Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 10. október 1992 Minna drukkið og minna reykt Heildarsala áfengis og bjórs hefur dregist saman um tæp 8% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Sala á tób- aki hefur einnig dregist saman og þá einna mest vindlum, eða um rúm 5%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Þar segir og að heildarsala áfengis sé 6.014.744 lítrar miðað við 6.508.667 á sama tíma í fyrra, eða 7.59%. Sé miðað við alkóhóllítra, þá seldust á þessu ári 680.352 lítrar miðað við 734.040 í fyrra, sem er 7.31% samdráttur. Það vekur athygli að sterkar tegundir áfengis virðast standa höllum fæti miðað við þær veikari. Þannig hefur sala á rauðvíni aukist um rúm 3%, og á freyðivíni og kampavíni um hátt í 8%, svo dæmi sé tekið. Á sama tíma hefúr sala á íslensku brennivíni dregist saman um allt að 10%, og á vodka um tæp 11%. Athygli vekur að sala á bjór hefur dregist saman um rúm 9%. Hætt er við að sala á bjór muni samt aukast á næstunni, þar sem tilkynnt hefúr verið um verðlækkun á bjór sem nemur lækkun á vemdarinnflutnings- Slysavarnafélag íslands: Nýr framkvæmda- stjóri ráðinn Stjóm Slysavamafélags íslands hefur ráðið Esther Cuðmundsdótt- ur sem nýjan framkvæmdastjóra, í stað Áraa Gunnarssonar. Esther er þjóðfélagsfræðingur, en hefur auk þess próf í rekstrar- og viðskiptagreinum frá Endurmennt- unardeild HÍ. Esther er gift Björgvin Jónssyni tannlækni. gjaldi. Það var sett til að vemda inn- lenda framleiðslu og nam 72%, en er nú lækkað niður í 60% af cif-verði inn- flutts öls. Algengast er að innfluttur bjór lækki af þeim sökum um 1-2%. Dæmi era samt um meiri lækkun og sem dæmi um það lækkar Holstenbjór um 3-5%, þar sem ÁTVR hefur gert nýjan samning við framleiðendur. Eins og áður segir hefur sala á vindl- um dregist einna mest saman, eða um 5.32%. Sala á vindlingum hefúr minnkað um 2.85% og reyktóbak um svipaða tölu eða 2.20%. Nef- og munn- tóbak virðist halda sínu, því að inn vora flutt 9.486 kg á fyrstu níu mán- uðum þessa árs miðað við 9.525 kg í fyrra, og er munurinn 0.41%. Vitum ekki um maikaðinn Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, einn af helstu forvígismönnum bind- indishreyfingarinnar, segir að það sé að fjara út frá þeirri flóðbylgju, sem gekk yfir þegar sala á öli var leyfð árið 1989. Þá segir hann að salan hafi auk- ist um 15%. Halldór bendir á að það sé samt aldrei að vita hversu mikil neysla á áfengi sé á bak við lög. í því sambandi nefnir hann öll þau braggmál sem hafa komið upp, þar sem fleiri tonnum af braggi hefúr verið hellt niður. „Við vitum ekki hversu mikið hefúr komist á markað, en viðleitnin virðist hafa aukist stórlega," segir Halldór. -HÞ I Framkvæmdastjóri V-Evrópusambandsins á hádegisfundi í dag: Breytt viðhorf öryggismálum Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg hafa fengið hingað til lands dr. VVQlem E van Eekelen, fram- kvæmdastjóra V- Evrópusambands- ins. Almennur fúndur verður með dr. van Eekelen í dag kl. 12 í Ársal Hótel Sögu og flytur hann þar framsöguer- indi á ensku, sem nefnist Evrópsk ör- yggismál og breytt viðhorf, og svarar fyrirspumum. Dr. Willem E van Eekelen fæddist í Utrecht í Hollandi árið 1931 og nam lögfræði og stjómmálafræði við há- skólann í Utrecht og við Princetonhá- skóla í Bandaríkjunum. Hann var starfsmaður hollenska utanríkis- ráðuneytisins frá 1957 til 1977, er hann var kosinn á þing Hollands fyrir Frjálslynda flokkinn. Hann var vam- armálaráðherra Hollands 1986-1988, en var ráðinn framkvæmdastjóri V- Evrópusambandsins í maí 1989. Dr. Willem F. van Eekelen. Nýsmíði skipa, endurbætur og viðgerðir fara í vaxandi mæli fram erlendis. Örn Friðriksson: Aukiö atvinnuleysi meö- al Járniönaöarmanna Undanfarin ár hefur nýsmíði skipa, endurbætur og viðgerðir farið í vaxandi mæli fram erlendis, og nú er svo komið að af rúmlega 4 milljarða króna fjárfestingu í ár er aðeins gert ráð fyrir að 600 millj- ónir, eða 14%, komi í hlut íslenskra fyrirtækja. Öm Friðriksson, formaður Félags jámiðnaðarmanna, segir að á sama tíma sé atvinnuleysi meðal jámiðnað- armanna að aukast og fylla þann flokk nú um 50 manns. Viðbúið er að þeim muni fjölga á næstunni, því vitað er um nokkur fyrirtæki í atvinnugrein- inni sem þegar hafa sagt upp fólki og fleiri hafa hug á því. Til að snúa vöm í sókn telur Félag jámiðnaðarmanna nauðsynlegt að ríkisstyrktum erlendum samkeppnis- aðilum í skipasmíði, endurbótum og viðhaldi verði mætt af íslands hálfu með jöfnunargjaldi og íslensk stjóm- völd hafni þeim samningsdrögum, sem fyrir liggja um fríverslunarsamn- ing á milli EFTA og Póllands. En í þeim drögum er gert ráð fyrir að veita Pólverjum fimm ára undanþágu við almennu banni um ríkissfyrki í skipa- iðnaði og að ekki verði beitt jöfnunar- gjöldum eða öðram aðgerðum frá öðram EFTA-löndum til að jafna sam- keppnisaðstöðuna. Ennfremur vill stéttarfélagið að fallið verði frá þeirri ákvörðun samgönguráðuneytisins að viðgerðir á strandferðaskipinu Heklu verði unnar í Póllandi. Félag jámiðnaðarmanna telur einnig brýnt að stjómvöld beiti sér fyrir betri aðstöðu fyrirtækja til þróunar á tæknibúnaði og auknum möguleik- um til markaðssetningar. -grh Andláts Willy Brandts, fyrrum kanslara Þýskalands, er nú minnst um heim allan: Höfuðsmiður slökunarstefnunnar er látinn Willy Brandt, fyrrum kanslari V- Þýskalands, lést í fyrradag, 78 ára að aldri. Hann hóf feril sinn sem útlagi á dögum Þriðja ríkis- ins og lauk ferlinum sem einn helsti baráttumaður slökunar- stefnunnar í Evrópu. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir til- lag sitt í þeim efnum. Willy Brandt sneri til hins sigraða ættlands síns árið 1945, klæddur norskum einkennisbúningi, og átti eftir að vinna sér frægð fyrir að vinna að minni spennu í samskiptum við ríki undir stjórn kommúnista, sem Hitler hafði fyrrum her- setið. Willy Brandt kom tvisvar til fslands, í siðara skiptið árið 1991. Hér er hann á blaðamannafundi á Hótel Sögu ásamt sendiherra Þýskalands, dr. Gottfried Pagemstert. Timamynd Pjetur Hann gat sér mikið orð fyrir frammistöðu sína sem borgarstjóri Berlínar eftir að múrinn var reistur 1961, og varð að landsföðurlegu vonartákni meðal A-Þjóðverja, sem loks fengu múrinn felldan 1989. „Það, sem saman heyrir, mun nú renna saman í eitt,“ vora orð hans er múrinn var fallinn, og vöktu þau vonarhug um nýja tíð meðal landa hans. Sem einn helsti leiðtogi þýskra jafnaðarmanna (SPD) var hann ein- arður talsmaður afvopnunar og efnahagsaðstoðar við fátækar þjóðir þriðja heimsins. Þannig var þessi óskilgetni sonur þýskrar búðar- stúlku einn virtasti stjómmálamað- ur Þýskalands af eldri kynslóð. Litríkur feríll Meðal aðdáenda hans var Helmut Kohl, sem studdi ferð Brandts til Bagdad í nóvember árið 1990, en þar heppnaðist honum að fá leysta úr gíslingu Saddams Hussein 300 Þjóðverja og aðra Evrópumenn. Hann var orðinn hinn óumdeildi „grand old man“ Þýskalands, og átti að baki litríkari feril merkisatburða en nokkur núlifandi þýskur stjóm- málamaöur. Hann varð fyrsti kanslari jafnaðar- manna (SPD) árið 1969, en varð að láta af embætti 1974, er upp komst að náinn samstarfsmaður hans hafði verið njósnari A-Þjóðverja. Starf hans að efldu starfi í þágu sameiningu Þýskalands olli klofn- ingi innan flokks jafnaðarmanna, en hinn nýi jafnaðarmannaflokkur í fyrram A-Þýskalandi kjöri hann heiðursforseta sinn. Ungur jafnaðarmaður flýr land Brandt var fæddur þann 18. des- ember 1913 í baltnesku hafnar- borginni Lúbeck og gerðist ungur ákafur fylgismaður jafnaðarmanna. Hann flýði til Noregs eftir að nasist- ar tóku völd árið 1933. Upprana- lega hét hann Herbert Karl Frahm, en tók upp nafnið Willy Brandt er hann vann sem blaðamaður og tók þá einarða afstöðu með lýðveldis- sinnum í borgarastyrjöldinni á Spáni. Viðbrögð Vesturveldanna vora tví- stígandi við því er Berlínarmúrinn var reistur 1961, nokkrum mánuð- um áður en Brandt bauð sig fram til kanslara í fyrsta sinn en náði ekki kjöri. Tók hann þá upp slökunar- stefnu gagnvart A- Þjóðverjum, sem varð grandvöllur stefnu hans í samskiptum við kommúnistaríkin síðar. Hann varð utanríkisráðherra í samsteypustjóm jafnaðarmanna og kristilegra demókrata 1966. Varð hann þá til þess að taka upp stjórn- málasamband við Rúmena og Júgó- slava. Mestu umskiptin urðu þegar hann varð kanslari 1969, en í hans tíð viðurkenndu V-Þjóðverjar landamærin milli þýsku ríkjanna í fyrsta skipti. Þá gerði hann „griða- samning' við Sovétríkin í ágúst 1970 og stórbætti tengslin við Pól- land, sem verst allra Ianda fór út úr þýska hemáminu. Fleira fylgdi á eftir. Árið 1971 var undirritaður fjór- veldasamningur milli Sovétríkj- anna og bandamannaríkjanna úr síðari heimsstyrjöld, og var V- ...Berlín þá viðurkennd sem hluti af V- Þýskalandi. Þrem áram síðar var gerður vináttusamningur við Tékka og er Brandt heimsótti fyrstur v- þýskra stjómmálamanna A-Þýska- land 1970, fögnuðu íbúar A-Berlín- ar honum fyrir framan hótel hans og kölluðu: „WiIIy! Willy!" Enn jók Brandt á álit sitt er hann varð formaður Norður-Suður nefndarinnar, sem skipuð var í því skyni að minnka bilið milli ríkra þjóða og fátækra. Brandt var tekinn að sýna elli- merki í framkomu og útliti síðustu árin er hann var formaður SPD, en því hlutverki gegndi hann 1964- 1987. Þá var hann formaður Al- þjóðasambands jafnaðarmanna frá 1976-1992, en aðild að því eiga vinstriflokkar hvaðanæva úr heim- inum. Brandt var þríkvæntur. Tvær eig- inkvenna hans vora norskar, en hjónaböndin enduðu með skilnaði. Dóttir hans af fyrsta hjónabandi býr í Ósló, en þrír synir af öðru hjóna- bandi í Þýskalandi. Árið 1983 kvæntist Brandt fyrram einkaritara sínum, Birgitte Seebacher, sem er 35 áram yngri en eiginmaður hennar heitinn var.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.