Tíminn - 04.03.1992, Síða 2

Tíminn - 04.03.1992, Síða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 4. mars 1992 Bresku neytendasamtökin hafa fylgst með framþróun einkavæðingarinnar: Einkavæöing einokunar er neytendum óhagstæð „Reynslan hér heima og erlendis sýnir aö einkavæðing einokunar- fyrirtækja þjónar ekki hagsmunum almennings,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaöur Neytendasamtakanna, m.a. í samtali viö Neytendablaðið. Blaðið hefur reynt að kynna sér skoðanir á því hvernig til hefur tekist í Mekka einkavæðingarinnar, Bretlandi. En þangað hafa einkavæðingarhugmyndir gjarnan verið sóttar síðasta áratuginn. Bresku neytendasamtökin, Con- sumers Association (CA), telja mjög óljóst hvort og þá hvemig einkavæðing ríkisfyrirtækja í Bret- landi hefur skilað sér í lægra verði eða bættri þjónustu til almennra neytenda. Segja samtökin dæmi um það að neytendur þurfi nú að greiða hærra verð fyrir lakari þjón- ustu einkafyrirtækja. Þetta eigi einkum við um fyrirtæki, sem halda þeirri einokunaraðstöðu sem þau höfðu þegar þau vom í eigu ríkisins. Bresku neytendasamtökin líta svo á að það skipti ekki megin- máli hver eigi fyrirtækið eða hvernig, heldur sé það fyrir mestu að heilbrigð samkeppni ríki á hverju sviði. í þessu efni hafa íslendingar öðl- ast lærdómsríka (og dýra?) reynslu í Bifreiðaskoðun íslands, sem for- ystumenn Neytendasamtakanna telja dæmi um það hvernig ekki á að fara að því að einkavæða opin- bera starfsemi. Frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 1989 hafa Neytendasamtökin ítrekað gagn- rýnt hækkanir á gjaldskrám þess. Hverjar em líkurnar á að gjaldskrá- in verði lækkuð án þess að til sam- keppni komi? spyrja Neytendasam- tökin, sem tekið hafa afstöðu gegn því að einokunarfyrirtæki verði seld einkaaðilum. Að fenginni reynslu telur CA (bresku neytendasamtökin) að meginmálið sé ekki einkavæðing, heldur aukin samkeppni. En jafn- vel þar sem einkavæðing hafi átt að ýta undir samkeppni hafi hún alls ekki alltaf náð til almennra neyt- enda. Þar, sem náðst hefúr lækkun á verði eða bætt þjónusta, segir CA þann árangur ekki síst að rekja til þess að opinberir eftirlitsaðilar hafi knúið fyrirtækin til að bæta sig. Breska símafyrirtækið, vatnsveit- ur og gasveitur em nefnd sem dæmi um þetta. í greinum þar sem fyrirtækin keppi um hylli neytenda, hafi einkavæðingin skilað neytendum áþreifanlegum árangri. Urval og verð símatækja hafi t.d. batnað til muna. Hvort orsökin sé fremur einkavæðingin en aukin sam- keppni, segir CA þó erfitt að meta. CA bendir líka á ýmis áhyggjuefni, sem fylgja kunni einkavæðingu, m.a. aðgang að þjónustu einka- væddra fyrirtækja. Talsverð hækk- un hefur t.d. orðið á aðgangi að þjónustu símafyrirtækisins og benda kannanir CA til þess, að margir þeirra, sem em símalausir, séu í þeirri aðstöðu vegna þess að þeir hafi ekki efni á að fá sér síma. Margt þykir einnig benda til þess að fleiri Bretar hafi orðið fyrir því að lokað var fyrir gasið, vatnið og rafmagnið hjá þeim eftir að fyrir- tækin voru einkavædd. CA lýsir einnig áhyggjum vegna öryggis, áreiðanleika og aðgangs að þjón- ustu á dreifbýlli svæðum, sem og almennt fyrir þá sem hafa litla kaupgetu. Allt hefur þetta komið til umræðu vegna einkavæðingar í Sæðingar til kyn- bóta á hrossum? Stjóm Búnaðarfélags íslands beinir því til Búnaðarþings að það taki til at- hugunar hvort ekki sé tímabært að hefja sæðingar hrossa hér á landi, sem þátt í kynbótastarfi í hrossarækt. Því er einnig beint til þingsins að það fjalli um hvemig æskilegast sé að standa að slíkri starfsemi. Á síðustu tveimur áratugum eða svo hafa miklar framfarir átt sér stað er- lendis við sæðingar hrossa. Nú er til að mynda fanghlutfallið svipað við sæð- ingar, þar sem vandað er til fram- kvæmdarinnar, og við náttúrulega pörun hrossa. Hingað til hefur aðal- lega verið um að ræða sæðingar með fersku sæði, en á síðustu árum hefur tækni við djúpfrystingu hestasæðis verið stórbætt. Eftir því sem tækni við sæðingar hrossa hefur batnað hefur notagildi þeirra í hrossaræktarstarfi aukist. Um nokkurt árabil hafa hrossa- sæðingar verið töluvert notaðar við ræktun erlendra hrossakynja, einkan- lega þá við ræktun veðhlaupahrossa og annarra þeirra hrossakynja þar sem hver einstaklingur er mjög verðmikill. Sæðið er þá iðulega flutt um langan veg, jafnvel á milli heimsálfa. Enn sem komið er hafa sæðingar ekkert verið notaðar í kynbótastarfi hér á landi, en nokkrar tiíraunir hafa verið gerðar með sæðingar. Umræður Bretlandi. Neytendablaðið rifjar upp að skoð- anir hafa verið mjög svo skiptar meðal þeirra bresku íhaldsmanna sem lagt hafa leið sína hingað, m.a. til erindaflutnings um árangurinn af einkavæðingu stjórnar Thatch- ers. Sumir sjá ekkert nema kosti við einkavæðingu, aðrir bæði kosti og ýmsa galla. Neytendablaðið bendir líka á það, að kaupendur opinberra fyrirtækja muni að öllum líkindum gera kröf- ur um töluvert meiri arðsemi held- ur en gert hefur verið. Þannig megi t.d. leiða lfkum að því að eftir sölu á Sementsverksmiðju ríkisins til einkaaðila mundu arðsemiskröfúr hinna nýju eigenda leiða til verð- hækkana á sementi. Hið sama ætti vitaskuld við eftir einkavæðingu, t.d. Rafmagnsveitnanna eða Hita- veitu Reykjavíkur. - HEI hafa farið fram um það síðustu ár hvort tímabært sé að hefja slíkar sæð- ingar og hvernig sé best að standa að þeim. Ekki er verið að ræða um að sæðingar hrossa skipi svipaðan sess í kynbótastarfi í hrossarækt og í naut- griparækt. Til þess séu þær of kostnað- arsamar og erfiðar í framkvæmd. Sá möguleiki er fyrir hendi að flytja út hestasæði og selja það dýru verði erlendis. Með því móti væri hugsan- lega hægt að styrkja hestasæðingar fjárhagslega hér á landi. -EÓ Áfengisvamaráð stendur fyrir samkeppni meðal grunnskóla á landinu. Iðunn Steinsdóttir hefur af því tilefni samið leikrit: Leikrit Iðunnar á að vekja til umhugsunar Áfengisvarnaráð hefur ákveðið að gangast fyrir samkeppni meðal grunnskóla landsins, og hefur í því skyni fengið Iðunni Steins- dóttur til að semja Ieikrit og hefur handrit af leikritinu verið sent til skólanna. Markmiðið með sam- keppninni er að vekja ungmenni og foreldra þeirra til umhugsunar um notkun áfengis og annarra vímuefna og afleiðingar þeirrar notkunar. Þátttökurétt eiga allir grunnskólar á landinu. Samkeppnin er tvíþætt. Annars vegar verður þeim grunnskóla veitt verðlaun, sem skilar besta ár- angri við flutning leikritsins, og hins vegar sá skóli, sem skilar bestri tillögu um hvernig best sé að nýta leikritið til umhugsunar, kennslu og umræðu, þannig að sem flestir hafi bæði gagn og gam- an af. Verðlaun er vegleg, en fyrstu verðlaun fyrir fyrri hlutann eru 100.000 krónur og að auki viður- kenningarskjal og myndbands- upptökuvél frá Japis, og fyrir síð- ari hlutann 50.000 krónur fyrir þrjár bestu tillögurnar. Leikrit Iðunnar hefur hlotið nafniö „Föstudagur hjá smáfugl- unum“. Aðalpersónan er ung- lingsstrákur nú á tímum. Að sögn Iðunnar er lögð áhersla á þann tví- skinnung, sem fullorðið fólk ástundar. „Aðalpersónan má ekki halda partí, en foreldrarnir sjálfir gera það og því gildir ekki það sama fyrir unglinga og fullorðna. Ég var í dálitlum vandræðum með þátt unglinganna í leikritinu, því það er hálf kjánalegt að fólk um fimmtugt sé aö skrifa unglinga- mál. Ég fékk því þrjá unglinga mér til hjálpar. Þau sátu hjá mér heilan dag og lásu yfir og hjálpuðu mér að breyta orðalagi í leikrit- inu," sagði Iðunn Steinsdóttir. Iðunn sagði að strax í upphafi hefði verið lögð áhersla á að ekki Iðunn Steinsdóttir, höfundur „Föstudagur hjá smáfuglunum". Tímamynd Áml Bjama yrði um predikun að ræða, heldur yrði hlutunum velt upp til um- ræðu. Áhorfendur geti hins vegar sjálfir velt því fyrir sér hvort partí þar sem áfengi flýtur um allt og allt fullt af hassi sé eftirsóknarvert. Leikritið tekur um 40 mínútur í flutningi, en í því eru söngvar við lög eftir Jóhann Morávek. Gert er ráð fyrir að nemendur æfi leikritið og sýni það á árshátíð eða á ann- arri skemmtun á vegum skóla síns. Að auki yrði sýningin tekin upp á myndband, sem skólarnir senda inn til Áfengisvarnaráðs, til þátttöku í báðum hlutum sam- keppninnar fyrir 31. desember 1992, en þeir grunnskólar, sem ætla að taka þátt í fyrri hluta hennar, þurfa að tilkynna það til Áfengisvarnaráðs fyrir 15. apríl. -PS Tillaga um að ráðunaut ar sinni atvinnuráðgjöf Lögð hefur verið fram tillaga á Búnaðarþingi um að ráðunautar stuðli að þjónustu við nýsköpun í atvinnustarfsemi í sveitum lands- ins. Flutningsmenn tillögunnar eru Annabella Harðardóttir og Ág- ústa Þorkelsdóttír, Ágústa og Annabella hafa clnnig Tagt friun tillögu um lögvemdun starfsheit- isins bóndi, svo og um aukna þátttöku kvenna í ábyrgðarstöð- um innan félagskerfis landbúnað- arins. í greinargerð með fyrri tillög- unni segir að gera þurfl betur í at- vinnusköpun í sveitum, nú þegar samdráttur er í hefðbundnum bú- skap. Því sé rétt að þegar verði hafin skipuleg menntun ráðu- nauta til þess að sinna atvinnu- ráðgjöf á vegum leiðbeiningaþjón- ustu landbúnaðarins. Á vegum Stéttarsambandsins og Fram- leiðnisjóðs hefur starfað atvinnu- ráðgjafi, en hann var ráðinn td tveggja ára. -EÓ Leikfélag Akureyrar: Tjútt og tregi Á föstudags- og laugardagskvöld nk. verða síðustu sýningar á söng- leiknum Tjútt og tregi eftir Valgeir Skagfjörð. Um fimm þúsund manns hafa nú séð söngleikinn, en vegna mikillar eftirspurnar var bætt inn ofannefndum sýningarkvöldum. Söngleikurinn gerist rigningasum- arið mikla árið 1955, bæði í Reykja- vík og úti um land. Margar og fjöl- breytilegar persónur koma við sögu og tónlistin er í anda tímabilsins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.