Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 11. janúar 1992 Tíminn 9 Rúgbrauð og maltbrauð skera sig úr með langhæst hlutfall trefjaefna, mest kolvetni og minnsta fitu: Gamli „þrumarinn" er trefjaríkastur Víðtæk rannsókn á næringargildi íslenskra brauða hefur leitt í Ijós að gömlu, góðu rúgbrauöin og maltbrauðin innihalda frá helmingi til tvöfalt meira af trefjaefnum heldur en nokkurt af brauðunum með nýju nöfnin eins og múslíbrauð, kornbrauð, trefjabrauð og hafrabrauð. Hæsta kotvetnahlutfallið er líka að finna í rúgbrauði, maltbrauði og normalbrauði. Þessi sömu brauð hafa hins vegar minnst fituinnihald. Engin brauð virðast því falla betur að þeim ráðleggingum sem Manneldisráð gefur fólki, að auka hlutdeild trefjaefna og kolvetna í fæðunni og minnka fituneyslu. „Óhætt er að staðhæfa að íslenskt brauð sé hollt, vegna þess að það er góður kolvetnagjafi og trefjaefha- gjafi," segir nu. í grein f ritinu Heil- brigðismál. En þar skrifar Þyrí Valdi- marsdóttir matvælafræðingur um niðurstöður rannsóknar, sem gerð var við fæðudeild Rannsóknarstofn- unar landbúnaðaríns á næringargildi brauðs samkvæmt 312 uppskriftum frá bakarium víðs vegar að af landinu. Tegundarnöfh á öllum þessum upp- skriftum voru þó aðeins 18 talsins. Rannsakað var magn kolvetna, trefja- efna, fitu, prótína og natríums (salts). Þar sem hlutföll þessara næringar- efna voru misjafnlega há í brauðum með sama nafni var meðaltalið lagt til grundvallar. „Kolvetni er mikilvægasta næring- arefni í brauði," segir höfundur. Rúg- brauð, maltbrauð og normalbrauð reyndust kolvetnaríkust (51-55%). Skýringin er fyrst og fremst sú, að rúgmjöl inniheldur meiri kolvetni heldur en hveiti (sem hins vegar inni- heldur meira prótín). Trefjabrauð og sólkjamabrauð, sem bökuð eru úr hveiti og fræjum, innihalda hins veg- ar minnst kolvetni (46%), vegna þess að fræ eru fremur kolvetnasnauð. Það kemur líklega einhverjum á Trefjaefni Grttmm í 100 grömmum. Rúgbrauð Maltbrauð ¦ 7,5 7,1 Heilsubrauð 5,3 Sólkjarnabrauð Múslfbrauð 5,3 5,2 Þriggjakornabrauð Kornbrauð 5,1 5,1 Heilhveitibrauð 5,1 Bóndabrauð 4,8 Pálmabrauð 4,8 Trefjabrauð Skólabrauð 4,8 4,6 Normalbrauð 4,5 Sojabrauð Hafrabrauð ¦ 4,3 3,6 Hamborgarabrauð Pylsubrauð Franskbrauð 2,7 2,6 2,5 óvart að rúgbrauðin skuli innihalda 50-60% meira af trefjaefnum heldur en trefjabrauð gera jafnaðarlega. Og kannski ekki síður að trefjabrauð skuli raunar innihalda aðeins sáralít- ið meira af trefjum heldur en normal- brauð. Varðandi magn trefjaefna skera rúgbrauð og maltbrauð sig úr, með 7,1 til 7,5 grömm trefja í 100 gr af brauði. Engin önnur brauð fóru yf- ir 53 gr. Að „franskbrauðum" undan- skildum var trefjainnihald flestra hinna brauðanna á bilinu 5,3 niður í 4,3 gr í 100 grömmum af brauði. Creinarhöfundur bendir á að heiti brauðtegunda segi stundum lítið um trefjaefni í þeim. Nokkuð sé hægt að styðjast við útlit brauðanna, þótt ekki segi það allt. Þannig nægi nokkur kom í ljósu brauði ekki til að gera það trefjaríkt Dökkbrún brauð gefi líka fremur til kynna notkun litarefna heldur en trefjar. í mörgum brauð- tegundum sjáist hins vegar móta fyr- ir miklu af hýði komsins. Fita er lítíl í korni. Fita í brauði kem- ur því að mestu úr smjörlfki. Fita er langminnst í rúg-, malt- og normal- brauðum, aðeins rúmlega 1%. Flest önnur brauð innihalda 2,5% til 4% af fitu. Sólkjarnabrauð eru fituríkust (5,2%) ásamt pylsu- og hamborgara- brauðum. Prótín er aftur á móti minnst í marg- nefndum þrem „rúgbrauðum", enda prótín meira í hveiti heldur en rúg, sem fyrr er nefht Prótín er á bilinu 5,8 til 7,5 gr í 100 gr (%). Þama tróna trefja-, soja-, sólkjama- og heilsu- brauð á toppnum með 10 til 10,4 gr af prótíni í 100 grömmum brauðs. Hlutfall salts reyndist minnst í pylsu- og hamborgarabrauðum, að- eins um 0,25 gr í 100 grömmum brauðs. Þar næst koma\sojabrauð og franskbrauð. Mest salt er aftur á móti í trefja-, normal- og maltbrauðum, 0,57 til 0,60 gr í hverjumlOO grömm- umafbrauði. -HEI Breytt áætlun í innanlandsflugi Vegna þjálfunar flugmanna á nýju Fokker 50 flugvélarnar, sem Flugleið- ir hafa fest kaup á, raskast áætlun innanlandsflugsins til nokkurra áætl- unarstaða litillega á tímabilinu 6. janúar til 5. apríl. Fyrsta Fokker 50 flugvélin verður af- hent félaginu 15. febrúar og sú fjórða og síðasta 9. maí. Þjálfa þarf mikinn fjölda starfsmanna sérstaklega vegna nýju vélanna, og er sú þjálfun þegar hafin. 43 flugmenn félagsins fá þjálfun á Fokker 50. Þjálfun hvers flugmanns tekur rúman mánuð, og fer að stórum hluta fram í Amsterdam og Maastricht í Hollandi. 78 starfsmenn á tæknisviði verða þjálfaðir vegna Fokker 50 vél- anna, þar af um 50 flugvirkjar. Tækni- þjálfunin fer fram bæði hér heima og erlendis. Þá fara 280 flugfreyjur á sér- stök námskeið hér heima, og einnig verða haldin stutt námskeið fyrir hlað- menn innanlandsflugsins og aðra, sem kunna þurfa skil á réttri um- gengni við vélarnar og hleðslu þeirra. -EÓ Norrænu leikskáldaverðlaunin veitt í Reykjavík: Hrafnhildur valin fulltrúi íslands Hrafnhildur Hagalín Cuðmunds- dóttir leikritahöfundur hefur ver- ið valin fulltrúi íslands í norrænu leikskáldaverðlaunakeppnina, en verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í Reykjavík í sumar. Hrafnhildur er tilnefnd fyrir leik- ritið „Ég er meistarinn", sem Borgarleikhúsið frumsýndi í októ- ber árið 1990. Hrafnhildur er jafn- framt yngsta leikskáldið í hópi þeirra höfunda, sem tilnefndir voru til verðlaunanna. Aðrir, sem tilnefndir voru, eru Jes Örnsbo frá Danmörku, Björg Vik frá Noregi, Barbro Smeds frá Svíþjóð og Juha Siltanen frá Finn- landi. Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir er fædd árið 1965. Leikrit hennar, „Ég er meistarinn", er hennar fyrsta leikrit. Leikritinu var afar vel tekið, jafnt af leiklist- argagnrýnendum og áhorfendum, og var sýnt 82 sinnum á litla sviði Borgarleikhússins. „Eg er meistarinn" fjallar um innbyrðisátök þriggja tónlistar- manna, sem allir eru gítarleikarar. Persónurnar þrjár, tveir karlmenn og ein kona, eru bundin sterkum tilfinningaböndum þar sem ástin, listin og framabrautin eigast við. Auk þess takast á listamenn af yngri og eldri kynslóð, meistarinn og lærlingurinn. I áliti dómnefndar segir: „Hér er leikforminu treyst til að lýsa innri baráttu andstæðra tilfinninga á mórkum tungumálsins og þagnar- innar. Hér er margvísandi efni meðhöndlað að fþrótt og ástríðu." -EÓ Gallup kannar hug Sunnlendinga: Atvinnumálin hafi forgang Almenningur á Suðurlandi tclur eflingu atvinnulífs í héraðinu vera brýnasta verkefnið í kjördæminu og að þau ættu jafnframt að vera forgangsmál þingmanna þess. Meira en helmingur fólks á atvinnu- aldri er á þessari skoðun. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem Gallup á Islandi hefur gert og birtist fyrst í blaðinu Dagskrá. svæðisins og 8% erfiðleika í land- búnaði. Önnur atriði voru einnig nefnd, svo sem fábreytt þjónusta, einangrun og lág laun. Hins vegar var leitað svara við þeirri spurningu hvaða verkefni Annars vegar spurði Gallup Sunn- lendinga hvað þeir teldu vera helstu vandamál sín og Suður- lands í heild. 26% nefndu of fá- breytt atvinnulíf, 24% of litla at- vinnu, 9% styrk höfuðborgar- almenningur vildi að þingmenn Suðurlandskjördæmis létu hafa forgang á þessu kjörtímabili. 43% nefndu atvinnumál á breiðum grundvelli, 16% samgöngumál og 15% kjaramál. Þá nefndu 6% efnahagsmál og var þar átt við verðbólgu, orkuverð, og andstöðu við evrópska efnahagssvæðið. - SBS, Selfossi BASAM0TTUR FRA ALFA LAVAL STÆRÐ: 1700x1100 mm HÖFÐABAKKA 9 ¦ 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 RIKISSKIP SilDOÚlgorð rildíni. Hofnofnújnu. IiyOQvogöfu Póifhólí 909.121 Poyk]ovW. 0 28622. Tolox MOHIS. Konrttokj 6vC26«-oWv Vikulega vestur til Akureyrar Reykjavík Viðkomudagar Þriðjudaga IMánudaga Akranes Þriðjudaga* 1 t Ólafsvík Miðvikudaga* Patreksfjöröur Miðvikudaga jSunnudaga Tálknafjörður Miövikudaga ISunnudaga* Bíldudalur Miðvikudaga jSunnudaga* Þingeyri Miðvikudaga ISunnudaga Flateyri \ t Miðvikudaga ISunnudaga* Suðureyri Fimmtudaga jSunnudaga* Bolungarvík Fimmtudaga jSunnudaga* Isafjörður Fimmtudaga ISunnudaga Norðurfjörður Fimmtudaga* Sauðárkrókur Föstudaga 1 i Siglufjörður Föstudaga Olafsfjörður Föstudaga* Dalvik Föstudaga Hrísey Föstudaga* Akureyri Föstudaga Grímsey ** Föstudaga* Húsavík Laugardaga* ILaugardaga* 1 ? ** Grímseyjarvaran er landsett á Dalvík Vikulega austur til Vopnafjarðar __________Viðkomudagar Reykjavík Akranes Vestmannaeyjar Höfn Homafirði Djúpivogur Breiðdalsvík Stöövarfjörður Fáskrúðsfjörður Reyðarfjörður Föstudaga (Föstudaga) Laugardaga Sunnudaga IFimmtudaga Eskifjörður Neskaupstaður Mjóifjörður Seyðisfjöröur Borgarfj. eystri Vopnafjörður Bakkafjörður Þórshöfn Raufarhöfn Sunnudaga Sunnudaga Sunnudaga Sunnudaga Mánudaga IFimmtudaga IMiðvikudaga Mánudaga Mánudaga (Mánudaga) Mánudaga Þriðjudaga Þriðjudaga L Þriðjudaga* Þriðjudaga* Þriðjudaga* J3 eJ) ° 2 5 g " o O — •Þriðjudaga* * viðkoma aðra hverja viku () viðkoma ef vara er fyrir hendi Áskilinn er réttur til að breyta ferðaáætlun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.