Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. janúar 1992 Tíminn 7 þar í landi fremur en annars staðar. „Grunnskólinn á íslandi hefur ekki breyst og lagað sig að breyt- ingum sem orðið hafa á þjóðfé- laginu, t.d. breyttri og stórauk- inni þátttöku kvenna í atvinnu- lífinu. Þjónusta hans hefur ekk- ert breyst í samræmi við það," segir Unnur. Kennsla að geðþótta ráðherra —SAMFOK óttast um afleiðing- ar þess að menntamálaráðuneyt- inu verði heimilað að ákveða vikulegan kennslustundafjölda í grunnskólum. Hvers vegna? „Eins og nú er, er fjöldi kennslustunda bundinn í grunn- skólalögunum þótt börnin fái nú ekki einu sinni hina Iögbundnu kennslu. Fái ráðuneyti/ráðherra sjálfdæmi um þessi mál er hægt að skerða kennsluna fyrirvaralít- ið án þess að löggjafinn hafi nokkuð um það að segja. Við telj- um því öruggara að þessi mál verði áfram á ábyrgð Alþingis." —Þið segið í bréfinu til alþing- ismanna að kjör skólabarna hér séu verri en í nágrannalöndun- um. Á hvern hátt eru þau það? „Um það get ég vitnað af eigin reynslu eftir að hafa búið erlend- is og þar ber hæst að hér er ekki einsetinn skóli: Einsetinn skóli þykir svo sjálfsagður í nágranna- löndunum að orðið tvísetinn skóli er ekki til í málum þeirra og íslenskir skólamenn lenda í vanda þegar þeir þurfa að útskýra hvað við er átt þegar talað er um tvísetinn skóla. Ég fann sjálf illa fyrir því þegar ég flutti heim er- lendis frá með fjögur börn á skólaaldri. Þau voru að koma og fara allan daginn. í Svíþjóð þar sem ég bjó um ára- bil var skóladagurinn samfelldur og auk þess lengri en hér. Þá er í námsgagnagerð og framboði á þeim tekið mið af því að bekkir geti verið blandaðir og kostur gefinn á stuðningstímum, Skóla- máltíðir eru fastur liður, ýmis aðbúnaður og aðstaða er mjög góð erlendis og ýmis samfélags- þjónusta er auk þess aðgengi- legri." Skóli fyrir kennara eða nemendur? —Þú sagðir í upphafi að fleiri verkefni hefðu færst frá foreldr- um yfír til skólans og að hann rísi ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til hans? „Ég get ekki alhæft um alla skóla, en ég held að það sé ansi margt sem háir íslenskum skól- um. Ég held t.d. að kjarasamn- ingar kennara hindri að ýmsu leyti árangursríkt skólastarf þar sem vinnuskylda þeirra er ekki alltaf í takt við þarfir nemenda. Þá eru kennarar æviráðnir, sem vissulega getur skapað vanda: Við getum hugsað okkur ungan og yel menntaðan kennara sem tek- ur við stjórn skóla. Hann ætti af- ar erfitt með að hrófla við ævi- ráðnum kennurum við skólann sem hreinlega væru útbrunnir og ekki tilbúnir til að sækja nám- skeið, eða bæta sig á nokkurn hátt." Unnur segir að hvað varði sam- skipti foreldra við kennara og skóla sé margt sem mætti betur fara, en kennarar hafi jafnvel tal- ið vera einkamál skólanna og innanhússmál sem ekki sé ástæða til að blanda foreldrum eða börnum í. Það sé hins vegar tekið fram í námsskrá grunn- skóla á óyggjandi hátt að sam- starf skuli vera milli foreldra og skóla og foreldrar eigi að fylgjast með skólastarfi og námsfram- vindu. Skóli geymslu- eða menntastofnun? —En hefur almenningur og foreldrar yfírhöfuð nokkurn áhuga á skólanum og starfí hans að öðru leyti en sem stofnun sem geymir krakkana meðan fólk er að vinna? „Slík viðhorf sem þú lýsir eru vissulega til því miður og það er skylda foreldrafélaga að breyta þeim. En hins vegar heyrist ekki síður af hinu gagnstæða og for- eldrar hljóta að bera velferð og hag barna sinna fyrir brjósti og vilja því fylgjast vel með börnum sínum og Ieita eftir upplýsingum hjá skólanum. í þessu sambandi er gleðilegt að geta sagt frá því að í mörgum skólum, m.a. í Reykja- vfk er skyldumæting foreldra í Hugmyndir stjórnvalda um niðurskurð í grunnskólum mæta harðri andstöðu for- eldra. Unnur Halldórsdóttir, formaður SAMFOK: skólann þar sem þeir eiga að að- stoða kennara í tímum og utan. Þetta byrjar strax í sex ára bekk. Foreldrunum er raðað niður á skólaárið og skrá sig til starfs á ákveðnum dögum. Vitanlega hljóta allir að geta komist úr vinnu einn dag á vetri ekkert síð- ur en fólk kemst til tannlæknis eða á jarðarför. Og það hefur vissulega ekki þurft að ganga eftir foreldrum til þessa starfs. Áhugi þeirra hefur verið mjög mikill og árangurinn lýst sér í betra sambandi foreldra og skóla og samhuga afstöðu for- eldra og barna gagnvart skóla- starfinu." Foreldraföndur eða bein þátttaka í innra starfí skólanna Unnur segir að andstæða þessa sé þegar foreldrar hafi ekki feng- ið að koma nálægt sjálfu skóla- starfinu af einhverju viti, í hæsta lagi fengið að annast skóla- skemmtanir, föndra og taka þátt í fjársöfnun til tækjakaupa fyrir skólann, eða eitthvað í slíkum dúr. Þótt slfkt starf sé í sjálfu sér jákvætt þá sé það varla fullnægj- andi. í fyrrnefndri könnun sem SAM- FOK gerði á foreldrastarfi í grunnskólum Reykjavíkur var spurt um helstu verkefni for- eldrafélaga og svarendur merktu við hvort mikil, nokkur eða eng- in áhersla væri lögð á einstaka þætti sem nefndir voru. í ljós kom að umsjón með jóla- föndri, þrýstingur á yfirvöld varðandi húsnæði og búnað, fræðslufundir fyrir foreldra, fjár- öflun til tækjakaupa, úrbætur á skólalóð og umferðarmál voru mjög áberandi þættir f starfsemi foreldrafélaga. Þá sýndi það sig að minnst áhersla er lögð á mál sem lúta að innra starfi skólans, svo sem að foreldrar taki þátt í því að gera stundaskrár, velja náms- og kennslugögn, aðstoða við kennslu og sitja almenna kennarafundi, en ákvæði um það síðastnefnda hefur verið í grunn- skólalögum síðan 1974. For- eldrafélög hafi hins vegar lítið nýtt sér lögbundinn rétt til að láta fulltrúa sína sitja kennara- fundi. Unnur segir þótt þátttaka for- eldra í föndri og þvflíku sé ágæt út af fyrir sig þá hljóti fólk að gera sér í auknum mæli grein fyrir nauðsyn þess að að þeir verði að taka aukinn þátt í innra starfi skólanna til þess að það verði skilvirkara og að þeir geti sjálfir betur metið árangur þess. En til þessa hljóti þeir að þurfa velvilja og stuðning kennara og starfsfólks skólanna og kennarar verði líka að gera sér grein fyrir nauðsyn gððs samstarfs við for- eldra nemenda sinna. Það sé t.d. ekki vænlegt fyrir samstarf heimila og skóla ef barn er lagt í einelti og jafnvel misþyrmt dag- lega án þess að tekið sé á málum af hálfu skólans. í slíkum tilfell- um sé varla að búast við að for- eldrar eða börn leiti eftir félags- lífi innan skólans heldur fari annað. Þegar niðurstöður könnunar SAMFOKS eru athugaðar sést að efst á blaði yfir sameiginleg bar- áttumál foreldra og kennara er einsetinn skóli og samfelldur lengdur skóladagur. „Bæði sem fyrrverandi kennari og foreldri tek ég undir þetta. Ég starfa nú hjá athvarfi Rauða krossins og 37% þeirra sem til okkar leita þar eru börn sem flosnað hafa upp úr skóla, svo að skólinn og skipulag hans skiptir máli og það vita foreldrar mætavel. Ef undir- stöðumenntun barna okkar verður vanrækt þá rýrum við stórlega möguleika barna okkar og þjóðarinnar í samvinnu og samkeppni við aðrar þjóðir í framtíðinni." Unnur segir að jafnframt því að efla starf grunn- skólans í stað þess að rýra, verði jafnframt að huga að gerð náms- efnis og að kennsluaðferðum, sem hvort tveggja verði í takt við daglegan veruleika fólks. Grunnur að framtíð þjóðar —Skólatíminn er stuttur og sundurlaus, skólar tvísetnir og fyrirætlanir uppi hjá stjórnvöld- um um að skerða skólastarfið enn frá því sem nú er, draga úr kennslu og fjölga í bekkjum. Það er alþekkt að börn eru mjög mörg ein heima á daginn og ganga nánast sjálfala. Hverjar eru og verða afleiðingar þessa? „Hjá Rauða krossinum erum við með sérstakan síma sem börn og unglingar geta hringt í þegar þeim liggur á. Það er mjög mikið hringt í hann og flestir sem hringja eru grunnskólabörn sem annaðhvort eru að eða hafa flosnað upp úr skóla. Þeir sem ekki standast þær kröfur sem skólinn gerir, þeir munu varla standast kröfur vinnumarkaðar- ins heldur. Það er ekki gott að börn flosni úr skóla því lögum samkvæmt eiga allir að fá kennslu við sitt hæfi. Ég trúi því að ef samfélagið stendur vel að grunnmenntun barnanna, þá nýtist það öllum þegnum þjóðfé- lagins. Ég vil því hvetja alla til þess að sýna skólanum jákvæðan áhuga og styðja við hann. Ég veit að það geta komið upp erfiðleik- ar í samskiptum milli heimila og skóla. Hins vegar fara hagsmunir beggja svo saman að samskiptin þurfa að vera sem nánust og best og þau ættu hvorki foreldrar né starfsmenn skóla að óttast." -sá r • • RAUNAVOXTUN Á KJÖRBÓK ÁRID 1991 VAR 4,06-6,03% YFIR 80.000 KJÖRBÓKAR- ÞVIGREIDDAR 3.237 MILUÓMR ÁÁRINU Innstæða á Kjörbókum er nú samtals rúmir 27,5 milljarðar. Hún erþvísem fyrr langstærsta sparnaðarform ífslenska bankakeríinu. Ástæðan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun árið 1991 var 12,01-14,14%. Raunávöxtun á grunnþrepi var því 4,06%, 16 mánaða þrepið bar 5,44% raunávöxtun og 24 mánaða þrepið 6,03%. Kjörbókareigendur geta þess vegna nú sem fyrr horft björtum augum fram á við fullvissir um að spariféð muni vaxa vel á nýju ári. Kjörbók er einn margra góðra kosta sem bjóðastíRS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans. Landsbankinn óskar landsmönnum vaxandi gæfu og góðs gengis á árinu 1992. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.