Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. febrúar 1992 Timinn 9 „Við skulum ekki baða, og við skulum ekki baða! “ Sagt frá miklum æsingafundi við Steinahelli, er eyfellskir bændur gerðu stiftamtmann og sýslumann afturreka með kröfur sínar um fjár- böðun árið 1858 Ekki var um annað deilt meira á fyrri öld en „kláðamálið“ svo- kallaða, sem deildi mönnum eins og kunnugt er í tvær meg- infylkingar — þá sem vildu „skera“ og þá sem vildu „lækna“. Mörg dæmi eru til um hvflíkur hiti var í þessum átök- um og er það, sem hér fer á eft- ir, ekki síst þar á meðal. Höf- undur frásagnarinnar er Eirík- ur Ólafsson frá Brúnum, en í fyrri viku voru rakin hér í blað- inu viðskipti hans við Þorvald bónda á Eyrí. Fyrír kaflanum hefur höfundurinn ritað svo- felld formálsorð: „Ein lítil saga, er skeði í Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu á fjárkláða- tímanum síðari. (Ekki man ég ártalið), en ég veit ekki til, að sagan hafi komið á prent, en ég hef átt hana uppskrífaða og get hugsað, að margir hefðu gaman af henni, ef að hún kæmi á prent.“ Víst er það rétt hjá Ei- ríki að gaman má hafa af frá- sögninni og hún sýnir að ekki hafa íslenskir bændur verið yf- irvöldunum þægarí fyrir tæprí hálfii annarrí öld (atburðimir urðu 1858), þegar þau komu að telja um fyrir þeim, en þegar ráðherrar sækja þá heim nú á dögum. „Um vorið á manntalsþingi skip- aði sýslumaður öllum hreppsbúum að baða allt sitt fé. Bændur tóku því boði dauflega, þar ekki hafði orðið vart við kláða á skepnum og fóru af þingi með meiri og minni mótmæl- um gegn þessari skipun. Það var enginn kláðavottur í hreppnum, en svoleiðis hagar til, að Markarfljót aðskilur hreppinn frá öðrum hreppum sýslunnar (það rennur frá Þórsmerkurrana undir Stórudimon og svo undir Kattarnef og þaðan í sjó fram), 5 bæir eru utan við fljótið, kallaðir Hólmabæir og heita: Tjarnir, Brunnar, Dalsel, Steinmóðarbær og Borgareyrar. Bændur skyldu „hlýða og baða“ Sýslumaður var þykkjuþungur og skrifaði í amtið um óhlýðni bænda að baða féð, svo nokkru síðar kemur ströng skipun úr amtinu til hrepp- stjóra, að bændur skuli hlýða sýslu- manni og baða allt fé í hreppnum. Bændur gjörðu fund um þetta mál- efni og urðu deildar meiningar manna, var þó afráðið að gegna niður í einhvern vasann og ætlar að fara til Trampe aftur, en bændur stukku þá í millum þeirra og vörðu honum það. Er sýslumaður á svip- stundu kominn í kreppu og er þá komin hreyfmg og alvörusvipur á bændur, og má nú sýslumaður til að hörfa undan, nauðugur viljugur, niður úr brekkunni og yfir þjóðveg- inn og niður yfir þúfnarimann og niður í mýri innan í kreppunni. þessari skipun ekki, þar eð ekki hafði orðið vart við nokkra kláða- kind í hreppnum. Nú fréttir sýslumaður, að hrepps- búar óhlýðnist enn þessari skipun, verður stórreiður og segir, að hann skuli ekki hætta við svo búið og bændur skuli mega til að hlýða og baða, og annaðhvort sendir hann nú mann eða fer sjálfur suður í Reykja- vík og sækir Trampe stiftamtmann til að fara austur undir Eyjafjöll og herða á náragjörðinni á bændunum. Nú skuli skríða til skarar í böðunar- þjóðvegur, og þúfnarimi fyrir neðan veginn. Svo tekur við Dýjamýri, um 120 faðma löng og svolítið stöðu- vatn, djúpt, sem kallað er Hellisvatn. Nú koma þeir stiftamtmaður og sýslumaður að hellinum og svo hin- ir hver af öðrum og binda hesta sína nokkuð utan við. Nú tekur TVampe sér stöðu á þeim áðurnefnda gras- fleti og sýslumaður með honum; hreppstjórar voru þar líka eins og vængbrotnar álftir, eftir að hafa fengið töluverðar ávftur hjá TVampe og sýslumanni fyrir ódugnað að Trampe, greifi og stiftamtmaöur: „Hann var oröinn dauöhræddur og gaf svo allt eftir sem hann var búinn aö skipa Steinahellir er noröan viö Holtsós, skammt frá þjóöveginum. Hér var þingstaöur Eyfellinga 1820-1906. málunum og engin mótmæli duga, þar stiftamtmaður skipi þeim með valdi og magt að hlýða. Svo kemur út auglýsing er gengur bæ frá bæ, með því innihaldi, að all- ir bændur í hreppnum eigi að mæta við Steinahellisþingstað á tilteknum degi og hlýða þar á svör og skipanir Trampe viðvíkjandi því, að bændur skuli nú hlýða og baða. Svo kemur dagurinn sem mæta skal, og hittist á gott veður; bændur hópuðu sig, er þeir riðu á þing og töluðu margt saman um þetta. Sumir voru kjark- litlir og hræddir og sögðu, að það yrði best að hlýða öllu, sem skipað yrði; aðrir sögðu: „Við skulum vera kjarkgóðir og samhuga og skal eitt- hvað verða sögulegt, áður en ég fer að baða mitt fé.“ Það voru liðugt 100 bændur í hópnum, en um 80 bændur komu á fundinn. Svoleiðis hagar til við hell- inn, að það er sléttur grasflötur vest- an við dyrnar og þar fyrir neðan herða ekki duglega á bændum að baða, en þeir voru sama sinnis og bændur, þeir vildu ekki baða. Nú var byrjaður sláttur, flestir búnir að bera niður og búið að reka allt geldfé inn á afrétt í Þórsmörk, Goðaland, Fagraskóg og Almenninga og ósótt baðmeðul suður í Reykjavík. Nú kemur að þeirri mínútu, sem TVampe vill bera fram erindið; þá kallar Sighvatur í Eyvindarholti upp og biður að gefa hljóð, og að allt sé kyrrlátt á meðan. Því gegndu allir, menn báru virðingu fýrir honum, því hann vildi öllum hreppsbúum vel. Bændur drógu sig allir í einn hóp við hellisdyrnar og voru með svipur og píska sína í höndunum. Nú tekur Trampe til máls og segir: „Það er öll- um þingheimi kunnugt, að ykkur var skipað af sýslumanni og amtinu í vor að baða allt ykkar fé, en þið haf- ið óhlýðnast og ekki skeytt því. Þess vegna er ég hér kominn með fullu valdi og myndugleika að skipa ykkur bændum að hlýða og baða allt ykkar fé innan tiltekins tíma.“ Engin und- anlausnarvon, þó kominn væri slátt- ur. „Við skulum ekki baða!“ Sýslumaður stendur hjá honum á meðan, og er Trampe þagnar, geng- ur sýslumaður lítinn spotta að bændahópnum, kallar hátt og segir: „Ef að nokkrir af bændum eru svo djarfir að mótmæla þessari skipun stiftamtmanns, þá segi þeir til nafns síns, ég ætla að skrifa þá upp,“ tekur upp bók og blýant og er nú tilbúinn að skrifa. Þá ansa bændur og segja: „Ég mótmæli því, og ég mótmæli því“, og í sama vetfangi allir í einu hávaðahljóði: „Við skulum ekki baða, og við skulum ekki baða“, og með sama allar svipur á lofti. Sýslu- maður steinþagnar og drífúr bókina Prestur fær ofanígjöf Ég vil geta þess, að þegar æsingin var nýbyrjuð, kallar prestur upp, séra Þ., í hreppnum, og segir: „Það er skömm fyrir ykkur bændur að gjöra sýslumanni aðsúg í viðurvist stiftamtmanns", með nokkuð fleiri ávítunarorðum. Þá gellur við bóndi Bjarni Arnason á Fitjarmýri og seg- ir: „Þegi þú, Satans rommbelgurinn þinn; nú er hægur nærri að klaga þig fyrir Trampe, þegar þú ert að buldra blindfullur í stólnum og við ýmist extraverk, óhæfilegur fylliríi, og ef þú þegir ekki, skaltu verða klagaður og settur af embættinu." Prestur steinþagnar og blóðroðnar. Þar er þá viðstaddur Jón Björnsson bóndi í Miðbæli og segir: „Æ, Bjami minn, farðu ekki svona svívirðilega með blessaðan prestinn." Þá segir Bjarni: „Hvað ert þú að skipta þér af þessu, Jón, húsgangurinn þinn. Þú þykist öllum meiri og hefur þó aldr- ei verið notaður sem vitni, aukheld- ur meira um þína hrakævi og hundstíð." Jón þagnaði og þótti hálf þunnt svarið. Þessi Bjarni var í öðrum fylkingar- armi með kjarki og alvöru. Hann átti fjölda fjár og sagði, að það skyldi eitthvað skríða til skarar áður hann færi að baða sitt fé nú kominn slátt- ur. Ég sá og heyrði allt sem fram fór því ég var á fundinum, bóndi frá Brúnum, og var ég oft nærstaddur Bjarna. Hann skipaði fyrir um temprandi sókn; og var nokkurs konar fyrirliði eða hershöfðingi. Hann forbannaði mönnum að slá sýslumann nokkurt högg, en berja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.