Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. júní 1992 Tíminn 7 Kafarar finna afar merkilegt herskip frá síðari hluta 16. aldar: Var á ferðinni um svipað leyti og Flotinn ósigrandi Kafarar, sem kembt hafa sjávarbotninn milli Englands og Frakk- lands, hafa fundiö eitt merkasta skipsflak sem um getur. Þetta er flak af herskipi frá dögum Elísabetar I, hlaðið hergögnum og munura frá þessum tíma. T'alið er að hér sé jafnvel um einn merkasta fornleifafund í sjó að ræða, þar sem ekki er vitað um nema örfá skip af þessari gerð í allri veröldinni. Skipið er sannanlega frá mekt- ardögum Drakes, Raleighs og annarra frægra sæfara, sem uppi voru á síðari hluta 16. aldar. Það er jafnframt eina skipið frá dög- um Elísabetar I, sem fundist hef- ur. Ekkert annað enskt skip frá þessum tíma hefur nokkru sinni fundist. Með því að glugga í gömul skjöl frá þessum tíma, sem varð- veitt eru á söfnum í London, má draga þá ályktun að skip þetta hafi farist fyrir nákvæmlega 400 árum, þ.e.a.s 1592 eða réttum fjórum árum eftir að „Flotanum ósigrandi" var sökkt. Skipið fannst nærri eyjunni Alderney, sem er rétt undan ströndum Frakklands, en heyrir undir breska lögsögu. Tálið er að skipið, sem líklega hefur verið 400-600 tonna þrím- astra skonnorta, hafi verið að flytja vopn og vistir til enskra hermanna, er höfðu bækistöðvar á Bretagne-skaga. Á þessum tíma geisuðu trúar- bragðastyrjaldir í Frakklandi og Spánverjar, er studdu kaþólikka í Frakklandi, höfðu komið sér upp flotastöð á Bretagne-skaga, að- eins 160 km undan suðurströnd Englands. Englendingar brugð- ust við þessu með því að senda her á þessar slóðir árið 1591; og átti hann að styðja við bakið á mótmælandanum og kónginum franska Hinriki IV. Stríðið, sem þá braust út, var aðeins eitt af mörgum í langvar- andi deilum Spánverja og Eng- lendinga. í því stríði voru háðar margar grimmilegar orustur. Líklega er þó frægasta stríðið Frá David Keys, fornleifafræðingi og frétta- ritara Tímans í Englandi. það, sem átti sér stað þegar Eng- lendingar sökktu „Flotanum ósigrandi" fyrir Spánverjum fjórum árum áður en skipið, sem nú fannst, sökk. Líklega hefur þetta skip, sem nú fannst, farist í vondu veðri fremur en í orustu. Það urðu reyndar örlög flestra skipa Spán- verja úr „Flotanum ósigrandi“. Kafarar hafa þegar fundið og borið til lands nær 20 hluti, sem flestir eru einhvers konar her- gögn, s.s. brjósthlífar og brynjur úr stáli og skreytta hjálma sem dæmigerðir eru fyrir þetta tíma- bil. Utan skipsins hafa kafarar einnig fundið merka hluti, s.s. handsprengjur úr keramiki, kveikjuþráð og framhlaðning, tylft fallbyssukúlna (um tvo kíló- grömm hver) og níu metra lang- ar fallbyssur. Þar af er ein, sem enn stendur á trévagni. Meðal annarra muna, sem fundist hafa, má nefna franska og hollenska potta til eldunar, þýska leirbikara, pjáturkrukkur, flöskur, gaffla, og loks meðala- glös. Það, sem skipti sköpum með aldursgreiningu skipsflaksins, var að í því fannst leirpípa og tvær blýsökkur, sem á voru rit- aðir staflrnir EL, sem er tákn El- ísabetar I. Hér má sjá tréristu af skipi, sambærilegu þvi sem nú hefur fundist undan ströndum Frakkiands viö bresku eyjuna Alderney. Herskip þetta hefur líklega einnig flutt fjöldann allan af sverðum, s.s lagsverðum og höggsverðum, en ryðgaðar leifar þeirra hafa fundist í málmhaug í lestum skipsins. Tvö ístöð úr gulli fundust utan skipsins rétt við fallbyssurnar og tréþekja yfir fallbyssuop. Skipið sjálft hefur varðveist furðu vel, en það hefur legið í sandi á hafsbotninum. Það eina, sem vitað er um at- burðinn þegar skipið fórst, hefur varðveist í tveimur bréfum, sem skrifuð voru í nóvember 1592 og í febrúar 1593. Þetta eru bréf frá flotaforingja Englendinga á Bretagne-skaga til Burghley lá- varðar, helsta ráðherra Elísabet- ar, og til ráðgjafanefndar hennar. í bréfunum er minnst á það að skipanir Burghleys hafi ekki bor- ist til enska herliðsins vegna þess að skipið, sem flutti þau, hafi sokkið við Alderney. Skipið var um 100 til 150 fet á lengd og fullbúið til orustu. Lík- lega hafa verið í því 12 til 24 fall- byssur að jafnaði. Sumar fallbyssukúlurnar voru útbúnar með sérstökum oddum, sem voru allt að 15 sm á lengd og hefur verið ætlað að stingast í óvinaskipin. Fornleifafræðingar telja fund þessa skipsflaks einstæðan og að í því hafi þeir á einum stað fund- ið stærsta safn hergagna frá tím- um Elísabetar fyrstu. Fred nokkur Shaw, húsasmið- ur, kafari og heimamaður á þess- um slóðum, fann flakið fyrstur. Stjórnvöld hafa hins vegar tekið minjarnar undir sinn verndar- væng. Félag hefur verið sett á lagg- irnar af heimamönnum og forn- leifafræðingum, sem hyggst skipuleggja, með hjálp héraðs- stjórnar Alderney, nákvæma rannsókn á þessum fornminjum. Síðan er fyrirhugað, ef tekst að útvega fjármagn til þess, að losa skipið, verja það og loks lyfta því af hafsbotni. Haft er eftir Bob Burns, sem er fornleifafræðingur og ráðgjafi stjórnar Alderney-eyjar, að „þetta tímabil, þegar Flotinn ósigrandi var uppá sitt besta, er eitt hið merkasta í sögu sjó- mennsku á Bretlandseyjum og jafnvel alls heimsins. Þetta er í fyrsta sinn sem skip af þessari gerð finnst með öllum gögnum.“ „Þessi fundur hefur feikilegt gildi, vegna þess að skipið er frá upphafi þess tíma er Englend- ingar gerðust mestir sæfarar og hernaðarmáttur þeirra á sjó var mestur,“ sagði Jonathan Adams, sem er frammámaður í þeirri deild Breska fornleifafélagsins er hefur með sjómennsku að gera. — David Keys/Krás. r „I tilefni dagsins “ í Héðinshúsinu í kvöld: Nýtt íslenskt verk frumsýnt Nýtt íslenskt leikrit, „f tilefni dagsins" eftir Þorvald Þorsteins- son, verður frumflutt í Héðins- húsinu við Seljaveg í kvöld á veg- um Óháðrar listahátíðar undir leikstjóm Andrésar Sigurvinsson- ar. „Veririð gerist á útfararstofn- um þar sem persónumar hittast, en samt kemur dauðinn lítið við sögu,“ segir Þorvaldur. „Hann er hér aðeins notaður sem ástæðan fvrir því að persónumar koma saman og eiga ekkert sameigin- legt nema eitthvert lík.“ „í tilefni dagsins" er fyrsta sviðs- verk Þorvaldar. Hann er þó ekki al- veg ókunnur leikritun, því hann ' ar með. vikuleg útvarpsleikrit í eitt ár. Leikhúsið sitt nefndi hann Vasaleikhúsið og lét sig ekki muna um að leika öll hlutverkin sjálfur. Eitt sjónvarpsleikrit hefur hann Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur „í tilefni dagsins". Leikhús einnig gert, sem nefndist „Og þá reis fíflið upp“. „Þetta er í raun eðlileg þróun; útvarpsverk, létt sjónvarpsverk og svo stutt verk á sviði,“ segir Þor- valdur, en „f tilefni dagsins" tekur hálftíma í flutningi. Verkið verður sýnt tvisvar á Óháðu listahátíðinni: í kvöld og á lokahátíðinni á sunnudaginn. En síðan er óráðið hvort sýningarnar verði fleiri. „Það er Óháðu Iistahátíðinni að þakka eða kenna að þetta verk varð til. Samstarfið milli Andrésar Sig- urvinssonar og mín var búið að standa lengi til og nú gripum við Guörún Ásmundsdóttir, Ólafur Guömundsson og Karl Guðmundsson á æfingu verksins. Tímamyndir: Árni Bjarna tækifærið,“ segir Þorvaldur. „Þetta er skínandi vettvangur fyrir styttri verk. Fyrir mig er þetta góð aðferð til að átta mig betur á vinnunni í leikhúsinu." Guðrún Ásmundsdóttir er einn þeirra sjö leikara, sem taka þátt í sýningunni, og segist hún þess fullviss að hver áhorfandi eigi eftir að finna samhljóm í einhverri af persónum verksins. „Við erum búin að æfa í mánuð og það hefur myndast mjög skemmtilegt æfingasamfélag hérna, við erum orðin eins og fjöl- skylda,“ segir Guðrún. „Við höfum gaman af þessu verki og höfum trú á að þessi ungi höfundur eigi eftir að skrifa meira. Ég yrði ekki hissa, þó þetta verk yrði að stærra verki hjá honum eða innblástur til stærri átaka." Sýningin hefst kl. 20:00 í Héð- inshúsinu við Seljaveg í kvöld. Þá verða einnig flutt verkin „Skilaboð til Dimmu“ eftir Elísabetu Jökuls- dóttur, „Nei ekki ég“ eftir Sylviu von Kospoth, Úr Reykjavíkursög- um Ástu sem Hinrik Ólafsson hef- ur umsjón með, og ýmis örleikrit. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.