Tíminn - 22.02.1992, Síða 14

Tíminn - 22.02.1992, Síða 14
14 Tfminn Laugardagur 22. febrúar 1992 Sekur eða saklaus? Maurice Waters var niðurbrotinn maður eftir að elskhugi hans lést úr eyðni. Tveimur árum síðar kynntist hann öðrum manni sem veitti honum nýja von — og dauða. Tæknideild lögreglunnar komst að þeirri niðurstöðu að þessi hníf- ur hefði verið notaður við morðið. Victorville er lítill eyðimerkurbær norðaustur af Los Angeles. Bærinn er einkum þekktur fyrir að þar er safri Roy Rogers. En í nóvember 1987 beindist athyglin að bænum fyrir aðr- ar sakir, þar var framið óhugnanlegt morð. Það hófst er mótelstjóri nokkur hringdi til Iögreglunnar og lét vita að eitthvað væri undarlegt á seyði í einu herbergjanna, þar væri allt á rúi og stúi og vaðandi í blóði. Þegar lögreglan kom á staðinn var henni vísað inn í lítið mótelherbergi, þar sem voru tvö eins manns rúm, á milli þeirra lítið náttborð og á veggn- um andspænis var sjónvarp. Sjá mátti á herberginu að þar höfðu átök átt sér stað. í öðru rúminu hafði verið raðað koddum undir teppið til að svo virtist sem þar svæfi maður. Teppið úr hinu rúminu var horfið og koddamir á rúi og stúi. í stað kodd- anna kom lögreglumaður auga á stór- an blóðblett við höfðalagið. Á gaflin- um og veggjunum í kring var líka blóð. Lögreglumaðurinn ætlaði þá inn á baðherbergið, en það var læsL Hann bað hótelstjórann um lykilinn og fékk hann. Þegar hann opnaði dymar blasti við honum nakið lík karlmanns í baðkarinu. Hægur og kvalafullur dauðdagi Lfldð sat í baðkarinu og sneri baki að dyrunum. Höfuðið var í óeðlilegri stellingu og út úr augunum í horuðu og skeggjuðu andlitinu skein undmn. Reipi var margvafið þétt um háls líks- ins. Hinn látni var hvítur maður um fer- tugt Við fyrstu sýn virtist sem hann hefði verið kyrktur með reipinu en einnig voru fjórar hnífstungur á hálsi hans. Hann virtist hafa verið látinn í um það bil sólarhring. Enginn virtist hafa hugmynd um hvað átt hafði sér stað í herbergi 18 um nóttina. Næturvörðurinn kvaðst einskis hafa orðið var. Gesturinn var skráður sem Maurice Waters, 46 ára. Það eina sem menn vissu annað var að „Ónáðið ekki“ skiltið hafði verið á hurðinni allan þann tíma sem hann hafði dvalið á mótelinu. Við krufningu kom í ljós að dauðaor- sökin var margþætL Kyrking, höfuð- áverkar, sem virtust hafa verið fram- kvæmdir með hamri, auk hnífstung- anna fjögurra. „Þetta hefur verið hægur og kvala- fullur dauðdagi," sagði réttarlæknir- inn er hann tilkynnti niðurstöður sín- ar. Dauði elskhugans reið honum nær að fullu Haft var samband við ættingja hins látna og þá fengust þær upplýsingar að hann hafði starfað hjá símanum í mörg ár, haft góð laun og yfirleitt ver- ið ánægður með lífið. Það tók þó bráð- an enda árið 1985 er elskhugi hans veiktist af eyðni. Það tók manninn tvö ár að deyja og það voru löng og kvala- full ár sem Waters tók afar nærri sér. Eftir dauða vinar síns hætti Waters í vinnunni og fór á flakk. Hann flæktist um stefnulaust og svo virtist sem hann teldi líf sitt algerlega tilgangs- lausL Hann hafði stöðugt uppi ýmsar ráðagerðir, ýmist um nám eða vinnu, en gaf þær upp á bátinn jafnóðum. En í september 1987 sneri hann aft- ur til heimahaganna og þá í fylgd nýs vinar að nafhi Bill Flemming. Að sögn ættingja Waters hafði hann ákveðið að halda áfram í skóla og tek- ið 2000 dollara námslán. En eftir að hann kynntist Flemming hefði hann hætt við þá áætlun og ákveðið að fara með honum og búa á búgarði í Color- ado. Þeir lögðu af stað þangað þann 3. nóvember 1987 og það var það síöasta sem sást til Waters, þar til lögreglan fann lík hans á mótelinu. Waters hafði verið með féð sem hann hafði fengið að láni til námsins, en bæði það og bifreið hans voru horfin er hann fannsL Hver var Bill Flemming? Vinum og ættingjum Walters hafði ekki Iitist of vel á nýja félagann, en sögðu ekkert þar sem greinilegt var að Walters var mjög ástfanginn af hon- um og þeir voru fegnir að sjá hann brosa á ný. Flestir töldu ráðagerðimar um að setjast að á búgarði í Colorado og koma þar á fót hóteli fyrir karlmenn eingöngu væru draumórar. Einn vina Waters reyndi að aðvara hann, þar sem hann vissi að Flemming var al- gerlega fjárvana, en Waters vildi ekki hlusta á nein rök og sagðist treysta Flemming til fúlls. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að Flemming var frá Kalifomíu, næst- elstur sex systkina. Hann var tvígiftur og átti tvö böm, þar af annað utan hjónabands. Hann hreykti sér gjaman af karlmennsku sinni, kvaðst hafa ver- ið vörubflstjóri og þénað vel. En skýrslur FBI sýndu að hann hafði haft ýmislegt fleira fyrir stafni. Hann hafði verið dæmdur fyrir eitur- lyfjasölu, þjófnaði og bankarán og var enn á skilorði er þeir félagar héldu til Colorado. Auglýst var eftir bifreið Waters og fannst hún loks á bifreiðastæði við flugvöll í Los Angeles. Það kom í Ijós að þar hafði hún staðið fra 4. nóvem- ber. Bill Flemming fannst loks í Kansas City. Slóð hans hafði verið rakin eftir greiðslum af greiðslukorti Waters sem Flemming hafði óspart notað. Einnig kom í ljós að hann hafði lifað hátt þann tíma sem liðinn var frá því morðið var framið og vinir hans sögðu hann hafa haft nægt fé milli handa og dreift því á báða bóga. Hann neitaði öllum sakargiftum, en á honum fannst veski Waters ásamt fleira sem honum hafði tilheyrt. Þegar hann var spurður hvemig hann hefði komið höndum yfir eigur Waters, kvaðst hann hafa rænt homma í Kali- fomíu. En lögreglan var sannfaerð um að hann hefði einnig drepið hommann. Flemming var framseldur til Kali- fomíu þar sem hann var ákærður fyr- ir morð og rán. Hann hélt sakleysi sínu fast fram og kvaðst vera viss um að sakleysi hans kæmi fram við réttar- höldin. Ekki hefur hann þó treyst því of vel því þann 8. maí 1988 kvartaði hann yf- ir magaverk og var færður á heilsu- gæslustöð í nágrenninu til rannsókn- ar. Hann notaði tækifærið til að reyna að flýja, en lögreglumaður veitti hon- um eftirför og yfirbugaði hann fljót- lega. Að þessari misheppnuðu flótta-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.