Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.10.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 10. október 1992 Hj örleifiir Kristinsson Gilsbakka Pæddur 12. nóvember 1918 Dáinn 1. október 1992 í dag verður til moldar borinn Hjörleifur Kristinsson frá Gilsbakka í Akrahreppi. Hjörleifur var fæddur að Borgargerði í Norðurárdal, sonur hjónanna er þar bjuggu, Aldísar Sveinsdóttur Eiríkssonar frá Skata- stöðum, og Kristins Jóhannessonar frá Miðsitju. Stóðu að þeim hjónum merkar skagfirskar ættir. Hjörleifur var næst elstur fimm bræðra. Faðir þeirra féll frá á besta aldri, er bræðurnir voru allir á barnsaldri. Aldís móðir þeirra var al- in upp á Gilsbakka í Austurdal og var Hjörleifur Jónsson bóndi þar uppeldisbróðir hennar. Vorið 1930 var Hjörleifur sendur til nafna síns að Gilsbakka til nokkurra vikna dvalar. Dvölin á Gilsbakka varð æði löng, en þaðan fór hann ekki fyrr en hann lagði upp í sína hinstu ferð. Síðustu fjórtán árin var Hjörleifur einbúi á Gilsbakka. Þeir nafnar á Gilsbakka voru ekki skyldir, en með þeim var eigi að síð- ur kært svo sem best getur orðið um feðga. Eins var með böm Hjörleifs Jónssonar, með þeim og Hjörleifi Kristinssyni voru ávallt traust bönd svo sem systkinabönd geta best orð- ið. Eftir að Hjörleifur var orðinn einbúi sýndu Gilsbakkasystkinin honum jafnan ræktarsemi, hjálpuðu honum oft við búskapinn og dvöldu hjá honum á stórhátíðum og bjuggu honum veislu. Eiga þau þakkir skildar fyrir þá ræktarsemi alla. Hjörleifur Kristinsson var meðal- maður á vöxt, vel farinn í andliti og liðmannlega. Hann var hinn mesti göngugarpur, léttur og þolinn og ágætur klettamaður. Það er til marks um fæmi Hjörleifs sem göngumanns, að sautján ára fer hann gangandi í vetrarleit á Nýja- bæjarafrétt, allt suður til Hofsjök- uls, með hinum kunna fjallagarpi Hrólfi á Stekkjarflötum. Nú kann það að sýnast tæplega forsvaranlegt að senda óharðnaðan ungling í slíka ferð, en það veit ég um Hrólf á Stekkjarflötum að hann tók ekki með sér í vetrarleit aðra en þá sem hann treysti fyllilega í hverskonar harðræði. Hjörleifur var skarpgreindur, næmur, skilningsgóður og minnug- ur. Hann naut ekki skólagöngu um- fram barnanám, en aflaði sér víð- tækrar menntunar með sjálfsnámi. Hann nýtti sér tungumálanám, sem útvarpið bauð uppá á ámm áður, og var t.d. bæði vel læs og talandi á þýska tungu. Falleg meðferð á ís- Iensku máli var honnum rótgróin. Komu þar fram áhrif úr föður- og fósturgarði, en hann las einnig og lærði íslenska málfræði af kost- gæfni. í grasafræði og jarðfræði aflaði hann sér menntunar, sem hver há- skólamaður hefði verið vel sæmdur af. Ævistarf Hjörleifs var fyrst og fremst bundið búskapnum, en hann sinnti jafnframt sínum hugðarefn- um og vinnu utan bús að hluta til. Um þrjátfu ára skeið var hann póst- ur á bæina sunnan Norðurár. Póstferðir voru þrjár á viku, frá Silfrastöðum og fram í Merkigil. Varla kom fyrir að póstferð félli nið- ur hjá Hjörleifi, hvernig sem viðr- aði, og hann fór gjaman aukaferðir fyrir jólin, svo að allt kæmist til skila fyrir hátíðina sem unnt var. Enginn maður fyrr eða síðar, að ég M|NN|NG V...........................J hygg, hefur farið fleiri ferðir yfir Merkigilið en Hjörleifur. Er sú leið þó oft hættuleg á vetrum, en slíkt setti Hjörleifur lítt fyrir sig. Skyldan bauð honum að inna sitt starf af hendi og það var gert. Hann ræktaði upp fallegan trjálund á barmi Jökulsárgilsins neðan við túnið á Gilsbakka. Plöntumar hafa dafnað þar ótrúlega vel og setja nú fallegan svip á umhverfið. Einnig gróðursetti hann trjáplöntur á skjól- sælum stöðum í Jökulsárgilinu og er vöxtur trjánna þar með ágætum. Hjörleifur kvæntist ekki og átti ekki böm, en böm og unglingar hændust að honum og kynslóðabil var ekki til þar sem Hjörleifur var. Við bömin ræddi hann sem sína jafningja og átti auðvelt með að segja til og fræða. Einn vetur kenndi hann við unglingadeild, sem komið var á við Akraskóla, og var lengi prófdómari við þann skóla. Formað- ur skólanefndar og bamavemdar- nefndar var hann um árabil og leysti þau störf öll með sóma. í gróðurverndamefnd Skagafjarðar var hann um skeið og fulltrúi á nátt- úruvemdarþingum. Hjörleifur var vandfysinn á lesefni. Ljóðmæli, þjóðlegur fróðleikur og sagnfræðilegt efhi var það sem hann valdi frekast til lestrar. Skáldsögur las hann ekki mikið, en fylgdist þó vel með íslenskum rithöfundum. Hin síðari ár vom það þó hin þjóð- legu fræði, sem höfðuðu mest til hans. Hann starfaði mikið fyrir Sögufélag Skagfirðinga og sat þar í stjóm um langt árabil, eða þar til á síðasta aðalfundi að hann baðst und- an endurkjöri. Hjörleifur var prýðilega ritfær, hafði leikandi frásögn og ríkan húmor. Hann var mannblendinn og ræðinn jafnt við kunnuga og ókunnuga. Hann var hrifnæmur, til- finningaríkur og auðsærður, en erfði aldrei þótt honum sámaði við menn. Á góðra vina fundi var hann hrókur alls fagnaðar, var fljótur að kalla fram söng, ef vín var haft um hönd, en vín drakk hann sér til gleði, en aldrei til skaða. Hjörleifur hafði mikla og fallega barítonrödd og sönghneigð var eitt af hans einkenn- um, eins og margra ættingja hans. Hjörleifur var ekki búmaður í þeim skilningi sem almennt er lagt í það orð. Hann leit á skepnur sínar sem sjálfstæðar persónur, sem hann bar virðingu fyrir og þótti vænt um, og vildi láta þeim líða vel, en hvort þær færðu honum arð eða gagn skipti mina máli og féhyggja var honum ógeðþekk. Hann ól með sér afar sterka réttlætiskennd og af því sem hann taldi eða vissi rétt lét hann ekki, hver sem átti í hlut. Hjörleifur var gullvel hagmæltur og smekkmaður á vísur og ljóð. Ég tilfæri hér eina vísu eftir hann, sem lýsir hans viðhorfi nokkuð vel. Vísan er þessi: Þegar byljir bresta á best er að flestir megi leika sér að Ijósmynd frá liðnum sumardegi. Hjörleifur lifði þannig sjálfur. Hann safnaði í sjóð sinn og geymdi vel það sem betra var um manninn og til- veruna, um það sem Iakara var hirti hann ekki. I þennan sjóð gat hann leitað þegar á móti blés. Hann trúði því að heimurinn færi batnandi, þótt manninum miðaði hægt á þroskabrautinni. Því væri hægt að nema hið fagra og góða, það hjálpaði manninnum að halda réttri leið. Með Hjörleifi er genginn góður drengur og sérstæður persónuleiki. Honum auðnaðist að skilja eftir eitthvað hlýtt og gott í hugum sam- ferðamanna, jafnt yngri sem eldri. Það verða því margir hugir sem leita að moldum hans, er hann verð- ur kvaddur frá kirkjunni sinni að Silfrastöðum, sem var honum svo kær og hann söng við í sextíu ár. Ég átti stutt símtal við Hjörleif fjór- um kvöldum áður en hann dó á Borgarspítalanum. Hann vissi að hver stundin gat orðið hin síðasta. Hann var æðrulaus og sáttur við líf- ið og kveið í engu því sem við tæki handan tjaldsins. Þannig kvaddi Hjörleifur á Gils- bakka. Vinur kær, eigðu þökk okkar í Flatatungu fyrir samferðina. Gunnar Oddsson Fleiri greinar eru um Hjörleif Kristinsson, sem bíða birtingar á þriðjudag. -------------------------------------------------'N í Innilegar þakkir fýrir samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu Jensínu Jónatansdóttur frá Hóli fyrrum húsfreyju á Galtalæk Jónatan Hermannsson Þórhlldur Oddsdóttir Steinunn Hermannsdóttir Ingjaldur Pétursson og bamaböm _________________________________________________/ m cá vttní MflÐK- mm SVHUH H L3 tr vms SLM /0£JO €> SKW- m ÖFuó; 7?oD N/ítTA n //VílT 4 -I Fí/NDöR M'AL fíTT lin?A 3 ~T~ ^ 1 T— . 1 'L— ' —p ' / i • i* ikt V \*\ —J rfp ■ÍG50 OSP st/íFl-í UVEK mm OOmm 5 3 k X i > ÖSLflDl fUfíL' tNN 5LÍ/F7 H BÍTUT? étm m-m V V 1 ? 5 SKRílF/1 T/% l Jtt QOIíL nerun 0.ÍVTIL £«KI HíLPOK FLOTS F R£K3U o TJJ6 TfiUWi °í TI .* t £/NS- SKJÓL ym k { fíÞfiLj mvA s riL kdnA rófJ bft-R rofi.- S£T\ TÍTS i £I<K J L. I K - LE& HrVKfR HRíV tlíT A/S 8 SEVTL/1 A LLTAF 1 /)(7M - iN Si t A Po V 8 DP7T/V/) £iga 1 LIWW fjsk l CL LÍTA svAT?. BURT lo nm v«R£>- AN&I SU&fl ODDfí ELDUZ ÆR uw Sö &1) 4X l OtO FlSKUR LflMl t Tí K fl F -pfiLL £í K SV/JJ? YoWHH 2050 nr Bo K Ri/CiaA 6'flF- AöKA 46 t rytR flÓD' 5K/M VARMA rtri' /3 Tómv yfOSO UNS - VlDíS muiD /3 WAKflP miv /y EIMN fimm 7?VI K. FLÓN 4H iom ^ STffKK- IK BfiR/í ts /s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.