Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.01.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 11. janúar 1991 Tíminn 17 Norma Jeane Mortenson kynntist blaöamanninum Robert F. Slatzer, þegar þau voru bæði fátæk og óþekkt. Eftir aö hún var orðin Marilyn Monroe var henni skipað að skilja við hann, en vinátta þeirra hélst Í16ár. Týndur eiginmaður Marilyn Monroe kominn í leitirnar Áþessuáriverða30árliðinfráláti hinnar ódauðlegu Marilyn Monroe, en áhuginn á henni hefur aldrei dvínað. Þó að enn sé dauðdagi hennar leyndardómshjúpi hulinn, mætti ætla að allt, sem gerðist á 36 ára lífsferli hennar, hefði þegar verið gaumgæfilega rannsakað og sfcrásett. Nú er þó komið í Ijós að svo er ekki. Þegar hún var allslaus og óþekkt leikkona, kynntist hún Ro- bert F. Slatzer, jafhallslausum blaðamanni sem stefndi að því að verða handritahöfundur. Það reyndust engin skyndikynni. Það hefur lengi verið vitað að hún giftist Jim Dougherty 1942, þegar hún var aðeins 16 ára. Það hjóna- band var ógilt 1948. Hún giftist svo Joe DiMaggio hornaboltahetju 1954 og átti með honum frægt og umtalað hjónaband í 9 mánuði. Harrison Ford kynnti París fyrir Melissu konu sinni um það leyti sem haustlaufin féllu. Endur- fundir í París bar aftur saman fundum Harrisons Ford og samverkafólks hans í myndinni Frantic, hjónanna Emmanuelle Seigner og Romans Polanski. I hópinn slóst Melissa, kona Harrisons. Sfðar giftist hún leikrítaskáldinu Arthur Miller 1956 og stóð það hjónaband til 1961. Þetta hefur til þessa verið almennt álitinn hjóna- bandsferill Marilyn Monroe. Það er ekki fyrr en nú að upplýst er að annar maður Marilyn var ekki Joe DiMaggio heldur Robert F. Slatzer, sem nú er handritahöfundur og kvikmyndaframleiðandi í Holly- wood. Þau rákust hvort á annað sumarið 1946, þegar Marilyn var tvítug og hét enn Norma Jeane. Mál æxluö- ust þannig að þau rugluðu saman reytunum til að draga fram lífið á ódýrari hátt. 1951 fór svo að væn- kast hagurinn, þegar Marilyn skrif- aði undir sjö ára samning við 20th Century-Fox og 4. október 1952 létu þau svo pússa sig saman f Tiju- ana f Mexfkó. Fjórum dögum síðar frétti Darryl Zanuck hjá 20th Century Fox af „leynilega" brúðkaupinu og heimt- aði að Marilyn fengi það ógilL Það fékkst f gegn og öll skjöl eyðilögð f því sambandi. Þess vegna á Robert Slatzer ekki auðvelt með að sanna sögu sína. En hann segir þau Mari- lyn hafa verið góða vini það sem hún átti ólifað, og þau hafi iðulega talað saman f síma, m.a. þrjú síð- ustu kvöldin sem hún lifði. „Hún var óð og uppvæg yfir Robert Kennedy, en að öðru leyti varð ég ekki var við að neitt amaði að henni. Hún hafði ýmsar ráðagerðir á prjónunum og hljómaði ekki eins og hún ætlaði að fara að fyrirfara sér," segir Robert. Hann hefur nú tekið að sér það hlutverk, sem Joe DiMaggio gegndi áður, að setja ný blóm á Iegstein Marilyn vikulega. Af hverju hætti Joe því sjálfur? „Ég veit ekki, hann hefur aldrei viljað svara því," segir Robert Slatzer. I Um þessar mundir er Harrison Ford að leika í kvikmyndinni Patriot Games, sem tekin er upp í London. Honum fannst upplagt að taka konu sína, Melissu Mathison, handritahöfund m.a. að ET, í helg- arferð til Parísar, sem hann þekkir vel frá því hann lék í myndinni Frantic fyrir þremur árum, en hún ns var að hluta til tekin í París. Það var ekki bara sjarmi borgar- innar, sem þau hjón voru að heilsa upp á. Þau áttu lfka stefnumót við hjónin leikkonuna Emmanuelle Seigner og leikstjórann Roman Polanski, sem Harrison átti svo ánægjulegt samstarf við 1988 að ekki hefur síðan borið skugga á þá vináttu. HJÓNABANDIÐ varö fórnarlamb frægðarinnar: Fay Weldon skilin Í30 ár bjuggu Fay Weldon og maður hennar Ron Ihamingju- sömu hjónabandi. Frægð henn- ar stfaði þeim í sundur, en þau eru þó enn góðir vinir. Þessi kapítuli gæti svo sem verið tekinn beint úr einni metsölubók Fay Wcldon. Hún hefur nú sjálf lagt fram umsókn um lögskilnað frá manninum sem hún hefur ver- ið gift í 30 ár. Þau eiga saman fjóra syni, en á undanförnum árum hefur frami Fay tekið sífellt metri tíma frá heimili og fjölskyldulífi, og vinir þeirra segja að hjónabandið hafi orðið fórnarlamb frægðarinnar. Þeir benda á að hún hafi ferðast um víða veröld á vængjum frægð- arinnar, en Ron kjósi að halda kyrru fyrir heima. Leiðir þeirra hafi skilið í bókstaflegri merkingu. Fay Weldon segir sjálf að fullt sam- komulag hafi verið milli þeirra um þennan gang mála. „Ég hef sótt um skilnað eftir margra ára gott hjónaband. Við Ron höfum komið okkur saman um að skilja, hann ætlar að mála og ég að skrifa," seg- ir í yfirlýsingu hennar. Hún bætir við: „Við ætlum að halda áfram sambandi, hvort úr sínu húsinu, og við erum ennþá góðir vinir. Ron vill vera út af fyrir sig, hann kærir sig ekki um alla þessa athygli." ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.