Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 8. febrúar 1992 22. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Sálfræðingafélag íslands telur aðför ríkisstjórnarinnar að bama- fólki auka á erfiðleika íslenskra bama sem séu nægirfyrir: Vega að sálarheill íslensks ungviðis Sálfræðingafélag íslands telur sálarheill og velferð íslenskra barna ógnað enn frekar en orðið er með þeim álögum sem rödsstjórnin hefur lagt á barnafjölskyldur í landinu. í sérstakri ályktun, sem stjórn Sálfræðingafélagsins hefur gert, kemur fram að félagsmenn hafa í áraraðir unnið að málefnum barna og fjölskyldna og þekkja því vel þær aðstæður sem leiða til erfiðleika í uppeldi og innan fjöl- skyldna. „Niðurskurður barnabóta, aukin kostnaðarþátttaka í læknisaðstoð og lyfjum, skólagjöld, niðurskurður á kennslu, fjölgun barna í bekkjum, allt þetta leiðir óhjákvæmilega til versnandi aðbúnaðar barna,“ segir orðrétt í ályktun stjórnar Sálfræð- ingafélagsins. Hugo Þórisson, formaður félagsins, sagði í samtali við Tímann að þró- unin á undanförnum árum hafí ver- ið börnum mjög óhagstæð og sagði aðspurður að ástandið varðandi að- búnað íslenskra barna væri vissu- lega þannig að ástæða væri til að hafa af áhyggjur. „Sálfræðingar sem vinna t.d. á dagvistarstofnunum, í grunnskólum eða eins og ég hér á unglingadeild Félagsmálastofnunar eru daglega að fást við afleiðingar þess að foreldrar sinna ekki og geta ekki sinnt börnunum sínum sem skyldi. Börn eru allt of mikið og allt of ung ein heima hjá sér. Það er allt- af að færast í vöxt að börn séu að ala hvert annað upp, börn ala upp börn og það eru sífellt færri fullorðnir í kringum þau en þess í stað eru þau í hópi með jafnöldrum sínum. Síðan tala menn um að þjóðfélagsþróun sé óháð því hvernig búið er að börnun- um, aukning á afbrotum, ofbeldi, vímuefni o.s.frv.," segir Húgo. Hann segir að áberandi öryggisleysi sé fyr- ir hendi meðal barna í dag, kvíði og spenna sem öryggisleysinu fylgir segir Hugo að geti brotist út með margvíslegum hætti, börnin geti lokað þetta inni í sér eða þá að þetta brýst út með einhverju offorsi. „Um- hverfi þeirra er svo afskaplega ein- hæft, fátækt og snautt," segir Hugo. „Þetta er mikil óheillaþróun og maður er alltaf að vona að stjórn- völd taki sig taki og segi að nú ætli þau að leggja áherslu á fjölskylduna, bömin, menntun og skóla og að- stæður barna. En það sem gerist er að það er höggvið í það sem við megum síst við,“ segir Hugo enn- fremur. í ályktun stjórnar Sálfræðingafé- lagsins segir að „síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málefnum barnafjölskyldna séu ekki til neins annars líklegar en að auka á erfið- leika íslenskra barna. Það er augljóst að foreldrar þurfa að vinna meira, skólanum gert erfiðara fyrir að sinna sínu hlutverki og að sjúkdóm- ar í fjölskyldunni verða kvíðaefni. Stjórn S.í. hvetur ríkisstjórnina til að snúa við óheillaþróun sem verið hefur í málefnum íslenskra bama og fjölskyldna þeirra og að leita ann- arra leiða til að leysa úr erfiðri Ijár- hagsstöðu ríkisins." Brunarústir Pöntunarhússins á Seyðisfiröi í gærmorgun. Annar stórbruni á stuttum tíma varð á Seyðisfirði í gærmorgun: Pönf unarhúsið brann Milljóna, ef ekki tugmilljóna, tjón varð þegar svokaliað Pöntunarbús á Seyðis- firði brann í gærmorgun til kaldra koia. Tilkynnt var um eldinn til slökkviliðs- ins en það var Sigurjón Andri Cuðmundsson, aðstoðarvarðstjóri í lögreglunni á Seyðisfirði, sem það gerði en hann var á ferð ásamt tveimur öðrum á leið út í Sfldarverksmiðjur ríkisins sem eru skammt utan við „Pöntun". „Þegar við komum að húsinu rauk mikið úr húsinu öllu, en ofan frá þar sem við komum að var enginn eldur sjáanlegur. Ég hringdi strax í slökkvi- lið, en hljóp síðan niður fyrir húsið og þar sá ég að logaði út um glugga og dyr, bæði á efri og neðri hæð. Eldur- inn var þá strax í hálfu húsinu, áður en slökkviliðið kom á vettvang og því ekkert sem við gátum gert, nema að bíða eftir slökkviliðinu," sagði Sigur- jón Andri Guðmundsson aðalvarð- stjóri í samtali við Tímann. Slökkviliðið kom á staðinn um klukkan 5,45 eða um 10 mínútum eft- ir að tilkynnt var um eldinn, en þá varð ekki við neitt ráðið og breiddist eldurinn um allt hús. Það tók um þrjár klukkustundir að ráða niðurlög- um eldsins, sem gaus upp aftur og aft- ur. Mikill vestanvindur var og bárust logandi glóðir yfir sfidarverksmiðj- urnar, en ekki steðjaði teljandi hætta að þeim. Þá tókst slökkviliðinu að verja olíutank sem stóð ofan við húsið. í austurenda hússins var meðal ann- ars þjónusta Skeljungs við smábátaút- gerðina og var þar talsvert magn af ol- íuvörum, en eftir að eldurinn komst í þær var ekki við neitt ráðið. Olíutunn- ur sem þar voru sprungu þegar eldur- inn komst í þær. Tálið er að eldurinn hafi komið upp í vesturenda hússins og hafi sterkur vestanvindur hjálpað til að bera hann yfir í austurendann, þar sem olíugeymslan var. Nánast allir trillukarlar á Seyðisfirði höfðu aðstöðu í „Pöntun", en þar höfðu þeir aðstöðu til beitninga. Mikið magn var af veiðarfærum, netum og línubjóðum, ásamt beitningavélum og öðrum tækjum sem tilheyra útgerð. Sem dæmi má nefna að í húsinu voru veiðarfæri sem einn útgerðarmann- anna var að fara með til Reykjavíkur og nemur tjón þessa eina útgerðar- manns milljónum króna. „Menn eru ekki ánægðir með þetta, en þetta er annar stórbruninn á skömmum tíma. Menn eru eflaust farnir að gera sér sínar hugmyndir um upptök þessa bruna og hugsanlegt er að brennuvargur gangi laus hér í bæ, ef í ljós kemur að þetta var íkveikja. Maður getur þó ekki sagt til um það á þessari stundu,“ sagði Sigurjón Andri Guðmundsson aðaivarðstjóri í samtali við Tímann. Húsið sem brann stendur við Hafnar- götu, er reyndar vestasta húsið við þá götu og var það byggt árið 1891. Það var tvfiyft timburhús og jámklætt að utan og að sögn Sigurjóns mjög langt hús og stórt í fermetrum talið. Ekki er langt síðan annar stórbruni varð, þeg- ar Wathne-húsið brann til kaldra kola, eftir að kveikt hafi verið í því, en í gær játaði maður á sig þá íkveikju við yfir- heyrslu. Hann tengist þó ekki brunan- um í gær því hann sat inni. Það var einnig Sigurjón Andri Guðmundsson aðalvarðstjóri sem fyrstur kom að Wathne-húss brunanum og tilkynnti um eldinn. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglunni og hjá rafmaghséftirfits- mönnum á Seyðisfirði. ' -PS Hagststt vcrð d Storno (arsímum ttoh*® 5 &8,® Vfeiö er niiöað við gengi 27. jan. 1992. Vegna mikillar sölu á síðasta ári náðum við mjög hagstæðum samningum við framleiðendur og getum nú boðið Storno farsíma á hreint ótrúlega lágu verði. Storno bílasími kr. 79.580 stgr. með vsk. Storno burðarsími kr. 84.280 stgr. með vsk. Burðarsíma fylgir 4 Ah rafhlaða. PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, KringlunVii og á póst- og símstöðvum um land allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.