Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 11
10 Laugardagur 8. febrúar 1992 Laugardagur 8. febrúar 1992 11 skulum ekki baöa. .. pískunum allt í kring um hann, láta hann hafa nokkurt slagrúm og sleppa honum ekki úr kvínni, og því hlýddu allir. Sýslumaður óttaðist skrollu í öðrum fylkingararmi var gildur bóndi, Loftur Guðmundsson á Tjörnum, með óbilandi kjark og hugrekki og hvatti liðið hefði þess þurft. Sumir voru að segja við sýslu- mann: „Skrifaðu nú upp þá, sem ekki vilja baða. Þú skalt nú fá baðið sjálfur á skrokkinn í Hellisvatninu", og margt fleira sögðu þeir við hann, sem ég ekki vil skrifa. Sýslumaður sótti mest á brekkuna til Trampe, en forðaðist Hellisvatnið, því að hann óttaðist, að hann mundi fá þar skrollu, en nú voru fáir faðmar frá honum að vatninu og fylkingarnar á báðar hendur komnar á bakkann og hringurinn í kring um hann að for- engjast. Nú verður að geta annars, ekki verður allt sagt í einu. Frá því að sýslumaður var um- kringdur og til þess hann er kominn að vatninu, stendur Trampe á flöt- inni og horfir á þetta þegjandi og hissa, og sýnist ekki gott á passan- um með sýslumann og ekki annað Iíklegra en að þeir aetli með hann í Hellisvatnið og máski gera sér það sama. Eitthvað verður nú til bragðs að taka sem fyrst, og finnst þá til- tækilegast að éta allt ofan í sig aftur, ef það kynni að sefa bændur og segir við Sighvat í Eyvindarholti: „Segðu bændum, að ég gefi eftir að baða til haustsins." Sighvatur sendi mann niður í mýri að segja bændum þetta. Þá kalla bændur hátt og segja: „Við skulum heldur ekki baða þá, ef að ekki verður kominn kláði.“ TVampe eru sögð svör bænda, og er hann heyrir það, þá skipar hann að segja bændum, að hann skuli ekki skipa að baða þar til vart verði við kláða (hann var orðinn dauðhræddur og gaf svo allt eftir, sem hann var búinn að skipa). Þegar bændur heyra það, kalla margir upp og segja: „Nú er spilið unnið, og sleppum nú sýslu- manni úr kvínni," en þá voru sumir svo æstir, að þeir skeyttu ekki og heyrðu ekki um skilaboðin og urð- um við að stökkva á suma og halda þeim svo að sýslumaður kæmist úr kvínni. Þegar skarð kom í hana, flýtti hann sér á fund TVampe reiður og móður sem von var. Sagðist hann aldrei hafa komist í annað eins haf- arí, og að hér væri ekki við nein börn að eiga. Aldrei var skipað að baða og aldrei kom kláðinn Bændur tóku nú hesta sína, stigu á bak með sköllum og hlátrum og riðu heim léttan og glaðan og sögðu hinum, er heima sátu, hvernig farið hefði, og þökkuðu þeir dugnaðinn, komu með pytluna og var þá drukk- ið fundarminni. Aldrei var skipað að baða og aldrei kom kláðinn í hrepp- inn. Þeir fóru líka á bak, stiftamtmaður og sýslumaður, og héldu í áttina sína og þóttust ekki hafa farið frægðarför. Stiftamtmaður hafði sagt, að hann skyldi ekki hafa hreyft sig úr Reykjavík, hefði hann vitað, að bændur voru svona stífir og sam- taka og mundi ekki fara þangað í bráð aftur." NOTAÐU PENINGANA ÞÍNA í EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN DRÁTTARVEXTI Við minnum á gjalddaga húsnæðislána sem var 1. FEBRÚAR 16, FEBRÚAR_______________ leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. MARS___________________ leggjast dráttarvextir á lán með byggingavísitölu. cR] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS O SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK SlMI 696900 Krakkarnir sem leika Emil og fdu: Jóhann Ari, Álfrún, Anita og Sturla. Emil í Kattholti Höfundur: Astrid Lindgren Þýöing: Vilborg Dagbjartsdóttir Þýöing söngtexta: Böðvar Guömundsson Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Karl Aspelund Tónlistarstjóri: Jóhann G. Jóhannsson Dansar: Marfa Gisladóttir Leikstjórí: Þórhallur Sigurösson Sýningarstaöur: Þjóöleikhúsiö, stóra sviöiö. Kattholtsljölskyldan með Emil í fararbroddi er mætt til leiks á fjöl- um Þjóðleikhússins. Emil er meiri- háttar grallari og hefur afar frjótt ímyndunarafl og hikar ekki við að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd, oft lítt ígrunduðum. En hugdettur hans passa ekki alltaf við viðteknar venjur fullorðna fólksins og afleiðingin verður sú að aum- ingja Emil þarf oftar en ekki að af- plána refsingu í Smíðakofanum al- einn, en með tálguhnífinn góða. En Emil lætur ekki deigan síga, því eftir hverja vist í kofanum mætir hann tvíefldur til leiks, tilbúinn í slaginn. Uppátæki Emils eru þungamiðja leiksins og það sem allt snýst um. Á frumsýningunni var Sturla Sig- hvatsson í hlutverki Emils og átti mjög góðan og yfirvegaðan leik, þótt persónan mætti kannski vera örlítið meiri grallari; en það er frek- ar hlutverk leikstjóra að sjá um þá hlið málsins. ídu systur hans lék An- ita Briem af mikilli prýði. Frammi- staða þessa ungu leikara bar þess merki að vel hefur verið að æfingum staðið. Jóhann Ari Lárusson og Álfrún Örnólfsdóttir munu einnig leika þessi hlutverk til skiptis við þau áð- urnefndu. Bessi Bjarnason er í hlutverki pabbans, sem á í stöðugum útistöð- um við soninn Emil. Bessi er alltaf jafn spaugilegur og rennir sér í gegnum þetta eins og honum ein- um er lagið. Margrét Guðmundsdóttir á auðvelt með að túlka hina skilningsríku móður, sem er kjölfestan á heimil- inu. Margrét Pétursdóttir er hin söng- elska vinnukona Lína, sem orðin er ansi leið á rolugangi Alfreðs vinnu- manns (Gísli Rúnar Jónsson), sem hinsvegar óar við því að lenda í hnappheldunni með Línu. Það sóp- ar af Margréti, bæði í söng og leik, og Gísli Rúnar er hér á ferð með sína þjóðkunnu takta, æði spaugi- lega, en kannski ofnotaða fyrir þá sem eldri eru. En börnin kunnu sannarlega að meta þetta einstaka látbragð. Helga Bachmann kemur skemmti- lega á óvart með bráðfyndna takta sem Títuberja-Maja. Aðrir eru í minni hlutverkum og allir í fleiru en einu, en þau eru: Gísli Alfreðsson, Þór Tulinius, Randver Þorláksson, Þorsteinn Guðmundsson, Bríet Héðinsdóttir, Bryndís Pétursdóttir og Erling Jó- hannesson. Að auki koma við sögu hestur og kýr og er það vel til fundið að gera þessar skepnur örlítið mannlegar og vakti það ósvikna kátínu áhorfenda. Til að fanga hug yngstu leikhús- gestanna þarf til að koma annað- hvort æsileg spenna þar sem aðal- persónurnar eru í stöðugum lífs- háska á harðahlaupum undan vonda karlinum, eða fjöldi spaugilegra at- vika þar sem tertum er kastað og karlar detta á rassinn og annað í þeim dúr. Hér er frekar um það síðarnefnda að ræða, en spaugilegu atvikin mættu að ósekju vera aðeins farsa- kenndari í bland. í heild er sýningin hressileg; tón- list og leikgerð ljómandi góð, að ógleymdum góðum texta í snjallri þýðingu Vilborgar og Böðvars. Gísli Þorsteinsson P.s. Stjórnendur Þjóðleikhússins þurfa endilega að finna upp einhver ráð til að fylla húsið á frumsýningu barna- leikrita. Nú gerðist það sama og með Búkollu: salurinn var æði þunnskipaður. Slíkt dregur úr réttri stemmningu, jafnt fyrir áhorfendur sem leikara. Guörún Gísladóttir fer meö hlutverk ísbjargar í leikritinu. Uppselt á Leikritið „ísbjörg - ég er ljón“ hef- ur fengið mjög góðar viðtökur hjá áheyrendum og nú er uppselt á allar 16 sýningar sem auglýstar hafa ver- ið. Leikritið var frumsýnt skömmu fyrir mánaðamót á gamla smíða- verkstæði leikhússins. Leikritið er eftir sögu Vigdísar Grímsdóttur, en leikgerð gerði Hávar Sigurjónsson, sem jafnframt er leikstjóri. Isbjörgu Átta Ieikarar koma fram í sýning- unni: Guðrún Gísladóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jóhann Sigurðar- son, Þórarinn Eyfjörð, Pálmi Gests- son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Leikmynd og búninga gerir Elín Edda Árnadóttir og tónlist er eftir Lárus H. Gríms- son. -EÓ íslenska óperan minnist 10 ára í Ingólfsstræti: Frumsýnir Othello Með frumsýningu á Othello Verdis, sunnudaginn 9. febrúar, minnist ís- lenska óperan þess að 10 ár eru liðin frá því hún fékk fastan samastað í Óperuhúsinu við Ingólfsstræti. Garðar Cortes syngur Othello, Ólöf Kolbrún Harðardóttir er í hlutverki Desdemonu og Keith Reed í hlut- verki Jagos. í öðrum einsöngshlut- verkum eru Elsa Waage, Bergþór Pálsson, Þorgeir J. Andrésson, Tóm- as Tómasson, Jón Rúnar Arason og Þorleifur M. Magnússon. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og hljóm- sveitarstjóri Robin Stapleton. Othello var frumsýnd í La Scala óperunni í Mílanó 1887. Verdi var þá orðinn 73 ára gamall og mörg ár lið- in frá því hann samdi næstu óperu á undan. Verkið gerist á Kýpur í lok 15. aldar og er byggt á leikriti eftir Shakespeare. Garöar Cortes veröur I hlutverki Othellos. Fyrsta vísitasía í Bústaðakirkju Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, pró- fastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, heimsækir Bústaðasókn sunnudaginn 9. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem Bústaðakirkja er vísiteruð af prófasti. Helsta skýr- ing þess er sú, að dómprófastur í Reykjavík var lengst af þjónandi prestur kirkjunnar, herra Ólafur Skúlason, biskup íslands. Heimsókn prófasts hefst á fundi með sóknarnefnd og starfsfólki. En kl. 14:00 verður messa, þar sem prófastur predikar, en sókn- arpresturinn, sr. Pálmi Matthías- son, þjónar fyrir altari. Eftir messu verður kirkjugestum boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu. OKKAR VINSÆLA STÓRÚTSALA Á HEIMILISTÆKJUM og áhöldum fyrir örbylgjuofna er hafin Áskrif- endur! Þeir áskrifendur Tímans, t / / d ári, eru vinsarhlega b ■* ......................MÉÉÉÉÉÉMttÉMtHÉtÉtÉÉÉtÉMÉMMÉÉtÉtÉÉÉtÉÉÉÉÉÉtÉÉÉÉII ' Þjónusta alla leið TOLLVÖRU - JB GEYMSLAN HF FRÍCEYMSLA ■ VÖRUHÓTEL. Við önnumst flutninga • SAFNSF.NDINCAR • FLUTNINGSMIÐLUN Við sækjum vörur —~------- Við sjáum um skýrslugerð Við meðhöndlum vörur ■ Við geymum vörur mm • FRAKTFI.UG • SKII’AAFCREIDSLA • PÓSTAFGREIDSLA • TOL15KÝRSI.A • ALMENN TOLLSKÝRSLA • TRANSIT • ENDURSENDINGAR • VERDBREYTINGAR • ÚTFLUTNINGUR • CÁMALOSUN • VÖRUMERKINGAR • VÖRUFLOKKUN •PÖKKUN (JS0 & Fjölbreyttur geymslumáti -------------------- Við sendum vörur • ÓTOLLAFCRF.IDDAR • TOLLAFGREIDDAR • INNLENDA FRAMLEIDSLU • BÚSLÖÐIR OG ANNAD FYRIR EINSTAKLINGA OC FYRIRTÆKl • HILLUHUS • KLEFAR • GÁMAPLÁSS • FRYSTIGEYMSI.UR • ALMENN VÖRUGEYMSl.A •SKÁPAR • ÚTISVÆDI • HEIMÁLACER • Á VÖRUFLUTNINC.A- MIÐSTÖDVAR • BEINT TIL KAUPANDA Salan er bitt mál VIÐ EFTIRLATUM ÞER SÖLUNA OG MARKAÐSMÁLIN Flutningsmiðlun BúsUSðageymsla ■^Tollskýrslur fyrir einstaklinga og fyrirtæki utan tollvörugeymslu ■^Hilluhús ■^Skjalageymsla ■^Tölvubeintenging Látum bíla ekki ganga að óþörfu! Útblástur bitnar verst á börnum ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.