Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. júní 1992 Tíminn 3 Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra: Lætur kanna hvort ekki beri að afnema sérstaka vernd opinberra starfsmanna „Ég hef ákveðið að kalla til sérfróða menn til þess að meta þessa niðurstöðu og gefa ráðuneytinu ráð um hvort nauðsynlegt sé að bregðast við og þá hveraig. Ég mun einnig óska eftir því að þeir kanni hvort ekki sé orðið tímabært að lögleiða mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna og gera hann að íslenskum lögum,“ sagði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra eftir að niðurstaða Evrópudómstóls- ins í máli Þorgeirs Þorgeirs- sonar hafði borist. - Þarf þá ekki að breyta ís- lensku hegningalögunum? „Mér sýnist af skjótum lestri að það sé ekki niðurstaða dómsins að þetta lagaákvæði sé ósamræman- legt mannréttindasáttmálanum. Með öðrum orðum um sé að ræða lögmæta hagsmuni sem eðlilegt sé að verja. Öllu fremur sé um að ræða að það hafi verið beitt of strangri túlkun. Hitt er svo annað mál að mér hef- ur fundist orka mjög tvímælis í nútímaþjóðfélagi að vera með þessa sérstöku vernd fyrir opin- bera starfsmenn og mun þess vegna sérstaklega óska eftir því að þessi sérfræðinganefnd kanni hvort ekki er tímabært að afnema þessa sérstöku vernd þeirra." Þorsteinn Pálsson - Hvað ef mannréttindasátt- málinn yrði gerður að ís- lenskum lögum, breyttust þá hegningalögin? „Það er ekkert hægt að fullyrða um slíkt, en ég hygg að það myndi gera túlkun annarra lagaákvæða skýrari, en rétt er að minna á að við erum í byrjun næstu viku að koma í framkvæmd umfangs- mestu breytingu á íslensku réttar- kerfi hingað til. Því er einmitt ætl- að að tryggja að í allri dómstóla- meðferð sé gætt ítrustu mannrétt- indaákvæða." Dómsmálaráðherra stefnir að því að sérfræðingahópurinn sem skip- aður verður á næstu dögum skili af sér áliti í naust. -BS Nýjung í bílaviðskiptum: Tíu daga sumarfrí fylgir nýj- um Subaru Ingvar Helgason hf. kynnir þessa dagana nýjung í bflaviöskiptum, þar sem hann býður þeim sem fjárfesta í nýjum Subaru Legacy í 10 daga sum- arfrí fyrir tvo um landið. Yfirskriflt til- boðsins er „Kynnumst okkar eigin fjársjóði, ferðumst innanlands.“ Um er að að ræða gistinætur á hvaða Edduhóteli sem er um land allt, auk fimm ævintýraferða, um Breiðafjörð, í Þorvaldsdal, miðnætursigling og sjóstangaveiði við Hrísey, jöklaferðir á snjóbflum og vélsleðum og bátsferð á Jökulsárlóni. Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdarstjóri Ingvars Helga- sonar segir hugmyndina að þessu hafa kviknað meðan umræðan um dökkar framtíðarhorfur í efnahags- málunum hafi staðið sem hæst og umræðan um sólarlandaferðir hafi farið fram. Það sé staðreynd að ferða- lög innanlands eru ódýr og landið hafi upp á mikið að bjóða. Það virðist samt standa í fólki að ferðast í eigin landi, fólk segir að það nenni ekki að sofa í tjaldi eða gista í svefnpokaplássi. Júlí- us bendir á að Edduhótelin séu mörg hver lúxushótel og öll séu þau mjög frambærileg. Þá sé það síðast en ekki síst ætlun þeirra að benda á að rétti bíllinn til ferðalaga innanlands sé Su- baru Legacy. -PS Maður fluttur á slysadeild eftir: Árekstur í Hallur Magnússon: Sigur fyrir málfrelsið Hallur Magnússon, blaðamaður er sá maður sem síðast hefur fengið á sig hæstaréttardóm hér á landi byggðan á hinni illræmdu 108.grein refsilaganna. Mál hans kom upp 1988 vegna skrifa um jarðrask í kirkjugarði í Viðey. Málið flæktist um dómskerfið og kom í þrígang fyrir hæstarétt áður en Hallur fékkst dæmdur síðastliðið vor. Hann var dæmur til að greiða tæplega 800 þúsund krónur í sekt, miskabætur og málskostnað. Hallur var spurður hvort hann ætlaði af fara með mál sitt til Strasborgar eftir niðurstöðu Evrópudómstólsins. „Ég veigra mér við að fara með mál- ið út,“segir Hallur. „Ekki vegna þess að ég viti ekki að ég hafi rétt fyrir mér, heldur vegna fjölskyldu minn- ar. Réttarhöldin stóðu í tæp fjögur ár og og tóku mikið á og ég vil ekki leggja það á fjölskylduna að láta mál- ið velkjast tvö ár í viðbót. Hins vegar er lögrfæðingur minn í Sviss og kemur ekki heim fyrr en eft- ir næstu helgi. Ákvörðun verður þá tekin í samráði við hann.“ Hallur segir að áhrifin af niður- stöðu Evrópudómstólsins geti að- eins orðið á einn veg: „Loksins verða þessi ólög numin úr gildi sem er sig- ur fyrir málfrelsi á íslandi." -BS Lúðvík Geirsson Formaður blaða- mannafélagsins: Ég er himin- lifandi „Ég er búinn að bíða þessa úr- skurðar á þríðja ár,“ sagði Lúðvik Geirsson, formaður Blaðamanna- félags íslands um úrskurð Evr- ópudómsstólsins. „Félagið í heild sinni hefur fylgst vel með málflutningi Þorgeirs og hefur ályktað um málið ítrekað, síðast á aðalfundi fyrir um tveim mánuðum. Það ályktaði um og fagnaði sérstaklega baráttu Þor- geirs fyrir afnámi þessara ólaga. Við þóttumst allan tímann vita það, bæði af málefnalegum orsökum og eins hvemig Þorgeir og hans að- stoðarmenn báru sig að, að þetta væri gjömnnið mál. Um það var aldrei spuming í okkar huga. Það var kannski ekki síst vegna þess að þetta mál hefur snert okkur mikið og við vomm mjög ósáttir við dóm Hæstaréttar í máli Halls Magnús- sonar, en þar var dómsniðurstaðan gmndvölluð á þessu úrelta laga- ákvæði. Ég held því miður að Hall- ur hafi verið síðasti syndaselurinn sem varð að lúta þessum ólögum og setur því sinn þátt í íslandssög- una með því,“sagði Lúðvík Geirs- son að lokum. -BS Þráinn Bertelsson Úrelt og forn eskjuleg lagagrein Hallur Magnússon Ökumaður hlaut höfuðmeiðsl við árekstur sem varð um hádegisbilið í gær og varð að flytja hann á slysa- deild. Maðurinn virðist ekki hafa gætt nógu vel að biðskyldumerki þegar hann ók af Hjarðarhaganum og inn á Suðurgötuna þar sem hann lenti á öðmm bfl. Báðir bílamir em óöku- færir og varð að flytja þá burt með krana. -GKG. Lögreglufélagið: Spurning hvort lagagrein- in sé ekki löngu úrelt Jón Pétursson, formaður Lögreglufé- lagsins segir aö 108. grein hegninga- laganna hafi b'tið komið niður á lög- reglumönnum í starfi.“ Fólk hefur hrópað að okkur ókvæðis- orð, en við emm löngu orðnir vanir því. Hvað varðar mál Þorgeirs þá er orðið langtsíðan það kom upp, árið 1983. Þor- geir skrifaði þá einhver ókvæðisorð um lögreglumenn. Lögreglumenn kærðu og málið fór í Sakadóm sem sá um það upp frá því. Hins vegar er spuming hvort þessi lagagrein er ekki löngu orð- in úrelt Með þessari niðurstöðu dóm- stólsins mun hún eflaust verða þurrkuð út Og þá er spuming hvort ekki ætti að endurskoða allar reglur um opinbera starfsmenn í framhaldi af því,“sagði Jón Pétursson. -BS jón Pétursson Þráinn Bertelsson rithöfundur og formaður Rithöfundasambands ís- lands segir um niðurstöðu Evrópu- dómstólsins: „Þetta er alveg stórkostlegur sigur fyrir Þorgeir og alla aðra sem tján- ingafrelsinu unna. Þessi lagagrein er búin að vera okkur til skammar í ansi langan tíma og tímabært að eitthvað verði gert í að losa okkur við hana. Rithöfundasambandið hef- ur margoft ályktað um mál Þorgeirs og Halls Magnússonar og nú síðast á stjórnarfundi í mars. Nú þurfum við vonandi ekki að semja fleiri svona ályktanir." í síðustu ályktun Rithöfundasam- bandsins sem samþykkt var á stjórn- arfundi 23. mars síðastliðinn segir m.a. um mál Halls Magnússonar: “Dómur var kveðinn upp á grund- velli 108. greinar hegningalaga, sem kveður á um að embættismönnum veitist víðtækari æruvernd en öðr- um, og gangi ríkissaksóknari erinda þeirra í slíkum málum. - Stjórnin telur tímabært að allir sem láti sig tjáningarfrelsi varða taki höndum saman um að styðja þá sem verða fyrir þeim gífurlegu Ijárútlátum er Þráinn Bertelsson sakfelling samkvæmt þessari úreltu og forneskjulegu lagagrein hefur í för með sér.“ Þráinn Bertelsson segir að nú þurfi rithöfundar og blaðamenn ekki að vera eins áhyggjufullir þegar þeir setjist við ritvélina, en það sé líka vandi að gæta frelsins. -BS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.