Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 4
4 Tfminn Laugardagur 11. janúar 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórí: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Gufimundsson Stefán Asgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prcntun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Er auðlindaskattur á næsta leiti? Lögin um stjórn fískveiða hafa verið í gildi í rúmlega eitt ár. Þau höfðu verulega breytingu í för með sér frá fyrri löggjöf, og var sú veigamest að nú er eitt stjórnunarkerfi í gildi, svokallað aflamark. Sú staðreynd liggur fyrir að á síðasta ári skil- aði sjávarútvegurinn meira útflutningsverð- mæti en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir minnkandi veiðiheimildir. Þetta er mjög athyglisvert, og sýnir að þetta kerfí stuðlar að aukinni verð- mætasköpun. Endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar stend- ur nú yfir. Lögin, sem í gildi eru, segja fyrir um það hvernig sú endurskoðun á að fara fram, og það er undarlegt hvernig að henni er staðið. Til dæmis hefur ekki verið haft samráð við sjávarút- vegsnefndir Alþingis svo sem sagt er fyrir um í lögunum. Nú stendur yfir á Alþingi orrahríð vegna hag- ræðingarsjóðs sjávarútvegsins, en veiðiheimild- ir hans á að hluta að selja, til þess að standa und- ir hafrannsóknum. Með þessu er sjóðurinn la- maður til þess að gegna upphaflegu hlutverki sínu, að stuðla að hagræðingu í sjávarútvegi og vera öryggisnet fyrir einstök byggðarlög sem missa frá sér veiðiheimildir. Þetta mikilvæga mál er tekið úr samhengi við endurskoðun fisk- veiðistefnunnar til þess að mæta vandræðum ríkissjóðs. Auk þess virðist vera hér á ferðinni einhvers konar samkomulag milli stjórnarflokk- anna til þess að friða Alþýðuflokkinn vegna þess að auðlindaskattur hefur ekki verið tekinn upp enn. í áramótaviðtali segir formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, að þetta sé fyrsti vís- ir að komandi veiðileyfagjaldi. Það væri fróðlegt að vita hvort samkomulag er um það milli stjórnarflokkanna að taka upp veiðileyfagjald. Allir vita um áhuga Alþýðu- flokksins í þessu efni, og áhuga Morgunblaðsins sem vill móta stefnu Sjálfstæðisflokksins í mál- inu. Er það mat Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðhera að hann hafi frið á sér um sinn með löggjöfinni um hagræðingarsjóðinn, eða er samkomulag í höfn um auðlindaskatt? Þjóðin á heimtingu á svari við þessu. Þetta mál er einn angi af þeim álögum á sjáv- arútveginn sem fjárlögin og frumvarp um ráð- stafanir í ríkisfjármálum gerir ráð fyrir. Sjávar- útvegurinn er einkar illa undir þessar álögur bú- inn nú, vegna hárra vaxta og minnkandi tekna vegna þeirra skerðinga á veiðiheimildum sem nauðsynlegar eru. Hins vegar hefur það bjargað sjávarútvegin- um hingað til að búa við það skipulag sem tryggt hefur aukna verðmætasköpun. Aðalatriðið er að hafa þolinmæði til þess að þróa það skipulag áfram og standa ekki í sífelldum byltingum, þannig að enginn viti hvar hann stendur. í súrsláturstíð og raunsæis Þá eru engar stórhátíðir að hlakka til í bili og yfir hellast tíðindi af beiskum bjargráðum á kreppudög- um, sem ekki verður flúið undan á vit bjásturs með silkiborða, steikarofha og uppskrifta að lyst- ugum dessertum og sósum. öll þessi bjargráð, hagræðingin og samdráttarmalið kemur eins og nábítur efir ailt sætamullið og fitu- bræðinginn. Árstíð hinna eldsúru blóðmörskeppa og hrútspunga, sem hafa bragð og angan raun- veruleikans, gengur nú í garð. Bit- urt mysubragðið gerir menn raun- sæa og sónninn er sá í flestum að „eitthvað hafi nú þurft að gera", þótt auðvitað þyki mörgum að það hefði átt að fara öðru vísi að því. Þeir eru skammaðir sem eyddu of miklu í fyrra og hitteðfyrra og árið þar áður, því nú virðist óforsjálni þeirra liggja á borðinu að sumra mati. En blórabögglamir eru ekki á því að kannast við það. Það eyddu kannske fleiri um efni fram, segja þeir — hvað um Perluna og allt það sukk? Já, en Perlan er Iíka myndarlegt mannvirki, er svarað á móti. Þetta er auðvitað götótt svar og nú gengur staðhæfing gegn staðhæfingu þangað til almenn- ingur missir þráðinn og man ekki hvað verið var að rífast um í upp- hafi. Það er ómeðvituð fyrirbyggj- andi ráðstöfun hans gegn því að fá magasár af svartagallinu. Hann hættir að nenna að taka eftir nema ef það birtist ljósmynd af einhverj- um af ráðherrunum með ný gler- augu eða í úthverfum sokk eða þá að einhver mismælir sig skemmti- lega. Þá færist viðkomandi upp um stig í vinsældakönnunum. A örð- ugleikatímum skiptir nefnilega meira máli fyrir múgamanninn að varðveita léttu lundina og henda það á Iofti sem gaman er að en að lesa yfir sig um vandamál, sem hann fær mest lítið við gert. „Countyour blessings" Samt fer auðvitað fjarri að fólk skynji ekki vá f loftinu og hin mikla sjálfstrú landsmanna er ekki söm. Þó er reynt að hressa hana við og inn á milli ræðanna um óár- anina strá stjórnmálamenn af og til vissum hvatningarorðum. Af eðlishvöt hlýða menn gjarna á þau. Þessi hvatningarorð eru í anda heilræðisins gamla „Count your blessings" — tel saman náðargjafir þínar. Þá er horft yfir „vandann" eins og úr nokkur þúsund feta hæð og þaðan er lítill sem enginn vandi sjáanlegur. Fólki er bent á hrein- leik og tign jöklanna, hve æsku- fólkið er mennilegt og vel upplýst, hve göfug eign tungan sé og mikil þörf á að hlúa að þessum aldin- garði í hvívetna og þeir átaldir sem ekki koma auga á neitt nema kal- viðina í skóginum. Slíkt tal þykir flestum gott og sjálfstrúin nær sér aftur á strik um stund. Brothætt sjálfstrú Sjálfstrú þjóðarinnar er enn brot- hætt, því hún er ekki gamalt þing og enn ögn lík skæni yfir ekki of vel grónu sári. Það er ekki langt um liðið frá því er menn á landi hér skynjuðu sig fremur sem lítil- magna í samfélagi þjóðanna. Þótt margir væru svo sem borubrattir í munninum, þá var það helst í sinn hóp en út á við, eins og hortugheit sveitlægra við betri búendur. Menn voru ekki frjálsir í hjarta, þrátt fyrir frægar yfírlýsingar og gnótt af skáldskap sem hnígur í gagnstæða átt. Sjálfstrúin hefur loks komið á allra síðustu áratug- um með hraðri blómgun atvinnu- lífs, uppbyggingu félags- og menntakerfis og samgöngubylt- ingu. Á örskömmum tíma fluttu menn úr afdal og kreppukjallara í hundrað fermetra og þaðan varð Ieiðin greið í raðhús eða einbýli að skömmum tíma liðnum. Og allir urðu stúdentar í einu vetfangi. En það tekur stundarkorn að átta sig inni í nývirkjum. Málningarilmur- inn situr langa hríð í nösunum og heilabúunum. En hver vill kallast nýrfkur og nýuppfræddur? Auðvit- að enginn og menn láta því sem I Tsmans rás þeir hafi fyrir lengri tíma en raun er á unnið upp það forskot sem umheimurinn náði á þjóðina eftir söguöld. Ýmsir láta sem þetta for- skot hafi eiginlega aldrei orðið til, a.m.k. ekki í sanngjörnum leik. Nú skal það líka vera sem gleymt og hér hefur mönnum orðið það vel ágengt að um nokkurra ára bil hef- ur það verið áleitin tilfinning að þjóðin standi öðrum þjóðum dálít- ið framar. Þegar allt er lakkað Það hefur fylgt athafnaseminni að eiginlega hvað sem heiti hefur skal „tekið í gegn" og heflað og lakkað. Þar á meðal er móðurmálið. Með það hefur átt sér stað mikið vafst- ur, sem menn ætla að fullkomni það og fegri. T.d. er nýyrðasmíði lofuð og hvers kyns smámuna- nostur í stafsetningu og málfari ber hátt. Yfir þessu er nákvæmlega sami andinn og vegabótunum og uppbyggingu frystiiðnaðarins. Allt væri þetta þó af hinu góða eða í það minnsta saklaust, ef það sem á tungunni er ritað og talað stefndi í fullkomnunarátt samtímis. En það hefur ekki gerst enn og er kannske áþreifanlegasti votturinn um að þjóðin á eftir að átta sig í nýju um- hverfi sínu. Enn eru menn um of bundnir við hefil og lakkpensil ný- smíðarinnar. Og þegar efnahags- samdráttur á sér stað eins og nú og ekki eru til peningar til að mála og byggja af sömu elju um sinn, skap- ast viss vansæld og menn vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera. And- ans mennina, sem eiga að segja þjóðinni hvar hún er stödd, hefur ekki tekist að smíða, þrátt fyrir stúdentana. Ekki er það vegna þess að tungan sé ekki fyrir hendi, búin að fá enn eina lakkyfirferð og svo óaðfinnanleg að hún fer að þefja eins og sjúkrakassi. Kannske hefur málvöndunarstaglið eftir allt sam- an fremur orðið hemill á andlega reisn en að það en efli hana. En súrsláturstíð og raunsæis er að ganga í garð og vanti þjóðina spekinga og snillinga í bili, þá verður hún að komast af án þeirra, þótt sannarlega hafi sjaldan verið meiri þörf andlegrar innspýtingar. Bót er í máli að enn getur fólk skemmt sér yfir smámunum eins og fyrr var á minnst: Einhver af pólitíkusunum missir áreiðanlega út úr sér einhver fádæmin, sem verða þá að duga í stað speki í bili. Andlega öldin hefst bara seinna, verum viss um það, þegar hæfilega langt verður um liðið frá því er klárað var úr lakkdósunum og síð- asti naglinn rekinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.