Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. júlí 1992 Tíminn 5 Elsta dýragarði í heimi lokað: 166 ára sögu Lund- únadýra- garðs lokið Gestir höfðu þegar sýnt áhuga(leysi) sitt með því að láta ekki sjá sig. Og nú er búið að tiikynna formlega ákvörðun um að tími sé til kominn að loka. En þó að margir sérfræðingar viðurkenni að Lundúnadýragarður sé ekki lengur æskilegt kjörland dýra, eru margir enn í baráttuhug að bjarga elsta dýragarði heims. Þegar til lokaafgreiðslu málsins kom, var ekki nema ein hönd á lofti í at- kvæðagreiðslunni gegn lokun. Yfir- gnæfandi meirihluti stjómar Lund- únadýragarðs var sammála um það að garðurinn hefði glatað aðdráttar- afli sínu. Fjölskyldufólk hélt sig fjarri og tekjur höfðu fjarað út Það væri ábyrgðarleysi að halda áfram að berj- ast fyrir því að halda lífi í garðinum —jafnvel brot á lögum — og því fór ffam atkvæðagreiðslan um að binda enda á 166 ára sögu garðsins. John Edwards var æfur. Sem dýra- garðssagnffæðingur áleit hann að hinir stjómarmeðlimimir hefðu ekki skilið hversu afdrifarík ákvörðun þeirra var. Sem lögmaður vildi hann ekki tala um lagalega ráðgjöf um að gera fjárhagsleg skil við 200 manna starfslið og hvar ætti að koma fyrir dýrunum 6000, meðan enn væri nægt fé á bankareikningum. ,Jíf það er glæpsamlegt að halda Lundúna- dýragarði opnum, fer ég í fangelsi fýrir þann glæp,“ sagði hann. En raunsæu fræðimennimir og kaupsýslumennimir, sem reka „Zoo- logical Society of London", vom ósnortnir af tilfinningahita Johns Edwards. Hann fékk ekki önnur við- brögð en andvörp og kröfúr um upp- sagnir vegna misheppnaðrar auglýs- ingaherferðar. Ósk hans um að Whipsnade Wild Animal Park, hinn dýragarður félagsins, yrði veðsettur til að tryggja einhverja von um að Lundúnadýragarðurinn ætti sér e.tv. framtíð, fékk ekki önnur við- brögð en grettur. Efnahagsreikningurinn var grand- skoðaður. Einhver bar fram fyrir- spum um hversu mikið aðdráttarafl villt dýr í borgarumhverfi hefðu. Einn af öðmm vom valkostimir um að reka Lundúnadýragarð í smærra formi útilokaðir. Niðurstaðan, sem komist var að í fundarherbergi í Whipsnade, þar sem dýramyndir prýða veggi, var óhjákvæmileg. „Gífurlega mikilvæg ákvörðun — fyrir borgina, landið og heiminn — var tekin á tímanum frá kl. 10.30 að morgni til hádegis. Það var farán- legt“ segir Edwards. Aðrir stjómarmeðlimir segja að þó að niðurstaðan hafi af nauðsyn verið tekin af kaldri skynsemi, hafi ákvörð- unin sjálf lagt miklar geðshræringar á alla sem í hlut áttu. Næsta dag mátti sjá hversu miður sín Sir John Chapple, hershöfðingi og forseti fé- lagsins, var þegar harrn skýrði ákvörðunina út fyrir starfsmönnum, sem sumir hverjir voru með tárin í augunum. Chapple varð að segja gæslumönn- unum að nú yrði að finna ný heim- kynni fyrir dýrin sem þeir höfðu helgað ævistarf sitt Síðan stóð hann augliti til auglitis við fréttamenn og reyndi að skýra út hvað hefði farið úrskeiðis á þeim 15 vikum, sem liðn- ar vom frá því hann tilkynnti heim- inum að Lundúnadýragarði hefði loks verið „bjargað" eftir að hafa rambað frá einu kreppuástandinu til annars. Björgunartilraunir báru ekki árangur Órólegasta árið í baráttu upp á líf og dauða fyrir heimsins elsta dýragarð hófet 7. apríl 1991 með forsíðufrétt í The Sunday Times, sem fyrst frétta- miðla upplýsti að garðinum yrði lok- að. Aftökunni var frestað eftir að að- sóknin færðist í aukana eftir að fyrir- huguð lokun spurðist ÚL Stuðnings- menn garðsins hétu tveggja milljón punda framlögum og kostnaður við garðinn var skorinn niður um þriðj- ung, bæði með því að fækka starfeliði og safha auknu fé. Þegar komið var ffam í mars á þessu ári, var Chapple svo trúaður á framtíð- ina að hann tilkynnti opinberlega að hliðum garðsins yrði haldið opnum þegar allt kæmi til alls. En þá skall meirihátfar ólán yfir. Páska- og hvítasunnuhátíðimar skipta miklu máli í rekstri dýragarða. Þær eru forstjórunum vísbending um hvort Iíklegt sé að tekjur hækki eða lækki yfir allt árið. Útkoman hjá Lundúnadýragarðin- um gat ekki skýrari verið. Þrátt fyrir að veðrið væri gott um þessar hátíðir og miklar auglýsingar, voru tekjumar 28% lægri en vænst hafði verið. Það, sem þær gáfú til kynna, boðuðu stór- áfall: ekki var annað að sjá en að ge- stakomur á árinu 1992- 93 myndu hrapa niður í 800.000, en höfðu náð 1,1 milljón árið áður. Það myndi skilja dýragarðinn eftir með tveggja milljón sterlingspunda tap, sem hann stæði ekki undir. Lundúnadýragarður, sem Sir Stam- ford Raffles stofhaði 1826, hafði á blómatíma sínum verið heimkynni fílsins Júmbó 1867 og Winnie, sem var fyrirmynd að skáldsagnapersónu AA Milne 1914, Bangsímon (Winnie the Pooh). Styttra er síðan risapönd- umar Chi-Chi, Ching-Ching og Cha- Cha drógu að sér gífurlegan áhorf- endafjölda. En núna sýna Ming-Ming og Bao-Bao fyrir hálftómum áhorf- endasvæðum. Það hversu ört áhorfendum hefur fækkað, hefur hrint af stað umræðu sem hefur verið í gangi síðan kreppu- ástandið var fyrst gert opinbert Ber áhugaleysi almennings um garðinn vott um að dagar dýragarða í borgum séu taldir? Eða má kenna slæmri stjómun um? Dýrafræðingar álíta að svarið við þessum spumingum úrskurði hvort tvö samkeppnistilboð um að bjarga dýragarðinum eigi nú einhverja möguleika á að heppnast eða hvort lokið verði því skelfilega verki að koma 734 spendýrum, 579 fuglum, 388 skriðdýrum og froskdýmm, 4.400 fiskum og 6.300 hryggleysingjum fyr- ir í nýjum heimkynnum eftir lokun- ina 30. september. 19. aldar fyrirkomulag hæfir ekki 20. öldinni Desmond Morris, rithöfúndur, út- varpsmaður og fyrrum forstöðumað- ur spendýradeildar Lundúnadýra- Um páska 1937. Þegar vinsældir Lundúnadýragarös voru hvað mestar, var ekki óalgengt að þar væri slík örtröð sem sjá má á myndinni. Á sjötta áratugnum komu þangað þrjár milljónir gesta á ári. garðs, hefúr ekki rölt um garðinn undanfarin 20 ár. Það segir hann til vitnis um þau vonbrigði sem hann hafi orðið fýrir þar. Morris vildi gera breytingar á garðin- um, þegar hann vann þar, vegna þess að honum fannst viðurstyggilegt að horfa upp á svona mörg dýr innilokuð þannig að þau geta ekki lifað því lífi sem þeim er náttúrlegt ,J4ema því aðeins að við getum veitt dýri marg- slungið umhverfi, er ekki hægt að hafa á þann hátt sem hæfir 20. öld- inni. Þá erum við ennþá á þeirri ní- tjándu,“ segir hann. Hann álítur að hrunið í áhorfenda- ftölda, úr 3 miljónum á sjötta ára- við garð af þessu tagi en borgardýra- garð,“ segir aðalforstjóri Whipsnade, sem hefúr snúið 13 milljóna punda árlegu tapi í smá rekstrargróða. Félagsskapur, sem vinnur að velferð dýra og stofnaður var af Vnginia McKenna og Bill TVavers, segir að svipaðrar tilhneigingar gæti annars staðar í Evrópu. Meðal þeirra botgar- dýragarða, sem lokað hefúr verið á síðustu fimm árum, má nefna þá í Tórínó og Mílanó, Mónakó og Mar- seilles. Þeir, sem gagnrýna stjómunina á Lundúnagarðinum, benda hins vegar á að velgengni borgardýragarða ann- ars staðar sé merki um hvemig gæti vandræðamálið á fætur öðru og inn- byrðis deilur hafi átt sinn þátt í vand- ræðunum sem rekstur garðsins hafi ratað í. Margir vilja bjarga garðinum Baráttunni fyrir því að halda garðin- um áfram opnum þratt fyrir tilkynn- inguna um lokunina er haldið áftam. Þeir félagsmenn „Zoological Society of London", sem vilja endurbætur á garðinum, hafa tekið höndum saman við gæslumennina um að stofna fé- lagsskap um aö halda lífi í Lundúna- dýragarði. Markmið þeirra er að Ákvöröunin um lokunina var tekin, þegar svo virtist sem spár um aðeins 800.000 gestakomur á árinu 1992-93 myndu standast, efgarðinum yrði áfram haldið opnum. tugnum og meira en 2 milljónum enn árið 1973, gæti verið fyrirboði þess að fleiri borgardýragarðar leggi upp laupana, nema því aðeins þeir haldi dýrin sín í umhverfi sem er þeim eðlilegra. Sérfræðingar álíta að heimilda- myndir um villt dýr í náttúrlegu um- hverfi, sem sýndar em í sjónvarpi, hafi dregið úr áhuga bama á að virða fyrir sér margar dýrategundir á afmörkuðu svæði. Nú em það einstök dýr í eðli- legu umhverfi, sem gefa skemmti- legri reynslu og lifandi endurminn- ingar. Otrar sem hendast niður foss- inn sinn; górillur í leit að ávöxtum; sjimpansar í ólátum á eyjaklasa. Dr. John Ironmonger, höfundur bók- arinnar The Good Zoo Guide, er ekki í nokkrum vafa um að betur gengur að reka stóra garða þar sem villt dýr lifa frjáls. ,Fólk skammast sín fyrir að fara í dýragarða í miðjum stórborgum. Nú er litið á búr, sem jafnvel fyrir aðeins 10 árum þóttu veita meira frelsi en áður var, sem lítil og frelsissviptandi," segirhann. Whipsnade, sem þekur 600 ekmr en stóra systir í borginni hefur aðeins 36 ekmr til umráða, nýtur góðs af þessari breyttu skoðun almennings. Á innan við þrem ámm hefur aðsókn þar auk- ist úr 300.000 í 550.000. Whipsnade hefur gert yfir 20 ábatavænlega samn- inga við fjárhagslega ábyrgðarmenn, sem Lundúnagarðurinn hefur svo oft misst af. „Þessir fjársterku aðilar vilja heldur að fyrirtæki þeirra séu bendluð hafa tekist til. í Berlín segja menn að þrýstingur fra umhverfisvemdarsinn- um hafi neytt til umbóta s.s. nýs apa- svæðis, sem síðan hafi leitt til aukinn- ar aðsóknar gesta. Þar á bæ eiga menn von á að allt að 4 milljónir gesta láti sjásigáþessuári. í dýragarðinum í Bronx í New York jók regnskógur, sem gestir ganga um, aðsóknina úr 1,5 milljón í 2,3 milljón- ir á fyrsta ári. Lítill dýragarður við Amhem í Hollandi hefúr losað sig við mörg stór dýr og einbeitt sér að svip- uðu skóglendi þar sem hitabeltisfúgl- ar, fiðrildi og köngulær eiga heim- kynni. Hvað varðar Lundúnadýragarð hefur hann tvær byrðar að bera sem hafa gert endurskipulag sérstaklega erfitt fram að þessu. Önnur er að sögn Chapples sú að hann er eini stóri dýragarðurinn í heimi sem hefúr orð- ið að láta sér nægja greiddan aðgangs- eyri, aðrir fé styrki frá opinberum að- ilum. í öðru lagi em sumar byggingamar þar ekki lengur álitnar hæfa þeim dýr- um sem þær vom upphaflega reistar til að hýsa, en em varðveittar vegna sögulegs húsagerðargildis. Þær bera gífúrlegan kostnað vegna viðhalds, en hindra líka róttækar endurbætur, sem krefðust þess að þær væm brotn- ar niður. Þeir, sem gagnrýna útkomuna hjá dýragarðinum, nefna til stjómun garðsins á nýumliðnum ámm sem þriðju og mikilvægustu byrðina. Eitt mynda dýragarð sem hefúr vísindi og vemdun að leiöarljósi við allt sem það tekur sér fyrir hendur. David Bellamy er einn stjómar- manna dýragarðsins sem ekki gat ver- ið viðstaddur fúndinn örlagaríka. Honum stendur ógn af afleiöingun- um ef garðinum verður lokað og seg- ir að Lundúnadýragarður bjóði nú upp á eina tækifærið til að koma í veg fyrir að sumar dýrategundir í útrým- ingarhættu verði henni að brað. Það er einmitt sú hugmynd að leggja áherslu á rannsóknir og umhverfið, s.s. að rannsaka æxlunarhring nas- hyminga, sem gæti bætt aðstöðu þeirra til að lifa af í sínu náttúrlega umhverfi, ræktun og endurkomu sjaldgæfra Kyrrahafssnigla og mikil- vægar rannsóknir á að bæta hegðun fangaðra dýra. Lundúnadýragarður á sér marga stuðningsmenn. Einn þeirra er nátt- úruskoðarinn og -unnandinn Sir David Attenborough, sem álítur að borgardýragarður geti, eigi og verði að vera áfram í Regent’s Park, en verði þó að vera í annarri mynd en nú er. „Það er ákaflega mikilvægt að al- menningur geti haft aðgang að dýr- um og náttúrlegu umhverfi í borg- um,“ segir hann. „Ég held ekki að krafan um að sjá einn stóran loðfeld á steyptu gólfi sé lengur fyrir hendi. Ég er ekki að gefa í skyn að þannig sé Lundúnadýragarður—en þannig var hann og á erfitt með að komast ftá þeirri ímynd sinni."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.