Tíminn - 11.01.1992, Qupperneq 10

Tíminn - 11.01.1992, Qupperneq 10
10 Tíminn Laugardagur 11. janúar 1992 Samdrykkja á miðöldum. „Þannig er ein aðalskemmtunin í slíkum veislum fólgin í glaðlegum og hóflegum samræðum, en samt ekkert slakað á ýtrustu háttvísi." Úr íslandslýsingu Odds biskups Einarssonar: Brunakvæðin æsa upp, hrífa með sér og smjúga inn í merg og bein íslandslýsing Odds biskups Einarssonar er með merkustu ís- landslýsingum frá 16. öld. Hún kann að vera rituð árið 1588, þótt það sé annars óvíst, því eina handrit hennar er að finna í talsvert yngra afriti. Lýsingin er upphaflega rituð á latínu, en Sveinn Páls- son sneri á íslensku og birtist það fyrst á prenti 1928. Lýsingunni var annars ætlað að birtast erlendis og gegna sama hlutverki og Crymogæa Arngríms lærða síðar, þ.e. að svara vmsum miður áreið- anlegum skrífum erlendra manna um landið. I þessum þætti segir frá samskiptum landsmanna sín í milli, svo og viðskiptaháttum meðal þeirra. En úr því þetta efni er á annað borð til umræðu þá vil ég byrja á því að fúll- yröa um þjóð mína að þetta fólk er í eðli sínu hneigt til mannblendni, góð- gerðarsemi, ljúfmennsku og yfirleitt allrar mannúðar og er alveg sérstak- lega annt um frið og spekt. Því eftir að óeirðum, róstum og innbyrðis bardög- um óeirða- og metorðaseggja létti, sem miklu losi komu á samfélag vort, er hvergi á byggðu bóli meiri friðsemi en á eylandi voru. Af þessu stafar mildi landsfólks vors og hið mikla mjúk- lyndi og einmitt líka góðvildin sem ís- lendingar ástunda sín á milli með gagnkvæmri greiðvikni í öllum grein- um að til mikillar gleði er og í sann- leika lofsvert, enda gera þeir sér grein fyrir því að ekki eru til haldbetri bönd og afitaugar mannlegs samfélags en gagnkvæm hjálpsemi. Þannig keppast nágrannar og vinir um að sýna hverjir öðrum margvíslegt örlæti og alla þá greiðvikni sem hægt er að auðsýna með fúllri sæmd og láta í té fyrir þökk- ina eina saman, hvenær og hve oft sem þörf krefur. Og svo fer fjarri því að þeir telji þennan höfðingsskap nokkru sinni eftir eða sjái eftir honum að þeir álíta það fyrir neðan virðingu góðs manns að bregðast nokkum tíma öðr- um í neyð. Ofbjóða efnum sínum með gestrisninni Og því fer oft svo að menn ofbjóða efhum sínum með þessari góðgerðar- starfsemi sinni, sem sjá má ef ekki af öðru, þá að minnsta kosti af hinni ein- stæðu gestrisni þessarar þjóðar. En hún er í miklum hávegum með öllum eyjarskeggjum, jafiit meö þeim sem við þröng efni búa sem þeim sem eitt- hvað em gildari, svo að menn meta al- mennt meira gistivini og komumenn en sjálfa heimamenn sína og vilja heldur vera soltnir sjálfir og fara á mis við eigin þægindi en að gesti og gang- andi skorti eitt eða neitt. Þannig eru víða mest öll þau matföng sem heimil- isfeður höfðu lagt fyrir uppurin og up- pétin fyrr en varir. Enda er það satt að segja að auk hins ótrúlega fjölda snauðra beiningamanna sem kristileg- ur kærleikur og bijóstgæði bjóða að rétta hjálparhönd eru gangandi og ríð- andi vegfarendur ákaflega tíðir á ís- landi og þó þá beri iðulega að garði um hánótt er þeim öllum tekið af góð- mennsku, höfðingsskap og rausn, eftir manngildi hvers og eins. Og ekki þurfa þeir að biðja um neitt umfram sjálfa gistinguna, því þegar hún er fengin er allt annað sem gestimir þarftiast veitt óbeðið og af skjótum fúsleik að fomri landsvenju og ekkert hirt um neins konar endurgjald. Og svo greiðasamir eru margir bændur við komumenn að þeir láta einskis ófreistað til að kæta þá oggleðja. Gestum skemmt Stundum draga þeir fram íslendinga- sögur og lesa upp skýrri röddu klukku- stundum saman um afrek ýmissa manna og foma merkisatburði, stund- um kveða þeir gömul kvæði með skemmtilegu tónfalli, stundum efna þeir til spila, teningakasts eða hins mjög tíðkaða manntafls gestunum til þægðar, einnig stundum til alþýðlegra dansleikja, eitthvað svipaðra þeim sem sagt er að tíðkist hjá því fólki er byggir landið Ameríku. Er þá fyrst valinn ein- hver einn meðal hjúa eða annarra við- staddra, sem gjörla hefur numið kveð- skaparlistina og þykir betri raddmaður en hinir. í upphafi kveður hann um hríð svo sem í inngangs stað með skjálfandi og á nokkum hátt hikandi röddu eitthvað, sem litla eða enga merkingu hefur, því yfirleitt heyrast aðeins eftirfarandi atkvæði: ha ha ha, ho ho ho, he he, hu he, hoi ha he o.s. frv. og eru þau við og við endurtekin í sjálfú kvæðinu. En til þess að þessi kveðandi falli áheyrendum betur í geð eru kvaddir til tveir sem kveða undir og þeir taka sér stöðu sinn við hvora hlið forsöngvarans og beita lítið eitt lægri og stöðugri röddu, dálítið í ætt við bassa. Úr þessu verður ekki slæm samhljóman og nokkuð hugþekk sam- kveðandi. Og meðan þremenningamir fara þannig með innganginn og em að hugsa upp kvæði með einhverri merk- ingu til að hnýta við hann, takast hinir í hendur og skipa sér i hring eða velja sér ákveðinn stað tveir og tveir saman, þar sem þeir eru meðan þessi dans stendur. Síðan dansa þeir þögulir af miklu fiöri eftir hljómfallinu og skurka því meir sem kvæðamennimir þenja röddina svo að þeir verða uppgefriir á skömmum tíma. Að þessum þætti loknum taka einstakir menn að kveða á víxl hóflegri kvæði og dansa einnig hægt eftir hljómfallinu, en em ekki lengur kyrir í sömu spomm heldur ganga settlega og samfellt í hring, uns allir hafa lokið við kvæði sín. Sést af þessu að gestrisni landa minna er ekki aðeins trygglynd, réttsýn og rausnar- leg, heldur líka skemmtileg og hug- þekk. Gleðir og brunakvæði Hins vegar ber að gæta þess að þessir dansleikir vom miklu tíðari áður fyrr og ekki aðeins hafðir til að gleðja gesti heldur vom þeir oft tíðkaðir af heima- mönnum sér til skemmtunar. Og svo mjög vom eyjarskeggjar sólgnir í þá að á vissum tíma árs streymdi mikill fiöldi karla og kvenna í hverju héraði til vissra staða á heilagra manna vök- um, eins og almennt er kallað og þar ærsluðust þau heilar nætur að vanda Bakkusdýrkenda, ef svo má segja, við að dansa og hafði þess á milli í frammi aðra gleðileiki og skrípasýningar. Því hvað á ég að kalla það annað þegar það er vitað mál að í samkundum af þessu tagi var mikið um fóránlegar, blautleg- ar og lostafullar athafriir og sér í lagi aftnorskvæði, en í þeim er sálinni búið nokkurt skaðræði. Því svo sem kvæðin sjálf em haglega samsett og lystileg í sjálfú sér þeim sem á hlýða, þannig eiga þau einnig greiða leið að hugum manna, ekki síst ef þeim er samfara hugþekkur kveðskapur. Og því meir sem þau em mönnum til skemmtun- ar, þeim mun sterkari áhrifúm ná þau, æsa upp og hrífa með sér og smjúga inn í merg og bein með nokkmm hætti og kynda upp alls konar loga í brjóstum manna og brenna þá aum- lega upp, sem veikgeðja em og að eðl- isfari hneigjast öðmm fremur til óleyfilegra nautna. Vegna þessara áhrifa sinna em þessi lostafullu kvæði nefrid bmnakvæði á vora tungu og á samlíkingin sannarlega ekki illa við. Þetta skilja kirkjuyfirvöld vor og gera sér grein fyrir og sjá að slíkt háttemi á fremur skylt við heiðið siðleysi en kristilega og heiðvirða skemmtan og em því svo hyggin að snúast gegn þessum afkáraskap og fordæma hann, svo að nú hefúr honum víðast hvar verið útrýmt að miklu leyti. Hvað aðr- ar skemmtanir sveitafólks varðar þá þekki ég þær ekki en hitt er víst að sveitalífið allt og þá framar öllu kvik- fiárræktin fær fólki því engrar smá- ræðis ánægju sem að staðaldri fóst við slík störf. Þetta er það sem það talar oftast um, dáist mest að og sér ekki sólina fyrir, þetta er yndi þess og eftir- læti og það bregst mér ekki að um þetta dreymir það. Heldri manna fagnaðir Heldri menn iðka auk annars tíðar samdrykkjur og skemmta sér gagn- kvæmt með virðulegum veislum og er þar engin hversdagskurteisi á ferð. En áður em allar stofur og skálar skreytt tjöldum og reflum fyrir veisluna og veisluborðið búið hreinum og mynd- arlegum borðbúnaði og dýrindis bús- áhöldum. Og skorti þar eitthvað á bæta húsráðendur það upp með ein- stakri góðmennsku, einlægni, ljúf- mennsku og kurteisi; sem og öll þau hjú og þeir sem um beina ganga með mikilli þjónustulipurð, sem einnig koma þannig fram að einskis æringja- skapar eða fljótfæmi verður vart, hvorki til orðs né æðis, né velsæmið skert vitundarögn. Og ef einhver hem- ur sig ekki og verður eitthvað á er það leiðrétt von bráðar með virðuleik og góðvild veislugesta lætur það sem ógerL Þannig er ein aðalskemmtunin í slík- um veislum fólgin í hæverskum og glaðlegum samræðum en samt er ekkert slakað á ýtmstu háttvísi. Og ég fæ ekki séð hvað gæti verið vítavert í þessum veislusiðum þjóðar vorar, ef í hinum venjulegu samdrykkjum gætti nokkm meiri stillingar og hófs heldur en hefur verið til þessa. Kannske er það af löngun til að vera haldnir meiri en aðrir að þeir ekki einasta ofhlaða heiðvirða veislugesti með ofboðsleg- um skálum, heldur hafa líka gaman af að ofbjóða þeim með óheppilegu og óvæntu samsulli og samblöndun víns, mjaðar og öls, einkum ef einhverjir em í hraustara lagi við drykkjuna, þangað til hvorki hönd, fótur né tunga faer gegnt hlutverki sfnu. En fyrir slík- um og þvflíkum landssiðum tjóir ekki annað en beygja sig og sætta sig við þá, ef menn vilja ekki vera taldir óheflaðir, einstrengingslegir og ókurteisir. En að sama skapi sem íslendingar em rausn- arlegir og höfðinglegir í veislum sín- um, þannig em þeir líka friðsamir og gefa ógjama tilefni til sundurlyndis. Öðm nær. Hvenær sem einhverjum hitnar í hamsi og þeim lendir saman í rifrildi eða stympingum, annaðhvort af því að þeir em þannig að eðlisfari eða þeir hafa tekið fullríflega til drykkj- unnar umfram vana sinn og misst taumhald á sér og villst frá siðseminni, þá reyna allir hinir óðara að sefa þá með öllum tiltækum ráðum og mýkja, svo að ekki verði úr handalögmál eða vopnaviðskipti. Virðulegar gjafir Og er veislunni lýkur svo um síðir, en hún er talin því ágætari sem hún er fiölmennari, fer þá hver til síns heima og er leystur út með silfurbikumm eða hestum eða skrautreiötygjum og söð- ulklæðum eða einhverjum öðmm heiðursgjöfúm. Em vinir og nánir kunningjar, venslamenn og frændur eigi ósjaldan sæmdir slíkum gjöfum, en þó framar öllu við hátíðlegar festar og brúðkaup, en þar er að landshefð allt með meiri glæsibrag og virðuleik en ella, svo að ekki er hvikað um hárs- breidd frá heillandi örlæti, kurteisi og velsæmi, svo sem landssiður býður. En hvarvetna ber þó af hæverska, kurteisi og hófsemi kvenna, því svo er hófsemi þeirra mikil í neyslu öls og víns, auk annarra dygða, að enginn fær glapið þær til að bergja meira á en nauðsyn- legt er til að svala hóflega þorstanum. Viöskipti Hér að framan hef ég nú rætt stutt- lega um hina gagnkvæmu góðgerða- semi og vinsamlegu samskipti íslend- inga og sér í lagi um gestrisni þeirra. Er nú rétt að segja nokkuð frá verslun þeirra og viðskiptum, bæði sín á milli og við aðra og mun af því sjást hve frá-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.