Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 30. janúar 1993 Victory Memorial Museum: Nýtt stríðsminjasafn í Belgíu, örskammt frá Lúxemborg: Farartæki frá bardögum í Ardennafjöllum 1944-5 Fyrir fáum mánuðum síðan var opnað nýtt minjasafn í Belgíu, Victory Me- morial Museum, en þar eru einkum varðveitt farartæki þau sem herir bandamanna og Þjóðverja notuðu á vígvöllum Evrópu, Afríku og víðar. Aðaláhersla er þó eðlilega lögð á þau farartæki, sem notuð voru í úrslita- orrustunum um Evrópu, sem háðar voru í og í kringum Ardennafjöllin. Auðvelt er að finna safriið, en það er við hraðbrautina E411Æ25 skammt frá Arlon og um 5 km frá landamær- um Lúxemborgar. í Victory Memorial Museum eða sig- ursafriinu er mikill fjöldi bfla og ann- arra hemaðarforartækja og heilar ffamleiðsluseríur einstakra tegunda, en að auki mjög mikið af afar fögæt- um farartækjum. Þá eru þar bflar ná- kvæmlega sömu tegundar og gerðar og bflamir sem hershöfðingjamir Patton, Montgomery, Eisenhower, Keitel og Rommel og menn þeirra notuðu á vígvöllum Evrópu og N-Afr- íku á síðustu dögum síðari heims- styrjaldarinnar. Safri þetta er gríðarmikið og stórt, smekklega upp sett og tæknilegar upplýsingar em fyrir hvert einasta far- artæki. Öll em farartækin t lagi og til- búin til að setja þau í gang og aka á brott. Stjómendum safnsins hefur þama tekist mjög vel að ná í fjölmörg mjög sjaldgæf farartæki sem aðeins vom smíðuð í fáum eintökum. Þarrnig er þama einasta eintakið sem til er af fyr- irbæri sem nefriist Humber Hexo- naut Raunar vom aðeins smíðuð tvö eintök af þessum bíl, sem gat ekið á landi og einnig siglt á vatni. Það er mjög forvitnilegt að ganga um safriið og tvennt sem bflaáhugamenn taka strax eftin Annars vegar það hvað flutningabflar vom litlir, miðað við það sem gerist nú á tímum, og hins vegar það hvað bandarísku bflamir bera yfirleitt af þeim evrópsku, nema þá helst þeim þýsku. Bæði em banda- rísku bflamir stærri og burðameiri og svo hitt að þeir höfðu yfirleitt miklu öflugri vélar en hinir evrópsku. Byijað var á undirbúningi að stofriun safnsins árið 1978 og var gríðarmikil vinna lögð í að safria saman munum og standsetja þá. Sú vinna tók rúman áratug, en hefur borið þann árangur að tekist hefur að safria saman á einn stað heillegasta safrú farartækja úr síðari heimssfyrjöld, öðmm en skrið- Eisenhower yfirhershöfðingi haföi vitanlega ekki ráörúm til aö taka beinan þátt I bardögum og gat því feröast í þægilegra farartæki en jeppa. Hér er hann aö stiga inn I Packardinn fræga, árg. 1942. drekum, sem nokkursstaðar er til í heiminum. Safriið hefur að geyma allar tegundir mótorhjóla, sem herir Þjóðverja og Bandaríkjamanna notuðu í stríðinu, og þau athyglisverðustu og sjaldgæf- ustu sem herir Kanadamanna, ítala og Frakka áttu. Meðal mjög sjaldgæfra hjóla, sem í safriinu em, má nefria belgíska hjólið Sarolea 1000 með hlið- arvagni og plánetugírkassa og drifi á hliðarvagnshjólinu, Gillet 750 með Tri-car. Framleitt t Belgíu áriö 1939. Aöeins voru framleidd 331 stykki, sem flest lentu í höndum Þjóöverja. Vélin var 2ja strokka, 992cc. Fjórir glrar áfram og einn afturábak. Patton haföi einnig Willy's jeppa, sem hann notaöi mikiö í Ardennafjöllunum. Hér situr vaxmynd af Pattoni kalli í farþegasætinu og bílstjórinn lokar blæjuhuröinni. Harley Davidson 42 XA 1942. Harleymeö boxermótor. Þetta hjól er oröiö afar sjaldgæft. Þetta fyrirbæri heitir Hexonaut GS, hefur drif á öllum sex hjólum og skrúfu til aö knýja áfram á vatni. Talið er aö aöeins hafi veriö smíö- uö þrjú stykki, en þessi er sá einasti sem til er. Farartækið er smíð- aö hjá Humber I Coventry í Englandi og tveir 14 hestafla Hillman- mótorar knýja þaö áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.