Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 4
4 Tfminn Laugardagur 10. október 1992 Tíminn HÁLSVARI FBJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJli Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9.110 Reykjavlk Sfmi: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö f lausasölu kr. 110,- Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 „Have a Coke and a smile“ í forsendum fjárlagafrumvarpsins, sem var lagt fram á Alþingi í byrjun þessarar viku, er spáð 3.4% atvinnuleysi á næsta ári. Þetta jafngildir því að 4000 manns séu atvinnulausir allt árið að meðaltali, sem þýðir að um 5000 manns væru atvinnulausir fyrstu mánuði ársins. Þetta er af mörgum talin bjartsýnisspá, og for- svarsmenn atvinnulífsins ræða nú um 5-6% at- vinnuleysi. Fjölmiðlar hafa að undanförnu birt viðtöl við fólk, sem misst hefur atvinnuna og þar með grund- völlinn fyrir afkomu sinni. í þessu fólki er beiskja og það er örvæntingarfullt. Tíminn hefur allt þetta ár gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðaleysi, þótt þetta ástand væri fyrirsjáanlegt. Þungamiðjan í málflutningi ríkis- stjórnarinnar er sá að verðbólgustig nálægt núllinu muni eitt verða atvinnuvegum landsins það bjargráð sem dugar, og í krafti þess getum við haldið krón- unni stöðugri, þótt allir gjaldmiðlar í heimi falli nema þýska markið. Ríkisstjórnin situr með hendur í skauti. Það gengur einfaldlega ekki upp að halda undirstöðuat- vinnuveginum, sjávarútvegi, í þeirri úlfakreppu sem hann er. Ef hann á að þola þá lækkun, sem orðið hef- ur á gjaldmiðlum í viðskiptalöndunum, verður að lækka kostnað í greininni, svo einfalt er það mál. Nýjustu spár um afkomu sjávarútvegsins á næsta ári gera ráð fyrir enn meiri hallarekstri í at- vinnugreininni en fyrri spár. Þetta hefur keðjuverk- andi áhrif út í allt þjóðfélagið. Ýmislegt bendir nú til þess að frjálshyggju- mennirnir hyggist nú beina kröftum sínum að því að sætta þjóðina við atvinnuleysið. Framkvæmda- stjóri Coca Cola á íslandi lét þau ummæli falla á morgunnverðarfundi Verslunarráðs nú nýverið, að það þyrfti að kenna fólki að vera atvinnulaust, og það þýddi ekki fyrir forráðamenn verkalýðshreyfing- arinnar eða aðra að vera að „æpa og góla“ um at- vinnuleysi. Auðvitað er þetta vísbending um að metnaðurinn að halda fullri atvinnu sé á undan- haldi. Þrátt fyrir að draumur framkvæmdastjóra Coca Cola um æfmgabúðir fyrir atvinnulausa rætist, halda þó reikningamir fyrir skuldbindingar þeirra atvinnulausu áfram að berast þeim. Rukkanir fyrir afborganir af íbúðinni, reikningar fyrir ljós og hita, og það þarf að fæða fjölskylduna og klæða. Til þess að bregðast við þessum staðreyndum hversdagslífs- ins duga ekki slagorðin þekktu: „Have a Coke and a smile“. Vonandi eru íslendingar ekki orðnir svo firrtir að þeir sætti sig nokkurn tímann við það sem eðli- legt ástand að þúsundir manna séu án atvinnu að staðaldri. Það er ástand sem við eigum aldrei að sætta okkur við. Atli Magnússon: Varla þarf að þreyja sitjandi „Hvar eru framliðnir?" var og er hin mikla spurning, sem spír- itistar hafa lengi glímt við að fá svör við, svo og aðrir þeir sem ígrundað hafa eilífðarmálin svo- nefndu fyrr og síðar. Ekki er hér ætlunin að fara að fítja upp á ein- hverju spjalli um trúmál eða andakukl, heldur umorða spum- inguna og gefa henni ögn jarð- bundnara form: „Hvar eru at- vinnulausir?" Þorraþrællinn Ég hef áður minnst á það hér í pistlum mínum í Tímanum að af einhverjum orsökum eiga at- vinnulausir það sammerkt með fórnarlömbum alvarlegra bif- reiðarslysa að það berst fregn og myndir af sjálfu slysinu, en færra er rætt og ritað um hvemig þeim reiddi af síðar, sem í þeim lentu. Tálsmenn launþegasamtakanna em að vísu tilkomumiklir á svip- inn, er þeir birtast á sjónvarps- skjánum að ræða þann mikla vanda sem atvinnuleysið er, því óspart láta þeir brýnnar síga, hrista höfuðið og skjóta fram neðri kjálkanum. En það er til- komuminna sem þeir hafa til málanna að leggja. Málflutning- urinn ber svip af úrræðalausu „harmakveini" búandans í kvæði Kristjáns Jónssonar — „minnkar stabbinn minn, magnast harð- indin...“ og svo framvegis og svo framvegis. Það er róið fram í gráðið með ráðþrota mögl eitt á vömm. Vel má vera að það sé auðveldara að gagnrýna en eiga sjálfur að standa fyrir svömm og koma með úrræði. En þarf laun- þegahreyfingin að vera svona skelfilega daufingjaleg? Er allur kraftur úr henni drepinn, eða hvað? Lífsmark úr óvæntri átt Það var því undarlegt tákn vorra undarlegu tíma, er forstjóri Kóka Kóla-verksmiðjunnar Vífil- fells lét óvænt frá sér heyra og hafði þá gert sér ljóst að hinir at- vinnulausu eru ekki „hugtak“, eins og manni heyrist að þeir séu í augum forystusveitar launþega- samtakanna — heldur mann- eskjur af holdi og blóði sem þurfa á vakandi athygli að halda. í við- tali, sem ég heyrði við mann þennan í útvarpi á miðvikudags- kvöldið, sagði hann að hér stefndi í 6-7% atvinnuleysi og að það yrði að sinna þeim hópi þegnanna, sem fyrir barðinu á þessum efnhagslegu hamfömm verða. Forstjórinn sagði — sem varla tjóir að neita að er satt — að gól eitt og grátur mun ekki gera minnstu stoð. Fátt virðist fá afstýrt þeirri þróun, sem hafin er hin næstu árin, og það ætti að játa þá staðreynd og snúast við henni. Virðingarverð hreinskilni Ekki var forstjóri Vífilfells þó að egna til þjóðfélagsbyltingar, enda bæri þá nýrra við, þegar í hlut á maður sem stendur í skini þess vömmerkis sem þótt hefur nákomnara sjálfum erkikapítal- ismanum en nokkurt vömmerki annað. En hann hefur með yfir- lýsingum sínum sýnt að hann hefur skilning á að hér er að myndast þjóðfélagshópur, sem ekki nægir að biðja að gjöra svo vel að lötra eftir 40 þúsund króna atvinnuleysisbótum einu sinni í mánuði — og láta þar við sitja! Hann leggur til að þessum ein- staklingum, sem fer æ fjölgandi, j Tímans iás 1 ~~ jH 1 verði boðin einhver aðstoð við lausn persónulegra vandamála og það kynni að vilja þiggja. Það er augljóst að ekkert er hægara en draga það sundur og saman í gysi og spotti, er fram- kvæmdastjóri ríks fyrirtækis þar sem allt leikur víst í lyndi slær á strengi sem þessa. En það skyldu menn ekki hrapa að því að gera. Mér þykir Páll Kr. Pálsson hafa gert vel að því leyti, að ég held að hann hafi reynt að lýsa því sem vafningaminnst, sem er að eiga sér stað og í vændum er. Það er engin stoð í að hrópa að „íslend- ingar muni ekki þola atvinnu- leysi“, þegar sýnt er að þola skulu þeir það víst. Eða sjá menn vís- bendingu um annað þessa stund- ina? Að standa upp úr stólnum sínum Engan dóm vil ég á það leggja hvort hugmyndir Páls um ein- hvers konar „hjálpræðisher", sem aðstoði og huggi atvinnu- lausa, eru raunhæfar eða ekki. Ég hef ekki séð þær nákvæmlega útlistaðar og er ekki viss um að mér mundi þykja þær sannfær- andi, þótt ég sæi þær útlistaðar. En hverjar sem þær eru, þá felur þetta þó í sér viðurkenningu á að þama er hópur sem þarf að sinna — fara og finna að máli, sýna raunverulegan áhuga og sam- kennd. Mæðuandvörp þeirra, sem eiga að réttu lagi eiga að taka á málunum, forystu laun- þegasamtakanna, eru lítil hjálp. Hvergi sést örla á að þeir standi upp úr stólunum sínum. Hvað sem öðru líður er „hreyfing" í því fólgin, sem Páll leggur til, og vís- bending um að það eigi að hætta sér út fyrir húss síns dyr og gera einhvers konar skurk — þótt ekki sé nema „einhvers konar". Frelsunin frá atvinnuleysisvof- unni er alveg áreiðanlega ekki í nánd og mér þykir mannsbragur að því er menn skýra frá því vafn- ingalaust. Og heldur kýs ég ein- hvem „hjálpræðisher", sem fer út á meðal fólks, lætur hendur standa fram úr ermum og vill, þótt í smáu kunni að vera, bæta svo úr illu sem hann má, en stunur og fyrirheit um betri tíð — sem ekki virðist í vændum. Það tók þjóðina hátt á annan áratug að átta sig á því að komin var verðtrygging á lán. Það mun vafalaust líka taka hana langan tíma að átta sig á því að dagar nægra atvinnutækifæra og „léttu eyðslunnar ljúfu“ eru að baki. Því ber að hlýða á orð manna, sem segja fólki eins og er og hvetja það til að líta á veruleikann eins og hann blasir við — þótt það kunni að vera beiskt. Kannske verða einhver blessunarrík tilvik til þess að allt fer á annan og betri veg en hér er látið í skína. En meðan beðið er eftir að þau tilvik eigi sér stað, er enginn sem segir að það skuli bíða sitjandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.