Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 25. júní 1992 Heildagsskóli: Tilraun hefst í fimm grunnskólum í haust Viðræður fara nú fram við skólastjóra fímm skóla í Reykjavík um hvernig má koma á heildagsskóla. Það er Skólamálaráð Reykjavíkur sem leitast nú við að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Hugmyndin að heiidagsskóla kom fram í nefndarstarfi á síðastliðn- um vetri og felur í sér nánara samstarf einkarekinna skóla og grunnskóla í borginni. Tilgangurinn er að koma á samfelldum skóladegi til hagræðis bæði fyrir foreldra og börn. Það hefur oft verið höfuðverkur barnafólks hversu sundurtættur og stuttur skóladagurinn er. Það hefur valdið þúsundum foreldra vandræð- um og útheimt keyrslur og skreppi- túra um víðan bæ, til að ná skipulagi á daginn. Skólamálaráð Reykjavíkur skipaði í fyrrahaust nefnd sem ætlað var meðal annars að huga að hvern- ig mætti gera skóla sjálfstæðari bæði fjárhags- og skipulagslega. Formaður nefndarinnar var Guð- mundur Magnússon og aðrir í henni Margrét Theódórsdóttir, varafor- maður Skólamálaráðs, Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, Helgi Ámason, kennari, en hann er jafn- framt áheyrnarfulltrúi kennara í Skólamálaráði og Ellert Borgar Þor- valdsson, skólastjóri. Nefndin skil- aði áliti í maí og nú er verið að koma hugmyndum hennar í framkvæmd. Arni Sigfússon, formaður Skóla- málaráðs Reykjavíkur segir aö hug- myndin heildagsskóli byggi í megin- atriðum á, að inn í hina hefðbundnu stundatöflu grunnskólanna verði hlaðið ýmsum verkefnum sem geta tengst hinum ýmsu sértæku einka- skólum. Þannig komi þeir skólar inn í hverfisskólana með framboð sitt af námsefni t.d. tónlist, leiklist, dans, heimspeki o.s.frv. í öðru lagi að kennarar gætu tekið að sér námskeið eða önnur verkefni til hliðar við stundaskrá sína. í þriðja lagi að verkefni sem íþrótta- og tómstundaráð hefur boðið inni í skólunum, verði nánar tengd og samofin stundatöflu nemenda. Og í fjórða lagi að skóladagheimilin geti á einhvern hátt komið inn í þennan rekstur. Við gerð stundatöflu heildagsskóla eru ýmis atriði sem taka verður tillit til. Ljóst er að yngstu nemendurnir þola ekki keyrslu í námi allan dag- inn og því þarf að flétta inn í töfluna útiveru, íþróttir, hvíldarstundir, heimanám og fleira. Vinna að þess- um hugmyndum er nú komin af stað í fimm grunnskólum borgar- innar og vonir standa til að þeim verði hrundið í framkvæmd strax í haust. Langtímamarkmiðið er síðan að geta boðið öllum foreldrum í borginni upp á heildagsskóla. Með þessum hætti yrðu skólar borgarinnar sjálfstæðari hvað varð- ar skipulag og hefðu skilyrði til að marka sér hver og einn eiginn stfl. Hvað varðar fjárhagslegt sjálfstæði segir Guðmundur Magnússon, for- maður nefndarinnar, að nefndin hafi nokkuð verið bundin af hinni hefð- bundnu skiptingu kostnaðar, þar sem borgin sér um rekstur og ríkið um laun. Meginmarkmið hugmyndarinnar sé hins vegar að nýta betur það fjár- magn sem fyrir er. Skólar geti leigt út ónotað húsnæði sitt fyrir hina ýmsu starfsemi og fengju þannig eigin tekjur. Þeir peningar nýttust síöan öllum nemendum skólans til dæmis í betri tækjakosti eða öðru sem skólinn byði upp á. Nú þegar bera margir foreldrar kostnað vegna ýmiss náms og einkatíma úti um bæ. Ef slík starfsemi rynni inn í skólana fengju skólarnir sjálfir hluta teknanna sem kæmi þá öllum nem- endum til góða. Það yrði síðan frjálst val foreldra hvaða gjöld þeir vildu borga og fyrir hvaða greinar, til þess að stuðla að heildagsskóla barna sinna. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi sem sæti átti í nefndinni, segir mikilvægt að skólarnir geti í ríkara mæli en nú er haft áhrif á hvernig þeim fjármunum sem þeir hafí úr að spila sé varið. Hún segir að eins og kerfið er í dag megi með nokkrum rökum segja að þeim sem vel fari með fé sé refsað í fjárveitingu næsta árs. Hugmyndin er einmitt að koma á hinu gagnstæða og um leið að gefa skólunum kost á að laða til sín ýmsa aðra starfsemi, til dæmis á vegum foreldra, sem hugsanlega gætu nýst skólanum til tekjuöflunar. „Ég trúi því að það hljóti að vera hvatning fyrir foreldra að halda til dæmis fundi í skólanum og borga honum fyrir þá aðstöðu frekar en einhverj- um öðrum. Slíkt gæti orðið til þess að þessi ákveðni skóli sem þeirra böm ganga í yrði fyrir vikið betur búinn ýmsum tækjum." Tillögur nefndarinnar eru fjöl- breyttari en hér hefur verið lýst. Guðmundur Magnússon lagði til dæmis fram tillögu um að skóla- stjórar hafi meira ákvörðunarvald en nú er um hvernig heildarfjáveit- ingum til skóla er varið. Sú tillaga var samþykkt í nefndinni. -bs Austurstræti áfram opið bílaumferð: Borgarráð á eftir að gera upp hug sinn Austurstræti verður ekki lokað fyrir bflaumferð að sinni og ekki fyrr en ítarlegri umfjöllun um málið hefur farið fram í borgarráði. Svo segir í tillögu sem borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks lögðu fram á borgar- ráðsfundi í vikunni og var samþykkt. Borgarfulltrúar Alþýðubandalags lögðu fram tillögu um að loka aftur göngugötunni fyrir bflaumferð.í til- lögunni segir að ákveðið hafi verið að gera tilraun til sex mánaða með Verslunarmannahelgin: Sléttuúlfar lausir í Galtalæk Gengið hefur verið frá samningum við hljómsveitina Sléttuúlfana að hún verði aðalhljómsveitin á Bindindis- mótinu í Galtalækjarskógi um versl- unarmannahelgina en undirbúningur undir hátíðina stendur nú sem hæst. Framlínumenn Sléttuúlfanna em Björgvin Halldórsson söngvari, Magn- ús Kjartansson sem leikur á hljóm- borð og Gunnar Þórðarson gítarleikari og tónskáld. opnun. Þeirri tilraun lauk 31.maí síðastliðinn og átján þúsund Reyk- víkingar hafi skrifað undir áskorun um að opna aftur þessa einu göngu- götu í borginni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja í tillögu sinni að umfangsmikl- ar aðgerðir séu nú framundan við endurnýjun Vallarstrætis og Thor- valdsensstrætis í því augnamiði að þar verði göngusvæði. Tengist sú ákvörðun samþykkt borgarstjórnar frá s.l. hausti um opnun Austur- strætis fyrir bflaumferð. Einnig að niðurstöður úr nýlegri samkeppni um Ingólfstorg og gerð þess á næsta ári kalli á framkvæmdir gatnaskipu- lags í nálægð við Ingólfstorg og jafn- framt á endurskoðun einstakra þátta í umferðaskipulagi miðbæjarins. Ennfremur sé Ijóst að á Ingólfstorgi veröi veigamesta útisvæði í gamla miöbænum. Þá segir í tillögu sjálf- stæðismanna að það sé liður í stefnu borgaryfirvalda að efla miðbæinn á nýjan leik sem vettvang viðskipta og athafnastarfsemi.Enn hafi ekki reynt á möguleika til tímabundinnar lok- unar fyrir bflaumferð á góðviðris- dögum. Eðlilegt sé að betur veröi látið reyna á þann þátt og eigi það fyrst og fremst við um þann tíma sem nú fari í hönd, það er hásumar- ið. -bs Þóra Einarsdóttir ásamt Cecil Jacquillat ekkju hljómsveitar- stjórans við afhendinguna í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tímamynd Árni Bjarna Veitt úr Minningarsjóði Jean-Pierre Jacquillat: Styrkurinn í hlut Þóru Þóru Einarsdóttur sópransöng- konu hefur verið veittur styrkur úr Minningarsjóði Jean-Pierre Jacquillat að upphæð 600.000 kr. Er þetta í fyrsta skiptið sem styrkurinn er veittur. Þóra hefur lokið 8. stigi hjá Söng- skólanum í Reykjavík og hefur sungið í uppfærslum ýmissa ópera. Jacquillat starfaði sem hljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands frá árinu 1972 til 1986. Hann lést af slysförum sumarið 1986. -GKG. Stórafmæli Akranessbæjar: Sérstök afmælisvika var haldin á Akranesi vikuna 12.- 21. júnf en ýmislegt hefur verið gert til að halda upp á 50 ára afmæli bæjar- ins það sem af er árinu. JVðsókn á öll atriðl hefur verið mjög góð“, segir Hafstcinn Bald- ursson einn sldpuleggjenda há- tfðahaldanna. „Það var alltaf eitt- hvað um að vera allan daginn“. Útvarp Akraness var starfrækt meðan á hátíðahöldunum stóð og var með beinar útsendingar frá sumum atriöanna. Sundfclag Akraness stóð fyrir dagskránni en síðastliðin 5 ár hefur þaö verið meö útsendingar til fjáröflunar. Meðal þess sem boðið var upp á var sýnlng 15 myndlistarmanna af Akranesi og svo stóð Ung- mennafélag Skipaskaga fyrir AkraneshlaupL Tóku hlauparar víðs vegar að af landinu þátt í því. Bænum var formlega afhcntur viti sem byggður var 1918. Hann stendur út á Breiðinni, ysta tanga Skagans og þjónar vel sem út- sýnisviti fyrir til dæmis fugla- skoðun. Áhugi á gönguferðum og skokki hefur færst í aukana á Akranesi upp á síðkastið og var farið í nokkrar skipulagöar gönguferðir í afmælisvikunni, m.a. um Garða- flóa og Neðri-Skagann. FjÖImarg- ir tóku þátt í þessum göngum. Hljómsveitimar KK-band og Todmobil sóttu Akranes heim og héldu tónleika í nýfum sal Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Á þjóðhátíöardaginn var bæjar- listamaður útnefndur en það er Hreinn Eiíasson listmálari. J( haust verða svo stórtónleikar með Jethro Tull og Black Sab- bath,“ segir Hafsteinn. „Forsala byijaði f apríl og hefur gengið mjög vel“. 3.júlí er von á góðum gesti en þá kemur forseti lslands frú Vigdís Finnbogadóttir f heimsókn. Hún mun meðal annars vfgja loka- áfanga dvalarheimilis fyrir aldraða og gróðursetja tré f SkógræktinnL -GKG. Tveir kynferðis- afbrotamenn dæmdir: Dæmdir í tveggja áraog eins árs fangelsi Hannes Oddsson 43 ára hefur ver- ið dæmdur til tveggja ára fangelsis- vistar fyrir að hafa haft samfarir við tvær stelpur. Þær voru 12 og 13 ára í ágúst 1991 þegar atburðurinn átti sér stað. Hannes var sömuleiðis sakfelldur fyrir að hafa sýnt þeim klámmyndir ásamt fjórum öðrum stelpum á aldr- inum 12-14 ára og gefið þeim vín. Maðurinn neitaði að hafa haft mök við stelpurnar en framburður stelpnanna þótti þó sanna að svo hefði verið. Dómur hefur einnig fallið yfir 47 ára gömlum karlmanni fyrir kyn- ferðisglæp. Hann hlaut 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa misnotað 5 ára gamla stjúpdóttur sína. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa sýnt barninu klámmynd og fyr- ir að hafa haft við það mök. Hann hefur áfrýjað dómnum. -GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.