Tíminn - 04.11.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.11.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 4. nóvember 1992 Saudi-Arabar óánægðir með stríðshetjubók Schwarzkopfs Ósæmandi deila hefur nú brotíst upp á yfirborðið milli bandaríska yfirhers- höfðingjans í Persaflóastríðinu, Normans Schwarzkopf, og bandamannanna Saudi- Araba, sem alla jafna eru orðvarir, vegna endurminninga bandaríska hershöfðingjans um sigurinn, sem unninn var í stríðinu gegn frak, og ný- komnar eru út Æðsti hershöfðingi Saudi-Araba í stríðinu, Khaled prins, segir bókina „sjálfshól" og hafi að geyma fjöldann allan af missögnum. Fordæmislaus ádeila Saudi-Araba Ádeila saudi-arabíska hershöfðingj- ans á sér ekkert fordæmi, en Khaled segir bókina gera meira úr hlut Schwarzkopfs á kostnað Saudi-Ar- aba en sanngjarnt sé. „Það leikur enginn vafi á að hann er hetja,“ seg- ir furstinn, „en við vorum fleiri sem lögðum okkar af mörkum í stríð- inu.“ Khaled þykir miður að þessi deila skuli hafa komið upp, þar sem hann hafði bundist nánum böndum við bandaríska hershöfðingjann á þeim mánuðum sem þeir sátu saman í neðanjarðarbyrginu undir saudi- ar- abíska varnarmálaráðuneytinu þar sem aðalbækistöðvar heryfirstjóm- arinnar voru. „Bókin kemur mér hryggilega á óvart,“ segir Khaled. „Við unnum sem ein heild. Ég reyni að skipta ekki um skoðun á Norm.“ Schwarzkopf segir ekki meir En vanþóknun þessa valdamikla bróðursonar Fahds konungs leynir sér ekki. Saudi-Arabar láta aldrei op- inberlega í ljós ágreining við erlenda embættismenn, og síst af öllu bandaríska. Schwarzkopf, sem nú er á ferð víða um heim til að auglýsa bókina sína, vill ekki ræða þau atriði sem prinsinn gagnrýnir í bókinni. ,Jdér þykir leitt að hann skuli líta svona á málin. En ég vil ekkert um þetta segja, það myndi bara gera illt verra,“ segir hann. Khaled fursti, sem var staddur á búgarði sínum í grennd við Riyadh, hafði mest að athuga við þann blæ sem er á frásögninni í bókinni. Þar kemur Schwarzkopf fram sem yfir- hershöfðingi með alla tauma í hendi sér, en Khaled er fyrst og fremst nefndur til sögunnar fyrir að hafa séð til þess að Bob Hope fengi vega- bréfsáritun! „Ég var ekki bara þama til að sjá um að nægar birgðir væru til staðar og skrifa ávísanir. Ég hafði á hendi yfirstjóm 200.000 her- Khaled fursti var æösti hershöfö- ingi Saudi-Araba í Persaflóastrið- inu. Hann er óánægöur meö hvaö bandarfski hershöfðinginn gerir lítið úr hlut Saudi-Araba I strlöinu og hefur opinberlega lýst van- þóknun sinni á frásögnum í bók- inni. manna, 80 skipa og 250-300 flug- véla,“ segir Khaled. „Þeir sem lesa bókina, hljóta að álíta að Schwarz- kopf hafi einsamall haftyfirstjómina yfir heraflanum." Missagnir Khaled tilgreinir heila röð af mis- sögnum í bókinni, sem ber titilinn „It Doesn’t Táke a Hero“. Hann seg- ist aldrei hafa fullyrt opinberlega að árásin skyldi gerð frá Týrklandi, eins og Schwarzkopf heldur fram í bók- inni þar sem hann veltir vöngum yf- ir því að Saudi-Arabar gætu ekki leyft að árás yrði gerð á aðra Araba- þjóð af þeirra landi. Þvert á móti, heldur Khaled fram, gerði hann það ljóst að árásin ætti að vera gerð frá Saudi-Arabíu, og hefði síðar komið á framfæri hugmyndinni um að hrinda líka af stað árásum frá Tyrk- landi og mynda þannig aðra víglínu. Schwarzkopf heldur því einnig fram í bókinni að hann hafi orðið að ýta við Saudi-Aröbum til að hefjast handa, þar sem hann segir þá „hafa haft á tilfinningunni að ekkert lægi á“. Khaled er ekki á sama máli. „Hver ætti annars að vera ástæðan til þess að Fahd konungur sam- þykkti tafarlaust beiðni Ameríkana um að flytja bandarískt herlið til Saudi- Arabíu?“ M.a.s. bandarískir skyrtubolir urðu að deilueftii. Schwarzkopf segir að Saudí-Arabar hafi álitið þá ósæmi- lega, þar sem á þeim hafi verið myndir af skriðdrekum í eyðimörk- inni og landabréf af Saudi-Arabíu. Hann segir að sér hafi verið tilkynnt að birting landabréfa væri bönnuð vegna þess að „leynd hvflir yfir legu borganna í landinu". Khaled segir aftur á móti: „Þetta er hlægilegt. Það er hægt að sjá hvar borgirnar eru í hvaða landabréfabók sem er. Það voru hins vegar Bandaríkjafánar á kortunum og það gæti hafa leitt til vandræða með okkar fólki.“ En harðasta gagnrýni prinsins beinist að lýsingu Schwarzkopfs á orrustunni um Khafji, Iandamæra- bæinn í Saudi-Arabíu sem íröskum hermönnum tókst að ná á sitt vald um skamma hríð, en hermenn frá Saudi-Arabíu og Quatar undir stjóm Khaleds unnu á ný. Hann neitar þeirri staðhæfingu Schwarzkopfs að hann hafi orðið að ráðfæra sig við bandaríska yfirhershöfðingjann meðan á orrustunni stóð. „Þetta var fyrsta orrustan sem ég stjómaði," segir Khaled. „Ég var miklu rólegri en ég hefði búist við. Og ég talaði aldrei við Norm meðan á bardögun- um stóð.“ Sjálfsævisaga Normans Schwarzkopf hershöfðingja fer fyrir brjóstiö á Saudi-Aröbum. Hundshjarta Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Hundshjarta eftir rúss- neska höfundinn Mikhafl Búlgakov, sem þekktastur er fyrir verk sitt Meistarinn og Margaríta. Bókin er gefin út í ritröðinni Syrtlur. Heimsfrægur og vel metinn prófess- or í Moskvu tekur að sér flækings- hund og græðir í hann eistu og heila- dingul úr nýlátnum manni. En afleið- ingamar koma öllum á óvart: undar- legt dýr, gætt mannlegum eiginleikum, fer á stjá, gerist uppi- vöðslusamt og leggur líf prófessorsins í rúst Þessi undirfurðulega frásögn hefur stundum verið túlkuð sem háðsk dæmisaga um rússnesku bylt- inguna. Mikhafl Búlgakov fæddist í Kiev árið 1891. Hann lauk háskólaprófi í lækn- isfræði, en sneri sér að ritstörfum árið 1920. Um 1930 var hann orðinn ósátt- ur við pólitískt ástand í Sovétríkjun- um, en var synjað um leyfi til að flytj- ast úr landi. Hann iést árið 1940, en meistaraverk hans, Meistarinn og Margaríta, kom ekki út fyrr en löngu eftir hans dag. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi bók- ina, sem er 143 blaðsíður. Bókin var unnin í G. Ben. prentstofu hf. Dagbók bamsins Þegar bam fæðist er nánast hvert at- vik minnisvert, hvort sem um er að ræða þroska, líkamlegan eða andleg- an, gleði eða sorg, myndir og minn- ingar. Bókin gefur tækifæri til að skrá niður helstu viðburði í lífi bamsins, allt frá fæðingu til fyrsta skóladags. Myndimar eru úr íslensku umhverfi, af bömum og dýrum. Þessa bók er gaman að eiga til að geyma ailar góðar minningar og atriði frá fyrstu æviár- unum og ekki síður til að eiga þegar bamið er komið á fullorðinsár. Teikningar gerði Erla Sigurðardóttir myndlistarkona. Texti: Bryndís Braga- dóttir. Litvinnsla, filmuvinna, prentun og bókband er unnið í prentsmiðjunni Oddahf. Nýtt ljóðasafn: Gimsteinar — ljóð 16 höfunda Hér eru saman komin á bók Ijóð höf- unda, sem gáfu út fyrstu bók sína á því tímabili er ísland var sjálfstætt kon- ungsrfld, 1918-1944. Mörg ljóðin spegla vel viðhorf og tíðaranda áranna milli heimsstyrjaldanna og tíma seinna stríðsins. Ólafur Haukur Ámason valdi ljóðin. Hann segir m.a. í forspjalli: „Eg hef notið þess að skynja enn einu sinni þann galdur sem gerir orðræðu skálds að listaverki, notið návistar sérhvers þeirra eins og gamalla vina. Þá er til- gangi þessa kvers náð ef lesendur njóta endurfundanna við Ijóðin á svip- aðan hátt—eða stofna til nýrra kynna við skáldskap sem auðgar sálarlíf þeirra og dýpkar skilning þeirra á sjálfum sér og öðmm.“ Gimsteinar er 223 blaðsíður. Bjami Jónsson teiknaði kápu og titilsíður. Prentvinna og bókband er unnið í prentsmiðjunni Odda hf. Ný ljóðabók eftir Vil- borgu Dagbjartsdóttur Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út Ijóðabókina Klukkan í tuminum eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Hún hefur fyrir löngu skipað sér í röð okkar bestu ljóðskálda, en þetta er fimmta ljóðabók hennar. Síðast sendi Vilborg frá sér bókina Ljóð fyrir rúmum ára- Vilborg Dagbjartsdóttir. tug. Klukkan í tuminum hefur að geyma tvo tugi ljóða, auk þýðinga Vil- borgar á ljóðabálkinum Skip dauðans eftir enska skáldið D.H. Lawrence og Fimm ljóðum um dauðann eftir sænska skáldið Barbro Lindgren. í kynningu Forlagsins segir: „Ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur eru einföld að formi við fyrstu sýn, en áleitin í lát- leysi sínu. Innileiki og skörp íhygli einkenna þau og iðulega er lagt út af hljóðlátum atvikum hversdagsleikans, atvikum sem leyna heitum tilfmning- um, atvikum sem segja ianga og sára sögu í fáorðum ljóðum." Klukkan í turainum er 60 bls. Val- garður Gunnarsson listmálari gerði mynd á kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Andartak á jörðu Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út ljóðabókina Andartak á jörðu eftir Jón- as Þorbjamarson. Þetta er önnur ljóða- bók Jónasar, en árið 1989 sendi hann frá sér bókina í jaðri bæjarins, sem vakti athygli ljóðaunnenda og hlaut skínandi góða dóma. í kynningu Forlagsins segir: „Ljóð Jónasar geyma skýrt dregnar myndir af manni og heimi: landi, sjó, stundum lágum bæ. Og svo sem höfundi er eink- ar lagið að kalla landið fram í ljóð sín, þá leikur hann af þokkafullu öryggi með hljóm tungunnar. Ljóðunum er það sameiginlegt að eiga sér grunn í undrun höfundar á því að til sé heimur, sem og í óvenjulegu næmi hans fyrir því hve veigamikill þáttur af heiminum og manninum tíminn er — sem aftur beinir athygii að nauðsyn minnisins fyrir samhengi og merkingu." Andar- tak á jörðu er 40 bls. Valgarður Gunn- arsson listmálari gerði kápumynd. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Jónas Þorbjarnarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.