Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 8. febrúar 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrlfstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð f lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Goðsagnir falla Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var af- greidd í borgarstjórn nú í vikunni. Borgin er stærsta sveitarfélag landsins og því hafa fjárlög hennar mikil áhrif á lífsskilyrði íbúanna í Reykjavík, sem nú nálgast 100 þúsund manns. Það vekur athygli við afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar nú að frestað er að uppfylla kosningaloforð meirihluta sjálfstæðismanna um greiðslur til þeirra, sem gæta barna sinna heima, og spara þannig rúm á dagvistunar- stofnunum. Þetta var stefnumarkandi mál í kosningabaráttunni og mikið úr því gert. Nú kemur í ljós að þetta er álíka og áætlanir um byggingarkostnað stórbygginga á vegum borg- arinnar. Puttinn er rekinn upp í loftið og upp- hæð nefnd, en algjörlega hefur gleymst að hugsa fyrir því hvort hugmyndin væri fram- kvæmanleg eða ekki. Það hefur löngum verið reynt að byggja upp goðsögn um stjórn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavíkurborg. Með stöðugum áróðri hefur náðst mikill árangur í þessu, það mikill að flokkurinn hefur haldið meirihluta sínum, ut- an eitt kjörtímabil. Þessar goðsagnir hafa hvílt á þremur meginatriðum. í fyrsta lagi að borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokksins væri samstíga í öllum málum og sterk heild. í öðru lagi að stjórnkerfi borgarinnar væri eins og vel smurð vél. í þriðja lagi að fjármálastjórn borgarinnar væri til mikillar fyrirmyndar. Síðast en ekki síst að borgarstjórinn hverju sinni væri afbragð annarra stjórnmálamanna. Allar þessar goðsagnir eru nú fallnar. Deilur vaxa nú meðal meirihlutans um ýmis málefni. Stjórnkerfið er í molum, ef það þarf að fást við stór og flókin verkefni, eins og framkvæmdirn- ar við Perluna og skýrsla borgarendurskoðunar sýna. Fjárhagsstaða borgarinnar hefur versnað til muna vegna fjárfestingaræðis, sem greip meirihlutann og fyrrverandi borgarstjóra á síð- asta kjörtímabili. Það hefur einnig komið í ljós að borgarstjórunum í Reykjavík eru mislagðar hendur, eins og öðrum stjórnmálamönnum. Allt þetta blasir nú við og ætti að vera stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ærið umhugsunarefni. Nú er komið að timburmönnunum hjá meirihlutanum eftir fjárfestingarfyllirí undan- farinna ára. Reyndar er veislustjórinn kominn í aðra vist, og reynir nú með útgáfu fortíðar- vandaskýrslna á landsvísu að draga athyglina frá sínum eigin fortíðarvanda. cLÍrsí jjflj í > ; ffl (|i Lii £ 1?; yil Atli Magnússon: Ameríska leiðin Smátt og smátt megum við fleira og fleira. Reglunum sem banna eitthvað fer sífækkandi. Og það er komin rafeindaöld sem gerir borg- urunum kleift að notfæra sér frjálsræðið með leifturhraða. Allt getur gengið upp á örskotsstund, svo sem kaup á vöru og þjónustu, þótt betra sé að eiga eitthvað í handraðanum svo hægt sé að njóta gamansins til fullnustu. En það þýðir ekki að fátækir fari varhluta af blessun frelsisins. Öld hraðans og tækninnar kemur einnig þeim til góða. Þeir geta fengið tölvu- prentað yfirlit yfir atvinnuleysis- styrkina eða örorkubæturnar á tuttugu sekúndum og látið sjopp- una hita skyndirétt á mínútu. Neysluþjóðfélagið velkist með svo mikinn mat að það er fágætt að fá- tækir svelti. Þvert á móti eru þeir nú feitastir allra. Ekkert fæst fyrir ekkert Jafnframt því sem frelsið og frjáls- ræðið eykst gerist hitt að hið opin- bera er ekki að abbast upp á fólk með hjálpsemi sína í sama mæli og var. Þeirrar stefnu verður enda vart þessi dægrin og er eins og það komi mönnum spánskt fyrir sjón- ir. En hugleiði menn málin sanna dæmin að þetta hefur tilhneigingu til þess að fylgjast að. í Sovétríkj- unum fékk ríkið mönnum íbúð, sá um skólagöngu þeirra og skammt- aði þeim atvinnuna að því loknu. Menn voru líka jarðaðir fyrir ekki neitt. En í staðinn takmarkaði rík- iö frelsi fólks og var að skipta sér af því með hinu margvíslegasta móti. Það var gjaldið fyrir umönnunina. Ameríkanar fóru hins vegar alveg öðruvísi að. Þar kappkostaði ríkið að leggja einstaklingunum sem allra minnst til sjálfkrafa, en heimtaði heldur ekki að ráðskast með daglegt líf þeirra. Það átti heldur ekkert hjá þeim, sem gaf því réttinn til þess. Ameríkaninn má eiga sér skammbyssu í skrif- borðsskúffunni eða milli laka í rúmfataskápnum til nota gegn innbrotsþjófum og öðrum óskunda. Það er hans mál, uns hann fer gáleysislega með byssuna — þá kann samfélagið að steikja hann í rafmagnsstólnum. Hann um það. Tákist honum ekki að koma undir sig fótunum í atvinnu- lífi eða viðskiptum mun enginn hindra flug hans niður í volæðið. Það er fullkomlega „hans mál“. En honum er líka velkomið að eignast milljón og hraðbát. Á íslandi má segja að við höfum nú valið amerísku leiðina þótt rétt- ara væri aö segja að hún hafi valið sér okkur, því oft halda menn að þeim sé fleira í sjálfsvald sett en raun er á. Og við erum ekki ein á báti, því það er eins og stór hluti þjóða heims hyggist feta hana einnig. Vitanlega líst mörgum ekk- ert á blikuna, því ameríska leiðin hefur stóran galla: Þeir eru of margir sem ómögulega geta borið ábyrgð á sér sjálfir og fer sennilega fjölgandi. Menn munu því margir reyna að spyrna við fótum, en það verður eins og að berjast gegn ell- inni með farða og hárkollu. Eða þá að stríða gegn glötun bemskunnar með því að dyfta sig með barna- m. púðri, en þannig líta þeir auðvitað á málin sem sjá amerísku leiðina eins og blómstrandi æskuár fari í hönd. En þjóðfélagsbreytingar koma gjarna yfir menn eins og ný aldursskeið. Þau koma hægt og það má andæfa þeim en ekki um- flýja þau. Búrinn og sérhyggju- maðurinn Af augljósum orsökum er það misjafnt hve vel þjóðir eru undir það búnar að gerast andlegir Am- eríkanar. Bandaríkjamenn sjálfir eru yfirleitt heimsborgarar og búa í ríku landi. Margar aðrar þjóðir sem vilja fara að líkjast þeim eru sveitafólk og byggja snauð lönd. En hvað um okkur íslendinga? Það er alltaf tvíbent að ræða um þjóð- areðli. Menn segja stundum að Þjóðverjar séu nískir og formfastir og að Danir séu alúðlegir og spaugsamir, þótt ekki sé vandfund- ið þýskt fólk og danskt sem er al- veg það gagnstæða. Samt er tals- verður sannleikur í báðum ein- kunnunum hér að ofan, hvað sem því veldur. Um okkur íslendinga held ég aö megi segja að þjóðareðl- iö sé eðli búrans og sérhyggju- mannsins. Því ætti stórum hluta þjóðarinnar að henta ameríska leiðin vel. Hér býr ákaflega mikið af einstaklingshyggjufólki en minna af félagshyggjufólki. Það er satt að segja furða að hér varð nokkru sinni til sjúkrasamlag. Einhver kann að minna á hjálp- semi búenda við náungann í gamla daga og hreppafyrirkomulagið sem dæmi um að þetta sé ekki rétt. En sennilega væri nær á líta á þessi dæmi sem uppskrift að amerískri félagsmálastefnu nútímans. Amer- íkanar eru einmitt orðlagðir fyrir greiðvikni við granna sína og um það bil sem menn eru að geyspa golunni í öngstrætum í Bowery tekur „hreppurinn" þá að sér. Neðanjarðarhagkerfí Hið félagslega velferðarkerfi á ís- landi varð til meir vegna þess að tiltölulega fámenn sveit hugsjóna- fólks knúði það fram en að þjóðin hefði svo mikinn áhuga á því, þ.e. meirihluti hennar. Líklega er nær lagi að meirihlutinn hafi sætt sig við þetta vegna þess hve félags- málafrömuðirnir höfðu liðugan talanda. Menn nenntu ekki að ríf- ast við þá. Þegar félagsmálakerfið nú er tekið að riða kemur líka í ljós að það á sér ekki sérlega öfluga talsmenn. Það heyrast háværar einsöngsraddir en kórinn vantar. Viðbrögð langtum flestra eru hin sömu og í hallærunum forðum: hver um sig treystir sínar eigin hlöðudyr, telur sína gemlinga og er staðráðinn í að bjargast af hvernig sem fer fyrir hinum. Um leið fer visst neðanjarðarhagkerfi „reddinga" og fyrirgreiðslu við kunningja og ættingja á fulla ferð, eins og þegar fyrningum var myl- grað í nauðstadda sveitunga áður. Okkur löndum hentar vel að hafa það þannig. Þjóðin hefur aldrei týnt niður þessu kerfi sem henni er eiginlegast og henni var í brjóst lagt þegar við landnám. Því er líklegt að okkur íslending- um takist auðveldlegar en mörg- um að laga okkur að amerískum kringumstæðum, t.d. betur en Skándinövum, sem höfðu meira upplag fyrir kratisma og sósíal. Á sinn hátt höfum við ætíð Amerík- anar verið og alltaf höfðu forfeður vorir vopn geymd undir sperrubit- um, albúnir að bregða brandi gegn friðspillum. Hver.veit nema þess verði ekki svo langt að bíða að sex- hleypa leynist í skúffu og tauskáp á hverju íslensku heimili, svo senda megi þeim viðeigandi kveðju, sem ekki kunna með frelsið að fara ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.