Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 4, júlí 1992 Tíminn 11 hann að koma aftur með skipinu. En koma þess dróst miklu lengur en við var búist. Urðu menn hræddir um, að það hefði farist. Þá sagði Þorleifur eitt sinn upp úr þögn: „Guði sé lof, ekki hafa þeir farist. Ég sé hann Leifa minn ganga um götu í kaupstað; ég hugsa það sé í Björgvin." Kona hans skrifaði hjá sér eða lét skrifa daginn og stundina. Löngu seinna kom skipið, vel reiðfara og Þorleifur með. Hafði það tafist, af því það þurfti við- gerðar. Var Þorleifi (yngra) þá sagt frá orðum föður síns. Bar hann dag- inn og stundina saman við dagbók sína. Stóð það heima, að þá hafði hann verið í Björgvin og gengið milli húsa. 12- Einn morgun sagði Þor- leifur (eldri) við konu sína (hún var þá orðin sjónlaus): „Nú ætla ég að hætta lækningum, kona, ég tek ekki á móti sjúklingum oftar.“ „Þú munt eiga bágt með að neita, eins og þú hefur átt,“ segir hún, „þegar þú sér, að þú munir geta hjálpað aumingj- um, sem leita þín.“ „Eg tek ekki á móti því, sem verið er að færa mér núna,“ segir hann. Hún spurði, hvað það væri. „Það er vitlaus stelpa innan af Skógarströnd," segir hann, „hún er troðfull af ormum, og þá hefur hún fengið af því, að hún hefur drukkið svo mikið af sóðalega með- höndlaðri nýmjólk." Litlu seinna sá- ust ferðamenn koma austan holtið. Voru það tveir Skógstrendingar með geðveika stúlku. Lá við, að Þorleifur léti hana fara svobúna aftur. En fyrir tillögur konu sinnar varð það úr, að hann tók hana. Batnaði henni af lækningum hans, og varð hún síðan vinnukona hjá þeim feðgum. 13- Þá er Þorleifur tók að eld- ast og kona hans dáin, hætti hann búskap, en Þorleifur, son hans, tók við. Var faðir hans síðan hjá honum, meðan þann lifði. Einu sinni sem oftar kom Eiríkur prófastur Kúld að Bjamarhöfn til messugerðar. Veður var illt og hafði versnað, meðan pró- fastur var á leiðinni. Sagði hann, er hann hafði heilsað: „Þessi ferð mín verður til lítils, það verður víst messufall." „Ónei, prófastur rninn," sagði Þorleifur (eldri), „það var gott, að þú komst núna; það sparar okkur báðum ómak. Þú messar í dag og fólk verður til altaris." Svo fór sem Þorleifur spáði. Veður batnaði brátt, fólk kom og var messað. Tveir menn, sem ætluðu vestur undir Jökul til róðra, beiddust altarisgöngu. Þor- leifur varð og til altaris. Síðan fór prófastur aftur og kvaddi Þorleif með kossi að skilnaði. Því var hann vanur. En nú lagði Þorleifur hendur um háls honum, kyssti hann aftur og sagði: „Hjartans þakkir fyrir samver- una! Ef til vill sjáumst við ekki aftur; en ekki gerir það betur." Þá var Þor- Ieifur enn með sömu heilsu, sem hann átti að sér. En áður en prófast- ur messaði þar næst, lasnaðist Þor- leifur og dó. Var hann nýdáinn, þá er prófastur kom. Svo nærri hafði hann farið. Þorleifur dó 27. janúar 1877. Álafossfrá Danmörku í Danmörku keyptum við mörg hundruð ekta Álafoss ullarteppi á góðu verði. Fáðu þér Álafossteppi á meðan litaúrval er til. Verð: 3900.- Enginn býður þér lægra verð fyrir ekta ullarværðarvoð. HÖLLIN [BILPSHOFÐA 20 - S: 91-681199 Alfa-Plast Alfa-Laval tilá lager MUðsodfý HÖFÐABAKKA 9 . 112 REYKJAVÍK . SÍMI 91-634000 ----------------------------------- Útboð Eyrarhlíð 1992 Á 500g smjörstykkjunum. ► kbjiL^rtí. ► Nú 220 kr. Síðasta tækifærið í sumar! Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i breikkun 2,4 km kafla á Djúpvegi milli ísafjarðar og Hnifsdals. Helstu magntölur: Skeringar 6.000 m3, mal- araxlir 8.400 m2, lögn þriggja rafstrengja og idráttarrörs 2.400 m. Verki skal lokiö 1. október 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rik- isins á Tsafirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 6. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 20. júli 1992. Vegamálastjóri GARÐSLATTUR Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyiö. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. FJALLABÍLL Á Lada Sport er ódýr 4 manna ferðabíll sem treysta má á jafnt sumar sem vetur. Aldrifið og læsta drifið gera bílinn mjög öruggan og stöðugan í akstri. Hann er með 1600 cm3 vél og er fáanlegur bæði með fjögurra og fimm gíra skiptingu. Farangursrými má stækka með því að velta fram aftursæti. Lada Sport er fjallabíllinn í ár. 2 LADA SPORT FINU VERÐI BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.