Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 24

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 24
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir 74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrífs HEIÐI ¦ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ¦ Mostellsbæ Kfmar MUIiaa m. B873B7 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Oðruvísi bílasala BlLAR'HJÓL' BÁTAR'VARA- HLUTIR. MYND H JÁ OKKUR ¦ BÍLL H JÁ ÞÉR SÍMI 679225 Tímiiin LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1992 Miklu fleiri og mun stærri einbýlishús seld eftir tilkomu húsbréfakerfisins: Verð einbýlishúsa aðeins tvisvar eins hátt í 8 ár Miklu fleiri og mun stærri einbýlis- og raðhús (notuð) voru seld á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvö ár, þ.e. eftir tilkomu húsbréfakerfisins, en nokkurt annað ár frá 1984 a.m.k. Og samfara mikilli sölu var meðalverð á hvern fermetra alveg í toppi í fyrra. Frá árinu 1984 hefur raunverð einbýlishúsa að- eins tvisvar sinnum faríð eins hátt um takmarkaðan tíma (síð- ari árshelming 1984 og fyrrihluta árs 1989). Meðalverð heils árs hefur hins vegar aldrei orðið eins hátt á þessu árabili eins Meðalstærð seldra húsa var tæp- lega 200 fermetrar og meðalverð um 68 þús.kr.á hvern fermetra, sem þýðir um 13,6 milljónir kr. Framreiknað eftir lánskjaravísi- tölu var verð samsvarandi húss aðeins kringum 11 milljónir kr. á árinu 1986, þegar fasteignaverð var í lágmarki. Með öðrum orðum að sá sem þá hefði fjármagnað húsakaup með verðtryggðum lán- um hefði vel getað staðið uppi með 2,5 milljóna króna gróða eft- ir sölu á síðasta ári. Fasteignamat ríkisins hefur reiknað út verðþróun einbýlis- húsa á höfuðborgarsvæðinu fyrir hvert misseri 1984 til 1991. Svo dæmi sé tekið var meðalverð á fer- metra um 20 þús. kr. þegar það náði toppi á síðari helmingi ársins 1984. Framreiknað með láns- kjaravísitölu samsvarar það rúm- lega 68 þús.kr. seinni hluta síðasta árs, þ.e. nán- ast sömu upphæð og meðalverð var þá, sem fyrr segir. Á árunum 1984 til 1989 var með- alstærð seldra húsa 184 fermetrar og fór aldrei upp fyrir 190 fer- metra. Með húsbréfakerfinu bætt- ist tugur fermetra við meðal- stærðina og í fyrra hafði hún auk- ist um 15 fermetra, eða í 199 fer- metra. Þetta bendir til að stærstu húsin hafi orðið auðseljanlegri út á húsbréf en áður. F.R. tekur fram að í stærð einbýlishúsa sé gólfflöt- urinn reiknaður með en flatarmál sameignar er jafnan undanskilið í stærð íbúða í fjölbýlishúsum. Á árunum 1984-1989 voru 130 til 260 hús á ári í úrtaki Fasteigna- matsins, eða um 200 árlega að meðaltali. Síðustu tvö ár er fjöld- inn hins vegar um 380 og 310 ÞRÓUN FERMETRAVERBS í EINBÝUSHÚSUM AFÓ3TU VERÐLA3 SBNNIAFISHELM. 1991 ?84 1B5 ?B5 288 189 2-89 1'90 790 1'91 ¦ NAFNVFRB ¦ NÚVIRT VFRFl Þróun á meöalverði fermetra í einbýlishúsum (og raðhúsum) á höf- uðborgarsvæðinu 1984-1991 sem Fasteignamatið hefur reiknað til fasts verðlags á seinni helmingj ársins 1991. (Ijós kemur að verð- ið hefur aðeins tvisvar komist eins hátt og á siðasta ári. Neðri lin- an sýnir reiknað staðgreiðsluverð, sem t.d. var aðeins 8% undir nafnverði 1988 en sá munur var kominn í 13% á síðasta ári. hús. Þetta bendir líka til þess að húsbréfakerfið hafi valdið miklum fjörkipp í sölu einbýlishúsa. Verðmæti upp á samtals 3,9 milljarða skipti um eigendur með sölu þessara 310 húsa á höfuð- borgarsvæðinu á síðasta ári. Þar af voru tæplega 1,8 milljarðar (45%) greiddir í peningum (þ.e. um 5,7 milljónir kr. að meðaltali af verið hvers húss). Um 1,6 milljarðar voru greiddir með húsbréfum (frumbréf og verðbréf). Mismun- urinn er síðan yfirtekin lán, að stærstum hluta frá Byggingar- sjóði ríkisins. Yfirtekin bankalán eru t.d. aðeins 28 milljónir, eða um 0,7% af heildarsöluverði hús- anna. Fasteignamatið sýnir einnig reiknað núvirði (staðgreiðslu- verð) kaupsamninga. Munurinn felst fyrst og fremst í afföllum, t.d. vegna afborgana sem algengt var að dreifðust á heilt ár án vaxta og síðan vegna húsbréfanna nú síðustu tvö árin. Minnstur munur var á reiknuðu staðgreiðsluverði og nafnverði á árunum 1987 til 1989, þ.e. á árum „gamla kerfis- ins". Þessi ár var reiknað stað- greiðsluverð aðeins frá 8-10% lægra en nafnverð kaupsamning- anna. Síðan hefur munurinn far- ið vaxandi, upp í um 13% á síðari helmingi ársins 1991, þegar hver milljón í kaupsamningi var að- eins um 872 þús.kr. virði. Með lækkun affalla á húsbréfum er bú- ist við að þessi munur minnki á ný. Víghólasamtökin: Krani á staðnum sýnir hæð fyrirhugaðrar kirkjubyggingar Víghólasamtökin, samtök um náttúruvernd í Kópavogi, munu halda sýningu á Víghól um helgina. Settur verður upp krani á staðnum sem sýnir hæð fyrirhugaðrar kirkjubyggingar og einnig verða útlín- ur hennar markaðar. Þetta á að auðvelda fólki að glöggva sig á um- fangi byggingarinnar á þessum víðsýna stað í Kópavogi. Víghólasamtökin voru stofnuð 18. maí síðastliðinn og hafa þau á stefnuskrá sinni almenna náttúru- og umhverfisvernd í Kópavogi. Verndun Víghólasvæðisins er fyrsta verkefni samtakanna og telja þau að þar stefni í alvarleg skipulagsmis- tök. Samtökin benda á að stefna bæjar- yfirvalda í Kópavogi hafi um árabil verið að svæði þetta skyldi friðað fyrir öllum byggingum og það í framtíðinni gert að útivistarsvæði. Fyrir nokkrum árum létu svo þáver- andi bæjaryfirvöld friðlýsa vestari hluta svæðisins á grundvelli nátt- úruverndarlaga og gerður var knatt- spyrnuvöllur á vestari hluta þess. Skipulag Víghólasvæðisins var svo endanlega staðfest þegar bæjar- stjórn Kópavogs samþykkti einróma aðalskipulag Kópavogs (sem gilda á til 2008) og var staðfest af umhverf- isráðherra árið 1990. Allt frá 1971, þegar Kópavogi var skipt í tvær kirkjusóknir, hafa for- ystumenn Digranessafnaðar sýnt áhuga á að reisa kirkju á svæðinu. Það var svo 25. júni á síðasta ári sem Bæjarstjórn Kópavogs Iét und- an þrýstingi og samþykkti kirkju- byggingu, þrátt fyrir mótmæli 95% fasteignaeigenda við svæðið og að- varanir náttúruverndarmanna. Skipulagsstjórn ríkisins hefur nú kveðið á um að auglýsa skuli fyrir- hugaða breytingu á deiliskipulagi, þar sem fyrirhuguð kirkjubygging er ekki í samræmi við heimildir. Samkvæmt auglýsingu skipulags- stjóra skulu þeir sem andvígir eru skipulagsbreytingu senda skriflegar athugasemdir sínar til bæjarskipu- lags Kópavogs fyrir 15. júlí. Víghólasamtökin telja að háreist stórhýsi í 35-40 metra fjarlægð frá Víghóli muni skerða útsýni þar stór- lega og rýra því gildi staðarins óbæt- anlega. Samtökin skora á önnur náttúruverndarsamtök að senda mótmæli sín til Bæjarstjórnar Kópavogs. Helmilisiönaðardagur á Árbæjarsafni: Hrosshár í strengjum og holað ínnan tréí Sunnudaginn 14. júrií verður haldinn í Árbæjarsafninu svo- kallaður heimilisiðnaðardagur. Sýndar veroa ýmsar tcgundir af vefnaðí ásamt aöferðinni viö að lite ull og spinna úr hrosshári. Þá veróur einnig sýnt hvcrnig bönd vnru ofin og brugðin meft ýinsum aftfcrðum, spjaldofin, fótofm eoa krituð. '¦¦:'¦. Á baðstofuloftinu í Árbænuni verður tóvinua í fullum gangi, ullin kcmbd, spuunin, prjónuð og sýnt verður hvcrnig hrosshár crspunnið. : Tit þcss að auka S stcmmning- una verða kveðnar rímur og grautarlummur bakaftar. Gcstir geta kynnt scr osta- og skyrgcrð og ennfrcmur kcypt harftfisk af Jóni, fisksalanum síkáta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.