Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 11. janúar 1992 Bændafundur á Hvolsvelli um GATT samkomulagsdrögin: Mikilvægt að ná fram breytingum „Það er mjöfi þrengt að íslenskum landbúnaði í þeim tillögum sem nú liggja fyrir. Við teljum að ekki sé hægt að reka sjálfstæða land- búnaðarstefnu nema þjóðfélagið megi og geti haft áhrif á hvernig landbúnaðurínn þróast," sagði Haukur Halldórsson, formaður Stéttasambands bænda, á fjölsótt- um fundi Búnaðarsambands Suð- urlands á Hvolsvelli í fyrrakvöld, sem haldinn var vegna draga að nýju GATT- samkomulagi um landbúnað. Á fundinum kom fram mjög sterk andstaða gegn sam- komulaginu. Jón Helgason, alþingismaður og formaður Búnaðarfélags íslands, sagðist vilja að samningsdrögun- um yrði hafnað alfarið í núverandi mynd. „En ef við ætlum að verða kaþólskari en páfinn og segja: Þetta er nú gott og blessað við þurfum bara smálagfæringar, þá sjá allir hvernig fer," sagði Jón Helgason. Hann sagðist leggja áherslu á að fs- lendingar leituðu stuðnings ann- arra þjóða til að ná fram þeim breytingum sem þyrfti svo samn- ingurinn yrði okkur ásættanlegur. „Vissulega er það svo að við náum skammt ef við leitum okkur ekki bandamana. Það er útilokað fyrir Frá fundi sunnlenskra bænda um GATT á Hvolsvelli. íslenska bændur að lifa ef þetta á að ganga ufir okkur," sagði Jón. Alls tóku 23 til máls á fundinum á Hvolsvelli. Kjarninn í máli flestra var sá að í núverandi mynd væru samningsdrög GATT með öllu óá- sættanleg fyrir hagsmuni bænda. Bændur væru sífellt að reyna að lækka verð á Iandbúnaðarafurðum eins og með sérstöku hagræðingar- átaki sem væri í gangi. Hrafnkell Karlsson, bóndi á Hrauni í Ölfusi, sagði að ef hefja ætti innflutning landbúnaðarafurða á annað borð þá þyrfti íslensk bændastétt Iengri tíma til aðlögunar. Hansína Á. Stefánsdóttir, formað- ur Alþýðusambands Suðurlands, sagði að afstaða sín í þessu máli væri skýr: hún væri á móti. Hún benti á að launafólk og um leið neytendur á Suðurlandi ættu mik- illa hagsmuna að gæta þar sem af- koma þess byggðist að allverulegu leyti á landbúnaði. Sagði hún að málflutningur Jóhannesar Gunn- arssonar, formanns Neytendasam- takanna, f þessu máli væri undar- legur. Þegar hann segði að GATT samningurinn væri aðeins fyrsta skrefið til betri tíma fyrir íslenska neytendur og leiddi til lækkandi verðs á landbúnaðarafurðum. í ályktun sem samþykkt var á fund- inum segir m.a.: „Leggur fundur- inn mikla áherslu á að fá fram breytingar á þessum tillögum sem tryggi framtíð fslensks landbúnað- ar og eðlilega samkeppnisstöðu hans gagnvart þeim innflutningi sem heimilaður kann að verða. Fundurinn bendir á að samkvæmt nýgerðri viðhorfskönnun Félags- vísindastofnunar Háskóla íslands er mikill meirihluti íslendinga andvígur auknum innflutningi bú- vara sem unnt er að framleiða hér á landi. Þá vekur fundurinn athygli á að margar starfsstéttir byggja af- komu sína á þjónustu við landbún- aðinn og úrvinnslu á framleiðslu- vörum hans. Ekki má stofha af- komuöryggi þessa fólks í hættu í krafti óraunhæfra vona um ódýra erlenda vöru." - SBS, Selfossi Neytendasamtökin trúa að ís- lenskar búvörur standist verð- samkeppni erlendis innan tíðar: GEFA GATT GRÆNT LJÓS Ncytendasamtökin hafa samþykkt stuðningsyfirlýsingu við þau samn- ingsdrög sem liggja fyrir í GATT viðræðunum. í ályktuninni er m.a. tekið fram að tryggja þurfi að heil- brigðiskröfur séu með þeim hætti að viðkvæmur bústofn á íslandi bíði ekki tjón af innflutningi land- búnaðarvara. Neytendasamtökin benda á að hér sé þó aðeins um að ræða lítið skref í þá átt að tryggja að um búvöruvið- skipti milli landa gildi sanngjarnar reglur sem stuðli að eðlilegri sam- keppni. Minna samtökin á þrjár kröfur sem Alþjóðasamtök neytenda hafa sett fram í því sambandi: — Að innlendur stuðningur við landbúnað verði minnkaður um 50% á 5 ára tímabili í stað 20% eins og drögin gera ráð fyrir. — Að útflutningsstyrkir á búvöru verði lagðir niður innan 10 ára. — Að hömlur Vesturlanda á mat- vælainnflutningi verði felldar niður, bæði á unnum og óunnum matvæl- um. Þá má geta þess að Neytendasam- tökin hafa þá tröllatrú á íslenskum landbúnaði að hann muni verða samkeppnisfær í verði á erlendum mörkuðum þegar fram í sækir, auk þess að standast fyllilega gæðasam- anburð við erlendar afurðir. - HEI Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Þroskahjálp um afstöðu fólks til sambýla geðfatlaðs, þroskahefts, líkamlega fatlaðs og einhverfs fólks: 69% hlynnt sambýli geð- fatlaðra í sínu hverf i Erlendir ferðamenn urðu 143.500 á árinu 1991: Þjóðverjar að verða hér fleiri en Kanar t þjóðmálakönnum sem Fé- lagsvísindasstofnun hefur gert fyrir Þroskahjálp kemur fram að um 68,8% aðspurðra eru jákvæð gagnvart því að stofnað yrði sambýli fyrir geð- fatlað fólk í þeirra íbúðar- hverfí eða í næsta nágrenni. Könnunin náði til 1500 manns á aldrinum 18-75 ára um allt land. Enn fleiri voru jákvæðir stofnun sambýla í sínu hverfi fyrir einhverfa, líkamlega fatlaða og þroska- hefta. Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarinna mánaða hefur staðið niikill styr um sambýli geðfatlaðs fólks við Þverársel. Af 1500 manna úrtaki svöruðu 1055 eða 70,3%, en 7,3% neítuðu að svara. Eins og áður sagði voru 68,8% aðspurðra hlynntir stofnun sambýlis fyrir geðfatlað fólk í sínu hverfi, en 11,7% á móti. Konur voru ívið jákvæðari en karlmenn og munar þar um 4% og var fólk á aldrinum 40-54 mun jákvæðara til slíks sambýlis en aðrir aldurshóp- ar. Neikvæðastir voru hins vegar fólk á aldrinum 25- 39 ára. Könn- unin tók einnig til stéttar, mennt- unar, búsetu og stuðnings við flokka og er athyglisvert, að um 22% aðspurðra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru neikvæð- ir gagnvart sambýli og er það um helmingi hærra hlutfall en stuðn- ingsmenn annarra flokka. Þá skera sérfræðingar og atvinnurek- endur sig nokkuð út úr í andstöðu sinni við sambýli af þessu tagi, en 17,6% þeirra voru andvíg. í af- stöðu sinni til sambýla af öðrum toga voru aðspurðir mun jákvæð- ari og voru 71,4% hlynnt stofnun sambýlis einhverfra í sínu íbúðar- hverfi, 86,6% stofnun sambýlis fyrir lfkamlega fatlaða og 81,9% hlynnt stofnun sambýlis fyrir þroskahefta. -PS Þýskum ferðamönnum fjölgaði hér enn um hátt í tvö þúsund á nýliðnu ári. Um 22.500 Þjóðverjar Iögðu þá leið sína hingað, eða jafnmargir og hingað komu frá Bandaríkjunum. Til samanburðar má rifja upp að árið 1985 komu aðeins 9.500 Þjóð- verjar hingað til lands en hins veg- HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKJAVÍKUR hefur komið fyrir mengunarmælingagámi sínum fyrir á Hofsvallagötu, skammt noröan Hringbrautar. Að sögn Odds R. Hjartarsonar, for- stöðumanns Heilbrigöiseftirlitsins, hefur þessi staður dálitla sérstöðu vegna staðhátta og verður gámurinn þarna næstu fjórar til sex vikurnar. -psmmamynd pjetur ar um 31.600 Bandaríkjamenn. Breytingar geta því greinilega orð- ið miklar á skömmum tíma í þess- ari grein. Erlendir ferðamenn urðu um 143.500 hér á landi á nýliðnu ári. Þetta var fjölgun um 1,2% eða um rúmlega 1.700 manns milli ára. Athygli vekur að ferðamönn- um frá hinum Norðurlöndunum fækkaði um 9% eða nær 4.300 manns milli ára. Þar af fækkaði Svíum mest. Þar á móti fjölgaði verulega ferða- mönnum frá nokkrum löndum. Mest frá Þýskalandi sem fyrr segir. En Svisslendingum fjölgaði einnig um 1.350 manns (25%), ítölum um 1.200 manns (33%) og Bretum í kringum 900 manns. Bandaríkja- menn, Frakkar, Hollendingar, Spánverjar og Japanir komu hing- að álfka margir og árið áður. Lfklega er raunar vafasamt að telja Pólverja sem hingað koma til ferðamanna, þar sem flestir þeirra múnu vera með atvinnuleyfi upp á vásann. Alls 645 Pólverjar komu hingað á árinu, eða 200 fleiri en ár- ið áður. íslendinga sem snéru heim til fósturjarðarinnar taldi Útlendinga- eftirlitið 148.850 á síðasta ári. Fjölgunin var um 6.800 manns (5%) frá árinu á undan og raunar sömuleiðis frá árinu 1989 og 1987. Hins vegar vantaði örlítið á, eða um 360 manns, til þess að slá út mesta ferðaár íslendinga frá upp- hafi, sem var 1988. HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.