Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 2. júlí 1992 Samráðsnefnd sveitarfélaga furðar sig á: Fullyrðingum um friðun afréttar Fulltrúar í samráðsnefnd sveitarfé- laga í austanverðri Árnessýslu um afréttarmál furða sig á síendurtekn- um fullyrðingum í fjölmiðlum um að Landgræðslan, í samvinnu við Landbúnaðarráðuneytið, sem ein- ungis hefur sent áheyraarfulltrúa á tvo fundi af þremur sem fuUtrúam- ir hafa setið í vetur og vor, stefni að friðun þeirra afrétta sem fuUtrú- arnir standa fyrir. Á þessum fundum, sem fulltrúar Landgræðslu ríkisins og Rannsókn- arstofnun landbúaðarins hafa setið, hefur landgræðslustjóri fullyrt að ekki komi til greina einhliða lokun af hálfu Landgræðslunnar. Hefur Landgræðslan lýst vilja sín- um til að standa við fyrirheit í lög- um um enn frekara samstarf við sveitarfélögin um uppgræðslu á af- réttum, og er nú á döfinni gerð landgræðsluáætlunar fyrir einn þessara afrétta með áframhaldandi nýtingu í huga. Þar af leiðandi vekja nú fullyrðingar um að allt stefni að friðun afrétta undrun í samráðs- nefnd sveitarfélaga. —GKG. Gamla barnaskólahúsið á Eyrarbakka. Þar er nú menningarmið- stöð og kaffihús. Timamynd SBS Eyrarbakki: Gamla barnaskól- anum breytt í menningarmið- stöð og kaffihús Á dögunum var opnuð menningar- miðstöð og kaffíhús í gamla bama- skólanum á Eyrarfoakka. Það eru þær stöllur Jóhanna Leópoldsdóttir frá Hreðavatnsskála og Bergljót Kjartansdóttir myndlistarmaður sem hafa gert húsið upp, en það er með eldri húsum á Eyrarbakka, þó mörg séu komin vel til ára sinna. Gamli barnaskólinn er byggður árið 1880. Hann var skólahús til árs- ins 1913, en þá var húsið flutt um set og jafnframt stækkað verulega. Það var um miðbik aldarinnar gisti- hús, en stóð síðan autt frá 1972 og þar til er Bergljót keypti það árið 1987. Þær Bergljót og Jóhanna hafa kosið að halda hinu elsta nafni húss- ins og nefna það Gamla barnaskól- ann. Þær hafa unnið að endurbótum á því síðasta árið, og mun Jóhanna sjá um rekstur kaffihússins en Berg- Ijót annast menningarmiðstöðina. Það er mál manna að vel hafi tekist til með endurbætur á húsinu, og andrúmsloft þess sé hlýlegt. —SBS Selfossi. Jóhanna Leópoldsdóttir (tv.) og Bergljót Kjartansdóttir. Norrænir biskupar. F.v. Erik Norman Svendsen frá Danmörku, Bertil Werkström frá Svíþjóö, Ólafur Skúlason fslandi, John Vikström Finnlandi, og Andreas Aarflot Noregi. Tfmamynd: Ámi Bjama Biskupafundi Norðurlandanna lokið: Aukin bjartsýnir ríkj- andi gagnvart kirkjunni Mikil ánægja ríkir með biskupafund Norðurlandanna, sem lauk í Nes- kirkju í fyrrakvöld. Meðal þess, sem á góma bar á fundinum, var staða kirkjunnar á Norðurlöndum í breyttri Evrópu. Þær horfa aðallega til Eystrasaltsríkjanna, þar eð góðar samgöngur eru á milli þessara landa frá forau farí; sums staðar í Eystrasaltsríkjunum er t.d. horft á fínnska sjónvarpið. „Það kom til greina að bjóða lút- herskum prestum frá Eystrasalts- löndunum að vera með á þessum fundi okkar, en bæði fannst okkur þá verið of hratt af stað farið og eins er efnahagsástandið hjá þeim það slæmt að þeir geta ekki mikið lagst í ferðalög," segir Ólafur Skúlason biskup. Kirkjan á Norðurlöndum hefur einnig hafið samstarf við önnur Austur-Evrópulönd og hafa söfnuðir á hinum Norðurlöndunum skipst á heimsóknum við söfnuði þar. ís- lenska þjóðkirkjan hefur aðstoðað t.d. með að dreifa biblíum í þessum löndum. Sökum þeirrar fjölgunar, sem orðið hefur á hvers kyns trúarsamfé- lögum hér á landi, hefur íslenska ísland og Pólland: Afnám vega- bréfsáritana Gengið hefur verið frá samkomu- lagi milli utanríkisráðuneyta íslands og Póllands um gagnkvæmt afnám vegabréfsáritana, miðað við þriggja mánaða dvöl. Samkomulagið geng- urígildi 1. júlí 1992. þjóðkirkjan sent fólk til útlanda til að kynna sér það hjálparstarf sem aðrar þjóðir, t.d. Svíar, bjóða ungu fólki, sem orðið hefur illa úti í sam- skiptum sínum við slíka trúarhópa. „Við höfum á þessu stigi ekki haf- ið neitt skipulagt hjálparstarf nema það sem einstakir prestar veita þeg- ar til þeirra er leitað; einnig er leitað til fjölskylduþjónustu kirkjunnar, sem er vel í stakk búin til að koma fólki til aðstoðar," segir Ólafur. Biskup telur aukna bjartsýni ríkja gagnvart kirkjunni á Norðurlöndum og afskiptaleysi ‘68-kynslóðarinnar hafa fjarað út. „í staðinn vill fólk hlusta á það, sem kirkjan hefur að boða, og at- huga hvort þetta geti nú ekki hjálp- að samtímafólki eins og það hjálpaði foreldrum þeirra, öfum og ömmum. Kirkjan er að njóta meira sannmæl- is en áður á Norðurlöndunum," seg- ir Ólafur. —GKG. íbúð í Húsi Jóns Sigurðssonar úthlutað: Alls bárust 42 umsóknir 6 aðlium hefur veríð úthlutað fræðimannsíbúð í Húsi Jóns Sig- urðssonar í KaupmannahÖfn frá 1. september 1992 til 31. ágúst 1993. Vegna þess hversu margar umsókn- ir bárust, eða alls 42, var hverjuin og einum úthlutað íbúðinni aðeins tii tveggja mánaða í sem, í stað þriggja eins og áður hefur verið. Fræðiraennirnir sex eru: Ingi- björg Árnadóttir bókavörður, ætlar að vinna að skrá yflr þýðingar á ís- lenskum forabókmenntum í sept- ember og októben Auður Sveins- dóttir landslagsarldtekt ætlar að vinna að skilgreiningu á íslensku menningaríandslagi f nóveraber og desemben Soffía Auður Birgisdótt- ir bókraenntafræðingur ætlar að vinna að athugun á skáldskap rit- höfundarins Karenar Biixen í janú- ar og febrúan Böðvar Kvaran bók- fræðingur ætlar að Ijúka riti um bókaútgáfu íslendinga og prentun frá upphafí og fram á síðustu ára- tugi í raars og apríl; Hannes Péturs- son cand. mag., ríthöfundur, ætlar að rannsaka nokkur kvæði Jónasar Hallgrímssonar; að síðustu ætlar dr. Loftur Guttorrasson sagnfræð- ingur að rannsaka söguleg gögn í Kaupmannahöfn í tengslum víð rit um sögu kristni á íslandi í þúsund ár í júlí og ágúst. í úthlutunaraefnd sitja Salóme Þorkeisdóttir forseti Alþingis, dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor, og Ingvi S, Ingvason, sendiherra fs- lands í Kaupmannahöfn og forraað- ur stjóraar Húss Jóns Sigurðsson- ar. —GKG. Frjáls samkeppni eykst á fjármála- og vátryggingamarkaðinum: ÞRJÚ SKANDIA-FYRIR- TÆKI TEKIN TIL STARFA Þijú fyrirtæki undir merkjum Skandia-samsteypunnar hafa tekið formlega til starfa hér á landi. Nafni Reykvískra líftrygginga hf. hefur verið breytt í Líftryggingafé- lagið Skandia hf., Verðbréfamarkað- ur Fjárfestingafélags íslands hf. heitir héðan í frá Fjárfestingarfélag- ið Skandia hf. og nafn Vátrygginga- félagsins Skandia ísland verður héð- an í frá Vátryggingafélagið Skandia hf. Þessi þrjú fyrirtæki eru öll sjálf- stæð hlutafélög með sjálfstæðan rekstur, þótt þau séu undir alþjóða- vörumerki Skandia- samsteypunnar. Með tilkomu þessara þriggja Skandia-fyrirtækja hér á landi er þess vænst að frekari möguleikar opnist til að auka samkeppni, vernda fjármunalega hagsmuni og valkost- um neytenda fjölgi, sem þurfa á fjár- magns- og tryggingaþjónustu að halda. Á aðalfundi Skandia ísland kom fram að hagnaður varð af vá- tryggingastarfsemi Skandia ísland á sl. ári, sem nam 34 milljónum króna. Rekstrartap varð þó upp á 22 milljónir króna og er ástæðan rekin til umsvifa Reykvískrar tryggingar hf. í fiskeldistryggingum og undir- búningskostnaðar vegna breytinga, sem hófust þegar vátryggingafélagið Skandia Svíþjóð keypti meirihluta í fyrirtækinu 27. júní í fyrra. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.