Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. janúar 1992 Tíminn 5 Borg í fortíöarvanda Sigrún Magnúsdóttir skrifar Gamla árið kvaddi og það nýja heils- ar með því að ríkisstjóm landsins sveiflar sveðju niðurskurðar og sam- dráttar. Við sveitarstjómarmenn töldum að hagur sveitarfélaga væri nokkuð tryggður, þar sem borgarfulltrúi sit- ur í forsæti ríkisstjómarinnar. FVrri hluta desembermánaðar leggur rík- isstjómin til einhliða og án alls sam- ráðs til a.m.k. eins milljarðs kr. út- gjaldaauka eða tekjuskerðingar fyrir sveitarfélögin. Þetta er gert þrátt fyr- ir skýr ákvæði samstarfssáttmála rík- is og sveitarfélaga um samráð þess- ara aðila varðandi sameiginleg hags- munamál. Samningsbundið og lögformlegt samstarf er þannig rofið og það einskis virt af ríkisstjóminni. BORGARSTJÓRASKIPTI Þessi vinnubrögð ættu í sjálfu sér ekki að koma okkur borgarfulltrúum í Reykjavík á óvart, sami maður stýr- ir nú ríkisstjóm landsins og stýrði borginni í níu ár. Hann hefur ekki tamið sér þá starfshætti að hafa sam- ráð og samstarf við fólk. Merkilegar deilur komu upp í borg- arstjómarflokki þegar velja skyldi nýjan borgarstjóra. Þær deilur var ekki hægt að leysa öðruvísi en að leita að manni úti í bæ. Þar með brutu sjálfstæðismenn aðalkosn- ingaloforð sitt til margra ára. Borg- arbúar gætu ætíð gengið að því sem vísu að borgarstjóri kæmi úr röðum borgarfúlltrúa. Við fúlltrúar stjómar- andstöðunnar í borgarstjóm tókum vel á móti Markúsi Emi og væntum góðs samstarfs við hann. Það hefur því valdið mér verulegum vonbrigð- um að hann skuli ætla að sigla í sama farið og fyrirrennari hans, að vera með útúrsnúninga og stóryrði í stað þess að ræða málefnalega um við- fangsefnin. STJÓRNKERFI í MOLUM Það er afar nauðsynlegt að hjá hinu opinbera, bæði ríki og sveitarfélög- um, að samstarfsreglur séu virtar. Þá er einnig mikilvægt að boðleiðir samskipta og ákvarðana séu ljósar og skýrt afmarkaðar. Þessar boðleiðir em engan veginn skýrar hjá Reykja- víkurborg og hef ég undanfarin ár flutt ótal tillögur um 'að skipurit verði gerð hjá stofnunum og fyrir- tækjum borgarinnar. Skýrsla Borgarendurskoðunar um stjómsýslu og fjárhag Hitaveitu Reykjavíkur tekur svo sannarlega undir nauðsyn þess að hafa glögg skil í stjómsýslu. Borgarendurskoðandi hefur á hverju ári ítrekað, í skýrslu sinni með ársreikningum borgarinnar, nauðsyn þess að koma á skipuriti yfir gármálasvið borgarinnar. Það er merkilegt að bera saman „landsföðurinn" Dav- íð Oddsson í áramótaávarpi sínu og borgarfulltrúann Davíð Oddsson í ræðu sinni á borgarstjómarfundi 2. jan. sl. Orðrétt í áramótaávarpinu: ,AlHr þeir, sem eitthvað er í spunnið, vilja fremur heyra sannleikann sagðan, þótt hann láti illa í eyrum, en vera án hans.“ Þessi orð hittu hann sjálfan fyrir að- eins tveimur dögum síðar og hvem- ig brást hann við? Hann þoldi ekki að heyra sannleikann og brást reiður við. Hann lýsti skýrsluna ómerka og dæmdi fyrrverandi undirmenn sína harkalega og sagði að þeir hefðu hvorki vit, þekkingu né getu til að gera skýrslu um stjómsýslu. Það er rétt að slík skýrsla var aldrei gerð í hans stjómartíð sem borgarstjóra. Hann vildi viðhalda hinum mið- stýrða, bratta stjómkerfispíramída borgarinnar. Skýrsla Borgarendurskoðunar tek- ur undir hvert orð, sem við í stjóm- arandstöðunni í borgarstjóm höfúm sagt um óstjómina og bruðlið við framkvæmdimar í Perlunni. DÓMUR MORGUNBLAÐSINS Það hafa fleiri gert, þar á meðal rit- ari ReykjavíkurbréfsMorgunblaðsins 6. okL sl. , Alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við umframkostnað vegna ráðhússins og Perlunnar í Reykjavík og má raunar bæta við kostnaði vegna breytinga á Þjóðleikhúsinu; miklar umræður fóru fram á sínum tíma um flugstöðina í Keflavík. Slík- ar umræður em eðlilegar. Þessi mikli umframkostnaður er óviðun- andi og allra síst eiga stjómmála- mennimir, sem bera hina pólitísku ábyrgð, að sætta sig við hann.“ „Þetta sýnir ekki þjóð, sem hefur náð langt á þroskaferli sínum, heldur er meira í ætt við framferði einræðis- herra í hinum nýju ríkjum þriðja heimsins, sem berast á án þess að hafa nokkur efrii á því.“ „Hér á íslandi em engar hefðir til um það hver viðbrögðin verða ef trúnaðarmenn almennings fara yfir strikið í meðferð almannafjár. Þess vegna m.a. er erfitt að festa hendur á þessum viðfangsefnum. Hér em heldur engar venjur eða heföir um það hvenær nástaða vegna hags- muna eða fjölskyldutengsla á að leiða til þess að menn dragi sig í hlé, sækist ekki eftir verkum eða emb- ættum eða einhverju öðm.“ SIÐAREGLUR Við framsóknarmenn settum það á oddinn í kosningabaráttunni fyrir tveimur ámm að settar yrðu siða- reglur fyrir borgarfulltrúa og emb- ættismenn. Þá höfum við barist fyrir því að stjómkerfið hjá borginni verði tekið til skoðunar. Borgarráð sam- þykkti 8. okt. sl. að vísa til athugun- ar borgarritara, borgarhagfræðings og framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar hvemig efla megi almennt stjómsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg, stofnunum og fyr- irtækjum borgarinnar. í því sam- bandi verður fjallað um það sérstak- lega hvort ástæða sé til að gera breytingar á samþykkt um endur- skoðunardeild borgarinnar. í þeim tilgangi að árétta stjómsýsluathug- anir í skilgreiningu á hlutverki deildarinnar. TRAUST FJÁRMÁLASTJÓRN Þá hefur það sannast heldur betur að skrautbyggingamar em þungur baggi á borgarsjóði og sjóði Hitaveit- unnar. í kosningabaráttunni fyrir tveimur ámm hélt borgarstjórinn þáverandi því ffarn að fjárhagurinn væri það traustur að borgin þyrfti ekki að taka nein lán. Hitaveitan tók erlent lán upp á 450 milljónir sl. haust og borgarsjóður jók skuld sína á yfir- drættinum í Landsbankanum um heilan milljarð á 5 mánuðum á síð- asta ári. Þó að fjárhagur borgarinn- ar hvíli á öflugum gmnni hefur stórlega sigið á ógæfuhliðina á undanföm- um 2-4 ámm. Þannig tvö- faldaðist yfirdrátturinn í Landsbankanum milli ár- anna 1988 og 1989, eða úr kr. 580 milljónum í kr. 1.064 milljónir, hvort tveggja á núvirði. Annað dæmi: Frá okt. 1988 til okt. 1991 fjórfaldaðist yfirdráttur- inn, eða úr kr. 580 milljónum í 2.300 milljónir kr. REKSTUR PERLUNNAR Þá er það alvariega til umhugsun- ar að rekstur Perlunnar kostar u.þ.b. 26 milljónir á ári, eða eins og kostar að reka meðalskóla hér í Reykjavík. Stærsti skóli landsins, Seljaskóli, fær 35.576 kr. til reksturs, en t.d. Vesturbæjarskóli 16.788 millj. kr. Reiknað er með að leigan frá veit- ingamanninum í Perlunni verði ca. 12 milljónir á ári. Þannig þurfa Reykvíkingar og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu að greiða með rekstri Perlunnar um ókomin ár, auk kostnaðar af hinni miklu fjárfestingu. FJÁRHAGSÁÆTLUN Fjárhagsáætlun borgarinnar hefúr verið lögð fram og verður samþykkt á borgarstjómarfundi 30. jan. nk. Hún ber með sér mun þrengri fjár- hag en verið hefur, auk þess sem álögur ríkisstjómarinnar á sveitarfé- lögin hafa ekki enn verið teknar inn. Sem dæmi um niðurskurð hjá borginni, þá var einn stærsti út- gjaldabálkur borgarsjóðs, gatna- framkvæmdir, holræsi o.fl., skorinn niður frá tillögu stofnunarinnar um 1200 milljónir kr. eða nánast sömu tölu og ríkið skar niður hjá sér til vegamála. Hins vegar er skiptingin á eigna- breytingafénu jákvæðari í þessum frumdrögum en undanfarin ár. Við framsóknarmenn kunnum vel að meta hækkun á framlögum til skóla- bygginga og uppbyggingar dagvist- arheimila, svo og stóraukin framlög til stofnkostnaðar til æskulýðs- og íþróttamála. Hins vegar óttumst við sveðju nið- urskurðar á þessa liði vegna boðaðra aðgerða ríkisstjómar Davíðs Odds- sonar. HELSTU KOSNINGALOFORÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA SVHON Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið því fram við undanfamar kosningar að allt væri í sómanum undir þeirra stjóm í Reykjavík, og meirihluti kjósenda trúði blekkingunum. Þrjú atriði töldu þeir einkenna sína stjóm: í fyrsta lagi að stjómkerfi borgar- innar væri eins og vel smurð vél. í öðm lagi væri fjármálastjóm þeirra á borginni til fyrirmyndar. í þriðja lagi gætu borgarbúar treyst því og vitað að borgarstjóri kæmi ætíð úr röðum borgarfúlltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Reynslan hefur sannað að þetta er á við bestu öfugmælavísur. Dæmi nú hver fyrir sig. JÁKVÆÐ TÍMAMÓT Reykvíkingar nálgast nú þau tíma- mót að 100 þúsundasti borgarinn líti dagsins Ijós. Þann 1. des. sl. vor- um við 99.653. Það vekur athygli að okkur fjölgaði um rúm tvö þúsund á síðasta ári, en á sama tíma fækkaði bömum í skól- um borgarinnar. Ég tel að þrátt fyrir afleita ríkis- stjóm og einstrengingslegan meiri- hluta í borgarstjóm Reykjavíkur, megi 100 þúsundasti Reykvíkingur- inn hrósa happi yfir að fæðast í okk- ar góðu borg og í okkar fallega landi, sem býr yfir svo mikilli auð- legð. Hugvit og þekking ásamt auðlind- um okkar í köldu og heitu vatni og rafmagni er fjársjóður, sem nýta ber til alhliða atvinnuuppbyggingar og betra mannlífs í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.