Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 13. júní 1992 Hagnaður íslandsbanka minnkaði úr 12,9% í aðeins 1,4% milli ára: Um 5,3 milljaröar upp í töpuö banka- lán á 2 árum Arðsemi eigin fjár viðskiptabankanna og 16 stærstu sparisjóða landsins varð aðcins 2,6% að meðaltali í fyrra borið saman við 6,5% áríð áður. í Hagtölum Seðlabankans er fjallað um fremur slæma afkomu bankanna á síðasta ári. Mest hrakaöi afkomunni hjá íslandsbanka frá árinu á undan. Hagnaður af eigin fé minnkaði úr 12,9% í aðeins 1,4%. Seðlabankinn segir margt benda til þess að vaxta- munur muni fara minnkandi og að framlög í afskriftareikning útlána muni ekki lækka á næstu misserum. Framlög vegna útlánaafskrifta nema samtals tæpum 5,3 milljörðum króna síðustu tvö ár og eru hlut- Þýskalands- forseti kemur til landsins Richard von Weizsácker, forsetí Þýskalands, og eiginkona hans, frú von Weizsácker, koma í op- inbera heimsókn til íslands 16. júní næstkomandi. Þýsku for- setahjónin verða hér á landi í tvo daga og fara utan 18. júní. fallslega svipuð hjá sparisjóðunum og bönkunum. Þetta er náiægt fjór- földun að raungildi frá því fyrir fimm árum. Að sögn Seðlabankans ræðst af- koma bankanna að nokkru af við- skiptasviði þeirra og öðrum sérað- stæðum. Þannig hafi afkoman hjá Landsbanka og áður hjá Útvegs- banka verið slæm þegar illa áraði í sjávarútvegi. Gengistap/hagnaður hafi nær eingöngu skrifast á við- skiptabankana, en afkoma sparisjóð- anna verið jöfn og yfirleitt fremur góð. Hjá Búnaðarbanka minnkaði arð- semin einnig mjög á síðast ári, eða úr 7,3% niður í 2,1% milli ára. Þótt arðsemin væri minnst hjá Lands- banka þá jókst hún á hinn bóginn heldur, eða úr 0,5% í 0,8%. Arðsemi sparisjóðanna minnkaði úr 9,8% í 8,1%. Seðlabankinn telur varla mikið svigrúm til að auka ýmsar tekjur banka og sparisjóða. Þeir virðist því nauðbeygðir til að lækka kostnað verulega til þess að ná viðunandi arðsemi eigin fjár. —HEI Hluti undirbúningsnefndar hátíðarinnar á sviði Héðinshússins við Seljaveg þar sem m.a rokktónleik- ar og Ijóðalestur munu fara fram. Frá vinstri Halldór Auðarson tónlistarmaður, Þór Ludwig Stiefel myndlistarmaöur, Finnur Arnar myndlistarmaður og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson myndlistarmað- Ur. Tímamynd Ámi Bjarna Óháða listahátíðin hafin: Loftárás á Seyðis fjörð hefst í dag Óháða listahátíðin með undirtitilinn „Loftárás á Seyðisfjörð" hefst í dag og stendur til 28. júm'. Um 500 listamenn taka þátt í hátíð- inni og verður boðið upp á fiestar greinar lista. Bændur! KVERNELAND rúllu- pökkunarvélar ÞRJÁR Á HAGSTÆÐU VERÐI Við eigum þrjár gerðir af KVERNELAND SILAWRAP rúllupökkunarvélum á mjög hagstæðu innkaupsverði jjlilÉl ]H~i^H. ¦ '¦ Ét Kverneland 7512DLer með sjálfvirkum tengi- og skuröarbúnaöi, þannig að hún byrjar að vefja næsta bagga án þess að manns- höndin komi þar nærri. Snúningsborðið er vel op- ið, svo hey safnast þar ekki fyrir. Hún er með telj- ara og barkastýringu inni I ekilshúsi. Verö kr. 597.000,- + vsk. Kverneland 7515 er meö sama búnaði, en auk þess með vökvastýrðum sleppi- sporöi, sem hlífir filmunni þegar baggarnir falla af. Þá er hún meö tölvu I ekilshúsi, sem stýrir pökk- un. Þessi vél notar bæði 50 og 75 sm filmu. Verö kr. 710.000,- + vsk. Að auki bjóöum við 7581 vélina. Hún er tengd á þrí- tengi og fæst með eða án hjóla. Henni er ekið að hlið baggans, sem er mun þægilegra en þegar bakka þarf að honum, og sfðan er bagganum velt upp á vélina. Þetta er ódýr en vönduð vél. Verð kr. 435.000,- + vsk. Kvernelandsvélarnar eru mest seldu rúllupökkunarvélarnar hérlendis og hafa verið lengst á markaðnum. Þær hafa verið prófaðar á Hvanneyri. Þar sem verksmiójurnar anna ekki eftirspurn er vissara aó panta vélar strax, til að tryggja afhendingu fyrir slátt. Tvímælalaust bestu kaupin á markaönum. Tíllésodfy Að sögn Guðmundar Rúnars Lúð- víkssonar úr undirbúningshópi 0.1. var stofnað til hennar í því skyni að sýna fram á þörfina fyrir fjöllistahús, sem listafólk ungt sem gamalt gæti nýtt sér án þess að þurfa að leggja fram mikla peninga. „Einnig átti að reyna að virkja jað- arhópana sem eiga erfitt með að koma sér á fram færi því það kostar of mikla peninga," segir Guðmund- ur. Aðdragandi hátíðarinnar var sá að í mars boðuðu nokkrir ungir menn til fundar í Djúpinu fyrir þá sem Iangaði að koma list sinni á framfæri og segir Guðmundur að sá fjöldi sem mætti hafi sýnt fram á að það er vissulega þörf á fjöllistahúsi. „í upphafi var hugmyndin að Iðnó gæti hugsanlega nýst sem fjölleika- hús. Iðnó er að vísu mjög lítið hús og gæti ekki hentað t.d. myndlist en það væri hægt að tengja það húsi sem væri nálægt," segir Guðmundur. Halldór Auðarson, sem einnig situr í undirbúningsnefhd Ó.I., segir borg- ina hafa verið mjög jákvæða fyrir þessa nýtingu á Iðnó: „Þetta er í höndum þeirrar framkvæmdanemd- ar sem hefur verið skipuð í kringum Iðnó, sem á að leggja fram tillögur um hvað verði framtíðarstarf Iðnó. Við erum búnir að sýna fram á þenn- an möguleika á nýtingu." Seldir hafa verið forsölumiðar á listahátíðina á 3000 kr. og gilda þeir á öll atriðin. Miðarnir eru í takmörk- uðu upplagi en verði einhverjir eftir verður hægt að kaupa þá á 2500 kr. um helgina á ýmsum kaffihúsum bæjarins eða á milli 14:00-16:00 á Laugavegi 22. „Við vonum að aðrir standi fyrir Óháðu listahátíðinni að ári," segir Guðmundur. „Við erum búnir að sýna fram á að þetta er hægt." Hugmyndin er jafnvel að hafa hana annað hvert ár og láta hana stangast á við Listahátíð í Reykjavík. Verði ágóði af hátíðinni í ár verður hann lagður í sjóð til stuðnings fjöllista- húsi. í dag kl.l4:00 verða opnaðar fjöl- margar myndlistarsýningar m.a. í Gallerý Bergstöðum, Hlaðvarpan- um, Gallerí Ingólfsstræti og Geysis- húsinu. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði við flestar opnanimar og að auki verða veitingar í boði á Gallerí Bergsstöðum. K1.20:00 í kvöld verða svo tónleikar í Héðinshúsinu með hljómsveitun- um Páskum, íslenskum tónum, Sir- kus Babalú og Strigaskóm nr. 42. Á sunnudaginn kl.l4:00 verður barnadagskrá í Héðinshúsinu þar sem m.a. Friðrik Erlingsson les úr bók sinni Benjamín dúfu og Augna- blik sýnir leikritið Dimmalimm. K1.20:00 verður svo boðið upp á blandaða dagskrá. —GKG. HOFÐABAKKA9 . 112 REYKJAVIK . SIMI 91-634000 ELDUR kom upp í litlum söluskúr Alaska í Breiðholti aðfaranótt föstudags. Slökkvilið slökkti eldinn á skammri stund. Eldsupptök eru ókunn. Skúrinn er gjörónýtur. Tfmamynd Ámi Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.