Tíminn - 04.07.1992, Side 14

Tíminn - 04.07.1992, Side 14
14 Tíminn Laugardagur 4. júlí 1992 1 MINNING Dýrleif Sigurbjömsdóttir frá Grímsey Fædd 5. júlí 1906 Dáin 26. júní 1992 Frú Dýrleif Sigurbjömsdóttir frá Sveinsstööum í Grímsey andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 26. júní síð- ast liðinn, nær 86 ára að aldri. Útför hennar verður gerð frá Bústaðakirkju í Reykjavík mánudaginn 6. júlí kl. 13.30. Dýrleif Sigurbjömsdóttir varð fyrir hjartaáfalli á síðasta ári og í nokkur skipti síðan, en eftir eitt slíkt í febrúar á þessu ári hafði hún legið samfellt á hjí'rtadeild Landspítalans. Átti Dýrleif góða vem þar í höndum hæfs fagfólks og naut umhyggju og viðmótshlýju, sem sérstaklega ber að þakka. Þegar komið var að leiðarlokum átti Dýrleif hógláta andlátsstund í návist dóttur sinnar, Margrétar, sem stundaði hana nær dag- lega alla sjúkraleguna af mikilli vænt- umþykju. I. Dýrleif Sigurbjömsdóttir var fædd hinn 5. júlí 1906 að Sveinsstöðum í Grímsey. Foreldrar hennar vom hjónin Sigrún Indriðadóttir og Sigurbjörn Sæ- mundsson útvegsbóndi. Ekki verða for- feður Dýrleifar frekar raktir hér, enda mun það væntanlega gert af ættmenn- um hennar. Dýrleif ólst upp heima í Grímsey í föð- urranni, en hleypti snemma heimdrag- anum og hélt til starfa á Akureyri og í Reykjavík á heimilum virðingarmeiri borgara. Naut hún trausts og var vel virt af störfum sínum sökum velvirkni og ósérhlífni, og gott eitt lagði hún til allra mála fjölskyldu, þegar það átti við. Hlaut hún vináttu húsbænda og niðja þeirra fyrir þjónustu sína. II. í þjónustu annarra komu fram þeir mannkostir, sem prýddu Dýrleifu Sigur- bjömsdóttur frekar öðmm, og ótaldar vom þær stundir, er hún vann ætt- mennum og vinum af einlægri fómfýsi. Aldrei gekk hún til þessa af þeirri hvöt, að hún myndi alheimta að kvöldi verka- laun hjálpseminnar önnur en þau, sem verkamaður í víngarði Drottins finnur eftir að hafa unnið öðrum gott til. Dýr- leif var glaðlynd kona og skemmtin í góðra vina hópi og var löngum leitað eft- ir viðveru hennar, þegar fagnaður ætt- ingja eða vina átti sér stað. Sá hún mörgum öðmm ffemur broslegu hliðar tilvemnnar og gat hent spaug að án þess að undan sviði. Af spilamennsku hafði hún mikla ánægju og kapal lagði hún löngum stundum allt fram á þetta ár. III. Átthagarnir í Grímsey áttu hug Dýr- leifar óskiptan og fór hún að jafnaði hvert sumar út í Eyju meðan aldur og heilsa leyfðu, hið síðasta sinni til þátt- töku í ættarmóti Sveinsstaðafólksins á Jónsmessu sumarið 1988. Þá, sem oftast þegar Dýrleif og ættfólk hennar hittust, var söngvaseiður framinn og lá hún ekki á liði sínu í margrödduðum samkór, er flutti þjóðsöng Grímseyinga eða Koster- valsinn, sem einnig leikur Sveinsstaða- fólki létt um tungu. Söngvin var Dýrleif og kunni ógrynni kvæða og lögin þekkti hún mörg. Ætla má samt, að þjóðsöngur Grímseyinga hafi verið henni bragna kærstur. Eign- aðist hún kvæðið ritað eigin hendi skáldsins, Hreiðars Geirdals, frá honum og geymdi hún það skjal öðrum betur. Er því vel við hæfi að birta hér fyrsta er- indi þjóðsöngsins. Heiti kvæðisins er Grímsey: Þú varst fyrr af mönnum metin meir en eyðisker. Kóngar úti’ í öðrum löndum ágimd fengu á þér. Einn hann sendi biðilsbréfið beina leið á þing. Þá var happ að ísland átti Einar Þveræing. Öll voru fjögur erindi þjóðsöngsins henni reiprennandi á tungu og söng hún þau oft, þótt einraddað væri. IV. Dýrleif Sigurbjömsdóttir var lund- glöð að eðlisfari, kát og fjörleg í fram- komu, en engin veifla og þykkjuþung gat hún verið, ef svo bar undir og var þá engin málskrafsmanneskja. Aldrei fór hún að skammast út úr manninum, en þægilegri og viðmótsbetri manni í allri umgengni var leitun að. Þegar fundum okkar Dýrleifar, tengdamóður minnar, bar saman í fyrstu, var hún komin yfir miðjan aldur og hafði verið ekkja um skeið eftir Þóri Guðjónsson, málara á Akureyri. Ekki greindi okkur á um, að hún yrði í fjöl- skyldunni, þegar við Margrét dóttir hennar giftumst og hófum búskap. Tel ég, að það hafi verið vel ráöið í alla staði og eiga þó börnin Þórir og Svanhildur henni mest upp að unna. Reynsla kynslóðanna í þessu landi hefur reynst affaragóð og merlaðist í háttum fjölskyldunnar, því þótt þrír ætt- liðir byggju saman myndaðist ekkert kynslóðabil og þar sannaðist hið fom- kveðna, að ungur nemur hvað gamall temur. Við Iok þessa heims vegferðar Dýrleif- ar Sigurbjömsdóttur, tengdamóður minnar, tel ég mig dómbæran á, eftir aldarfjórðungs samfý’lgd, að minnast hennar með þeim hætti, sem hér er gert, og tel eigi of mælt eða hallað réttu máli. Megi hún hvíldar njóta og bið ég henni blessunar Guðs á himna vegum. Hörður Gunnarsson Föstudagurinn 26. júní 1992 rann upp skír og fagur, en svo var nú ekki lengi, því hann varð mikill sorgardagur fyrir okkur. Hún amma Dýrleif var farin heim. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að við fáum aldrei að sjá þessa glaðværu konu aftur nema í minningum okkar. Hún hafði átt við veikindi að stríða síð- ustu mánuði. Við vissum að hún færi frá okkur að lokum, en við vonuðumst til að kallið kæmi ekki svo fljótt sem raun varð á. Það er stórt tómarúm, sem situr eftir í hjörtum okkar nú þegar amma er farin, því hún var ein sú besta amma sem nokkur getur átt. Árið 1961 dó afi Þórir, maður ömmu, og hélt amma heimili síðan með móður okkar. Frá því að for- eldrar okkar giftust var hún hluti af okk- ar fjölskyldu. Hún var alltaf heima þegar við komum heim úr skólanum, því for- eldrar okkar voru báðir útivinnandi. Við vorum því ekki þessi svokölluðu „lykla- böm“ nútímans og má því segja að hún hafi nánast alið okkur systkinin upp. Alltaf var gott að koma heim, þvf amma beið með mat eða annað góðgæti handa okkur. Við minnumst ömmu sem hjarta- hlýrrar og elskulegrar konu og því er söknuðurinn enn sárari. Elsku mamma, pabbi og Helgi og fjölskylda. Við systkinin vottum ykkur dýpstu samúð okkar á þessum döpru tímum. Svanhildur og Þórir Dagbj ört Ólafsdóttir Fœdd 28. maí 1901 — Dáin 20. júní 1992 Bjöm Konráðs Sigurbjömsson Fœddur 6. mars 1894 — Dáinn 29.júní 1977 Nú legg ég aftur augun mín, en öndin hvarflar, Guð, til þín, þinn almáttuga ástarvceng lát gíirskyggja mína sæng. Að rísa upp í heimi hér með hverri sólu kenn þú mér, svo líta fái’ég Ijósið þitt, er lífgarJesús duftið mitt. (Ken — Sb. 1886 —M. Joch.) Hún trúði því hún Dagga mín, að Bjöm hennar kæmi ríðandi á móálótta hestinum sínum og hefði þann brúna söðlaðan við hlið sér til að sækja sig. Með þá sælu trú lagði hún aftur augun sín aðfaranótt 20. þessa mánaðar. Dagga, eins og hún var ævinlega köll- uð, hét fullu nafni Dagbjört Ólafsdóttir og var fædd 28. maí 1901 að Keldudal í Vestur- Skaftafellssýslu, dóttir hjón- anna Cuðrúnar Dagbjartsdóttur og Ól- afs Bjamasonar. Börn þeirra voru sex. Dagbjört var elst. Bjamgerður, sem var næstelst, dvelur nú á elliheimilinu Gmnd. Anna býr að Austurkoti í Hraungerðishreppi. Sigurlín dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Gunnar bjó á Haga við Selfoss, hann lést fyrir rúm- um 2 ámm, en Bjami lést fýrir all- mörgum ámm. Dagbjört fór snemma að vinna fyrir sér sem vinnukona og var í þá tíð talið á við góðan skóla að fara í vistir á góðum heimilum. Var hún í einni slíkri vist á heimili þar sem vom mikil veikindi. Var haft eftir húsmóðurinni að Dagga ætti að leggja fyrir sig hjúkmn. Á þeim ámm vom þó heldur lítil efni til náms. Árið 1932 réðst hún að Korpúlfsstöðum í kaupavinnu hjá Thor Jensen. Sagði hún mér að það hefði verið skemmti- Iegur tími, mikið af ungu fólki og glatt á hjalla. Þar kynntist hún Lóu, vinkonu sinni, og höfðu þær þann góða sið að hringja hvor til annarrar á kvöldin og bjóða góða nótt. Vil ég þakka Lóu alla tryggð og hlýju við Döggu alla tíð. Upp úr þessu veiktist Dagga af berklum og varð að fara á Kristnesspítala og síðar á Vífilsstaðaspítala þar sem hún fór að vinna eftir að henni batnaði. Dagbjört var há og grönn, fríð kona sem hafði ákaflega gaman af að vera fín, og átti vönduð föt og fór ákaflega vel með allt sem hún átti. Hún var mikil hannyrðakona og eru rósabandavett- lingarnir hennar ógleymanlegir, allir prjónaðir úr eingirni, í sauðalitunum. Úrgrýttri götu manns hann glaður tók upp stein, því glitri á grafreit hans í gulli döggin hrein. (Ingþór Sigurbjörnsson, Daggir, II. hefti) Ég, sem þessar línur rita, er dóttir Björns Konráðs Sigurbjörnssonar, er fæddur var 6. mars 1894 að Hvoli í Vestur-Hópi. Faðir hans var Sigurbjörn Björnsson, sonur Björns Konráðssonar frá Kljá, sem í daglegu tali var kallaður Björn Konráðs. Faðir Bjöms var Kon- ráð í Bjarnarhöfn, en hann var bróðir Gísla sagnaritara Konráössonar. Móðir Björns, kona Konráös, var Margrét, dóttir séra Björns á Mælifelli. Bróðir hennar var séra Brynjólfur í Miklaholti. Móðir föður míns hét Sigurlaug Níels- dóttir Þórðarsonar. Móðir hennar, Ingi- gerður, var dóttir Bjarna bónda í Bjargi í Miðfirði, en hann var bróðir Margrét- ar, konu Konráðs í Bjarnarhöfn. Ættar- tengslin vom því náin. Bróðir Björns föður míns, Ingþór, er lést 27. aprfi 1992, ritaði endurminn- ingar sínar í Dagsins önn, II. hefti. Þar segir hann frá að á fyrstu búskaparár- um foreldra þeirra bræðra hafi þau eignast þrjá drengi, en móðir þeirra átti lengi við vanheilsu að stríða. Bræður föður míns vom þrír. Elstur var Gunn- laugur Pétur, en hann bjó að Torfastöð- um í Vestur-Húnavatnssýslu. Síðan kom Bjöm, þá Ingþór og yngstur var Skarphéðinn Kári, sem einn er á lífi og býr suður með sjó. I endurminningum Ingþórs segir svo: „Hlutskipti Björns í uppvextinum var ekki gott. Hann varö að koma allvíða við og sumstaðar voru kjörin kröpp svo ekki sé meira sagt.“ í eftirmælum föður míns segir Ingþór: ,Á leið heim eitt kvöldið reið fram á mig par, og maðurinn á einum af glæsi- legustu hestum sem maður sá. Allar tegundir ferðafólks á hestum sá maður alla daga, að landpóstinum meðtöld- um, því að bfiaöldin var ekki runnin upp, en þetta fannst mér með því glæsi- legasta, og varð því meira undrandi, er kallað var á mig með nafni." Og áfram segir Ingþór: „Þar reyndist vera kom- inn Björn, bróðir minn, þá kaupamað- ur á Holtsstöðum í Langadal, og með konuefnið sitt, Amdísi Guðmundsdótt- ur frá Móbergi." Og Ingþór heldur áfram: „Ég hef síðar oft hugsað sem svo, að ekki hafi verið undarlegt þótt Bjöm væri hrifinn af Amdísi, því ég stráklingurinn dáðist að glæsileik hennar.“ Þau hófu búskap í sveitinni og eignuðust tvo drengi, Leif sem er múr- arameistari í Hafnarfirði og Sigurbjöm, fyrrum sendibfistjóra hér í borg, er lát- inn er fyrir nokkrum árum. Björn faðir minn missti konu sína frá drengjunum ungum og varð að bregða búi og koma þeim í fóstur. Eftir það fór hann hér suður á land og vann alla almenna verkamannavinnu sem til féll. Mörgum árum síðar eignaðist Bjöm undirritaða með sveitunga sínum, Guðnýju Þórðar- dóttur. Vargetin harmi við aflsins yl, sjálf orkan var forsjón hans. Og jörmunsterk var sú jámstöng skírð, nefnd JÁRNKARL í hendi manrts. (Gunnlaugur Sigurbjömsson, Daggir, II. heftí) Þetta yrkir bróðir hans um styrkleika jámkarls og koma mér þessar hending- ar í hug, því mikið var látið af afli föður míns. Bjöm faðir minn kunni ekki að hlífa sér sem verkamaður, og lýsir Ólafur Þorkelsson honum svo sjötugum: ,J4agnþrungin orka í hverjum leik. Hann kynntist minna gulli en hörðu grjóti, en gafst ei upp við lífsins harða slag.“ Það var ekki fyrr en um 1964-66 að sólin fór að skína fyrir alvöru hjá föður mínum og Dagbjörtu Ólafsdóttur. Þau felldu hugi saman og stofnuðu heimili, fyrst á Skarphéðinsgötu og síðar í Múlakampi. Mikið var notalegt að koma að Suðurlandsbraut 18 uppi á holtinu. Þar höfðu þau hesthús fyrir 7 hesta við hliðina á Iitla húsinu sínu ög fallegan garð í kring. Faðir minn var mikill hestamaður og var virkur félags- maður í hestamannafélagi Fáks alla tíð. Einnig var hann virkur í verkalýðsbar- áttunni og Iét mikið til sín taka ef ráðist var að þeim sem minna máttu sín. Bjöm og Dagbjört áttu fjölmörg sam- eiginleg áhugamál, ferðuðust til dæmis mikið og spiluðu við sama fólkið í mörg ár. Faðir minn var eftirsóttur dansherra og vom þau Dagbjört afar glæsilegt par á dansgólfinu. Ég held ég fari með rétt mál að faðir minn hafi stjórnað dansi á gamla Hótel íslandi einna fyrstur manna. Eftir að byggðin var rifin á Holtinu við Suðurlandsbrautina keyptu Björn og Dagbjört sér íbúð að Óðinsgötu 8A og bjuggu þar uns faðir minn lést þann 29. júní 1977, 83 ára gamall. Eftir það bjó Dagbjört ein í íbúð sinni meðan kraftar leyfðu. Síðustu fimm árin hefur hún búið á dvalarheimilinu í Seljahlíð. Nú legg ég augun aftur. Ó Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Ég vil þakka hjúkrunarfólkinu á 3. hæð og á sjúkradeildinni í Seljahlíð fyr- ir þá miklu umhyggju og hlýju sem Dagbjörtu var sýnd þar alla tíð. Um leið og ég kveð Dagbjörtu Ólafs- dóttur með virðingu og þökk og óska henni góðra endurfunda við föður minn, Bjöm Konráðs Sigurbjömsson, votta ég systrum hennar svo og ætt- ingjum og vinum samúð mína. Utför Dagbjartar Ólafsdóttur fór fram frá Fríkirkjunni 30. júní og var hún lögð til hinstu hvfidar við hlið föð- ur míns í Selfosskirkjugarði. Veri stjúpa mín kært kvödd, Guði á hendur falin. Hafi hún hjartans þökk fyrir allt og allt. Það mælir Jóntna Björnsdóttir frá Oddgeirshólum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.