Tíminn - 11.01.1992, Síða 14

Tíminn - 11.01.1992, Síða 14
14 Tíminn Lauaardagur 11. ianúar 1992 Sverrir Guðmundsson Lómatjörn Fæddur 10. ágúst 1912 Dáinn 6. janúar 1992 Sverrir Guðmundsson var fæddur á Lómatjöm þann 10/8 1912 og ól þar allan sinn aldur. Að honum stóðu fomir ættmeiðar eyfirskir og úr Fjörðum. Faðir hans var Guðmund- ur Sæmundsson frá Gröf í Öngul- staðahreppi, f. 1861. Hann var bróð- ir Hákarla-Sæmundar. Móðir hans var Valgerður Jóhannesdóttir frá Kussungsstöðum í Fjörðum, fædd 1875. Þeir bræður Guðmundur og Sæmundur vom kvæntir systmm, því kona Sæmundar var Sigríður Jó- hannesdóttir frá Kussungsstöðum. Guðmundur og Valgerður hófu bú- skap að Hlöðum á Grenivík og fluttu sig síðan um set árið 1903 að Lóma- tjöm. Þar ólust upp böm þeirra, en þau vom í aldursröð: Lára, bjó í Reykjavík; Sigrún húsfreyja á Skarði í Dalsmynni; Sæmundur bóndi í Fagrabæ í Höfðahverfi; Jóhanna kennari í Reykjavík; Guðbjörg hús- móðir á Akureyri, lést af slysförum árið 1929, þá nýgift; Sigurbjörg hús- freyja í Hléskógum, Höfðahverfi; Guðrún Ingileif húsfreyja í Reykja- vík; Ingólfur bryti í Reykjavík; Sverrir, sem hér er kvaddur; Sigríð- ur, húsfreyja og organisti, bjó lengst í Hólshúsum í Eyjafirði. Yngstur var Valtýr lögmaður, sýslumaður á Eski- firði. Einnig tóku þau hjón í fóstur frænku sína Ingileifu, dóttur Sigríð- ar og Sæmundar, við lát Sigríðar og var hún ætíð síðan sem ein af hópn- um. Af þessum systkinahópi eru nú aðeins eftirlifandi Guðrún, Sigríður og Ingileif. Að Lómatjörn var fenginn barna- kennari til uppfræðslu. Sóttu þang- að böm af nærliggjandi bæjum til náms og var því oft glatt á hjalla. Eitthvað hefur þurft að taka til hendinni á svo barnmörgu heimili við að fæða og klæða þennan stóra hóp og mun ekki hafa skort á elju og bjartsýni þeirra Guðmundar og Val- gerðar að ala önn fyrir heimilinu. Ekki var sífellt verið að bolloka við kýr og sauði. Mikið var ofið í fatnað og annað og var heimilið m.a. verð- launað fyrir vefnað árið 1922. Sem dæmi um menntunarviðleitni heimilisins, þá réðust þau hjón í að kaupa orgel í kringum 1915 til heimilisins. Þótti það ráðslag ekki búmannslegt, kaupverðið ígildi hestakerm sem ekki var til á búinu og þurfti að fá kerm lánaða að flytja hljóðfærið heim. En svo fór, að öll lærðu bömin að spila á orgelið, mis- mikið þó. Lítt hefði kerra dugað til þeirra mennta. Af þessu leiddi, að söngur var mjög iðkaður á heimil- inu og sungu bömin öll og oftast nær fjórraddað. Sönggleðina fengu þau þannig í arf og hefur sá arfur enst afkomendunum fram á þennan dag og veitt þeim ófáar góðar stund- ir. Að loknu heimanámi gekk Sverrir í Gagnfræðaskólann á Akureyri, sem síðar varð Menntaskólinn þar. Tók hann við búsforráðum af for- eldrum sínum árið 1939. Hinn 14. júní 1947 gekk hann að eiga Jór- laugu Guðrúnu Guðnadóttur kaup- konu frá Reykjavík. Jórlaug var ein- stök mannkostakona, greind og skemmtileg — og hún hafði svo stórt hjarta. Þau Sverrir eignuðust þrjár dætur og bera þær foreldmn- um fagurt vitni. Elst er Sigríður fædd 1948, Valgerður er fædd 1950 og 1952 fæddist Guðný. Jórlaugar naut alltof skammt við, en hún féll frá árið 1960 eftir skammvinn veik- indi. Mikið var lagt á ungar dætur og föður þeirra, þó ekki bættist við, að Sverrir bóndi var þá þegar illa far- inn af slitgigt í mjöðmum. Ég var svo lánsöm að alast upp í þessari fallegu sveit, Höfðahverfi, á þessum ámm. Móðir mín Sigur- björg var eitt þeirra Lómatjarnar- systkina og Hléskógar næsti bær við Lómatjörn. Var því mikið samband og samvinna á milli heimilanna. í hugann koma ótal atvik. Þvottadag- ar í Hléskógum, en þar var heimar- afstöð og því rafmagnsþvottavél. Kom þá Jórlaug og frænkur mínar heim, ekki aðeins með þvottinn heldur færandi hendi með líf og leiki og söng í hjarta. Ótal bernsku- brek eigum við frænkurnar úr þess- um ódáinsheimi í gróandi sveit. Heimsóknir í Lómatjörn voru ávallt fagnaðarfundir. Þar bjó amma Val- gerður í skjóli Sverris og Jórlaugar og þar var og er allt fram á þennan dag mitt annað heimili. Sverrir fékk Willy’s-jeppa árið 1946, sem var einn sá íyrsti í sveit- inni. Nutum við góðs af því, og marga ferðina fengum við „að sitja 'íl Svo talaðist til í ársbyrjun 1972 að við hjónin önnuðumst Lómatjam- arbúið á meðan Sverrir færi í mjaðmaraðgerð á Landspítalann. Dvöldum við þar í hartnær þrjá mánuði í einmunatíð við skepnu- höld góð. Eftir að Sverrir kom heim af spítalanum tók hann til óspilltra málanna við bókhald og fjármál sveitarfélagsins á meðan viðskipta- fræðingurinn og hjúkrunarfræðing- urinn sáu um mjaltir og gegningar. Að loknu dagsverki var spjallað hvort sem var um liðna tíð, hin fornu minni, eða um landsmálin og pólitíkina. Hvortveggja var, að Sverrir var minnugur á allt hið gamla og harðfylginn baráttumaður landsbyggðar og fylgdist gjörla með. Hann var alla tíð einarður fylgis- maður Framsóknarflokksins og samvinnumaður í bestri merkingu þess orðs. Mátti hann á þessum skemmtilegu kvöldstundum í ein- lægri glettni sinni láta reyna á bók- vit og pólitíska staðfestu fræðing- anna, beitarhúsamanna sinna þá um stund, en þeir svöruðu í sömu mynt eftir mætti. Ekkert kynslóðabil þekktist á þeim bæ. Eftir þessa sam- veru stóð æ síðan náin vinátta, þrátt fyrir fjörutíu ára aldursmun og nokkra fjallgarða. Einu sinni sem oftar drápum við hjón á dyr á Lómatjörn með erlenda gesti okkar. Varð Sverri ekki skota- skuld að gera sig skiljanlegan á er- lendum tungum, þrátt fyrir stutta skólavist, og var hrókur alls fagnað- ar. Þannig var að hér áður hafði Sverrir oft danska eða þýska vinnu- menn. Á meðan hann tróð í þá hreinni íslensku, hvern eftir þeirra getu, þá notaði hann tækifærið og æfði sig á þeirra móðurmáli í þaula og gat þannig tjáð sig á nágranna- málunum svo vel að furðu sætti. Helstu eðliskostir Sverris voru létt lund á hverju sem gekk og áræði til verka á hvaða sviði sem hann fékkst við. Hann var íþróttamaður á yngri ár- um og keppti með Magna, sem á þeim árum var býsna harðsnúið knattspyrnulið nyrðra. Þar keppti einnig Valtýr bróðir hans, sem síðar gat sér gott orð á knattvellinum. Sverrir valdist snemma til forystu í heimasveit sinni. Hann varð oddviti Grýtubakkahrepps árið 1954 og gegndi því starfi í tuttugu ár eða til ársins 1974, að hann tók við starfi sveitarstjóra þar næstu tvö ár. Hann var formaður Ræktunarsambands Grýtubakkahrepps frá 1946 og lengi síðan. Það er ekki algengt að bóndi í miðju landbúnaðarhéraði Ijái at- vinnumálum og útvegi hug sinn og atfylgi. Sverri voru þau mál þó svo hugleikin að segja má, að allflest fyr- irtæki í goðorði hans hafi komist á skrið fyrir hans atbeina. Hann var stjórnarformaður í útgerðarfélaginu Gjögri hf. frá árinu 1965 til dauða- dags. Hvatamaður var hann að stofnun fiskvinnslu- og frystihúss- ins Kaldbaks hf. á Grenivík árið 1967 og stjórnarformaður þess fé- lags frá byrjun. Hann var einn af stofnendum Grávöru hf., sem var eitt af fyrstu loðdýrabúunum hér- lendis eftir seinna stríð. Var hann framkvæmdastjóri þar um árabil og fékk strax í byrjun norska kunnáttu- menn til rekstrarins til að tryggja fagmennsku og rétt vinnubrögð í þessari nýju búgrein. Var það vel ráðið, þar sem hvorki var reynsla né kunnátta fyrir í landinu að eiga við svo vandasamt eldi. í þessum rekstri sem og í stjórn útvegsfyrirtækjanna þurfti oft að beita nærri vindi þegar óvíst var um landsýn í kólgu verð- sveiflna, gengisóárana og vaxta- gjörninga. Ekki kom Sverrir með brotið skip að landi í þeim svipting- um. Sama gilti í einkalífi hans. Ekk- ert virtist beygja hann. Smitandi hlátur og glettin tilsvör lyftu huga og opnuðu ýmsar dyr, á hverju sem gekk. í ljóshending afskipta Sverris af framförum héraðs og forystu þar, er hægurinn hjá að ímynda sér bónd- ann á Lómatjörn á öðrum vettvangi vors daglega amsturs. Stjórnsemi hans, framfarahugur og elja hefði öllu fremur nýst við hvers konar ábyrgðarstörf önnur, við þjóðmálin eða í atvinnulífinu, þeim sviðum þar sem vegtyllur verða mestar og fram- inn er vís. Það freistaði hans ekki. Hann gekk heldur til bústarfa á óð- ali sínu og flautaði eða blístraði ým- ist slagara eða gömul hálfgleymd þjóðlög við verkin. Var ekki furða að sumarpeyjarnir Bragi og Tommi kölluðu hann fuffarann eftir þeim hljóðum. Sverrir ól allan sinn aldur í heima- sveit. Því réðu vafalítið heimilis- ástæður í fyrstu, en jafnframt áhugi á búskap og því lífi, sem byggist á landinu og gæðum þess. Ganga lífs hans var bundin arfinum sem felst í landinu sjálfu og bændamenning- unni gömlu, en jafnframt sterkmót- uð af framfarahyggju eins og verkin sýna. Vel eiga hér við orð Hannesar Pét- urssonar skálds þar sem hann segir í Blikavatni: „Hið innra þjóðlíf heldur landinu í rækt hugmyndalega, gæðir það lífi hugsunar, tengir saman mannlíf og náttúru með því móti sem engir finna aðrir en þeir sem hér eru bornir og barnfæddir.“ Hinn glaðbeitti sögumaður okkar er kvaddur. En merkið er ekki fallið. Arfur þeirra systra, sem nú sitja Lómatjörn, er fólginn í þeim anda sem fram kemur í orðum skáldsins. Sá arfur er ekki lítils virði. Hann getur riðið baggamuninn um tilvist byggða. Er ekki að efa að svo vel útilátið veganesti, sem þeim systrum og af- komendum er þar gefið, mun duga þeim og miklu fleirum til að halda merkinu uppi. Var þá ekki til einskis barist. Við hjónin þökkum áralanga veg- ferð í gleði og vináttu. Drottinn blessi afkomendur og venslafólk. Laufey Egilsdóttir, Þorsteinn P. Gústafsson, Fellabæ í dag er hann jarðsettur að Laufási, borinn til þeirrar moldar sem ól hann af sér og hann vissi að hann hyrfi aftur til. Ævi sumra getur verið ein heild samræmis og samlögunar við þann part tilverunnar sem næstur þeim er. Hann var fæddur á Lómatjörn og átti þar heima til dauða, hvarf aldrei frá þeim stað nema nokkra mánuði í einu örfáum sinnum til menntunar eða lækninga. Hann var meðal yngri barna stórs hóps á einu þessara óbrotgjörnu heimila íslenskra þar sem hver maður var gerður svo, að hvað mest gæti mætt á, án þess að kikna, en átt afgangs mátt til að vera hjálp og fyrirmynd öðrum. Lífsgæfan verður ekki metin eftir fjölda áfalla né hve mörg hnoss mönnum hlotnast um ævina. Hon- um veittist hvort tveggja. Hann var þess umkominn að njóta þess góða og standa af sér áföllin og vera um leið öðrum styrkur. Tæpa átta tugi ára naut Grýtubakkahreppur nær- veru hans og lengi forystu hans um stjórn og atvinnumál. Hvað mér við- víkur sjálfum er hann sá sem hefur einna lengst allra staðið skammt undan og verið íyrirmynd ungum manni um hvert sé gildi mannlegrar tilveru, hver sé uppruni hans og ætt, lagt til þó nokkurn skerf sjálfsmynd- ar manns. Spyrji ég: „Hver er ég?“ er spurt á móti: „Áf hverjum ertu kom- inn? Hvernig var ætt þín? Líttu til helstu máttarstólpa hennar?“ Tvo áratugi hafði ég hann fyrir aug- um flesta daga. Viðmótið var alltaf sams konar: glaðbeitt hlýja, örvun hins reynda, blanda leiftrandi spaugs og alvarlegrar umræðu. Mér varð að orði við hann fyrir skömmu að ég hefði aldrei séð hann skipta skapi öll þessi ár. Það er ótrúlegt í öllu því annríki, sem ég varð vitni að eða bar gæfu til að taka þátt í með honum. Við höfum misst ákafan talsmann landsbyggðarinnar, óþreytandi magnara þjóðmálaumræðu, unn- anda og arfbera þjóðlegra mennta. Hann var jafnt heimakær og heims- maður, leit til annarra þjóða, réð til sín útlenda menn eða umgekkst þá og lagði sig eftir að tala tungur þeirra. Hann bar í sér sögu og mál Austur- skagans á milli Eyjafjarðar og Skjálf- anda, sem ól af sér stórvirki sagna á borð við Virka daga og listaverkið í verum. Hann miðlaði sögu þessa landsvæðis til kynslóðanna á eftir. Hann átti í einu rætur í nítjándu öldinni og tók manna virkastan þátt í að búa í haginn fyrir tuttugustu og fyrstu öldina, sem hann bar þó örlít- inn kvíðboga fyrir. Upprunninn yst af þessu svæði, þar sem nú er „ein huldufólksbyggð yfirskyggð ókleif- um fjöllum". Fæddur þó fjær úthaf- inu, þar sem er mildara. I einu um- bótamaður og njótandi þessa gjöfula lands. Lyngið í Millingabrekkunni og framan í Hrísafjöllum liggur með jörðu, bælt niður af fönn, en bíður þess að rétta sig við eftir leysingu komandi vors. Efst yfir Lómatjörn ber Skessuhryggur Blámannshatt- inn hallan. Egill Egilsson Þegar mamma sagði mér að afi væri dáinn hljóp ég í fangið á henni og brast í grát. Síðan settist ég við pí- anóið og á meðan ég spilaði rifjaðist margt upp fyrir mér um afa. Allar þær ánægjulegu stundir sem við höfum átt saman, afi og ég. Fyrstu fjögur ár ævi minnar bjugg- um við í húsinu hjá afa. Ég man þeg- ar ég var fjögurra ára, þá kenndi hann mér kvæðið um Svein Dúfu. Mér fannst gaman þá að hafa lært það, en þegar ég varð aðeins eldri og afi fór að hlýða mér yfir, þá fannst mér ekki alveg eins gaman. Þá var ég farin að gleyma ýmsu úr kvæð- inu. Hann kenndi mér líka málfræði, að greina í orðflokka og fallbeygja. Hann var svo mikill íslenskumað- ur. Við systumar fómm stundum í leiki við afa. Sá leikur sem ég man best eftir var þannig að ég lék ein- hverja ólátastelpu sem alltaf var að stríða og taka frá fólki. Ingunn syst- ir mín var lögreglan sem átti að reyna að handtaka mig, en afi var einhvers konar gæslumaður sem fylgdist með mér og lét Ingunni vita hvenær hún ætti að grípa inn í. Við skemmtum okkur konunglega og hlógum mikið. Oft sagði afi okkur sögur. Ein var um það þegar hann hitti álfadrottn- inguna og dísirnar hennar og þær slógust um að dansa við hann, því Deddi litli (eins og hann var kallað- ur á yngri árum) var svo myndarleg- ur. Við systurnar hlustuðum á sög- una hans af athygli og héldum lengi vel að hún væri sönn. Svona var afi gamansamur. Það er svo ótrúlegt að við eigum aldrei eftir að sjá afa sitjandi í djúpa stólnum sínum í suðurstofunni. Hann var alltaf svo glaður og ræð- inn og átti oft eitthvað gott til að bjóða krökkum. Eftir að litla systir mín fæddist var hún augasteinninn hans afa. Hún sat oft í fangi hans og hann söng fyrir hana. Afi var svo mikill söngmaður. Eftir að heilsan fór gefa sig var afi samt áfram ótrúlega hress. Rétt fyr- ir jólin var hann mikið veikur en náði sér það mikið að hann gat verið hjá okkur heima á Lómatjörn um if Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bankafulltrúi Bakkageröi 6, Reykjavík veröur jarðsunginn frá Bústaöakirkju þriöjudaginn 14. janúar kl. 13.30. Margrét Dóra Guömundsdóttir Moritz W. Sigurðsson Gylfi Guömundsson indíana Sigfúsdóttir Hákon Guömundsson Gróa Margrét Jónsdóttir Guörún Ásta Guðmundsdóttir Joseph Sablow barnabörn og barnabarnabörn ií Móðir okkar Ragnheiður Hannesdóttir Haga, Selfossi er látin. Synlr hinnar látnu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.