Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. janúar 1992 Tíminn 13 Utlendingar, sem stunda vinnu hér á landi, hafa aldrei verið jafnmargir og á nýliðnu ári. Horfur eru á að þeim fækki verulega á þessu ári: Erlent vinnuafl hér aldrei f jölmennara Aldrei hafa fleiri útlendingar stundað vinnu hér á landi en á nýliðnu ári. Á árinu voru gefín út 2.100 atvinnuleyfí hjá vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins. Árið 1990 voru gefín út um 1.500 atvinnuleyfí. Horfur eru á að útiendingum sem stunda vinnu hér á landi fækki verulega á þessu ári. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, segir að útiendingum á vinnumark- aðinum sé þegar byrjað að fækka og búast megi við að þeim fækki mikið þegar líður á árið. Útlendingar sem stunda vinnu hér á landi urðu flestir árið 1988, en þá gaf vinnumálaskrifstofa fé- lagsmálaráðuneytisins út um 1.800 atvinnuleyfi til útlendinga. Árið 1989 voru leyfin um 1.600. Árið 1990 urðu þau um 1.500. Á nýliðnu ári voru hins vegar gefin út um 2.100 leyfi og hafa þau aldr- ei verið fleiri. Að undanförnu hafa margir spáð að atvinnuleysi eigi eftir að aukast mikið á næstu misserum. í því sambandi er vísað til minni afla- heimilda og almenns samdráttar í þjóðfélaginu. Stærstur hluti þeirra útlendinga sem stunda hér vinnu vinna í fiskvinnslu. Hætt er við að ef störfum fækkar í fisk- vinnslu í kjölfar minni afia muni útlendingum sem hér vinna fækka. Óskar Hallgrímsson, hjá vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins, sagði að enn hefði ekki borið á því að útlendingum fækkaði. Hann sagðist hins vegar hafa orðið var við að atvinnuleyfi væri veitt til skemmri tíma en áð- ur. Björn Grétar Sveinsson, formað- ur verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði og formaður VMSÍ, sagðist vera viss um að út- lendingum muni fækka á vinnu- markaði hér á næstu misserum. Hann sagði að á Höfn í Hornafirði hefði útlendingum sem þar hafa stundað vinnu þegar fækkað og hann sagðist ekki sjá annað en að sú þróun muni halda áfram á næstu misserum. Björn Grétar sagði að þetta væri rökrétt fram- hald af minnkandi afla og almenn- um samdrætti í þjóðfélaginu. Spár um atvinnuleysi hafa sífellt orðið svartsýnni eftir því sem leið á síðasta ár. í fyrstu spá Þjóðhags- stofnunar í haust var spáð 2% at- vinnuleysi, en í nýjustu spá er þetta hlutfall komið upp í 2,6%. Atvinnuleysi á nýliðnu ári er talið hafa verið innan við 1,5%. Björn Grétar sagðist ekki taka undir svartsýnustu atvinnuleysisspár. Hann sagðist raunar telja að skrifa megi versnandi atvinnuástand að verulegu leyti á reikning rfkis- stjórnarinnar. „Þessi ríkisstjórn hefur ekkert gert í sambandi við atvinnumál. Það litla sem hún hefur reynt hefur hún klúðrað," sagði Björn Grétar. Á Vestfjörðum er mjóg margt er- lent verkafólk við vinnu og margir staðir þar byggja mjög mikið á vinnu þess. Pétur Sigurðsson, for- maður Alþýðusambands Vest- fjarða, sagðist ekki hafa orðið var við annað en erlent vinnuafl væri álíka fjölmennt nú og það hefur verið undanfarin misseri. Pétur sagðist hins vegar hafa orðið var við að margir óttuðust um fram- tíðina í kjölfar minnkandi afla og erfiðleika í rekstri Sjávarútvegsfyr- irtækja. Hann sagði að rækjuiðn- aðurinn ætti við gífurlega erfið- leika að etja og ef störfum fækkaði í rækjuvinnslu mætti búast við að heimamenn myndu sækjast meira eftir störfum sem útlendingar hafa sinnt til þessa. Sá aflasamdráttur sem mjög hef- ur verið til umfjöllunar á síðustu mánuðum er ekki enn kominn fram að neinu marki. Búast má við að í vor þegar hefðbundinni vertíð lfkur komi samdrátturinn fram af fullum þunga á vinnumarkaði. Þess má geta að undanförnu hef- ur nokkuð borið á því að verka- lýðsfélög hafa lýst því yfir að þau muni beita ákvæðum kjarasamn- inga um forgang félagsmanna að vinnu á félagssvæðinu. Nýlega samþykkti Sjómannafélag Reykja- vfkur ályktun um að félagsmenn þess gangi fyrir að vinnu á skipum sem gerð eru út frá Reykjavík. Skömmu fyrir áramót var skip- verjum á Örvari, togara Skag- strendings á Skagaströnd, sagt upp störfum. Tveir menn í áhöfn skipsins, sem voru frá Blönduósi og Sauðárkróki, voru ekki endur- ráðnir vegna þess að þeir bjuggu utan félagssvæðis Verkalýðs- og sjómannafélags Skagastrandar. -EÓ Stóri kosturinn við að greiða a.m.k. helming ferðakostnaðar með VISA eða VISA-raðgreiðslum fyrir brottför er sá að þú og fjólskylda þín nýtur FERÐATRYGGINGAR VISA á öllum ferðalögum - jafnt innanlands sem utan: A FERÐASLYSATRYGGING alltaðUSD 100.000 A SJÚKRATRYGGING allt að USD 25.000 A ENDURGREIÐSLA ORLOFSFERÐAR ef stytta þarf ferð áður en hún er hálfnuð, vegna slyss eða veikinda A HEIMSÓKN AÐ HEIMAN eða HEIMFLUTNINGUR ef alvarleg veikindi steðja að A VIÐLAGAÞJÓNUSTA OG NEYÐARHJÁLP allan sólarhringinn - árið um kring EUROP ASSISTANCE Með einu símtali átt þú kost á aðstoð og ráðgjöf 200 umboðsmanna í 160 löndum. Ef eitthvað bjátar á eru þeir sannir vinir í raun. TRY6GINGAMIDST0ÐINHF VISA-VIÐAUKATRYGGING faest með einu símtall: A Farangurstrygging A Ferðarofstrygging A Ábyrgðartrygging A „Hellt-helm"-trygging A Slysadagpeningar Einstakt tilboðsverð. Nánari upplýsingar og skilmálar fást hjá TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI HF. (sími 91-26466) og Vaktþjónustu VISA [sími 671769). Einnig á hinum 175 afgreiðslustöðum VISA-banka/sparisjóða og á ferðaskrifstofunum. © VERNDMEÐVISA < vka VISA ISLAND GREIÐSLUMIÐLUN HF. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.