Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 16
Laugardagur 31. janúar 1992 16 Tíminn 7 Eg heitl Isbjörg, ég er Ijón Höfundur: Vigdís Grímsdóttir Leikstjóm og leikgerö: Hávar Sigurjóns- son Lelkmynd: og búningan Elfn Edda Áma- dóttir Tónlist og leikhljóð: Lárus Halldór Grímsson Lýsing: Bjöm B. Guðmundsson Syningarstaöur: Þjóðlelkhúsið — Smföaverkstæölð Nafnið á sögu Vigdísar Grímsdóttur, sem nú hefur fengið líf á fjölum ÞJóðleikhússins, er kalt og ögrandi, ís og ljón. Lesandi bókar og áhorf- andi verksins fær beint í æð ákveðna tilfinningu við það eitt að meðtaka titilinn. Það liggur í loftinu að hon- um verður ekki hlíft, hann fær ör- ugglega að horfast í augu við ískald- an veruleika og óvægnar tilfmning- ar persónanna og það gengur eftir. Hún ísbjörg litla kom í heiminn hágrátandi og saklaus, eins og önn- ur börn, en lífsskeið hennar fyrstu tvo tugi ævi hennar, sem við sjáum, er sem betur fer ekki dæmigert. Það er ekki hægt að segja að á heimili ís- bjargar hafi ríkt ástríki og blíða þar sem allir hafi unað glaðir við sitt. Umhverfi ísbjargar er fljótlega um- girt sjúklegri blíðu, ofsa og eigin- girni föðurins og veikum burðum móðurinnar til að lægja öldurnar. Geðtruflanir föðurins yfirfærast í tímans rás á móður og dóttur. ís- björg gerir uppreisn, faðirinn geng- ur veginn á enda og móðirin Iendir á hæli. En sagan er ekki öll sögð. Sem betur fer þekkja ekki margir slíkar hörmungasögur af eigin raun, en þær eru samt síður en svo eins- dæmi. Ofurumhyggja og drottnun á sínum nánustu getur auðveldlega breyst í geðsjúka væntumþykju, sem heftir eðlilegan þroska einstak- lingsins og getur jafnvel breyst í harmleik, eins og hér. Sýningin er ákaflega sterk og lætur engan ósnortinn, er mér nær að fullyrða. ísbjargimar leika þær Guð- rún Gísladóttir og Bryndís Petra Bragadóttir. Önnur sýnir þá blíðu, en hin þá köldu og forhertu. Önnur er hugsun, en hin það sem mælt er af munni fram. Þessi tvískipting persón- unnar heppnast mjög vel. Báðar skila sínu með prýði og sérstaklega verður Guðrún minnisstæð sem hin forherta ísbjörg. Jóhann Sigurðarson leikur föður ísbjargar og einnig síðar mann sem kaupir blíðu hennar. Jóhann sýnir hér hörkuleik og geysist á milli til- finningasviða. Honum veitist jafn létt að túlka blíðu og ofsa föðurins og lágkúru hórkarlsins í gráu fötun- um. Ragnheiður Steindórsdóttir á hér stórleik sem móðir ísbjargar. Það var unun að sjá hvernig hún túlkaði neðstu þrep mannlegrar auðmýktar og gat síðan leikið sig upp tilfinn- Guörún Gísladóttir í hlutverki sínu sem ísbjörg. ingaskalann hverju sinni, eftir því hvemig vindar blésu. Svona leik hristir enginn fram úr erminni. { minni hlutverkum er valið lið: Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Þór- arinn Eyfjörð. Mér er sérstaklega í minni hversu hin þrjú fyrsttöldu sköpuðu ógleymanlega mynd af hinni vammlausu kakódrykkjufjöl- skyldu, sem skapar mótvægi við fjöl- skyldu ísbjargar. Þessi sýning er sviðsett á glænýju sviði Þjóðleikhússins, Smíðastof- unni. Leiksviðið er lagt þvert yfir salinn og sitja áhorfendur beggjavegna þess. Nálægð leikara er mikil og hæfir það þessu verki ágæt- lega. Ahrifahljóð eru ómissandi þáttur í sviðsetningunni og gefa henni rétt- an blæ. Þetta er átakasýning, bæði andlega og líkamlega, og hvergi dauður punktur. Hér er römmuð inn harm- saga þar sem upphafið er gleði og fólkinu Iíður vel, en öldurót tilfinn- inga fer stigvaxandi þar sem eitt leiðir af öðm og endar í lífskulda og hatri. Hér er margt ósagt um þetta verk og raunar verður hver og einn að uppgötva það persónulega. ís- björg er, þegar að er gáð, ekki bara einhver persóna í skáldsögu, hún er í raun hluti af okkur sjálfum og starfar í tilfinningadeild líkamans. Gísli Þorsteinsson Almennir stjórnmálafundir Framsóknarflokksins Þingmenn Framsóknarflokksins efna til almennra stjórnmálafunda í öllum kjördæmum tandsins á tímabilinu 26. janúar til 18. febrúar. SUÐURLAND: 03.02. Vestmannaeyjar 05.02. Félagsheimilið Hvoll, Hvosvelli AUSTURLAND: 06.02. Framsóknarhúsinu, Höfn kl. 07.02. Hótel Egilsbúð, Neskaupstað VESTFIRÐIR: 04.02. Hólmavík 06.02. Þingeyri 07.02. Bildudalur VESTURLAND: 03.02. Borgarnes 06.02. Stykkishólmur 12.02. Grundarfjöröur REYKJANES: 10.02. Kópavogur 11.02. Hafnarfjörður REYKJAVÍK: 18.02. Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20:30 Halldór Ásgrímsson, Jón Helgason, Guðni Ágústsson kl. 21:00 Guðni Ágústsson, HalldórÁsgrlmsson, Jón Helgason 20:30 Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson kl. 20:30 Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson kl. 21:00 HalldórÁsgrimsson, Ólafur Þ. Þóröarson kl. 20:30 Ólafur Þ. Þórðarson, Stefán Guðmundsson kl. 21:00 Páll Pétursson, Ólafur Þ. Þórðarson, Sigrún Magnúsdóttir kl. 21:00 Steingrímur Hermannsson, Ingibjörg Pálmadóttir kl. 21:00 Ingibjörg Pálmadóttir, Steingrímur Hermannsson kl. 21:00 Ingibjörg Pálmadóttir, Halldór Ásgrímsson kl. 20:30 Steingrímur Hermannsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson kl. 20:30 Steingrímur Hermannsson, Guömundur Bjamason kl. 20.30 Finnur Ingólfsson, Steingrímur Hermannsson Fundirnir eru öllum opnir, verið velkomin FRAMSÓKNARFLOKKURINN Félagsmálanámskeið — Suðurland FUF Árnessýslu heldur félagsmálanámskeið laugardaginn 1. feb. nk. Námskeiöið verður haldið í fundarsal framsóknarmanna að Eyrarvegi 15 á Selfossi og hefstkl. 10f.h. Leiðbeinandi verður Egill H. Gíslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. ðllum er heimil þátttaka. Skráning og nánari uppl. I simum 34534 (Þorvaldur) eða 22170 (Siguriín). Félag ungra framsóknarmanna i Árnessýslu Selfoss — Nærsveitir Félagsvist Þriggja kvölda keppni verður spiluð að Eyrarvegi 15 þriöjudagskvöldiö 4. febrúar kl. 20.30. Kvöldverðlaun — Heildarverðlaun. Þreyjum þorrann saman og spilum. Allir velkomnir, yngri sem eldri. Framsóknarfélag Selfoss Kópavogsbúar Spilum félagsvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 2. febaiar n.k. kl. 15.00. Kaffiveitingar. Mætum vel og stundvlslega. Freyja, félag framsóknarkvenna Rangæingar Spilum félagsvist i Hvoli sunnudaginn 2. febrúar. Annaö kvöldiö í fjögurra kvölda keppni, þar sem 3 bestu gilda til aö- alverðlauna. Góð kvöldverðlaun. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Rangæinga. Kópavogur Skrifstofan að Digranesvegi 12 verður framvegis opin á laugardögum kl. 10.00-12.00. Utið inn og fáið ykkur kaffisopa og spjallið saman. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Framsóknarvist Reykjavík Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn febrúar n.k. í Danshúsinu Glæsibæ kl. 14.00. Ásta Ragnhelður Jóhannesdóttlr deildarstjóri flytur stutt ávarp i Kaffihléi. Veitt verða þrenn verðlaun karfa og kvenna. Að- gangseyrir kr. 500.- (kaffiveitingar innifaldar). Framsóknarfélag Reykjavíkur. ^sta Reykdælir Framsóknarfélag Reyk- dæla heldur aöalfund miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20.30 að Breiðumýri. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundar- störf. 2. Almennar stjómmála- umræður. Valgerður Jóhannes Geir Alþingismennimir Valgerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirs- son mæta á fundinn. Stjómin. Unnur Þorgrímur Valgerður Er uppeldi og menntun barna hornreka í þjóðfélaginu? Foreldrar Áslaug Þetta er mál, sem brennur á okkur öllum. Komið á opinn fund I Skálanum, Hótel Sögu, 2. hæð, laugardaginn 1. febrúar n.k. kl. 10.35. Frummælendur verða: Unnur Halldórsdóttir formaður Samfoks, Þorgrimur Gestsson formaður Foreldra- og kennarafélags Vesturbæjar- skóla, Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður og Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri. Stjórnandi: Guðrún Alda Harðardóttir fóstra. Landssamband framsóknarkvenna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.