Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 47
34 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. sléttur, 6. pot, 8. tala, 9. viðmót, 11. spil, 12. skrá, 14. fyrirmynd, 16. hvað, 17. ái, 18. sprækur, 20. 999, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. þys, 4. léttúð, 5. bjarg- brún, 7. markmið, 10. sæ, 13. maka, 15. lipurð, 16. húðpoki, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. lygn, 6. ot, 8. sjö, 9. fas, 11. ás, 12. skjal, 14. mótíf, 16. ha, 17. afi, 18. ern, 20. im, 21. skrá. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. ys, 4. gjálífi, 5. nös, 7. takmark, 10. sjó, 13. ata, 15. fimi, 16. hes, 19. nr. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Þórsmörk. 2 Gunnar Örn Kristjánsson. 3 FH, KR og Valur. „Það er eins og þjóðfélagið vorkenni manni hálfpartinn að vera ekki á föstu. Málið er að ég þarf ekkert að vera á föstu til að vera hamingjusamur. Ég fæ bara ást og hlýju frá vinum og fjölskyldu og svo sef ég hjá Lóa Fimmbogasyni.“ Skjöldur Eyfjörð hárgreiðslumaður, í Fókus 22. desember 2000. „Ég myndi örugglega segja það sama ef ég væri „single“ í dag,“ segir Skjöldur nú. „Ég hef fengið það verkefni að selja Morgunblaðið. Nýi-gamli- Glitnir, Íslandsbanki, eða hvað þetta nú heitir í dag, seldi Árvak- ur en ég sel Morgunblaðið,“ segir Pétur Þór Gunnarsson hjá Gallerí Borg. Pétur Þór hefur fengið það verk- efni að selja í umboðssölu 1. tölu- blað 1. árgangs Morgunblaðsins frá árinu 1913. Blaðið er innrammað, algerlega óskemmt og sennilega ólesið að sögn Péturs sem aldrei hefur fengið slíkan grip í umboðs- sölu og hefur hann þó verið lengi að. „Tekið verður við öllum boðum. Líka frá Vilhjálmi Bjarnasyni. Engar fimm þúsund milljónir hvíla á blaðinu og engin Agnes Braga- dóttir fylgir með í kaupunum,“ gantast Pétur. Engin leið er að spá fyrir um hvað menn eru tilbúnir að bjóða í þennan einstaka grip. Og aðspurð- ur segir Pétur Þór það ekki tíðk- ast að gefa upp nafn seljanda en um sé að ræða mann á miðjum aldri sem hlaut blaðið að gjöf frá afa sínum. „Þetta er allt blaðið og má taka það úr rammanum. Enda reikna ég með því að sá sem kaup- ir vilji handfjatla blaðið og skoða. En þetta er bráðfyndið og mjög skemmtilegt,“ segir Pétur Þór. Og les auglýsingarnar sem sann- arlega mega teljast tímanna tákn: „Reykið. Godfrey Phillips tóbak og cigarettur sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu í London 1908: sjö gull medalíur og tvær silfurme- dalíur. Fæst í tóbaksverzlun R.P. Leví.“ Þessi auglýsing yrði seint samþykkt við laga- og reglugerð- arfargan nútímans, boð og bönn. Í þessu fyrsta tölublaði kemur fram að blaðið komi út á hverjum morgni, fjórar blaðsíður og tvö- falt á sunnudögum. Á forsíðunni er leiðari sem Vilhjálmur Finsen ritar. Sem má heita athyglisverð- ur í ljósi sögunnar. „Dagblað það, sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemtilegt og lipurt ritað frétta- blað. [...] Morgunblaðið tekur engan þátt í flokkadeilum, þó það auðvitað muni gefa lesendum sínum kost á að kynnast fljótt og greinilega öllu því helzta er ger- ist í lands- og bæjarmálum. Þær fréttir munu ritaðar með öllu lit- laust.“ Pétur segir að menn geti boðið í blaðið í galleríinu en hann stefnir allt eins að því að það fari á upp- boð sem hann ráðgerir innan tíðar. jakob@frettabladid.is PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON: SELUR MORGUNBLAÐIÐ ÓSKADDAÐ Agnes ekki með í kaupunum PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON Einstakan grip rak á fjörur hans, 1. tölublað Morgunblaðsins, en þar segir í forystugrein að blaðið taki engan þátt í flokkadeilum og skrifi litlaust um pólitíkina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MORGUNBLAÐIÐ 1. TÖLUBLAÐ Meg- inefni forsíðunnar er leiðari Vilhjálms Finsen. Hátíð tileinkuð gamanmyndinni The Big Lebowski verður haldin í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í þriðja sinn 7. mars. The Big Lebowski kom út árið 1998 og síðan þá hefur myndast í kringum hana hálfgerður sér- trúarsöfnuður. Fjöldi Lebowski- hátíða hefur verið haldinn víða um heim þar sem fólk hefur mætt í skemmtilegum búningum, keppt í keilu, horft á myndina og drukk- ið hvítan Rússa, uppáhaldsdrykk aðalsöguhetjunnar The Dude. „Þetta verður svaka flott. Núna er þetta bara pantað á Netinu og þá geturðu fengið sendan til þín miðann og bolinn,“ segir skipu- leggjandinn Svavar Helgi Jakobs- son. Bætir hann við að búninga- keppnin verði harðari með hverju árinu, en fimmtíu manns mættu á síðustu hátíð í Öskjuhlíðinni. „Þetta er algjör snilld, sérstak- lega þegar menn eru byrjaðir að taka þetta alvarlega.“ Miðasala fer fram á Bolur.is og í Keiluhöllinni og kostar 2.500 krónur inn. Innifalið í verðinu er Big Lebowski-stuttermabolur, keiluleikur, bjór og að sjálfsögðu aðgangsmiðinn. - fb Big Lebowski-hátíð haldin í þriðja sinn THE DUDE Félagarnir Svavar Helgi (til vinstri) og Ólafur Sverrir Jakobsson bregða sér í hlutverk lata friðarsinnans The Dude. „Ef viðmælendur verða neikvæðir er umsvifalaust skellt á þá eða þeir slegnir úr loftinu,“ segir Þráinn Steinsson, yfir- tæknimaður Bylgjunnar. Næsta mánudag hefst jákvæð vika á Bylgjunni. Að sögn Þráins er hugmynd- in sú að enginn neikvæður komist í loftið. Allir dagskrárgerðarmenn, viðmælend- ur og umræða skal vera jákvæð. „Aðeins að reyna að rífa okkur upp úr þessari neikvæðni og bölmóði sem ríkir núna,“ segir Þráinn sem ekki velkist í vafa um að svartsýnin sé hér öllu að ríða á slig. „Niðurdrepandi er þetta endalausa tal um kreppuna. Aðeins að reyna að hífa þetta upp. Og kannski í leiðinni að fólk velti nei- kvæðni aðeins fyrir sér sem slíkri.“ Þrá- inn telur ekki víst að menn geri sér grein fyrir því þegar neikvæðnin tekur völd- in. Þeir sem mæta í stúdíó eiga að vera sér meðvitaðir um að þeim beri að vera jákvæðir. Þeir sem eru eins konar yfirritskoðarar, vaktmenn neikvæðninnar, eru tæknimenn morgun- og síðdegisþátta Bylgjunnar, þeir Þráinn og Bragi Guðmundsson. Þótt Þrá- inn leggi á það áherslu að þetta sé sam- starfsverkefni dagskrárgerðarmanna og tækniliðs kemur það í hans hlut að henda mönnum úr loftinu ef svo ber undir. Sem kann að koma þeim sem til þekkja á óvart, ekki að Þráinn sé neikvæð týpa nema síður sé, heldur er maðurinn alræmdur strigakjaftur sjálfur. En það þarf ekki að vera neikvætt að mati Þráins. Og hann segir aðspurður þetta ekki ganga út á það að fá menn á borð við Jóhannes á Fóður- bílnum til að segja brandara. „Sko, tvennt ólíkt er að vera jákvæður og að reyna að vera fyndinn.“ - jbg Neikvæðum umsvifalaust hent úr loftinu BRAGI OG ÞRÁINN Ritskoðarar Bylgjunnar; ef viðmælandi eða dagskrármaður er neikvæður „bössa“ þeir allt slíkt úr loftinu þannig að hlustir hlustenda Bylgjunnar fá bara jákvæðni í eyrun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tveir nýir þættir hófu göngu sína á Skjáeinum um síðustu helgi. Niðurstöður um áhorf liggja fyrir hjá Capacent. Virðist sem svo að Jón Jósep Snæbjörnsson hafi haft betur í fyrstu lotu í keppni um áhorf við Sölva Tryggvason. 7,7 prósent landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfðu á fyndnar fjölskyldumyndir Jónsa á meðan 5,2 prósent í sama aldurs- hópi fylgdust með viðtölum Sölva við stjórnmála- menn. Niðurstöður úr Botnlanganum, vali á verstu auglýsingum síðasta árs, voru kunngjörðar í gær. Versta auglýsing ársins þótti vera Kollekt- auglýsing Símans þar sem maður festist inni í ketti. Í öðru sæti var auglýsing KFC þar sem Herdís Þorvaldsdóttir ræðir við börnin um matarvenjur. Síminn þótti eiga verstu auglýsingaher- ferðina þar sem Patrekur póstmað- ur var í aðalhlut- verki en þræla- haldsherferð ASÍ þótti næstverst. Að síðustu var Eimskip verðlaunað fyrir vöru- merkja- tæringu árs- ins. Frægt er þegar Eurobandið fór í massíft líkamsrækt- arátak eftir sigurinn í forkeppninni í fyrra. Sigurvegarar þessa árs ætla ekki síður að vera í góðu formi þegar stóra stundin rennur upp í Moskvu. Bæði lagahöf- undurinn Óskar Páll Sveinsson og Jóhanna Guðrún eru komin í stífa þjálfun í Laug- um. - hdm, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.