Tíminn - 10.06.1992, Side 7

Tíminn - 10.06.1992, Side 7
Miðvikudagur 10. júní 1992 Tíminn 7 / barnaflokknum sigraöi Guömar Þ.Pétursson á Kvisti og eru þeiryst til hægri. Þá kemur Sigfús á Skenk, Lilja á Stirni og var hann efstur Fákshestanna, Sandra á Júnlor, Helgi á Dropa, Siguröur á Kardinála, Erlendur á Stjarna, Davíö á Dreyra og Marta á Sóta. Meö á myndinni eru formannshjónin Viöar og Ragna Bogadóttir. Hestamannafélagið Fákur á afmælisári: Glæsilegt hvítasunnumót Sunnanvindur og gróandaskúrir settu svip sinn á mótiö Fáksmenn í Fteykjavík héldu upp á sjötíu ára afmælið með glæsilegu hvítasunnumóti. Öllum hestamannafélögum á land- inu var boðið að senda hesta í gæðingakeppnina og þáðu það flest. Þetta setti sterkan svip á mótið og hefur sjaldan sést ann- að eins gæðingval samankomið á einu móti. Þá fór fram kyn- bótasýning og kappreiðar, enda heitir mótið enn eftir hinum gömlu Hvítasunnukappreiðum, sem hafa verið árviss viðburð- ur í bæjarlífinu um áratugi. Upprunalega hétu þetta Melakapp- reiðar fyrir aldamót og fóru þá fram á Melunum og Thomsen- skappreiðar að þeim liðnum. Eftirað hestamannafélagið Fákur var stofnað fyrir sjötíu árum hefur nafnið verið Hvítasunnu- kappreiðar Margir frægir menn hafa komið við sögu Hvítasunnukappreiðanna og má þar nefna Sigurð Ólafsson söngvara og Þorgeir heitinn Jóns- son, bónda í Gufunesi. Ekkert kynslóðabil ríkir í hesta- mennskunni, elsti knapinn í skeiði Gunnar Jósepsson er sjötugur og svo er keppt í barnaflokki og allt þar á milli. Áberandi var á þessu afmælis- móti hvað allt svæðið var snyrti- legt og hafa Fáksmenn greinilega unnið gífurlegt starf til þess að Miklir afreksmenn hafa jafnan veriö í forustu Fáks. Hér má líta þrjá góða. Yst til vinstri er Valdimar K.Jónsson sem sá m.a.um byggingu fé- lagsheimilisins. Þá er formaöurinn á undan honum, Guömundur Olafs- son, en í hans formannstlð voru frágengnir lóðasamningar viö borgina. Guömundur er einmitt sjötugur í dag og um leiö og honum eru færöar heillaóskir ætlar drengurinn síungi aö halda upp á það í félagsheimil- inu á föstudaginn. Yst til hægrí er svo Birgir Rafn Gunnarsson er lét af formennsku fyrir þremur árum og í hans tíö var lokiö uppbyggingu á Faxabóls- og Víöidalssvæðum. Fjallkóngur Landmanna, Kristinn I Skaröi, á flugskeiði á Fána sem allur er á lofti. Spretturinr, skilaöi líka ár- angri í dómi, hækkaði þá. félaga upp um þrjú sæti í fjóröa sætiö. Gýmir Jóhönnu M. Björnsdóttur sigraði I A-flokki gæöinga. Knapi er Trausti Þór Guömundsson. Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson mótið mætti lukkast sem best. Þá hefur sýnilega borið árangur hinn góði stuðningur höfuðborgarinnar við hestamannafélagið sitt og er nú gaman að sveitafélögin keppast við að gera hestamennskuna sem rós í hnappagat menningar- og æskulýðsstarfs innan sinna vé- banda. Eða eins og skáldið sagði að þeir sem rétta æskunni örvandi hönd, þeir eru á framtíðarvegi. Ungum knöpum var boðið á hest- bak í reiðhöllinni og ágætis grill- matur var framreiddur hjá félags- heimilinu. Framkvæmdastjóri mótsins var Jón Albert Sigur- björnsson en formaður Fáks er Viðar Halldórsson. Prati Agnars Ólafssonar hafnaöi I ööru sæti í B-flokknum. Greinilegt er aö gæöingurinn getur veríö svolítiö pratalegur því ekki vildi hann standa kyrr í verölaunaveitingunni. Sigurbjörn Báröarson tók því í taumana, knapinn Alfreð Jörgensen glottir, en Jón Albert býr sig undir aö færa honum silfriö. Átta efstu I unglingaflokkinum, frá hægri Siguröur V. Matthíasson á Bessa, Þóra á Fiðríngi, Alma á Sörla, Edda á Strák, Sigurður á Hamrí, Gunnar á Perlu, Steinar á Kórak og Ásta á Tjörva. Viöar og Ragna standa hjá. Níu efstu f töltinu. í sérstakrí rööunarkeppni var fimm efstu raöað þannig, talið frá hægri Sigurbjörn á Oddi, Halldór á Heröi, Alfreö á Prata, Sigríöur á Árvakri og Siguröur á Bessa.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.