Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. júní 1992 Tíminn 5 Guðmundur Jónas Kristjánsson: Nýj ar rökvillur um Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku um Maastricht- samkomulagið, niðurstaða skoðanakannana hér heima um mikla óvissu fyrir meirihlutastuðningi þjóðarinnar við EES-samning- inn, forherðing ráðamanna í Brussel til ríkjabandalags EB- þjóða, þrátt fyrir stóraukna andstöðu fólks í EB-löndum gegn slíkum samrunaáformum: allt hlýtur þetta að kalla á víðtækt endurmat á Evrópumálaumræðunni, ekki hvað síst hér á landi. Umræðan um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á því eftir að harðna mjög á næstu vikum og mánuðum, því þýðingarmikii grundvallaratríði um EES Iiggja nú ljósarí fyrir en áður. Áfellisdómur Niðurstaða dönsku þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um Maast- richt-samkomulagið er fyrir margra hluta sakir athyglisverð. Þarna gerði lítil EB-þjóð uppreisn gegn framtíðaráformum skriffinn- anna í Brussel um „Evrópuríkið", þrátt fyrir stuðning nær allra danskra stjórnmálamanna og fjöl- miðla við Maastricht. í raun er hér um stórviðburð að ræða, sem á eftir að hafa mikil áhrif varðandi þróunina í Evrópu. Auk þess eru úrslitin mikill áfellisdómur yfir þeim stjórnmálamönnum, sem taka sér bólfestu í fílabeinstumum og láta sig skoðanir umbjóðenda sinna engu varða. Þetta ætti að vera íslenskum ráðamönnum mikið umhugsunarefni nú, þegar svipaðir hlutir virðast vera að ger- ast hér. Allt virðist nefnilega benda til, að hérlendir ráðamenn ætli að hafna sjálfsagðri þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES og keyra þetta stórpólitíska mál í gegnum Alþingi í trássi við meirihlutavilja þjóðarinnar. Þá má forysta Fram- sóknarflokksins hafa aðgát á, því skv. nýlegri skoðanakönnun er mikill meirihluti kjósenda Fram- sóknarflokksins algjörlega and- vígur EES-samningnum. Þrjár nýjar rökvillur um EES Gremja EB-sinna á íslandi leyndi sér ekki, þegar skoðana- könnun DV sýndi neikvæða af- stöðu íslendinga gagnvart EES. í gremju sinni vændi t.d. utanríkis- ráðherra almenning um þekking- arleysi á EES, og sagði að upp- fræðsla væri óþörf. Þvílík fjar- stæða! Þvert á móti eykst and- stæðan eftir því sem þjóðin gerir sér grein fyrir innihaldi EES. Já, hún eykst þrátt fyrir nýjar rökvill- ur Jóns Baldvins utanríkisráð- herra og annarra EB-sinna um eðli og kjama samningsins. Nýjasta rökvilla utanríkisráð- herra eftir að úrslitin í Danmörku lágu fyrir er sú, að lífslíkur EES og þýðing muni eflast, þar sem aðild- arumsóknir þeirra EFTA-ríkja, sem sótt hafa um aðild að EB, munu dragast á langinn. Á sama tíma bárust hins vegar fréttir frá leiðtogafundi tveggja stærstu EB- ríkjanna, þess efnis að Bretar og Þjóðverjar vildu fyrir alla muni flýta en ekki seinka viðræðum um aðild EFTA-ríkja að EB. Óvissan um framtíð EES hefur því aldrei verið meiri, þrátt fyrir úrslitin í Danmörku. Þá munu úrslitin á ír- landi enn magna forherðingu „samrunasinnanna“ í Brussel. Önnur ný rökvilla utanríkisráð- herra er sú, að engum komi EES að eins miklu gagni og lands- byggðinni, og því sé mikil EES- andstaða Iandsbyggðar óskiljan- leg. Jú, lækkun tolla á fiski er vissulega ein aðal röksemdafærsl- an fyrir EES. Hins vegar nýtur ís- lenskur sjávarútvegur nú þegar mikilla tollfríðinda hjá EB. Og Guðmundur H. Garðarsson, fyrrv. þingmaður, segir í grein í Mbl. 12. júní s.I.: „... miðað við verð í er- lendri mynt reiknað hafa verð- hækkanir síðustu ára verið marg- falt meiri en fyrirhugaðar lækkan- ir á tollum skv. EES-samningn- um. Þess vegna er það misskilningur að halda að EES- samningurinn ráði úrslitum fyrir íslenskan sjávarútveg." Þá mega menn heldur ekki gleyma útflutningsverðmæti allra þeirra 3000 tonna karfaígilda, sem Jón Baldvin ætlar að eftirláta EB að veiða í íslenskri landhelgi, til viðbótar þeim afla sem EB-þjóðin Belgar fær að veiða hér við land. í staðinn eigum við að vísu að fá einhverja „pappírsloðnu" við Grænland, sem Jakob Jakobsson fiskifræðingur kallar svo, því allt er á huldu um þá loðnu. Þarna er því um hundruð milljóna að ræða í töpuðum útflutningstekjum, sem Jón Baldvin getur strax dreg- ið frá tollalækkuninni á fiski til handa landsbyggðinni, auk fyrir- sjáanlegs mikils kostnaðar sem þjóðin þarf að borga af öllu EES- stofnanafarganinu, ef eingöngu er horft á peningahlið málsins. En ef Jóni Baldvin er svona allt í einu orðið annt um afkomu skuldsettra sjávarútvegsfyrirtækja á lands- byggðinni, hví í ósköpunum hefur hann þá ekki fyrir Iöngu gripið til mun skilvirkari og skjótari Iausn- ar en þeirrar, sem felst í EES? Hvers vegna hefur hann ekki t.d. lækkað vextina meira en orðið er? Með rúmu 1% lækkun raunvaxta gæti Jón Baldvin og ríkisstjórnin nefnilega lækkað rekstrarkostnað sjávarútvegsfyrirtækja á einum degi um mun hærri fjárhæð en þá, sem talað er um í sambandi við EES. Og það sem meira er, sú vaxtalækkun myndi öll skila sér strax betur til hinna skuldsettu fyrirtækja heldur en EES-tollarnir myndu gera. Hins vegar eru allar líkur á að EES- samningurinn tor- veldi mjög alla vaxtalækkun í framtíðinni, sökum mikillar hættu á peningaútstreymi úr landinu þegar hið óhefta fjár- magnsflæði á EES-svæðinu er að fullu komið í framkvæmd. Ávinn- ingurinn af EES er því ekki sjáan- legur fyrir hin skuldsettu íslensku fyrirtæki. Þess vegna er það mis- skilningur að halda að EES- samningurinn ráði úrslitum fyrir íslenskan sjávarútveg, eins og Guðmundur H. Garðarsson segir. Það mun hins vegar stórskerðing þorskafla gera, sem ríkisstjórnin er nú að undirbúa, því hún mun valda stórkostlegu byggðarhruni um land allt. Menn ættu því frekar að reyna að fínna skynsamlega Iausn á þeim stóru málum, í stað þess að fara að eyða dýrmætum tíma í „samning", sem innan skamms mun daga uppi, en auð- veldar EB-sinnum hins vegar mjög leikinn með að soga ísland inn í Evrópubandalagið. Þriðja nýjasta rökvillan um ágæti EES er sú, að með aðildinni að EES forðumst við að einangrast norrænt samstarf. Þessi rökvilla er út í hött, eins og allt einangrunar- kjaftæði „Evrókrata". Steingrímur Hermannsson hefur réttilega bent á að ekki hafi Danir útilokað sig frá norrænu samstarfi, þótt þeir hafi gengið einir Norðurlanda- þjóða í EB. Hvers vegna ætti það sama ekki að gilda á hinn veginn? Norrænt samstarf er íslendingum mikilvægt, en menn mega heldur ekki ofmikla það fyrir sér þegar heildarstaða íslands er skoðuð. Þjóðin fái að ráða Með hliðsjón af því hvernig mál- um er nú komið varðandi hið Evr- ópska efnahagssvæði, er útilokað annað en að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um málið. Ekki síst ef minnstur vafi leikur á um meirihlutavilja þjóðarinnar, eins og skoðanakannanir benda sterk- lega til. Hér er um stórmál að ræða fyrir Iand og þjóð, sem 63 menn við Austurvöll geta alls ekki einir tekið ákvörðun um. Veiga- mesta atriði EES-samningsins er nefnilega það, að með honum er hinn heilagi íslenski ríkisborgara- réttur að fá allt aðra meridngu, sbr. 4. gr. samningsins, þ.e. verið er að afnema ríkisborgararéttinn á öllu „fjórfrelsissviðinu". EES er þess vegna tvímælalaust brot á ís- lenskri stjómarskrá, sbr. niður- stöðu þekktra lögfræðinga á al- mennum borgarafundi um EES og stjómarskrána þann 20. júní s.l. Þjóðin á því að fá tækifæri til að segja álit sitt á því mikla framsali þjóðréttinda, sem Jón Baldvin og félagar vinna nú að í samráði við „Evrókratismanrí' í Brussel. Höfundur er bókhaldari. r r LISTAHATIÐARPISTILL T ónleikar Gunnars Kvaran og Gísla Magnússonar Ég minnist þess, að fyrir átján ár- um, eða svo, á Listahátíð, þegar heimströU tónlistarinnar höfðu tekist á í marga daga svo hiikti í stoðum háreistra sala bæjarins, að haldnir voru tónleikar á Kjar- valsstöðum með flðlu og píanói. Þeir voru víst klukkan 10 á Iaug- ardagsmorgni, og flðlarinn spilaði Webern fyrir fáum áheyrendum. En einhvem veginn virkaði þessi innhverfa og „mínímalíska" tón- list sálarhreinsandi eftir aUt tóna- og tilflnningaflóðið, sem á undan hafði gengið, og varð mér minnis- stæðara en margt annað. En því detta mér þessir löngu liðnu tónleikar í hug, að eitthvað ofurlítið í áttina skeði í íslensku óperunni 11. júní þegar Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon héldu sinn konsert. Því það var reisn og virðuleikablær yfir honum: fyrsta flokks tónlistarmenn að flytja há- leita tónlist. Og þar á meðal var — sem ekki gerir „atriði“ íslenskra listamanna á Listahátíðinni minnst athyglisverð — frumflutn- ingur á nýju íslensku verki. Því hvað er frekar til marks um grósku í listalífinu en nýsköpun? Nýja Tónlist verkið er eftir Jón Nordal og heitir Myndir á þili, fjórir þættir fyrir knéfiðlu og píanó sem heita Brost- in augu vatnanna, Þegar íshjartað slær, Skrifað í vindinn, og Allt með sykri og rjóma. Ekki get ég nú sagt að þessi nöfrí, þótt sniðug séu, yllu neinum sérstökum hughrifum í sambandi við tónlistina, eða öfugt, en hins vegar þóttu mér verkin mjög vel lukkuð hjá Jóni. Fyrir utan þetta nýja verk Jóns Nordal fluttu þeir félagar þrjár sónötur, nr. 1 í G-dúr eftir Bach, í C-dúr op. 102 eftir Beethoven og í C-dúr op. 119 eftir Prokofiev. Bita- stæð verkefni, eins og hver maður getur séð, og spanna tónlistarsögu knéfiðlunnar nánast frá alfa til ómega. Því knéfiðlan var einmitt að leysa gömbuna af hólmi um þær mundir er Bach samdi sónö- turnar þrjár, sem þessi er ein þeirra, og samdi þær raunar fyrir gömbu og sembal. Samstarf Gísla Magnússonar og Gunnars Kvaran nær aftur til árs- ins 1973, en árið eftir fóru þeir í tónleikaferðalag um Norðurlönd. Síðan hafa þeir haldið fjölda tón- Gunnar Kvaran leika og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Árið 1990 gáfu þeir út hljómplötu með klassískum smá- verkum fyrir selló og píanó — þetta úr skránni. En svo góðir listamenn eru þeir félagar, að þeir mættu vel gefa út geisladisk með Gísli Magnússon nýjum og klassískum meiri háttar verkum. Tónleikunum lauk svo með tveimur eða þremur aukalögum af ögn léttara tagi, eins og vel var við- eigandi. Sig.St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.