Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 25. júní 1992 Indland: Pyndingar og nauðganir af hendi lögreglu leiða til dauða hundruða manna Pyndingar á fólki, sem grunað er um glæpi, eru orðnar daglegur þáttur í starfi lögreglu um allt Indland. Hundruð ef ekki þúsundir fólks hafa dáið af völdum barsmíða á undanfömum árum og konum er reglulega nauðgað í fangaklefum. Mannréttindasamtökin Am- nesty International sögðu 24. mars s.l. í tilefni af útgáfu nýjustu skýrslu sinnar: „Pyndingarnar og dauðsfÖllin halda áfram, þar sem lögreglumenn vita að það eru litlar líkur á að hinn langi armur lag- anna geti náð til þeirra — jafnvel þó þeir drepi fómarlömb sín og sannleikurinn komi í ljós.“ Rannsóknir Amnesty International hafa sýnt fram á að það eru augljós mynstur í dauðsföllum af völdum pyndinga um allt landið. Fómarlömb eru handsömuð af lögreglu, þeim er haldið ólöglega og pynduð til játn- inga uns þau láta lífið. „Samt sem áður hafa núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir harðlega neitað að pyndingar eigi sér stað, og enn síður gert nokkuð til að reyna að stöðva beitingu þeirra," segir í yfir- lýsingu Amnesty Intemational. „Yfir- völd hafa misnotað illa þjálfuð lög- reglulið, sem eru undir miklum þrýstingi, til að ná fram eigin pólit- ískum markmiðum." Sem hluta af herferð með því markmiði að stöðva þessi brot, eru samtökin að senda skýrslu sína ásamt 10-liða áætlun gegn beitingu pynd- inga, til um það bil 5000 manns sem takast á við þessi brot reglulega — stjómmálamanna, dómara, lögreglu- foringja og annarra. Mannréttindasamtökin segja að yf- irmenn gefi oft leyfi til pyndinga og að lögreglumenn leyni kerfisbundið pyndingum og morðum eða múti og hóti vitnum. Lögreglumennimir og aðrir, sem pynda fólk til dauða, eru sjaldnast dregnir fyrir rétt, nema þegar mjög mikill almennur þrýst- ingur kemur fram, eða eftir harða baráttu fjölskyldna hinna látnu. „í einungis þremur af meira en 400 tilfellum af dauða í varðhaldi, sem skjalfest em í skýrslum okkar, hafa lögreglumenn verið dæmdir — sem er dapurlega lítill hluti miðað við umfang vandamálsins," segir í yf- irlýsingu Amnesty Intemational. Samtökin segja að ásakanir um pyndingar séu mjög sjaldan rannsak- aðar sérstaklega og að dómsrann- sóknir, sem samkvæmt lögum eiga að fara fram á öllum dauðsföllum í varð- haldi, fari mjög sjaldan fram. Þær rannsóknir, sem farið hafa fram, eru mjög oft hindraðar af lögreglu, sem einnig falsar skjöl og kennir öðrum um dauðsföllin. Jafnvel dómarar og læknar hafa hjálpað lögreglunni við að fela glæpi sína, með því að líta framhjá sönnunargögnum um pynd- ingar eða skrá dauðsföllin af öðmm orsökum. önnur algeng leið til að koma í veg fyrir réttlæti felst í því að embættis- menn og dómstólar draga á langinn að sækja málin og veita fórnarlömb- um bætur. Kona ein, sem er lömuð eftir pyndingar, hefur barist árang- urslaust í 14 ár fyrir því að fá réttað í máli sínu. Archana Guha var hand- tekin árið 1974 í stað bróður síns, sem var eftirlýstur af lögreglunni; henni var haldið í fangelsi í þrjú ár, þótt hún væri aldrei ákærð. Amnesty Intemational segja að fómarlömbin, þar á meðal bamshaf- andi konur og böm allt niður í sex ára, komi næstum öll úr fátækum stéttum og undirmálshópum hvers ríkis: þau tilheyra lægstu stéttum erfðastéttakerfisins og ættbálka, eru landlausir verkamenn og farand- verkamenn. Margir af þeim em látnir hanga í lofti fangaklefa og barðir þar til þeir missa meðvitund eða þeim gefin raf- lost og hýddir með leðurbeltum. Aðr- ir hafa verið kramdir með þungum sí- valningum, stungnir með beittum hlutum, eða chilepipar verið stungið í endaþarm þeirra. Amnestysamtökin segja að sannan- imar fyrir að pyndingar væru út- breiddar og leiddu oft til dauða í varð- haldi, væru óhrekjanlegar. Eitt slíkt dauðsfall átti sér stað í Delhi í ágúst 1991. Faðir drengs, sem var sakaður um smáþjófnað, fylgdi syni sínum á lögreglustöðina. Faðirinn var ekki ásakaður um neinn glæp, en var samt settur í varðhald, miskunnarlaust barinn og lést skömmu síðar. Nauðgun lögreglumanna á konum er algeng um allt landið, sérstaklega á uppreisnarsvæðum. í Assam er konum svo oft nauðgað í varðhaldi að hæstiréttur hefur bannað að konur séu færðar í herstöðvar til yfir- heyrslu. Amnesty International segja að mest af pyndingunum eigi sér stað meðan á yfirheyrslum stendur, jafn- vel fyrir minnstu afbrot, en séu einn- ig notaðar til að hindra fólk í pólitísk- um aðgerðum og til að ná fram hefndum fyrir aðfarir vopnaðra and- spymuhópa. Samtökin halda því í raun fram að þó pyndingar séu landlægt vandamál, séu sérstök lög á svæðum þar sem vopnaðar uppreisnir hafa átt sér stað, er veita hermönnum friðhelgi fyrir lögsóknum, og þar líti margir svo á að um sé að ræða „leyfi til að pynda og drepa“. Margir dómarar, embættismenn, og jafnvel lögreglumenn á Indlandi hafa viðurkennt að pyndingar séu mjög algengar, og hafa lengi barist fyrir því að Iögum verði breytt og of- beldisverkin rannsökuð. Tillögur frá Lögregluráði Indlands á árunum 1979-1981 hefðu getað dregið mikið úr pyndingum, nauðgunum og dauðsföllum í varðhaldi, en hingað til hefur ríkisstjómum landsins láðst að framkvæma þær breytingar sem lagðar voru til. „Ríkisstjómin heldur því fram að lagakerfi þeirra, frjálsir fjölmiðlar og frjáls borgaraleg samtök séu ein og sér fær um að fást við mannréttinda- brot.“ Amnesty Intemational segja að svo sé ekki. „Ríkisstjómin verður í fyrsta Iagi að horfast í augu við að pyndingar eigi sér stað, síðan taka ákveðið á málunum til að stöðva þær, og sýna þá pólitísku staðfestu er þörf er á til að aðgerðirnar hafi áhrif." Þessi grein hefur legið óbirt hjá blaðinu alllengi, og biðst blaðið velviröingar á drættinum. Ákall um hj álp! Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational vilja vekja athygli þína á þeim mannréttindabrotum, sem sagt er frá hér að neðan, og vona að þú sjáir þér fært að skrifa bréf til hjálpar fórnarlömbum þeirra. Þú getur Iagt fram þinn skerf til þess að samviskufangi verði látinn laus eða að pyndingum verði hætt. Boðskapur þinn getur fært fómarlömbum „mannshvarfa“ frelsi. Þú getur komið í veg fyr- ir aftöku. Fómarlömbin eru mörg og mann- réttindabrotin margvísleg, en hvert bréf skiptir máli. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings því fólki, sem hér er sagt frá, og krefst einungis und- irskriftar þinnar. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja eða koma á skrifstofu sam- takanna að Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16-18 í síma 16940 eða senda okkur línu í pósthólf 618, 121 Reykjavík. Jemen Mansur Muhammad Ahmad Rajih er 34 ára gamall rithöfundur og skáld, sem var í haldi án ákæru eða réttar- halda í rúmt ár áður en hann var dæmdur til dauða árið 1984 eftir óréttlát réttarhöld, sem byggð voru á fölsuðum ákærum um glæpsamlegt athæfi. Amnesty lítur á hann sem samviskufanga, sem haldið er ein- göngu vegna friðsamrar andstöðu sinnar við ríkisstjórn landsins. í janúar 1983 var Mansur Rajih Kerra með mikla burðargetu til sölu Vel útlítandi þrælsterk jeppakerra m/áklæddri stálgrind að aftan og með þverbitum undir botni, sterkum jeppafjöðrum og nýjum 16” jeppadekkjum. Verð kr. 80.000,-. Upplýsingar í síma 45177 á kvöldin. handtekinn í Jemen þegar hann kom frá háskólanámi í Líbanon. Honum var haldið í 6 mánuði án þess að hann kæmi fyrir dómara. Hann var þá lát- inn laus, en handtekinn strax átta dögum síðar og fangelsaður í níu mánuði. Á þeim tíma sætti hann bar- smíðum og pyndingum með raflosti. í mars 1984 voru haldin yfir honum sýndarréttarhöld og hann ásakaður um að hafa myrt mann frá heimabæ sínum. Tveir „sjónarvottar“ að morð- inu báru ekki kennsl á Mansur Rajih og vitni verjenda, þ.á m. ættingjar hins myrta sem staðhæfðu að „sjónar- vottarnir" hefðu ekki verið vitni að morðinu, voru úrskurðaðir „andlega vanheilir" af dómara. Mansur Rajih var dæmdur til dauða, en bíður nú staðfestingar forsætisráðsins á dómn- um. Mansur Rajih hefur verið virkur í stjórnmálum á fullorðinsárum sínum. Hann var forseti Stúdentafélags Je- mens frá 1978-80 og framkvæmda- stjóri Samtaka arabískra stúdenta í Beirút árin 1980-82. Auk þess var hann félagi í helsta andstöðuflokkin- um í Jemen, en lýsti andstöðu sinni við ofbeldisverk hreyfingarinnar, sem áttu sér stað á árunum 1979-81. 1 Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að Mansur Rajih verði látinn laus nú þegar og án skil- yrða. Skrifið til: His Excellency General ‘Ali ‘Ab- dullah Saleh Chairman of the Presidential Co- uncil Sana’a Republic of Yemen Tíbet Dorje Wangdu er 33 ára gamall raf- Mansur Muhammad Ahmad Rajih. virki frá Lhasa, sem var dæmdur til þriggja ára „endurhæfingarvinnú' í september 1991 án ákæru eða réttar- halda. Ástæðan var friðsamleg yfirlýs- ing hans um stuðning við Dalai Lama, leiðtoga Tíbets sem nú er í útlegð, og að hann hafði í fórum sínum „aftur- haldssöm" skjöl. Amnesty lítur á Dorje Wangdu sem samviskufanga. í opinberri yfirlýsingu dags. 26. september 1991 er Dorje Wangdu ákærður um að hafa „ráðlagt kunn- ingjum sínum“ að „klæðast tíbeskum fötum" við athöfn búddista, sem Dalai Lama stjómaði í Indlandi árið áður. Einnig var því haldið fram að fundist hefðu „afturhaldssamir" bæklingar á heimili Dorje Wangdu, sem hann átti að hafa dreift meðal munka í Lhasa, ásamt verndargripum sem fluttir voru frá „útlöndum". Yfirvöld gáfu í skyn að vemdargripirnir hefðu komið frá Indlandi, en þar er fjölmennt samfélag tíbeskra útlaga. Dorje Wangdu er nú haldið í vinnu- búðum í úthverfi Lhasa, en lengd vist- arinnar var ákveðin af lögreglu og yf- irvöldum án þess að hann fengi leyfi til að hafa verjanda eða lögfræðing sér til aðstoðar. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að Dorje Wangdu verði látinn laus nú þegar og án skilyrða. Skrifið til: Gyaltsen Norbu Chairman of the Tibet Autonomo- us Region Lhasa 850 000 Tibet Autonomous Region People’s Republic of China Búrúndí Gervais Sindakira var meðal 11 landbúnaðarverkamanna við róm- versk- kaþólskan skóla í úthverfi höf- uðborgarinnar Bujumbura, sem voru teknir af lífi án dóms og laga af her- deild stjómvalda hinn 27. nóvember 1991. Hann var stunginn til bana af hermanni með byssusting fyrir fram- an tvo presta, sem höfðu reynt að verja hann. Drápin áttu sér stað í kjölfar árásar uppreisnarmanna af Hutu- ættbálki, sem eru í meirihluta í landinu, á stöðvar hersins nálægt skólanum. Her yfirvalda, sem samanstendur aðallega af mönnum af minnihlutahóp Tútsi- manna, hóf þá gagnárás, drap um eitt þúsund manns og handtók mörg hundruð. Margir þeirra máttu sæta illri meðferð eða „hurfú'. Gervais Sindakira og 10 aðrir land- búnaðarverkamenn voru af ættbálki Hutu-manna. Samkvæmt frásögn stjórnvalda lentu þeir í skothríð milli hinna stríðandi aðila. Sjónarvottar segja hinsvegar að hermenn hafi rekið þá út úr húsi, sem þeir bjuggu í, og sumum hafi verið skipað að leggjast á hnén og þeir síðan skotnir. Tíu verka- menn voru drepnir. Gervais Sindakira særðist, en tókst að hlaupa að aðal- byggingu skólans þar sem tveir prest- ar reyndu að verja hann, en hermanni tókst að stinga hann til bana. Vinsamlegast sendið kurteislega orðað bréf og farið fram á að nákvæm og hlutlaus rannsókn verði gerð á hvernig dauða Gervais Sindakira og hinna 10 bar að, og að hinir seku verði látnir svara til saka. Skrifið til: Son Excellence le Major Pierre Buyoya Président de ia République Présidence de la République BP 1870, Bujumbura République du Burundi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.