Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 1
Föstudagur 26. júní 1992 115. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Sótt er um endurhæfingu fyrir 10 hjartasjúklinga vikulega en aðeins er pláss fyrir 6 þeirra: Um 200 útundan árlega í hjarta- endurhæfingu „Þessar tölur benda til þess aö um 4 hjartasjúklingar á viku eða allt að 200 á ári komist ekki í neina endurhæfingu, sem lætur nærri sanni, því að á Reykjalundi einum verða 3 sjúklingar á viku firá að hverfa vegna pláss- leysis", segir Magnús B. Einarsson endurhæfingalæknir í ritinu Hjarta- vemd. Á Reylgalundi segir hann nú uppi áform um að auka tölu hjarta- sjúklinga sem koma í viku hverri upp í 5 og jafnvel 6 síðar. En þrátt fyrir það næðist varla að sinna öllum beiðnum sem berasL Magnús segir að vikulega berist Reykjalundi um 10 beiðnir um end- urhæfingu hjartasjúklinga. Afkasta- geta Reykjalundar, Borgarspítalans og HL-stöðvarinnar í Reykjavík er um 6 sjúklingar á viku samanlagt. Önnur sambærileg hjartaendurhæfing sé ekki til í landinu þar eð Landspítalinn Svaðilför út í Akurey: Piltur á vindsæng Lögreglan í Reykjavík varð að hafa afskipti af pilti sem flaut á vindsæng milli Örfiriseyjar og Akureyjar í gær- morgun. Var lögreglubátur settur út til að koma piltinum á land. Þá var hann kominn upp á lítið sker en hélt síðan ferð sinni á vindsænginni áfram. Þegar lögreglan náði honum var hann kominn út fyrir Hólmasker en var þó alveg þurr og ekki illa á sig kominn. Pilturinn er heyrnarlaus og dálítið þroskaheftur. Lögreglan hefur einu sinni áður þurft að hafa afskipti af honum þegar ævintýraþrá af svipuð- um toga greip hann. Þar eð piltinn langar mjög til að komast út í Akurey og erfitt hefur reynst að koma honum af þeirri þrá- hyggju hefur lögreglan lofað að hann fái að „fljóta með“ næst þegar hún fer þangað í bátaæfingu. Um leið og það loforð var gefið félst pilt- urinn á að hætta öllum frekari til- raunum til að komast sjálfur út í eyj- una. -GKG. er eingöngu með hjartaendurhæf- ingu fyrir inniliggjandi sjúklinga og HL- stöðin á Akureyri býður nær ein- göngu viðhaldsþjálfun. Þetta bendir til þess að um 4 sjúklingar verði út- undan á viku hverri. Tíu ár eru síðan skipulögð hjarta- endurhæfing hófst á Islandi. Fyrstu tvö árin innritaðist jafhaðarlega um einn sjúklingur á viku að sögn Magn- úsar, enda hafa sumir hjartasérfræð- ingar haft litla trú á gagnsemi endur- hæfingar af þessu tagi. Síðustu fjögur ár hafa um 4 hjartasjúklingar innrit- ast vikulega til endurhæfingar, eða um 200 á ári. Magnús segir þó ljóst að þörfin sé miklu meiri, því vikulega séu a.m.k. 3 hjartasjúklingar sem ekki komist að á Reykjalundi. Um 5 kransæðaskurðaðgerðir eru nú gerðar á viku hérlendis og að jafnaði fara 1-2 íslendingar vikulega í hjarta- aðgerð erlendis. Sótt er um pláss á Reykjalundi (ýrir flesta þessara sjúk- linga, eða 6-7 á viku. Þá eru gerðar um tvær kransæðaútvíkkanir viku- lega hér á landi og sótt um pláss á Reykjalundi fýrir hluta þeirra sjúk- linga. Auk þess berast um þrjár beiðn- ir á viku fýrir aðra hjartasjúklinga. Samanlagt berast Reykjalundi því um 10 beiðnir um endurhæfingu á viku hverri. Þar af komast um 6 í endur- hæfingu en 4 verða útundan sam- kvæmt framansögðu. Gagnsemi hjartaendurhæfingar seg- ir Magnús löngu hafa sýnt sig og sannað, bæði hvað varðar aukið þrek til vinnu og einnig aukna öryggistil- finningu eftir að sjúklingar hafi lært að rata hinn gullna meðalveg við lík- amlega áreynslu. Sá stóri hópur hjartasjúklinga sem nú fari á mis við hjartaendurhæfingu fái því vonandi skjóta úrlausn. - HEI Þorgeir Þorgeirsson brosti í kampinn í gær enda sigurinn sætur. Tímamynd Árni Bjarna Evrópudómstóll dæmir íslenska ríkið fyrir mannréttindabrot. Þorgeir Þorgeirsson Réttlætið sigraði Dómstóil Evrópu komst í gær að þeini niðurstöðu að brotin hafi verið 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi, þegar Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur var dæmdur fyrir meiðyrði um lögregluna í hæstaréttardómi árið 1987. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að 6. grein sáttmálans, sem kveð- ur á um rétt einstaklinga á réttlátri meðferð óhlutdrægra dóm- stóla, hafi ekki verið brotin. Dómstóllinn dæmir ríkið til að borga Þorgeiri 530 þúsund krónur í skaðabætur. .Aöaltilfinningin er, eftir þessa niðurstöðu, eins og sprett hafi ver- ið af gömlum áburöarhesti,“ sagði Þorgeir Þorgeirsson, þegar Tíminn bar málið undir hann. „Þetta er búið að taka svo óskap- lega langan tíma, átta og hálft ár.“ Upphaf málsins má rekja til ársins 1983 þegar Þorgeir hóf greinaskrif um lögregluna. Upp frá því hófst löng saga réttarhalda sem lauk með hæstaréttardómi, þar sem Þorgeiri var gert að greiða 10 þús- und króna sekt. Eftir það var farið meö málið til mannréttindanefnd- ar Evrópudómstólsins og hefur nú loks verið tekið fýrir hjá Evrópu- dómstólnum, sem dæmir Þorgeiri í vil. Þorgeir hefur skrifað og gefið út bók um réttarsögu sína hér á landi. Hún ber nafnið ,Að gefnu tilefní" og gefur góða innsýn í ís- lenskt réttarfar. „Það er ákaflega gaman þegar réttlætið nær fram að ganga, svo sjaldan sem það nú gerist,“segir Þorgeir. „Ég lít reyndar ekki á þetta sem mitt mál, réttlætið hefur sigr- að.“ Það er 108. grein íslensku refsi- laganna sem Evrópudómstóllinn setur út á. í henni segir: Hver sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að þrem árum. Að- dróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótil- hlýðilegan hátt. „Þessi grein er meingölluð," segir Þorgeir „að því leyti að þar er gert refsivert að segja sannleikann. Það gengur í bága við sjálfa skilgreininguna á tjáningarfrelsi. Dómstóllinn getur ekki sagt að þetta séu röng lög, vegna þess að hann hefur ekki rétt til að skipta sér af lagasetningu innanlands. Þetta er aðeins dómur um hvað hefur gerst og hvað er að. Hins vegar væri elskulegt að sjá þessa grein bara detta út, því að hún er gamall nýlenduarfur, raun- verulega sett í upphafi til að vemda mannorð konungsböðulsins. Jafn- vel þótt greinin verði ekki felld nið- ur verður Hæstiréttur að taka tillit til þessarar niðurstöðu Evrópu- dómstólsins og dæma öðruvísi eft- ir henni en hingaö til, hann verður að breyta sínum dómsvenjum. Menningarlegast væri að sjá greinina detta út úr íslenskum lög- um,“ sagði Þorgeir Þorgeirs- son.rithöfundur að lokum. Sjá einnig bls.3. -BS VÉLASALA JÖTUNS OPIN: LAUGARDAG kl. 13-17 SUNNUDAG kl. 13-17 Beinir símar: 91-234022 91-634023 1—1 A I—v O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.