. Stigahæstir hjá Breiðablik: Nemanja Sovic 20, Daníel Guðmundss. 10, Þorsteinn Gunnlaugss. 8. Enska bikarkeppnin: Hull - Sheffield United 2-1 1-0 Kyle Naughton, sjálfsmark (24.), 1-1 Billy Sharp (32.), 2-1 Peter Halmosi (56.) UEFA-bikarkeppnin: Metalist Kharkov - Sampdoria 2-0 (3-0) CSKA Moskva - Aston Villa 2-0 (3-1) Hamborg - NEC Nijmegen 1-0 (4-0) FC Twente - Marseille 0-1 (1-1) Marseille komst áfram eftir vítaspyrnukeppni. Wolfsburg - PSG 1-3 (1-5) Galatasaray - Bordeaux 4-3 (4-3) Manchester City - FCK 2-1 (4-3) Standard Liege - Sporting Braga 1-1 (1-4) Udinese - Lech Poznan 2-1 (4-3) Ajax - Fiorentina 1-1 (2-1) AC Milan - Werder Bremen 2-2 (3-3) Werder Bremen skoraði fleiri mörk á útivelli. Stuttgart - Zenit St. Pétursborg 1-2 (2-4) St. Etienne - Olympiakos 2-1 (5-2) Deportivo - Álaborg 1-3 (1-6) Tottenham - Shakhtar Donetsk 1-1 (1-3) Samanlögð úrslit í sviga, feitletruð lið komin áfram. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, leikmaður KR, fari til sænska úrvalsdeildarfélagsins Djurgården nú á næstu vikum. Félagið hefur loksins sett sig í samband við KR og sagði Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, að væntanlega yrði gengið frá málinu á allra næstu dögum. „Ég fer væntanlega til Svíþjóðar strax eftir að Algarve-mótinu lýkur,“ sagði Guðrún sem mun keppa á mótinu með íslenska landslið- inu. Það fer fram í byrjun mars. „Þetta er auðvitað spennandi kostur fyrir mig. Ég hef svo sem ekki verið að velta því mikið fyrir mér að komast að hjá liði erlend- is. En svo kom þetta skyndilega upp.“ Það var landsliðsmarkvörðurinn og fyrr- um leikmaður Vals, Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem benti forráðamönnum Djurgården á Guðrúnu. „Þá vantaði varnarmann og ákváðu að hafa samband. Þetta er draumur fyrir mig að fá að fara út sem atvinnukona í fótbolta en ég geri samning við félagið út leiktíðina. Ég fékk leyfi hjá mínum vinnuveit- anda hér heima til þess. Reyndar kemur til greina að ég vinni í fjóra á tíma í dag samhliða fótboltanum.“ Guðrún verður þar með tíundi íslenski knattspyrnu- maðurinn sem mun leika í sænsku úrvalsdeildinni í sumar. Það hefur verið mikil útrás hjá íslenskum knatt- spyrnukonum til Svíþjóðar eftir góðan árangur lands- liðsins sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Finnlandi í sumar. „Ég held að það sé af hinu góða að svo margar landsliðskonur muni spila í Svíþjóð í sumar. Það verður góður undirbúningur fyrir okkur að fá að spreyta okkur gegn svo mörgum góðum knatt- spyrnukonum sem þar spila.“ Guðrún Sóley er einn reyndasti leikmaður landsliðsins og á alls að baki 54 leiki. Hún hefur skorað eitt mark í þeim. Hún er uppalinn KR- ingur en lék einnig með Breiðabliki í tvö sumur. Bróðir hennar, Guðmundur Reynir Gunnarsson, er einnig fyrr- um leikmaður KR en hann gekk í haust til liðs við GAIS sem leikur í úrvalsdeild karla í Svíþjóð. GUÐRÚN SÓLEY GUNNARSDÓTTIR: Á LEIÐ TIL DJURGÅRDEN Í SÆNSKU ÚRVALSDEILDINNI Draumur að fá að vera atvinnukona í fótbolta > Úrslitakeppnin hefst á mánudag Á mánudaginn hefst fyrsta umferð í úrslita- keppni Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta með leik Hamars og Vals í Hveragerði. Sex lið komust áfram í úrslita- keppnina en tvö efstu liðin í A-riðli - Haukar og Keflavík - sitja hjá í fyrstu umferðinni. Hin viðureignin í fyrstu umferðinni er á milli KR og Grindavíkur og verður fyrsti leikurinn í DHL-höllinni á þriðjudagskvöldið. Það lið sem vinnur fyrr tvo leiki kemst áfram í undan- úrslitin þar sem deildarmeistarar Hauka eða Keflvíkingar bíða þess. KÖRFUBOLTI Grindavík tyllti sér á topp Iceland Express-deildar karla í gærkvöldi með stórsigri á Breiða- bliki á heimavelli, 112-60. Alls fóru þrír leikir fram í deild- inni í gær. Sigurður Þorvaldsson tryggði Snæfelli nauman sigur á FSu á Selfossi, 68-67, með körfu á lokasekúndu leiksins. Þá vann ÍR lið Skallagríms á útivelli, 67-59. Grindavík er með 34 stig í topp- sætinu, rétt eins og KR sem getur endurheimt efsta sætið með sigri á Njarðvík á útivelli í kvöld. Grinda- vík er með betri árangur í innbyrð- isviðureignum sínum við KR og er því ofar í töflunni. Sigur Snæfells var einkar dýr- mætur þar sem liðið á í harðri bar- áttu við Keflvíkinga um þriðja sæti deildarinnar. Snæfell er með fjög- urra stiga forystu á Keflavík sem stendur en síðarnefnda liðið á leik til góða. Snæfell stendur þó betur í innbyrðisviðureignum liðanna. ÍR er nú í sjöunda sæti deildar- innar með sextán stig, rétt eins og Stjarnan sem er í sjötta sætinu. Átta lið komast áfram í úrslita- keppnina og eru Tindastóll, FSu og Breiðablik öll með fjórtán stig í næstu sætum. Þar sem síð- arnefndu liðin tvö töpuðu sínum leikjum í kvöld getur Tindastóll komið sér í góða stöðu með sigri á Þór í kvöld. Þór þarf hins vegar nauðsyn- lega á sigri að halda í leiknum til að halda í vonina um að falla ekki í fyrstu deildina. Þórsarar eru sem stendur sex stigum á eftir liðunum þremur í 8.-10. sæti. Skallagrímur var þegar fallið úr deildinni fyrir leikinn í gær en liðið er í neðsta sætinu með fjögur stig. - esá Þrír leikir í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi: Grindavík á toppinn STIGAHÆSTUR Þorleifur Ólafsson skoraði átján stig fyrir Grindavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Valur varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á KR. Valur fékk því alls sextán stig á mótinu en KR þrettán. Kristín Ýr Bjarnadóttir kom Val yfir með marki á 60. mínútu en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði síðara mark Vals tíu mín- útum síðar. Þetta er fyrsti titill Vals undir stjórn Freys Alexanderssonar þjálfara en liðið varð Íslands- meistari síðastliðið sumar er hann þjálfaði liðið í sameiningu með Elísabetu Gunnarsdóttur. - esá Valur Reykjavíkurmeistari: Fyrsti titillinn hjá Frey BIKARINN Á LOFT Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, kampakát með bikarinn á lofti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.