Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 18

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 13. júní 1992 Helga Ingveldur Guðmundsdóttir Fædd 21. aprfl 1904 Dáin 30. maí 1992 Amma mín, Helga Ingveldur Guð- mundsdóttir, lést á Landspítalan- um 30. maí sl., södd lífdaga og til- búin að leggja úr höfn. Hún fæddist vorið 1904 á Seli í Grímsnesi, en þangað átti hún ættir sínar að rekja. Hún var einkadóttir Guð- bjargar Eyjólfsdóttur og Guðmund- ar Bjarnasonar, sem settust að á Seli í byrjun aldarinnar. Guðmund- ur, faðir ömmu, var fæddur að Höfða í Biskupstungum 3. mars 1871. Foreldrar hans voru Ingveld- ur Guðmundsdóttir og Bjarni Jóns- son. Guðbjörg, móðir ömmu, var fædd að Efra-Apavatni 24. sept. 1868 og voru foreldrar hennar Helga Guðmundsdóttir (dóttir Ing- unnar Magnúsdóttur, Magnúsar frá Laugarvatni) og Eyjólfur Árnason. Guðbjörg og Guðmundur bjuggu í Austurbænum að Seli, en þar var tvíbýii. í Vesturbænum bjuggu Þór- unn Björnsdóttir og Kjartan Vig- fússon. Sambýlið á Seli var einstakt og voru bændurnir eins og bestu bræður og húsfreyjurnar sem elskulegar systur. Börnin á bænum voru sem systkini. í þessu samfé- lagi ólst amma mín upp ásamt bræðrum sínum, Eyjólfi og Bjarna, og Guðrúnu Guðjónsdóttur, æsku- vinkonu sinni úr Vesturbænum, og bræðrum hennar. Amma undi hag sínum vel og sleit barnsskónum að Seli, umvafin ástúð foreldra sinna og bræðra. Það kom þó að því að unga heimasætan á Seli varð ein af eftirsóttustu heimasætum í Gríms- nesinu, þar sem hún var þeim kost- um búin sem gerðu ungar konur í þá daga að góðu kvonfangi. Hún var falleg, kom frá einkar góðu heimili og hafði fengið gott veganesti. Kunni ýmislegt fyrir sér í heimilis- störfum og hafði lært fatasaum í henni Reykjavík. Amma var félags- lynd og tók virkan þátt í félagsstörf- um í sveitinni á þessum tíma. Með bræðrum sínum fór hún ríðandi að Minni-Borg þar sem skemmtanir ungmennafélagsins Hvatar voru haldnar. Síðasta veturinn, sem amma bjó á Seli, var hún um tíma að læra á orgel hjá Ragnheiði Böðvarsdóttur á Minni-Borg og kynntist hún þar mannsefni sínu, sem var bílstjóri hjá versluninni þar og dvaldi hann annað slagið á Minni-Borg. Fjöl- skylda ömmu flutti síðan að Hömr- um vorið 1937 og tóku þá bræður hennar við búsforráðum þar. Árið 1926 giftist Helga frá Seli Ingólfi Þorsteinssyni, sem varð síð- ar rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík. Eftir það voru örlög hennar ráðin og hún varð „konan hans Ingólfs". Þau stofnuðu heimili í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð, nú síðast í Bólstaðarhlíð 41. Afi dó 24. feb. 1989 og höfðu þau þá verið gift í rúm 62 ár. Þau eignuðust 4 syni: Þorstein f. 09.02.1927, d. 20.08.1935. Guð- mund Ármann, framkv.stj. í Kefla- vík, f. 28.04.1929, d. 13.08.1987. Hann var giftur Guðrúnu Guð- mundsdóttur og eignuðust þau 5 dætur og eru langömmubörnin þar orðin 10. Örn Brynþór, framkv.stj., f. 08.08.1937, giftur Hjördísi Ósk- arsdóttur. Þorstein Ingólfsson, ráðuneytisstjóra, f. 09.12.1944, sambýliskona hans er Hólmfríður Kofoed-Hansen og á hann tvö börn. Það er mikil lífsreynsla að missa frumburð sinn aðeins 8 ára úr veik- indum, og bar amma þess alltaf merki að hafa kynnst þeim van- mætti og þjáningu sem slíkt veldur. í hjarta sínu fann hún oft fyrir þeim ótta, sem einkennir mæður sem hafa misst börn sín. Ótta við veik- indi og þjáningu. Hún vildi helst ekki vita af því að fólk þyrfti að þjást eða finna til. Alls ekki börn eða dýr. Það var henni einnig þrekraun að missa annan son, sem hafði verið þeim svo góður, en oft þakkaði hún Guði fyrir syni sína og hversu góðir þeir voru henni til hinstu stundar. Líf heimasætunnar frá Seli átti eftir að snúast um mennina í lífi hennar, eiginmanninn, bræður hennar og syni. Það var mikil breyt- ing fyrir unga stúlku úr sunn- lenskri sveit að flytjast á mölina og verða eiginkona rannsóknarlög- reglumanns. Kyrrð og ró sveitar- innar og góða sambýlið á Seli, þar sem allir Iifðu í sátt og samlyndi, var um margt ólíkt viðburðarfku lífi og samskiptaárekstrurn í borg- inni. Árstíðaskiptin eru hvergi eins skýr og í sveitinni og hún dvaldi með sonum sínum í huganum, er þeir fóru í Grímsnesið til sumar- dvalar. Stundum dvaldi hún þar langdvölum með þeim á sumrin og hjálpaði til í sveitinni, m.a. með fatasaumi. Amma var sannkallað vorbarn og ekki þótti henni vorið komið nema hún fengi að sjá litlu lömbin, og nú síðast vildi heima- sætan á Seli fara í húsdýragarðinn til að skynja vorið. í fyrrasumar kvaddi hún sveitina frá Seli í Grímsnesi sína í dagsferð um Grímsnesið og er hún mér minnisstæð þegar hún stóð í kirkjugarðinum á Mosfelli og horfði yfir sveitina sína, eins og hún vissi að það væri í hinsta sinn. og sagði: „Hér er allt sem ég á.“ Á heimleiðinni yljaði hún sér við ljúf- ar minningar úr sveitinni sinni. Ég varð þess aðnjótandi að búa hjá afa og ömmu á skólaárum mínum í Reykjavík og þar nam ég þá nýtni og nægjusemi sem einkennir fyrri kynslóðir. Hjá ömmu kynntist ég gestrisni, handbragði, uppskriftum og aðferðum formæðra minna. Þegar húsmæður réðu ríkjum í eld- húsinu, heimilisverkin voru þeirra og lífið snérist í kringum eigin- mann og börn. Hjá henni tók ég virkan þátt í kleinubakstri og slát- urgerð. Dætur mínar minnast oft á góðu skonsurnar hennar lang- ömmu. Þau kvennafræði, sem ég nam hjá ömmu, eru ekki úr bókum, en þau eru enn í gildi. Eitthvað sem gengur mann fram af manni. Arf- leifð sem er dýrmæt og sem ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið. Amma lifði miklar breytingar, allt frá því að búa við frumstæð skilyrði við moldargólf og hlóðir, yfir í að búa við nútíma þægindi. Hún var hannyrðakona og kenndi mér líka að prjóna og hekla. Ótaldar eru lopapeysurnar, sem hún prjónaði á okkur systurnar, og fram á síðustu misseri prjónaði hún á langömmu- börnin. Mér er minnisstætt hljóðið í prjónunum hennar með hægum takti, eins og millispil við tifið í stóru veggklukkunni sem í mínum huga var eilíf. Amma var myndarleg og hæglát kona, frekar dul en föst fyrir. Það var oft stutt í hláturinn og hún skemmti sér vel í góðra vina hópi. Hún var bindindismanneskja og reykti aldrei. Hún hafði yndi af vísum og söng og seint gleymast veislurnar hjá afa og ömmu, þar sem gjarnan var tekið lagið og spil- að undir á píanó. Þá naut amma sín. Henni fannst ekki vera veisla, ef ekki var sungið. Eitt af áhugamálum ömmu var að spila á spil, sérstaklega bridge og var það helsta dægrastytting henn- ar síðustu árin. Amma varð 88 ára og bar aldur sinn vel. Undir það síðasta var þrek hennar lamað og þrotinn kraftur, en hún æðraðist ekki. Henni þótti biðin stundum löng og lífróðurinn var orðinn erfiður. Ég mun sakna ömmu og þeirra rólegu, góðu stunda sem við áttum saman, hvort heldur hún leiddi Iitla snót út í mjólkurbúðina á Barónsstígnum eða Ieiðbeindi mér við hina árlegu sláturgerð, því með henni hverfur ein kynslóð úr ættartrénu. Guð blessi minningu Helgu frá Seli. Helga Margrét Guðmundsdóttir Helga frá Seli hefur kvatt þennan heim á áttugasta og níunda aldurs- ári. Leiðir okkar hafa lengi legið saman, eða allt frá árinu 1937 að foreldrar hennar og bræður fluttu frá Seli og settust að á Hömrum í tvíbýli við for- eldra mína. Á Seli bjuggu þau í tví- býli svo góðu, að orð fór af. Eins var tvíbýlið á Hömrum og átti faðir minn varla nógu sterk orð um góð- vild þeirra og hjálpsemi. Hógværð, hjálpsemi og góðvild í garð allra einkenndi þau. Við þetta ólst Helga upp og bar hún þess glöggt merki. Þegar foreldrar Helgu fluttu að Hömrum, var hún fyrir löngu gift Ingólfi Þorsteinssyni, yfirvarðstjóra hjá Rannsóknarlögreglunni. Á sumrin dvaldi hún á Hömrum með drengina og aðstoðaði móður sína við búverk og þó einkum saumaskap. Á þessum árum kynntist ég Helgu fremur lítið. Mér fannst hún svo fín Reykjavíkurfrú að ég var hálf feimin við hana, en yrði ég á vegi hennar var hún hlýleg í viðmóti og talaði við mig eins og fúllorðna manneskju og kunni ég því vel. Svo var það haustið 1941 að ég gift- ist og settist að í Reykjavík. Ekki var ég fyrr komin suður en Helga leggur land undir fót og heldur inn í Soga- mýri ásamt tilvonandi mágkonu sinni, verðandi húsfreyju á Hömr- um, til að færa okkur Einari brúðar- gjöf. Nokkur tími leið þar til ég bauð þeim hjónunum heim í kaffi á sunnudegi. Vel féll á með Ingólfi og Einari og mikill samgangur varð milli heimila okkar. Það þótti sjálf- sagt að við tækjum þátt í öllum há- tíðarhöldum þeirra. Eru jólaboðin mér einkar minnisstæð, þegar ætt- ingjar þeirra og vinir söfnuðust saman á heimili þeirra og Ríta, vin- kona þeirra, tók í slaghörpuna og jólasálmar voru sungnir hárri raust og svo gjarnan fáein falleg skosk lög á eftir. Um árabil eyddu þau gaml- árskvöldi með okkur á Sogamýrar- bletti 46, okkur til mikillar ánægju. Nokkrum sinnum fórum við í sumarfrí saman, ýmist 4 saman eða í hóp með fleira fólki. En sumarið 1950 héldum við austur yfir Mos- fellsheiði á tveimur bflum með tvö tjöld og tvo litla snáða og héldum að Skálabrekku. Við nutum gest- risni hjónanna þar og fengum að tjalda og renna fyrir silung í vatn- inu. Stóra tjaldið var baðstofan okkar, en það litla eldhúsið. Þegar sólskin var, var setið inni við spil og hlust- að á mýbitið lenda á tjaldinu eins og stóra regndropa, en þegar dró fyrir sólu var veitt í vatninu. Ekki var hægt að geyma veiðina, svo sil- ungur var í alla mata og var hann matreiddur á ótal vegu, stundum svo að engum datt silungur í hug. Eftir að ég fór að keyra, fórum við Helga stundum í bfltúr saman. Mér er minnisstæð ferð austur að Hömrum í tilefni af 40 ára brúð- kaupsafmæli foreldra minna. Helga færði þeim stóran rósavönd í vasa eftir listamanninn Guðmund frá Miðdal. Finnst mér þetta lýsa smekk Helgu fyrir fögrum og vönd- uðum hlutum. Þessi vasi féll í minn hlut að móður minni látinni og minnir mig á Helgu. Að leiðarlokum þakka ég Helgu allar ánægjustundirnar sem við átt- um saman. Öll þessi ár, sem ég þekkti Helgu, sá ég hana aldrei skipta skapi, en oft sá ég hana brosa og brosið var hlýtt. Að síðustu votta ég aðstandendum hennar og vinum samúð mína. Megi minningin um góða konu milda sorg ykkar. Guð blessi minningu hennar. Ingibjörg Tönsberg Hjónaminning: Jóhanna Sigurborg Sigurjóns- dóttir og Sigurður Gunnarsson Hrópaði Jesús hátt í stað, holdsmegn og krafíur dvínar. Ég fel minn anda, frelsarinn kvað, faðir í hendur þínar. Nú þegar afi og amma eru bæði horfm, koma í huga minn svo marg- ar stundir sem ég var með þeim heima á Ljótsstöðum í Vopnafirði. Afi, Sigurður Gunnarsson, var fæddur 5. nóvember 1895, dáinn 24. maí 1974. Amma, Jóhanna Sigurborg Sigur- jónsdóttir, var fædd 9. nóvember 1900, dáin 5. júnf 1992. Á Ljótsstöðum bjuggu þau í 44 ár, eignuðust 11 böm, barnabömin em 25 og afkomendur þeirra 85. í fjöldamörg ár var afi oddviti sveit- ar sinnar og var þá mikið að heiman. Kom þá búskapurinn og umsjón hins stóra heimilis að miklu leyti á herðar ömmu. í kjallaranum hjá þeim bjó ég með pabba og mömmu til tveggja ára aldurs, en þá byggði pabbi nýbýli á jörðinni og svo stutt á milli, að ekki tók nema nokkrar mínútur að hlaupa til þeirra, og ferðirnar urðu líka margar. Það var alveg sama hvenær ég kom til þeirra, eða í hvaða erindagjörðum ég var, alltaf vom viðtökurnar þær sömu. Amma var sú eina sem mér fannst geta greitt og fléttað á mér hárið, svo mér líkaði. Enda var hún með fallegasta hár sem ég hef séð. Flétt- unum vafði hún þrisvar um höfuðið, þær náðu henni niður í hnésbætur. Eg man hvað mig langaði að geta safnað svona miklu hári, þótt það tækist aldrei. Blómin hennar ömmu voru líka alltaf svo falleg, þau vom að mér fannst alltaf blómstrandi. Trjágarðurinn við húsið bar um- hyggjunni hennar einnig vitni, jafn snyrtilegur og fallegur og hann var. í holti fyrir ofan bæinn byrjuðu þau afi og amma árið 1959 á talsverðri skógrækt. Fyrstu árin hlúðu þau þar að litlum plöntum, sem í dag em orðin falleg tré. Amma var líka mjög myndarleg í höndum, hún heklaði og prjónaði og oft var hún búin að hjálpa mér. Ekki var hennar skólaganga löng, barnaskóli eins og þá tíðkaðist, sem sjálfsagt hefur verið stuttur. Síðar var hún sem ung stúlka einn vetur í vist á Akureyri, og þótti það mjög góður undirbúningur fyrir lífið. Árið 1967 flytja þau afi og amma út á Vopnafjörð og sonur þeirra og tengdadóttir taka við búinu. Þá vinnur afi á skrifstofu hreppsins þar til hann árið 1970 lét af störfum vegna veikinda. Tvo vetur, 1967-68 og 1968-69, var ég á skóla þar og sennilega hafa fá kvöld liðið svo að ég ekki væri hjá þeim, og oft fór ég þangað um leið og skóla var lokið á daginn. Þau áttu mikið af bókum sem ég gleypti í mig. Lá oft og las heilu kvöldin, í litlu stofunni þeirra var alltaf svo hlýtt og notalegt. Árið 1971 flyt ég með foreldrum mínum til Reykjavíkur og eins og gefur að skilja urðu samvemstund- irnar færri eftir það. Fljótlega keyptu þau eigið hús í þorpinu og lengstaf bjuggu Valgerð- ur og Katrín, dætur þeirra, í því með þeim. Síðustu árin vom þær þar að mestu einar, amma og Valgerður, sem á allan hugsanlegan hátt ann- aðist hana eins vel og hægt var með hjálp Katrínar. Amma kom oft suður og mér þótti mjög vænt um að hún gat verið við- stödd þegar sonur minn var skírður. Innilegar þakkir eiga allir þeir skil- ið, sem á einhvern hátt hjálpuðu afa og ömmu, og sérstaklega læknar og hjúkmnarfólk Heilsugæslustöðvar Vopnafjarðar. Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi. Séþað og líka síðast mitt þá sofna eg burt úr heimi. Anna Sólveig Gunnarsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.