Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 30. janúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9.110 Reykjavík Síml: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Djúpstæðar fé- lagslegar orsakir fíkniefnaneyslu Nýlega kom út skýrsla á vegum landlæknisembættis- ins þar sem fjallað er um unga fíkniefnaneytendur undir yfirskriftinni: „Hvaðan koma þeir, og hvert halda þeir“. Þetta rit er mjög athyglisvert og ætti að vera öllu hugsandi fólki umhugsunarefni, en þar er fjallað um það þjóðfélagsvandamál sem fíkniefna- neysla ungs fólks er. í ritinu kemur meðal annars fram í formála að 12-30% bama og unglinga, sem al- ast upp í norrænum velferðarríkjum, þarfnist stuðn- ings, meðferðar eða geðhjálpar, aðallega vegna and- legrar vanheilsu. Þetta gerist jafnhliða því sem lík- amleg heilbrigði barna hefur trúlega aldrei verið betri. Frá þessu er skýrt í formála ritsins, en ennfremur segir þar svo: „Orsakir þessarar óheillaþróunar eru án efa marg- þættar. Fjölskyldurof er mun algengara en áður. í nær helming tilfella koma þeir unglingar er verða vímuefnaneytendur frá slíkum fjölskyldum. Efna- hagur þessara heimila þarf ekki að vera bágborinn, en skortur á umhyggju og aðhaldi er þeim mun al- gengari. Unglingar búa því við ótraustari fjölskyldu- tengsl en áður. Verulegur fjöldi þessara unglinga hef- ur ekki lokið skyldunámi, eða hafa starfsréttindi. Þrátt fyrir fjölgun skóla og námstækifæra á sl. 15 ár- um virðist þessum unglingum ekki hafa fækkað.“ Ennfremur segir að engin fullnaðarskráning sé til yfir þá unglinga, er flosna úr skóla á grunnskólastigi. Þessum unglingum vegni ekki vel í heimi tæknialdar og fylli því oft hóp atvinnulausra. Skýrsla sú, sem vitnað er til, er tekin saman af aðil- um sem hafa bein afskipti af unglingum sem hafa ánetjast fíkniefnum. Niðurstaðan er að meðferð ein dugir skammt, vegna þeirra djúpu félagslegu orsaka sem eru fyrir fíkniefnaneyslu unglinga. Heimilið, skólinn og íþróttahreyfíngin eru algeng- ustu athvörf unglinga á mótunarskeiði. Það skiptir því miklu máli fyrir andlega vellíðan þeirra, að vel sé að þessu öllu búið. Þess hefur ekki verið gætt sem skyldi. Kröfur umhverfisins eru ekki hliðhollar far- sælu heimilislífi og því öryggi sem það hefur í för með sér. Unglingur eða bam, sem býr við öryggisleysi á heimili sínu, flytur sín vandkvæði með sér í skólann og þannig hefst vítahringur, sem leiðir til ófamaðar. Fjölskyldunni sem undirstöðu velferðar í þjóðfélag- inu hefur ekki verið gert hátt undir höfði í opinberri umræðu. Slík mál em oft kölluð „mjúk mál“ og það sé jafnvel ekki alvörupólitík að ræða þau. Sú skýrsla, sem vitnað er til hér, sýnir að þetta er mikil fjarstæða. Mál fjölskyldnanna em alvarleg mál, þau snerta velferð og vellíðan þegnanna. Tekur at- vinnupólitík landsmanna tillit til fjölskyldunnar, eða launastefnan? Vissulega ekki. Hugarfarsbreyting þarf að verða í þessum efnum. Ef svo verður, bogna færri undan því álagi, sem tækni- og samkeppnisþjóðfélag- ið leggur á einstaklinga og fjölskyldur. Atli Magnússon: Af minni og meiri tíðindum Stundum renna upp tímabil mikilla tíðinda þegar svo margt á sér stað í senn að augun hafa ekki undan að sjá né eyrun að heyra. Á okkar góða landi ber slík tímabil gjama að með því að eitt til tvö eldfjöll taka að spúa úr sér um leið og framið er vopnað rán og þeim brennuvarginum og bera manninum skýtur upp á einum og sama deginum. Svosem þrjár gnoðir sökkva í saltan mar í runu úti fyrir einhverju landshomanna og við heyrum um frækileg björgunarafrek eða sorglega manntapa, sem fram- kalla hrifningarandvörp eða gæsahúð eftir atvikum. Allt verður þetta samt að meðtakast í skyndingu því á tíðindatímum er flest vant að vera á hvolfi á öðmm sviðum jafhftamt — ekki síst í pólit- íkinni og stjómkerfinu. Stjómarsam- starf brestur og efnahagslífið hrynur rétt eina ferðina svo launþegasam- tökin rjúka upp eins og nöðmr, gjammandi og glefsandi. í útlandinu gengur á með tómum hremmingum líkæ lýst er yfir stríðum, mikilmenni sálast með náttúrlegum sem ónáttúr- legum hætti, farþegaþotur farast með stóra skara, írski lýðveldisherinn, Lýsandi stígur og Rauðu herdeildim- ar fyllast endumýjuðum þrótti... Menn spyrja hvort þessum ósköpum fari nú ekki að linna — en venjulega verður raunin þveröfug. Skjól skammanna Á tíðndatímabilunum er svo mikið um að vera hvert sem litið er að hver miðlungsskandall fær ekki nema í hæsta lagi „pung“ á innsíðu í blöðun- um, svo fremi að á hann sé minnst yf- irleitt Því hefur meiri Ijárdiáttar- kóngum (þegar loks kemst upp um þá,) saurlífisgemsum ýmsum, eitur- barónum og fleira athafhafólki verið það líkn með þraut ef vandarhögg réttvísinnar er látið ríða á tímum tíð- indanna: Fjölmiðlamir hafa ekki þrek afgangs að geia vömmunum skil og ódrættimir fé að lúskrast inn í svart- holin svo næsta lítið ber á. Þannig geta þeir mætt til leiks á ný í fyllingu tímans, lítt meiddir af æruskemm- andi blaðaærslum. Á tíðindatímum grípur frægt fólk líka oft tækifærið og skiptir um maka og er orðið sem hvert annað ráðsett heiðursfólk á ný þegar það kemur gúrkutíð og slúðrið verður að forsíðuefni aftur. Túnar andstæðunnar Andstæða fréttahrinanna em svo þau tímabil þegar að heita má ekkert ber til titla né tíðinda. Hvemig sem tíðarfarið er hlekkist engu fari á, hvort sem er á sjó eða landi. Þetta em þeir tímar þegar óhætt mundi að fá hvetju bami eldspýtubúnt og mólót- offkokteil að leikfangi — slökkviliðið þyrfti ekki að ómaka sig frá skákinni á slökkviliðsstöðinni að heldur. Sam- starfsflokkamir í stjóminni geta rifið stefnuyfirlýsingar hver annars í tætl- ur fyrir framan nefið á samráðherr- unum, sem láta það ekki hið minnsta á sig fá en slá ölíu upp í gaman. Stór partur af landslýðnum missir vinn- una og það er bæði búið að éta upp ölmusuna frá félagsmálstofnun og blaðsöluaurana bamanna. En ekki heyrast neinar sérstakar kvartanir sem rísa hærra en aggið og naggið í Þjóðasál útvarpsins, sem liðast eins og forarlækur inn í hið almenna tíð- indaleysi. Menn láta sér nægja rop- ann þegar gamimar skreppa saman. „Ronjur ræningja- dætur“ En hveiju skyldu menn nú svara til ef þeir ættu að velja í milli tíma mik- illa tíðinda og lítilla? Nú er tíöindalít- ill tími og menn geta gert saman- burð. Meðan þetta er skrifað er helst að það taki því að tala um ræningja- flokkinn sem kom að hemema tvær, litlar „Ronjur ræningjadætur." Þessi flokkur er búinn að bjarga forsíðum dagblaðanna þijá daga í röð, en hlýt- ur að verða kominn á neðri partinn á innsíðunum á morgun. Hveiju á þá að slá upp? Þeir sem hafa verið að bralla eitthvað misjafnt ættu að biðja forsjónina að fresta því nú eitthvað um sinn að láta sig standa reiknings- skil. Annars verða þeir efni stórfyrir- sagna og verða áreiðanlega með í ,annál ársins" um næstu áramóL í rotinpúrulegri værö En er ekki tíðindafæðin annars alveg ljómandi? Við morrum hér norður í hafinu í rotinpúrulegri værð og finn- um eitthvað svo glögglega að heim- urinn austan og vestan hafsins hefur alveg steingleymt okkur. Við erum sem grafin undir eiginlegri og óeigin- legri snjódyngju og áreiðanlega mun engan ranka til þess að við leynumst þama — ekki fyrr en við komum í ljós þegar búið er rigna í margar vik- ur og það verður farið að undirbúa að pússa okkur saman við brúðgumann góðaEES. í værðinni, kreppudrómanum—og tíðindaleysinu — má prófa að draga fyrir glugga og leitast við að skynja rómantík fréttaleysisins, eins og það var fyrir öld síðan. Bréf og örþunn vikublöð bárust ekki nema á vikna og mánaða fresti — og þá aðeins svo framarlega að Sumarliði póstur félli ekki fyrir björg á leiðinni. (Munur væri nú ef gluggapósturinn ftá hita- veitunni og víxladeildinni ferðaðist enn með svoddan hætti). Engar frétt- ir bárust af skelfingum utanlands frá sem spilltu lyst manna á þorskhaus, magálstægju eða súrsuðum sund- maga, bleyttum í bankabyggsvellingi í askpútu eða trogi. Menn lásu með ánægju og spenningi um hina dýr- legu omistu við Solferinó—eitthvað annað en svínaríið í Seibíu og Bosníu nú til dags. Og menn gáfu sér tíma til að binda fréttimar í Ijóðstafi, eins og mörg dæmi eru um — kannske geia af þeim rímu. Nógur var tíminn. Æ, megi Guð gefa okkur ævarandi tíðindaleysi með notalegum sultarr- opum eins og í gamla daga og þar með tóm til að byrja á mansöngi við rímu, til dæmis út af hinum nýmóð- ins riddarasögum. Hún gæti verið af Karli og Kamillu, mærinni Svipu- högg eða þá Majór og eldabuskunni Klöru. Sannið til - nóg eru söngva- eftiin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.