Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 25. apríl 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Síml: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kirkjan í nútíma samfélagi Nú stendur yfir prestastefna, þar sem kirkjunnar menn ræða kirkjuleg málefni. Sá tími er liðinn þegar pólitískar deilur voru um af- stöðu til kirkjunnar og trúmála í samfélaginu. Allir viðurkenna nú að kirkjan er ein af undirstöðum sam- félagsins, og sú undirstaða verður að vera traust. Islendingar eru þekktir fyrir margt annað en að vera opnir og einlægir. Miklu fremur er landinn lokað- ur um sín persónulegu mál. Ekki síst gildir þetta í trú- arefnum. Kirkjunnar menn kvarta yfir fálæti um kirkjuna hversdagslega, þótt þær fyllist á hátíðum og tyllidögum. Þrátt fyrir þetta stendur kirkjan íslendingum nærri. Á mestu gleði- og sorgarstundum lífsins kemur hún við sögu. Það er ekki lítil sérstaða sem hún hefur sem stofnun í samfélaginu, að þessu leyti. Mjög mörgum er þannig farið að þeir vilja hafa kirkjuna hjá sér, hljóða og trausta, og geta leitað þang- að til þess að gifta sig, skíra bömin sín og ferma þau, fara með fjölskyldunni á stórhátíðum í kirkju, og fylgt samferðamönnum sínum og ástvinum þaðan síðasta spölinn. Þetta er ærið hlutverk, en verkefni kirkjunn- ar í samfélaginu eru þó miklu fleiri. Hún á ekki að berast með tískusveiflum. Það er áreiðanlega ekki vilji þorra íslendinga. Hins vegar inniheldur kristin trú háleitan siðferðisboðskap sem á fullt erindi við fólk í dag, ekki síður en fyrir árþúsund- um. Sá boðskapur fölnar ekki eða úreldist. Honum þarf að leitast við að koma út á meðal manna. Það ger- ist ekki nema með lifandi starfi. Þó að trúleysi sé ekki lengur á stefnuskrá stjóm- málahreyfinga, er langt frá því að kirkjari sigli lygnan sjó í samfélaginu. Kannske er það henni jafngott. Ymsir spámenn boða lausnir fyrir fólkið, sem á erfitt með að þola álag nútíma samfélags, bjóða mönnum að koma til sín. Kirkjunnar menn verða auðvitað að endurskoða sína starfshætti og skoða grannt með hverjum hætti hægt er að ná til fólksins, sérstaklega þeirra sem land- ið erfa, yngri kynslóðarinnar. Til þess verður kirkjan að vera umburðarlynd, án þess að missa fótfestuna. Kirkjan á að hafa á sér blæ staðfestu og styrks, vera það bjarg sem hægt er að standa á þegar tímamir eru viðsjárverðir og erfitt er að sjá hvað er framundan. Margt hefur verið gert til þess að auka fjölbreytni í kirkjulegu starfi. Þar ber hæst æskulýðsstarfið, en þar hefur verið unnið afar mikilvægt uppeldisstarf, sem á áreiðanlega eftir að skila sér í trúarlegu starfi þegar fram í sækir. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir kirkjunnar menn að ræða veraldlega hluti, eins og peningamál stofnun- arinnar í heild og launamál þeirra sem innan hennar starfa. Það er fagnaðarefni að biskup skuli nú vilja berjast fyrir breytingu á þeim þjónustugjöldum sem em innan kirkjunnar. Hér skal tekið undir það að sameiginlegur sjóður, myndaður af sóknar- og kirkju- garðsgjöldum, standi undir því starfi og þjónustu sem prestar landsins veita almenningi þessa lands. T íðindalaust á Digranesi Hafl er fyrir satt að Getfysburgar- ávarpi Abrahams Lincoln hafi verið fálega tekið, þegar hann fiutti það á blóði drifnum vígvelli þar sem bræður börðust og felldu hverjir aðra. Það var ekki fyrr en síðar að menn lásu hina stuttu og gagnorðu ræðu forsetans að ljóst varð hvílík snilld hún var, og enn lengri tími Ieið þar til það lá í aug- um uppi að ávarpið var vegvísir í stjómmálahugsun og lýðræðis- þróun. Þeir, sem hlustuðu á Lincoln flytja ávarpið, skildu einfaldlega ekki mikilvægi þess á þeim stað á þeirri stundu. Þegar hann hafði lokið máli sínu og settist biðu áheyrendur opinmynntir eftir framhaldinu, því þeir héldu sig aðeins hafa heyrt inngang ræð- unnar, enda vanir flestu öðru en stuttum og skor- inorðum ræðum. Ekki var búist við mikl- um tíðindum af völlunum við Gettysburg, þegar þar var haldin eins konar minningarathöfn um látna eftir borgarastríðið. Því bjóst enginn við að heyra þar stórbrotnar og stefnumarkandi pólitískar yfirlýs- ingar, og því tók enginn eftir þeg- ar Abraham Lincoln flutti þær af öllu sínu látleysi. Brambolt Öllu þessu var öfugt farið, þegar kratar héldu flokksþing sitt fyrir nokkru. Vikum saman var blásið í herlúðra og stórtíðindum um inn- anflokksátök og miklar sviptingar á þinginu var lekið í fréttamenn, sem matreiddu góðgætið að sín- um hætti. Óspart var vitnað í „áreiðanlegar heimildir", sem sögðu að fylgismenn Jóhönnu væru að ná undirtökunum í valda- baráttunni og að það væri borin von að Jón Baldvin næði kjöri í formannssætið. Þá voru fylgismenn Guðmund- ar Árna einnig á góðri leið að bola formanni frá, og svo voru sameig- inlegar fylkingar Jóhönnukrata og GuðmundarÁrnakrata þess albún- ar að taka völdin í flokknum. Ungkratar voru með mikla rót- tækni í fréttunum, meðal annars þá að leggja til að íslendingar sæktu um fulla aðild aö Evrópu- bandalagi, án millilendingar í EES, og svo vildu þeir hætta sam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn og gott ef ekki Alþýðuflokkinn líka. Gusugangurinn í fjölmiðlum var kryddaður með viðtölum við óánægjukrata. Þeir voru látnir vitna hver gegn öðrum og varð af öllu saman ótrúlegt sjónarspil og fyrir suma hverja ljúft eyrnakon- fekt, svo notað sé eitt hið viðbjóðs- legasta orð sem fjölmiðlagengið gubbar út úr sér. í sturtum í fyllingu tímans hófst flokks- þingið og helstu tíðindin af því voru, að loka átti fréttamenn úti þegar dagskrárliðurinn almennar umræöur fór fram. Þetta varð mesta hitamál þingsins og engu af því, sem þar fór fram, voru gerð eins góð skil í fjölmiðlunum. Þeg- ar svo að gerð var gagnsamþykkt um að allir mættu hlýða á al- mennu umræðurnar, voru sagðar miklar fréttir af því. Hins vegar bar ekkert frétt- næmt á góma í sjálfum umræðun- um og veit enginn hvað þar var sagt og kemur heldur engum við. Klíkufundir toppkrata í sturtu- klefanum í Digranesskóla þóttu mjög forvitnilegir og þykja jafnvel enn. Ekkert kvisast um hvað þar fór fram. Það vita þeir einir sem innvígðir voru í sturtuna. Flokksþinginu lauk með því að allir voru endurkjörnir í öll emb- ætti — nema Ólína, sem nú verm- ir 15. varasætið í flokksstjórninni og er loksins farin að hlusta með athygli og tilhlýðilegri virðingu á sína góðu framsóknarmóður, eins og ágætur vitnisburður í Mogga er sönnun um. Skoðanamergð Á flokksþinginu skeði sem sagt ekki neitt nema brambolt. Eftir þingið er verið að reyna að gera sér grein fyrir til hvers það var haldið og hvað þar var afrekað. Alþýðublaðið segir dag eftir dag að jafnaðarstefna framtíðar hafi komið í leitirnar í Digranesskóla og höfundur Reykjavíkurbréfs Mogga fagnar því að Álþýðuflokk- urinn sé kominn með mikla breidd eins og Sjálfstæðisflokkur- inn, og að þar rúmist margar skoðanir. Samkvæmt þessu eru kratar að verða eins og íhaldið: laustengd hagsmunasamtök þar sem allir straumar og stefnur hringsnúast hvert um annað. Fulltrúar Nýs vettvangs botna ekkert í því að Alþýðuflokkurinn er Alþýðuflokkur og eru hissa upp á margar síður í Morgunblaðinu. Eini kratinn, sem komið hefur auga á hvað flokksþingið afrekaði, er Ámundi Ámundason. Hann skrifar snöfurmannlega grein í Mogga um að ef Jóhanna ráðherra og varaformaður skilur ekki að hún eigi að halda kjafti, hlýða og vera góð, eins og stendur í heilræða- vísunni, geti hún hypjað sig úr flokknum. Guð- mundur Árni, atkvæða- veiðari í Hafnarfirði, er einnota pólitíkus og því útjaskaður og bú- inn að vera. Og Ólína er eins og útblásin blaðra, sem á það eitt fyr- ir höndum að hverfa út í himin- blámann og springa. Þetta er það fólk, sem fjölmiðla- gengið var búið að ákveða að gerði byltingu á flokksþinginu og skol- aði fortíðarkrötunum niður í klóakið í Digranesskóla. En svo kemur Ámundi og vísar því út í ystu myrkur eftir flokksþing sem var algjörlega tíðindalaust. Andskotar Ámunda telja grein hans ritaða af mikilli snilli, og því sé borin von að hann hafi verið þar einn að verki. Láta þau að því liggja að þau viti svosem úr hvaða snilldarpenna frómar óskir í þeirra garð hafi dropið, og eru innanflokksmálin orðin hin und- irfurðulegustu. Þótt í rauninni hafi ekkert það skeð, sem máli skiptir fyrir flokks- þing, á þinginu eða eftir það, má vera að einhvers staðar leynist pólitískt gullkorn í öllu fimulfam- binu, sem einhverju máli skiptir. En varla á maður von á því. Það er á allra vitorði að aldrei var því um Álftanes spáð að veröldin frels- aðist þar. Það á áreiðanlega við um Digranesið líka. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.