Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 1
Laugardagur 30. janúar 1993 20. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Lýsingar yfirlækna á því sem gerist ef til uppsagna kemur á ríkisspítölunum: Hættuástand á ríkisspítölum „Þáð má ekki verða nein um- talsverð skerðing á blóðsöfnun- arstarfínu því þá verður hætta á ferðum,“ segir Ólafur Jensson, yfirlæknir í Blóðbankanum. „þetta er mjög alvarlegt ástand," segir Jón G. Stefánsson, yfir- læknir á geðdeild Landspítalans. Komi til uppsagna rúmlega 400 hjúkrunarfræðinga og ljós- mæðra á Landspítala á mánudag mun ekki aðeins starfsemi á sjúkrahúsinu nær lamast heldur raskast einnig starfsemi margra annarra stofnana sem heyra und- ir Landspítalann. Þar á meðal eru stofnanir eins og Blóðbankinn og Kleppspítali. Lítið miðaði í samningaátt í deilunni í gær. Þrátt fyrir að samningsaðilar nálgist lítið hefur viðræðum verið haldið áfram og búist er við að rætt verði áfram saman um helgina. Ólafur Jensson segir að í blóð- tökudeild verði einn til tveir hjúkrunarfræðingar eftir af 8. „Þá er kominn mikill flöskuháls í starfsemina. „Við getum ekki sinnt þjónustu við sjúkrahúsin nema blóðtökudeildin sé fullfær um að safna blóði frá degi til dags vegna breytilegra þarfa sem alltaf geta sagt til sín,“ segir Ólafur. „Blóðbankinn býr að ákveðnum birgðum sem duga til að svara þörfum um helgar og stórhátíðir en það er alltaf stöðug þörf á að viðhalda þeim því það er ekki upp á annað að hlaupa," bætir hann við. Hann segir að helmingur blóðs bankans sé notaður af öðr- um sjúkrastofnunum en Land- spítala. „Ef mikið dregur úr starf- semi þá minnka þessar þarfir en jafnframt verður að sinna þörfum hinna spítalanna," segir Ólafur. „Það verður að draga verulega úr innlögnum," segir Jón G Stef- ánsson, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans um starfsemi þar og á Kleppspítala. „Við munum samt reyna að halda opinni mót- töku til að taka á móti öllu því al- varlegasta," bætir hann við. Hann segir að sem betur fer segi ekki allir hjúkrunarfræðingar á þessum stoftiunum upp og telur að fjórðungur þeirra verði eftir. „Það verður að taka á móti allra veikasta fólkinu og við munum beina kröftunum að því,“ segir Jón. Á almennum kennarafundi námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands fyrr í vikunni var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjómamefnd ríkis- spítala, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og fjármálaráð- herra að beita sér fyrir því að lausn fáist á þeim vandamálum sem fyrirsjáanleg eru vegna upp- sagna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á ríkisspítölum 1. febrúar. Bent er á að 1. febrúar verði 67 hjúkrunarfræðinemar í klínísku námi á ríkisspítölunum. Ljóst sé að þessir nemendur verði fyrir mikilli röskun í námi og að námslokum þeirra seinki komi fyrirgreindar uppsagnir til fram- kvæmda . -HÞ Lögreglumenn fara meö Donald M. Feeney í fangelsi eftir yfirheyrslur í Hóraösdómi Reykjavíkur. Tfmamynd Áml Bjama Bandaríkjamennirnir tveir sem handteknir voru fýrir barnsrán hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar: í gæsluvarðhaldi til 10. febrúar Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur kvað upp þann úrskurð í gær að þeir James Brian Grayson 33ja ára og Donald M. Feeney 40 ára, báðir Bandaríkjamenn, skyldu sæta varð- haldi til 10. febrúar eða í hálfan mánuð. Eins og kunnugt er rændu þeir ásamt þremur öðrum dóttur Graysons og dóttur annars Banda- ríkjamanns frá móður barnanna, Ernu Eyjólfsdóttur, aðfaranótt miðvikudags. Lögmenn Bandaríkja- mannanna hafa áfrýjað dómnum til Hæstaréttar og þarf rétturinn að taka afstöðu í málinu innan þriggja sólarhringa. Það er ljóst að málið er tvíþætt, annars vegar sakamál þar sem tví- menningamir rændu bömunum tveimur en hins vegar bamsfaðem- ismál sem kemur til með að verða réttað í hér á landi. Eins og áður hef- ur verið sagt í fréttum Tímans af málinu var feðrunum báðum dæmt forræði yfir börnunum í Bandaríkj- unum og er ljóst að þeir munu ör- ugglega reyna það sama fyrir dóm- stólum hér á landi. Það hefur komið fram í máli Ernu Eyjólfsdóttur að það hafi verið dregin upp ljót mynd af henni fyrir dómstólum í Banda- ríkjunum og má ömggt telja að það verði haldið áfram í íslenskum rétt- arsölum þar sem frá var horfið. Sendiráð Bandaríkjanna á fslandi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sendiráðið muni ekki beita sér sérstaklega í bamsfað- ernismálinu. Það muni verða til lykta leitt fyrir dómstólum. f samtali því sem blaðamaður Tím- ans átti við Robert Goldsmith á fimmtudag kom fram að Lewis Bar- ger er ekki starfandi hjá Carolco Pictures en einnig kom fram í sam- talinu að starfsmenn Corporated TVaining Unlimited hefðu ekki unn- ið heimavinnu sína nógu vel. Þegar Ema hafi farið til að hitta hinn fræga leikstjóra Mario Kassar hafi þeim orðið á í messunni. Fyrir kunnuga í kvikmyndaheiminum kemur það spánskt fyrir sjónir að Kassar hafi átt að leikstýra mynd því hann er ekki leikstjóri. Hins vegar er hann kvikmyndaframleiðandi og starfar fyrir Carolco Pictures. -PS Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hvetur Jón Baldvin til að hætta við að gefa skip til Malaví: Ætlar Jón Baldvin að gefa fasistum skip? Ámi Gunnarsson, stjómarmaður í Þróunarsamvinnustofnun ís- lands, hvetur Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra til að hætta við áform sín um að gefa tvö fiskiskip til Malaví í Afríku. Ástæðan eru hræðileg mannréttindabrot stjómvalda í Malaví. Árai segir að ekki sé hægt að segja neitt annað um stjómvöld í Mal- aví en að þar séu fasistar við völd. Jón Baldvin er nú á leið til Malaví til að afhenda landsmönnum tvö skip sem byggð hafa verið handa þeim. Með Jóni Baldvini í för eru kona hans, Bryndís Schram, Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherr- ans, og Björn Dagbjartsson, for- stöðumaður Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands. Samtökin Amnesty International fullyrða að f Malaví sé fólk pyndað í fangelsum, þar viðgangist fjölda- handtökur og fangelsanir án rétt- arhalda. Fangar í Malaví búi við ómannúðlegar aðstæður. Margir fangar séu hafðir naktir og hlekkj- aðir við gólfið í klefum sínum. Þeir fái oft lítið og lélegt fæði, þeim sé neitað um læknishjálp og þurfi að þola barsmíðar og raflost. Stærstu fangelsin í landinu sé yf- irfull eftir fjöldahandtökur í haust. Fangi sem nýlega var látinn laus hefur lýst því hvernig 285 föngum var haldið í klefa sem var fimm sinnum fjórir metrar að flat- armáli og einn fangi lést að jafnaði aðra hverja nótt. Frá því um miðjan maí á síðasta ári hefur lögregla látið leita gaumgæfilega á skrifstofum og einkaheimilum að bókum og bæk- lingum sem fjalla um lýðræðis- umbætur og fjölflokkakerfi. Þess- um ritum hefur verið dreift víða um landið. Að minnsta kosti tugir og líklega hundruð manna voru handtekin og margir eru enn í fangelsum án ákæru. Meðal ann- ars voru um 20 starfsmenn þjóð- Jón Baldvin Hannlbalsson arbankans í Malaví handteknir í maí eftir verkfallsaðgerðir og allir starfsmenn tölvudeildar raf- magnsveitu Malaví í Blantyre sömuleiðis, þ.á.m. kona með ung- barn. í lok október lést elsti samvisku- fangi Afríku, hinn 73 ára gamli Orton Chirwa, í fangelsi í landinu eftir 11 ára fangelsisvist fyrir and- stöðu sína við einsflokksstjórn lífstíðarforseta landsins, dr. H. Kamuzu Banda. Konu Chirwa, Veru, er enn haldið í fangelsi í Malaví. Amnesty International tel- ur að ríkisstjórn landsins beri ábyrgð á dauða Chirwa, hvað svo sem hafi valdið dauða hans. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.