Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 1
Timinn Laugardagur 11. janúar 1992 7. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Ríkisstjórnin vill engin afskipti hafa af síldarviðskiptum viö Rússa og svarar Landsbanka í véfréttarstíl: LÁNK) ÞEIM BARA YKKUR SÝNIST Rífcisstjórain rœddi í gær um síldarviðskipti við Rússland og hugs- anlega lánveitingu Landsbankans upp á 800 milljónir vegna þeirra. Ríkisstiórn lýsti því yflr að Landsbankinn yrði að veita lánið á eigin ábyrgð og á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um þessi viðskipti. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, sagðist ekki geta svarað því hvaða áhrif þetta svar hefði á hugsanlega lán- veitingu bankans. í svari viðskiptaráðherra kemur fram að bankastjórn Landsbankans hljóti að taka ákvörðun á eigin ábyrgð um lánveitinguna í ljósi allra þeirra upplýsinga, sem fyrir liggja, og á grundvelli laga og reglna um starfsemi bankans. Jafn- framt er bent á í bréfinu að ekkert sé kveðið á um lánafyrirgreiðslu af þessu tagi í viðskiptasamningi ís- lands og Rússlands og því hljóti til- vísun bankastjórnarinnar til hans að vera á misskilningi byggð. Að sögn viðskiptaráðherra er mik- ilvægt, vegna mikilla viðskipta- hagsmuna landanna, að traust samband komist á sem fyrst milli rússneskra og íslenskra banka. Ráðuneytið muni því beita sér fyrir því að sem fyrst hefjist samninga- viðræður um greiðslusamning milli íslands og Rússlands og um almenn bankaviðskipti milli ríkj- anna. Sverrir Hermannsson var ekki búinn að fá bréf viðskiptaráðu- neytisins síðdegis í gær þegar Tíminn náði sambandi við hann. Sverrir sagðist ekki geta svarað því hver viðbrögð bankastjórnarinnar yrðu en þau myndu liggja fyrir á mánudaginn. Sverrir sagði að frá- sögn af bréfinu, sem Tíminn fékk frá viðskiptaráðherra í gær, léti sérkennilega í eyrum. Hann sagði að bankastjórnin gerði sér ljósa grein fyrir að ekkert er kveðið á um lánafyrirgreiðslu í viðskipta- samningi íslands og Rússlands, enda væri bankinn ekki að bera málið undir ríkisstjórnina ef svo væri. Samningurinn um fyrirframsölu á síld sem nú Iiggur fyrir gerir ráð fyrir sölu á 300 þúsund tunnum af léttverkaðri, hausskorinni og slóg- dreginni síld fyrir um 28 milljónir dollara eða um 1.600 milljónir ís- lenskra króna. Þetta magn svarar til um 40 þúsund tonna af síld upp úr sjó. Þess má geta að frá því að síldveiðar hófust að nýju árið 1975, hefur sala á síld til Sovétríkj- anna á einni vertíð mest numið 200 þúsuhd tunnum. Til að umsamin sfldarviðskipti geti átt sér stað á þessari vertíð hafa Rússar óskað eftir lánafyrir- greiðslu vegna þessara viðskipta í formi láns frá Landsbankanum til Vneshtorgbank, banka rússneska lýðveldisins, með svipuðu sniði og samkomulag tókst um á síðast- liðnu ári milli Landsbankans og þessa sama banka. Um er að ræða lán að andvirði 800 milljónir króna. Landsbankinn taldi sig ekki geta gengið frá þessum viðskiptum nema að ríkisstjórnin segði álit sitt á þeim. Fyrir liggur skýrsla frá Seðlabankanum um málið þar sem gerðir eru ýmsir fyrirvarar við þessi viðskipti, m.a. um lánstíma og áhættu sem viðskiptunum fylgja . -EÓ ELLEFU KONUR HAFA ORDIÐ ÞUNGAÐAR eftir aö glasafrjóvgunarmeðferð hjá kvenna- deild Landspítalans hófst í október sl. í árslok höfðu 25 konur byrjað meðferð og 20 lokið fyrstu tilraun. Þórður Óskarsson læknir t.v. Fjær standa Leifur Þorsteinsson og Júlíus Gísli Hreinsson líffræðingar. Nú eftir að þessi starfsemi er hafin hérlendis er reiknað með að utanferðir vegna glasafrjóvgana leggist alveg af. Tfmamynd: Ami Bjama Ibúar við Þverársel segjast hafa orðið fyrir ónæði af sambýli geðfatlaðra við Þverársel: Morðhótanir, ógnanir og fyllirH Slær GATT ísl. landbún- aöaf? £ Blaðsíður 2 og 8 íbúar í Þverárseli og nágrenni segjast hafa orðið fyrir verulegum óþægind- um af vistmönnum á umdeildu sambýli geðfatlaðra við Þverársel, hafa sætt morðhótunum ásamt hótunum af öðru tagi. Dæmi eru um að leigjendur hafi sagt upp leigusamningum sínum og flutt á brott. Gunnlaugur Sig- mundsson, íbúi við Þverársel, segir að það cina sem íbúar vilji sé að farið sé að lögum. Samdráttur áltekna um 12 millj. brauö • Blaðsíða 2 íbúi, sem ekki vildi láta nafns síns getið og Tíminn ræddi við í gær, segir að leigjendur á neðri hæð í húsi hans, sem reyndar er dóttir hans og fjölskylda hennar, hefðu flutt burtu vegna morðhótunar sem húsbóndinn á heimilinu fékk frá einum vistmanna. Þau hjónin eiga lítið barn og treystu þau sér ekki lengur til að búa í íbúðinni sem er mjög nálægt sambýlinu. íbúinn sem Tíminn ræddi við sagði að íbúðin hefði ekki verið leigð út aft- ur. Þá hefði orðið vart við það að vist- menn gengju um götur í nágrenn- inu með bjórdósir og væru í sum- um tilfellum greinilega undir áhrif- um áfengis. Einnig væru brögð að því að vistmenn væru að koma heim illa útleiknir á mánudagsmorgnum og benti ýmislegt til að þeir væru að koma heim eftir skemmtun helgar- innar. íbúinn segir að áhyggjur manna beinist sérstaklega að mikl- um fjölda barna í hverfinu, en þar hafi ávallt verið mörg börn. Gunnlaugur Sigmundsson, íbúi við Þverársel, segir að þetta hverfi hafi verið mjög rólegt og áður en að starfsemi sambýlisins hefði komið til, hafi mæður þar skipst á um að líta eftir börnunum í hverfinu og að þau vissu þá alltaf hvert ætti að leita ef eitthvað bjátaði á. Nú segðu þess- ar sömu mæður að ef ætti að hafa þetta fólk innan um börnin, rölt- andi með bjórdósir í misgóðu jafn- vægi, væru þær ekki rólegar yfir því að vera í burtu frá börnum sínum jafnvel þó að þær vissu að ná- grannakonan liti eftir þeim. Gunn- laugur sagðist vita til þess að kona sem gerði leigusamning með möguleika á kaupum, hefði nú rift þeim samningi og flutt burt. „Málið snýst þó ekki um þetta, heldur um það hvort þessir opin- beru hrokagikkir, þar með talin J6- hanna Sigurðardóttir, þurfi að fara að lögum eins og ég og þú og aðrir þjóðfélagsþegnar. Við höfum aldrei sagt, þó að því hafi verið snúið upp á okkur af þessum opinberu hroka- gikkjum, að við værum á móti „geð- fötluðum". Það hefur aldrei verið sagt farið þið burtu með þetta, held- ur farið að lögum," sagði Gunn- laugur Sigmundsson að lokum Undirritaður reyndi að ná tali af Astu B. Eggertsdóttur hjá Svæðis- stjórn fatlaðra í Reykjavík, en ekki náðist í hana. Þá var haft samband við sambýlið við Þverársel og þar fékk blaðamaður þau svör að þar á bæ myndu þeir ekki tjá sig um mál- ið og ef það væri ætlun hans að skrifa um málið, þá yrði hann að- eins að skrifa um aðra hlið þess. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.