Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 11. janúar 1992 Þ JÓÐARBÓKHLAÐAN ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíöi og uppsetningu hengilofta úr stáli ásamt lömpum, loftræsti-, sprinkler- og raflögnum í hús Þjóðarbókhlöð- unnar við Birkimel. Hengiloftin á 1 .-4. hæð eru alls um 10.000 m2. Auk þess er kjall- ari um 2000 m2. Verkinu skal lokið fyrir 15. mars 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, frá þriðjudegi 14. janúar til og með föstudegi 28. febrúar 1992 gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., þriðjudaginn 24. mars 1992 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK TIL SÖLU FJÖLBÝLISHÚS AÐ GRÆNÁS11-3 í NJARÐVÍK Kauptilboð óskast í tjölbýlishúsin að Grænási 1-3, Njarðvík. Um er að ræða 3 hús með 8 íbúðum hvert. Brúttó fiatarmál hvers húss er 905.6 m2 og brúttó rúmmál 2807 m3. Brunabótamat allra bygginganna er kr. 117.838.000. Ibúðirnar verða til sýnis I samráði við Arnbjörn Óskarsson hjá Flugmálastjóm, Keflavíkurflugvelli (sími 92-50625 v. og 92- 12757 h.). Tilboð í einstakar íbúðir eða öll húsin, er greini heild- arverð og greiðsluskilmála, sendist Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11:00 þann 24. janúar 1992. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK IJj FORVAL Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, leitar að 4-5 aðilum, verktökum, sem áhuga hefðu á að taka þátt í lokuöu útboði vegna eftirfarandi: Innkaupum á um 1.800 m af 900 og 1.000 mm víðum plaströrum. Flutningur á rörum frá framleiðslustað á verkstað á sjó og á landi. Lagningar um 1.000 m lagnar á landi og um 800 m á tveim stöð- um í sjó. Frágang yfirborös. Gert er ráð fyrir að afhenda útboðsgögnin fyrrihluta febrúar og að verklok verði í október næstkomandi. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, frá og með þriðjudeginum 14. janúar. Forvalsgögnum skal skilað á sama stað eigi síðar en fimmtudag- inn 23. janúar 1992, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgarverk- fræðings, óskar eftir tilboðum í hita-, vatns- og frárennslislagnir fyrir íþróttamiðstöð I Grafarvogi. Helstu magntölur: Stærð húss 2.900 m2 Skilatími verks: 1. hæð og hluti jarðhæðar og 2. hæðar 1. ágúst 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu voití, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, frá og með miövikudeginum 15. janúar, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 5. febrúar 1992, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Ágreiningur milli Jóns Sig. og Davíðs um GATT Ríkisstjórnin hefur samþykkt formlega fyrirvara við samkomulags- drög framkvæmdastjóra GATT. Viðskiptaráðherra lýsti því yfír á þingi í gær að hér væri ekki um að ræða formlega fyrirvara heldur erindisbréf til embættismanna íslands sem fara með málið á vett- vangi GATT. Stjórnarandstaðan telur að með afstöðu ríkisstjórnar- innar hafí verið komið til móts við sjónarmið bænda, en ganga hefði þurft lengra á sumum sviðum. Ágreiningur í ríkisstjórninni um landbúnaðarmál kom greinilega fram í umræðum um GATT á Al- þingi í gær. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra gerði Alþingi grein fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar og sagði að um formlega fyrirvara af hálfu íslenskra stjórnvalda væri að ræða. Síðar í umræðunni tók Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra til máls og sagði að ekki væri um form- lega fyrirvara að ræða heldur erind- isbréf til embættismanna fslands sem fara með málið á vettvangi GATT. Stjórnarandstæðingar kröfð- ust að forsætisráðherra kvæði skýrt á um hvort viðskiptaráðherra talaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Davíð tók aftur til máls og sagði að um væri að ræða fyrirvara. Fyrirvararnir sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum eru í fimm liðum. í fyrsta lagi er lögð áhersla á að unnið verði að því að fá fram þriðjungs lækkun allra tolla á sjáv- arafurðum til samræmis við aðra vöruflokka og að ríkisstyrkir í sjáv- arútvegi verði lækkaðir með sama hætti og áformað er að gera í land- búnaði. í öðru lagi segir að ísland muni áfram gera mjög strangar kröfur á sviði heilbrigðiseftirlits vegna innflutnings á landbúnaðar- vörum og í því sambandi er vísað til að íslenskir búfjárstofnar séu sér- staklega næmir fyrir smitsjúkdóm- um vegna langrar einangrunar. f þriðja lagi segir að nauðsynlegt verði að framreikna stuðningsað- gerðir miðað við verðbólgu og verð- tryggingar. Út í hött sé að sveiflur í verðlagi eða gengi, eða skattkerfis- breytingar, leiði til þess að sumar þjóðir taki á sig meiri skuldbinding- ar en aðrar. í fjórða lagi er lýst yfir óánægju með að í tillögum framkvæmda- stjóra GATT skuli áfram vera gert ráð fyrir útflutningsbótum. Minnt er á ákvörðun íslands að hætta út- flutningsbótum frá haustinu 1992. Lagt er til að ríki sem skuldbinda sig til að afnema allar útflutningsbætur hafi rétt tii þess að grípa til magn- takmarkana á innflutning á vörum sem útflutningsbætur eru afnumdar á. Jafnframt að afnám útflutnings- bóta leiði til þess að heimilt verði að hafa tolla á innfluttar vörur hærri en ella og að heimilt verði að reikna beinar greiðslur til bænda sem grænar greiðslur (leyfilegar greiðsl- ur). f fimmta lagi segir að ísland styðji kröfur um sveigjanlegri skilgrein- ingu á því sem kallast grænar greiðslur til bænda og áskilji að þær verði ekki bundnar einstaklingum heldur geti þær flust til milli bænda og bújarða. Auk þess er tekið fram að ísland hafi ekki tekið endanlega afstöðu til GATT- samkomulagsins. Það verði gert þegar það liggur end- anlega fyrir. Stjórnarandstaðan fagnaði því við umræðuna að ríkisstjómin skuli hafa tekið tillit til sjónarmiða bændasamtakanna og þeirrar um- ræðu sem fór fram um málið á Al- þingi fyrr í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra, talaði um að víðtæk sam- staða hefði tekist um málið. Fulltrú- ar Framsóknarflokksins í landbún- aðarnefnd, Jón Helgason og Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, sögðu jákvætt að ríkisstjómin skuli hafa tekið tillit til sjónarmiða bænda, en mikilvægt væri að hún fylgdi mál- inu fast eftir á vettvangi GATT. Jón sagði að ríkisstjómin hefði þurft að taka meira tillit til svína-, kjúklinga- og garðyrkjubænda. Jóhannes Geir sagði jákvætt að Alþýðuflokknum skuli hafa verið haldið utan við stefnumótun í landbúnaðarmálum. Málið var rætt á sameiginlegum fundi landbúnaðarnefndar og utan- ríkismálanefndar síðdegis í gær. í dag munu fulltrúar Norðurland- anna í GATT bera saman bækur sín- ar í Osló. Á mánudaginn hefst síðan fundur í Genf þar sem reynt verður að ná endanlegu samkomulagi um GATT- samninginn. Ekki er búist við að það takist í þessum mánuði eins og stefnt var að, m.a. vegna and- stöðu Evrópubandalagsins. Reiknað er með að málið verði til umfjöllun- ar í Genf fram undir vor. -EÓ Sjávarafurðir gefa orðið 81% allra útflutningsverðmætanna: Áltekjurnar minnkað um 12 milljón brauð Nóvember var fyrsti mánuður árs- ins 1991 sem almennur innflutn- ingur varð minni (240 m.kr.) held- ur en í sama mánuði árið áður. Skyldi þetta kannski eiga sér þá skýringu að um 4.400 fleiri (40%) íslendingar fóru til útlanda í þess- um mánuði en í nóvember árið áð- ur? Útflutningstölur Hagstofunnar sýna m.a. að nettó gjaldeyristekjur af álviðskiptum voru 42%, eða um 1.850 milljónum króna (kringum 12 milljón brauðum) minni í nóvem- berlok á þessu ári heldur en í fyrra. Útflutningsverðmætið hafði þá minnkað úr 8,9 milljörðum niður í 7.5 milljarða á sama tíma og inn- flutningur álverksmiðjunnar óx úr 4.5 upp í 4,9 milljarða. Kona datt úr stiga Kona var flutt á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir að stigi, sem konan var í, brotnaði undan henni og féll hún í jörðina af annarri hæð húss síns, sem stendur við Sól- vallagötu. Atvikið átti sér stað skömmu eftir hádegi í gær. Á svip- uðum tíma datt kona í hálku skammt frá Norræna húsinu í Reykjavík og var hún sömuleiðis flutt á slysadeild. Konan mun vera fótbrotin. -PS Vöruskiptajöfnuður landsmanna var um 4 milljörðum króna óhag- stæðari mánuðina janúar-nóvember en árið áður. Innflutningur var þá kominn í 85,2 milljarðar borið sam- an við 79,6 milljarða árið áður. Út- flutningurinn jókst aðeins úr 84,1 upp í 84,8 milljarða kr. á sama tíma- bili. Innflutningur sérstakra fjárfest- ingarvara var um helmingi minni en árið áður. Aukning almenns inn- flutnings er aftur á móti um 15% eða um 8,9 milljarðar króna milli ára. Athygli vekur að sjávarafurðir hafa fært landsmönnum 81% af öllum þeirra útflutningstekjum á um- ræddu 11 mánaða tímabili og verð- mæti þeirra aukist um 7% milli ára. Gríðarlegur samdráttur hefur hins vegar orðið í öllum öðrum útflutn- ingsgreinum, eða um 18% að með- altali. Hlutfallslega er samdráttur- inn mestur hjá jámblendiverk- smiðjunni, um 29%. Vöruútflutn- ingur í nóvembermánuði nam 7,7 milljörðum en innflutningurinn var um 400 milljónum kr. minni. - HEI Umhveriisfáðhena helur veitt starfsleyfi fyrir rekstri Faxamjöls á fiskimjölsveiksmiðju í Örfirsey. Einar Öm Stefánsson, formaður íbúasamtaka í gamla vœturbænum: Munum veita verk- smiöjunni aðhald“ W Umhverfisráðherra gaf í gær út starfe- leyfi fyrir starfeemi fiskimjölsverk- smiðju Faxamjöls hf. í Örfirisey, en leyfið er bráðabirgðaleyfi til tveggja ára og með ströngum ákvæðum um mengunarvamabúnað. Einar Öm Stefansson, formaður ibúasamtaka í gamla vesturbænum, er ekki hrifinn af veitingu starfsleyfis og segir samtökin ætla að veita verksmiðjunni gott að- hald. ,Mér líst engan veginn á þetta og finnst fúrðulegt að umhverfisráðherra skuli ekki taka mark á 3000 undir- skriftum, þegar tillit er tekið til þess að um 4700 em á undirskriftaraldri í hverfúnum, vesturibæ og miðbæ. Mað- ur hefði haldið að ráðherra hefði staldrað við með slíkan fjölda undir- skrifta í höndunum." -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.