Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. október 1992 Tíminn 3 Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, á fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur í fyrrakvöld: Hægt og rólegt gengissig til bjargar atvinnulífi <Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að gengi íslensku krónunnar sé rangt skráð og svigrúm sé fyrir hendi til að láta gengi hennar síga hægt og rólega á næstunni. Þetta kom fram í ræðu, sem Steingrímur flutti á almennum stjórnmálafundi sem Framsóknarfélag Reykjavíkur stóð fyrír á Hótel Sögu í fyrrakvöld, en á þeim fundi var Steingrímur aðalræðumaður. Þetta sjónarmið formanns Framsóknarflokksins kom fram þegar hann var að gera grein fyrir því hvaða Iausnir framsóknarmenn teldu færar í þeirri stöðu, sem íslenskt efnahagslíf væri í um þessar mundir, og með hvaða hætti hægt væri að bregðast við sívaxandi atvinnuleysi í land- inu. Steingrímur sagði að staða útflutn- ingsatvinnuveganna væri í alvarlegri hættu, ekki eingöngu sjávarútvegs heldur útflutningsatvinnuveganna í heild. Því væri grundvallaratriði að tryggja þessari grein rekstrargrund- völl og því yrði að byrja á að viður- kenna staðreyndir. Það væri staðreynd að gengið væri of hátt skráð. Stein- grímur minnti á að verðbólga hér er með lægsta móti og því svigríjn til að láta gengið „síga hægt og rólega" án þess að til kollsteypu þyrfd að koma. Hann benti á að það væri skömminni skárra að hala örlitla verðbólgu og minni kaupmátt sem því næmi, held- ur en að standa frammi fyrir fjöldaat- vinnuleysi. Steingrímur sagði að eng- inn þyrfti að láta sér detta í hug að fisk- vinnslan td. myndi þola 8% halla- rekstur, eins og spáð er, ekki síst eftir að Verðjöfnunarsjóður tæmdist Formaður Framsóknarflokksins nefndi líka vaxtalækkun sem aðgerð, sem framsóknarmenn vildu beita sér fyrir að yrði framkvæmd til bjargar efnahag og atvinnuástandi. Steingrím- ur vitnaði í nýlegt eintak tímaritsins Economist þar sem bent er á að ekkert efnahagskeifi í þróuðu ríki geti þolað 10% raunvexti og sagt að vaxtaspreng- ingin á umliðnum árum sé slæmt mál. Steingrímur sagði að 2% raunvextir ættu að duga spariíjáreigendum í því árferði sem hér ríkti nú, því bankamir yrðu að lækka innnlánsvextina í sam- ræmi við þá lækkun sem þeir ákveddu á útlánsvöxtum. Varðandi aðgerðir, sem snerta sjávar- útveginn sérstaklega, sagði Steingrím- ur ljóst að ef framsóknarmenn fengju að ráða myndu þeir beita sér fyrir því að afhema 600 milljón kr. álögur, sem lagðar voru á greinina í fyrra, og nota Hagræðingarsjóðinn eins og upphaf- lega stóð til að nota hann. Með því að liðka til fyrir hagræðingu í sjávarút- vegi væri hægt að efla og styrkja grundvöll greinarinnar og nefhdi Steingrímur sameiningu lftílla fisk- vinnslufyrirtækja, kaup á fiski til vinnslu að utan, tilraunavinnslu og nýsköpun og fleira sem dæmi um það hvað hægt væri að gera. Það, sem koma þyrfti til, væri örvun og frum- kvæði fra stjómvöldum og einstak- lingamir myndu sjá um afganginn. í ræðu sinni vék Steingrímur nokkr- um sinnum að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar og vísaði þá jafnan til lán- leysis hennar og þess að þar fæm menn, sem hefðu hendur í vösum á meðan atvinnuástandið versnaði með hverjum deginum. Hann minnti á ræðu, sem hann hélt fyrir nokkmm árum á þessum sama stað á Hótel Sögu, þar sem hann talaði um að þá- verandi ríkisstjóm aðhefðist ekkert á meðan Róm væri að brenna. „Ef Róm var að brenna á þeim tíma, þá brennur hún nú," sagði Steingrímur m.a. í máli Steingríms kom fram að Fram- sóknarflokkurinn vill að sett verði jöfnunargjald á þá þjónustu og vöm, sem flutt er til landsins og er í beinni samkeppni við innlenda aðila, en er niðurgreidd í framleiðslulandinu. Var hann sérstaklega að vísa til skipa- smíða, sem niðuigreiddar em Ld. í Noregi um 15%. Sérstaka athygli vakti á fundinum að Steingrímur Hermannsson sagðist telja það koma til greina að endur- skoða kvótakerfið í sjávarútvegi með það fyrir augum að krókaveiðar svo- kallaðar hefðu meira svigrúm en nú er, þannig að fleiri störf gætu skapast við veiðamar. Hins vegar sagði hann að slíkt væri viðkæmt mál, sem erfitt væri að finna lausn á. Hann benti á að fleira mætti endurskoða í sambandi við fiskveiðistefnuna, m.a. hvort banna ætti togurum að veiða innan ákveð- innar línu f fiskveiðilögsögunni. Jafn- framt og samhliða lýsti hann áhyggj- um sínum af þeirri þróun, sem orðin er í frystitogaravæðingunni sem hann taldi vera orðna allt of mikla. -BG Jón Helgason, formaður stjórnar Búnaðarfélags íslands, um niður- skurð á fjármagni til landbúnaðarmála í fjárlagafrumvarpinu: Slæmt að fá þetta ofan í samdráttinn „Þessi niðurskurður er mjög slæmur og bitnar víða og mjög illa á málefn- um landbúnaðarins. Það er að sjálf- sögðu þungt áfall að fá slíkt ofan á samdrátt í framleiðslunni. Þetta gerir erfiðar og raskar því sem menn voru með í huga til að vega á móti hon- um,“ sagði Jón Helgason, alþingis- maður og formaður Búnaðarfélags íslands, um þann mikla niðurskurð á framlagi til landbúnaðarmála, sem kemur fram í fiáriagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Fjárlagaffumvarpið gerir ráð fyrir að fjárveitingar til landbúnaðarmála verði lækkaðar um 3,5 milljarða á næsta ári eða yfir 35%. Meginskýring- in á þessu er að nýr búvörusamningur hefur tekið gildi. Framlög til landbún- aðarmála á ýmsum öðrum sviðum, s.s. til leiðbeiningarþjónustu, bú- fræðimenntunar og Framleiðnisjóðs Jón Helgason alþingismaður. eru einnig lækkuð mikið. ,J>essi niðurskurður kemur nánast alls staðar við. Hann er í leiðbeining- arþjónustu, í nýjum verkefnum sem nauðsynlegt er að styðja, framlög til Framleiðnisjóðs eru minnkuð og fleira mætti nefna," sagði Jón. Jón sagði augljóst að Búnaðarfélag íslands verði að draga úr sinni þjón- ustu. Vandamálið sé hins vegar að mörg verkefni þess séu lögbundin og feli m.a. í sér vinnu fyrir landbúnaðar- ráðuneytið. „Við vitum ekki hvað við eigum að fella niður, en við munum ræða þetta við landbúnaðarráðuneyt- ið. Síðan er ekki síður viðkvæmt sú ætlan stjómvalda að skera niður laun héraðsráðunauta. Menn hafa litíð til þess að mjög brýnt væri að þeir tækju að sér í vaxandi mæli atvinnuráðgjöf út fyrir hinar hefðbundnu greinar. Þar hefur ma. verið rætt um samstarf við Byggðastoíhun, en það er augljóst að þar verður þrengri stakkur skorinn," sagði Jón. -EO Haustfundur íslenskra sjávarafurða í gær lauk hinnm áriega haustfundi íslenskra sjávarafurða eftir tveggja daga úthald. Meðal þess, semrættvar um á fundinum, má nefria erindi Áma Benediktssonar framkvæmdastjóra um afkomuna í sjávarútveginum. Halldór Ásgrímsson, fyrrv. sjávarút- vegsráðherra, ræddi um EES og sömuleiðis HalldórÁmason, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra. Á fúnd- inum í dag verður fjallað um gæða- mál, reynsluna af vottuðu gæðakerfi og um sölu- og markaðsmál. Á myndinni er þeir Halldór Ásgríms- son þingmaður og fyrrverandi sjávar- útvegsraðherra, Hilmar Daníelsson framkvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands á Dalvík, og Marteinn Friðriksson fyrrv. framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar hf. á Sauðárkróki. -GRH LYKILL FRAMTÍÐAR Akademía Café Ópem hefur útnefnt Jón Ásbjörnsson, fiskútflytjanda m.m., til að vera lykilhafi framtíðar árið 1992. Var honum afhentur lykillinn við at- höfn í Café Ópem í fyrrakvöld og er hann lengst til vinstri á myndinni. Aðrir, sem akademían tilnefndi, vom Gísli Örn Lámsson, Geir A. Gunnlaugsson og Friðrik Þór Friðriksson, og Jóhannes Jónsson sem vantar á myndina. Mynd: Sigrún Þorbjömsdóttir. Skóli í kreppu. Helga Sigurjónsdóttir: Kjör „fallista“ og ráðleysi Helga Siguijónsdóttir, námsráð- gjafi og kennari, hefur gefið út bók um skólamál sem nefnist Skóli í kreppu og er safn greina og fyrirlestra. Bókin skiptist í fimm kafia, sem heita: Skóli og samfélag, Kær- leikur eða kæruleysi, Grunnskóli — framhaldsskóli, Lestur og sér- tækir námserfiðleikar og loks Námsráðgjafinn. Bókin, sem einkum er ætluð foreldrum og skólamönnum, er 150 bls að stærð og er gefin út af Náms- og foreldraráðgjöf Helgu Sigurjóns- dóttur. Meginviðfangsefni Helgu í bók- inni er staða og kjör „fallista" í ís- lenskum skólum og skólaþróun á íslandi undanfarin 30 ár. Lýst er kjörum „fallista" og foreldra þeirra, vanmætti og varnarleysi gagnvart „kerfinu" og úrræðaleysi og blekkingum sjálfs kerfisins og bent á leiðir til úrbóta. Þá er Helga gagnrýnin á „nýja skólann" og stefnu hans og telur gamla íslenska barna- og ung- kerfisins Helga Slgurjónsdóttlr námsráð- gjafi, höfundur bókarlnnar Skóll í kreppu. lingaskólann hafa verið góðan skóla og mannúðlegan, sem of lengi hafi legið óbættur hjá garði. Þeim skóla eigi fulltíða íslending- ar mikið að þakka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.