Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 11. janúar 1992 Tfmamynd: Ámi Bjama Unnur Halldórsdóttir formaöur SAMFOK, Samtaka foreldra— og kennarafélaga í grunnskólum Reykjavíkur. Skertur grunnskóli mun stórskaoa þj óðfélagið SAMFOK, Samtök foreldra og kennarafélaga í grunskólum Reykjavíkur, hefur áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum á framkvæmd grunnskólalaganna og hefur ritað öllum alþingis- mönnum bréf þar sem þeir eru hvattir til að standa vörð um grunnskólann og markmið hans. SAMFOK telur að skólinn hér á landi sé á margan hátt lausari í reipunum og rýrari í roðinu en í grannlöndunum. Verði starf hans skert enn frekar þá geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóð- félagið allt. Stjórn SAMFOKS hefur sent frá sér eftirfarandi áskorun til for- eldra grunnskólabarna í tilefni af hugmyndum stjórnvalda að draga úr starfsemi grunnskóla til að spara í ríkisútgjöldum: „Stjórn SAMFOKS, Sambands foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur, mótmælir fyrirhug- uðum niðurskurði í grunnskól- um og skorar á foreldra og for- eldrafélög um allt land að beita sér af alefli gegn áformum stjórnvalda þess efnis. Hugmynd- ir eru uppi um að fjölga nemend- um í bekkjardeildum og fækka kennslustundum í viku hverri. Það gengur erfiðlega að tryggja börnum okkar þann tímafjölda sem þeim ber samkvæmt grunn- skólalögum og fráleitt að leggja viðmiðunarstundaskrá alfarið í hendur ráðuneytis/ráðherra sem getur þá ráðskast með stunda- skrá nemenda að vild. íslensk börn búa að mörgu leyti við lakari kjör en jafnaldrar þeirra annars staðar. Skólinn á íslandi er eini skólinn í velferðar- ríki sem er tvísetinn. Skólaárið er mun styttra en gerist í nálæg- um löndum og skóladagurinn einnig, einkum hjá yngri börn- um. Þessi stutti skóladagur er oft á tíðum sundurslitinn, sumar lögboðnar námsgreinar eru ekki kenndar og í fæstum skólum eiga börnin kost á viðunandi nær- ingu. Atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist úr 20% í 80% á 30 árum, en á sama tíma hefur viku- legur skólatími barnanna þó dregist saman. I ljósi breyttra þjóðfélagsað- stæðna eru æ meiri kröfur gerðar til skólans sem birtist m.a. í aðal- námskrá grunnskóla. Skólanum er ætlað að búa börnin undir þátttöku í afar flóknu samfélagi. Framtíð okkar sem þjóðar ræðst ekki hvað síst af því hvernig börnin okkar verða í stakk búin til að takast á við verkefni 21. ald- arinnar. Samkvæmt könnun sem SAM- FOK gerði sl. vetur er lengdur skóladagur og einsetinn skóli eitt af brýnustu hagsmunamálum foreldra og barna. Allir stjórn- málaflokkar hafa þetta sömuleið- is á stefnuskrá sinni og sætir furðu hve seint mjakast í rétta átt. Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands birti sl. vor frumúttekt á þjóðhagslegri hagkvæmni þess að lengja skóladaginn í grunn- skólum. Þar kom fram að fáar fjárfestingar skila jafnmikilli arð- semi, ekki einu sinni álver. Þarna var einungis metinn efnahags- legur ávinningur, en ekki gildi menntunar fyrir einstaklinginn. Okkur er ljóst að á þessum erf- iðu tímum verða allir að taka höndum saman til að leysa efna- hagsvandann og börnin okkar geta þraukað án skólamáltíða enn um hríð. Það verður þó dýr- keypt og þjóðhagslega óhag- kvæmt þegar til lengri tíma er litið, að skerða aðbúnað íslenskra skólabarna frá því sem nú er. Stjórn SAMFOKS hefur sent öll- um alþingismönnum bréf til að minna þá á skyldur þeirra við börn þessa lands og skorar á for- eldrafélög að senda menntamála- ráðherra símskeyti ef það mætti verða til að opna augu hans og allra hinna. Ávarp Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, á nýársdag 1992 var þörf og tímabær áminning til okkar allra um að standa vörð um velferð íslenskra barna. Bregðumst þeim ekki.“ Efldur skóli á um- rótstímum Formaður SAMFOK er Unnur Halldórsdóttir. Hún telur að nauðsynlegt og mjög hagkvæmt sé að efla grunnskólann í stað þess að rýra. Nú standi yfir mikl- ir umróts, og breytingatímar. Sí- fellt sé verið að bæta á skólann verkefnum, t.d. nú nýlega þátt- um eins og umhverfisfræðslu, fræðslu um ávana- og fíkniefni o.fl. án þess að honum séu um leið sköpuð tækifæri og svigrúm til að sinna þessum auknu verk- efnum sómasamlega. Margir þættir uppeldisstarfs sem foreldrar önnuðust áður, hafa nú verið faldir skólunum, sem engan veginn kemst yfír að sinna þeim sómasamlega. Þar komi margt til: Skólaárið er sér- lega ódrjúgt með löngum fríum á rriiðju skólaárinu. Þá miðast skólaárið sjálft að talsverðu leyti við þarfir gamla bændasamfé- lagsins, svo sem t.d. göngur og réttir. Unnur segir það raunar ekki einsdæmi: Umboðsmaður barna í Noregi hefði eitt sinn greint frá því að haustfrí í skól- um í Noregi væri miðað við upp- skerutíma kartaflna þrátt fyrir þá staðreynd að kartöflur yxu ekki svo mjög í malbiki borga og bæja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.