Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. janúar 1993 Tíminn 11 hún ómönnuð, en örfáir tækni- menn í spennistöð í Nuuk munu fjarstýra henni þaðan. Meiri vatnsorka Buxnafjarðarvirkjunin er aðeins upphaf vatnsaflsvirkjana á Græn- landi og hún beislar aðeins ör- smáan hluta virkjanlegrar vatns- orku landsins. Orkustofnun Grænlands hefur látið gera laus- lega uppdrætti að virkjunum fyr- ir níu aðrar byggðir og ætlunin var raunar að hefjast handa við næstu vatnsorkuvirkjun strax og þessari fyrstu er lokið, sem átti að vera virkjun upp á 2,5 millj- arða ísl. kr. fyrir bæinn Sis- imut/Holsteinsborg á vestur- strönd Grænlands. Þó eru menn hikandi, því að þrátt fyrir að fjárfestingin sé mjög arðvænleg þegar til lengri tíma er litið, þá hefur græn- Ienska þjóðfélagið ekki efni á henni í augnablikinu. Kreppan í sjávarútveginum er það alvarleg að efnahagur landsins er í rúst. Þess vegna er nú verið að athuga möguleika á því hvort hægt verði að fjármagna næstu virkjun með öðrum hætti. Búið var að semja við sænskt verktakafyrirtæki um að byggja virkjunina í Sis- imut/Holsteinsborg, en hætt var við framkvæmdir þegar vinna við fjárlög þessa árs var á lokastigi. Samkvæmt orkumálaáætlun Grænlendinga verður, eftir að lokið verður við Sisimut-virkjun- ina, ráðist í að reisa eina virkjun sem framleiða á rafmagn fyrir bæina tvo á suðurodda Græn- lands, Quaqortoq/Julianeháb og Narsaq, og að henni lokinni skal reisa enn eina fyrir bæinn Am- massalik á austurströndinni. Ennfremur er í áætluninni gert ráð fyrir virkjunum fyrir sex bæi og byggðir þessu til viðbótar, en þær skulu leysa af hólmi dísilraf- stöðvar, sem þar eru, jafnóðum og þær ganga úr sér. Virkjunar- möguleikar eru nánast ótæmandi á Grænlandi. Þeir takmarkast nánast einvörðungu af fjárhags- getu Grænlendinga. „Seðlaprentun'* „Það lítur út fyrir það nú, að við verðum að bíta í það súra epli að fresta þessum framkvæmdum í um áratug, takist okkur ekki að byrja núna strax. Við getum ómögulega lagt meir en þegar hefur verið gert á Landssjóðinn, þar sem hann er að sligast undan vöxtum og afborgunum. Því mið- ur — vegna þess að vatnsaflið er mjög hagkvæmt," segir Kuupik Kleist, orkumálaráðherra Græn- lands, en hann er þingmaður vinstriflokksins Inuit Ataqatigiit. „Ég hef séð í öðrum löndum 60 ára gamlar vatnsaflsvirkjanir, sem litu ekki út fyrir að vera eldri en fimm ára. Vatnsaflsvirkjanir eru afar endingargóðar, sem þýð- ir að sé virkjun afskrifuð á 20 ár- um þá er hún eftir þann tíma nánast að prenta peningaseðla," fullyrðir Kuupik Kleist. Þegar til lengri tíma er liðið er það þó ekki einungis markmiðið að virkja einungis til að full- nægja orkuþörfinni heimafyrir. Þegar tæknilegar hindranir hafa verið yfirunnar, gætu Grænlend- ingar hafið útflutning á orku til Evrópu og N- Ameríku. Þá yrði vatnsaflið notað til að framleiða vetni, það kælt niður í 253 gráðu frost og dælt um borð í tankskip sem flyttu það á áfangastað. Tæknin til að framleiða vetni er þekkt og í Hamborg og raunar víðar hafa um skeið verið gerðar tilraunir með að knýja strætis- vagna með vetni. Vetnisvélar valda engri mengun, enda er út- blástur þeirra einungis vatns- gufa. Vetnisframleiðsla á Græn- landi er hins vegar talin óhugs- andi þar til umhverfisskattar verða lagðir á bensín og olía verður miklu dýrari en nú er raunin. Þá hins vegar geta Græn- lendingar virkjað sérstaklega vegna vetnisframleiðslu. Þá verða Iíka reistar miklu stærri virkjanir heldur en þá, sem nú er verið að ljúka við í Buxnafirði. „Þegar sá tími kemur að það borgar sig að framleiða vetni, þá verður samkeppnisstaða okkar mjög sterk, þar sem virkjunar- möguleikar hér eru næstum ótæmandi. Ég hef á ráðstefnu- ferðum erlendis hitt sérfræðinga, sem spá Grænlandi svipuðum kjörum í framtíðinni og auðug- ustu olíuríki búa við nú,“ segir Kuupik Kleist með sannfæringu í röddinni. Miklir möguleikar Vetnisframleiðsla á Grænlandi er raunar ekki svo fjarlægur draumur og talsvert sennilegri en fréttir af væntanlegum stór- gróða af „nýlegum gullfundi", sem stundum skjóta upp kollin- um á síðum dagblaða. Satt að segja er lítill efi á því að innan fárra áratuga munu stór tankskip flytja vetni frá Grænlandi til orkuþyrstra Ameríkana og Evr- ópumanna — vetni sem framleitt er með vatnsorku og verður aftur að vatni við bruna. Orkustofnun Grænlands hefur ásamt orkumálastjórn Danmerk- ur veitt 10 milljónum króna til rannsókna á hagkvæmni þess að keyra núverandi dísilrafstöðvar á Grænlandi á vetni í stað olíu. Breytingin er fyllilega fram- kvæmanleg, en bandarískt fyrir- tæki hefur þróað aðferð og búnað til að breyta dísilvélum í þessum tilgangi. Ekki er þó enn ljóst hvort breytingin svari kostnaði. En komi í ljós að svo sé, þá er ætlunin að bæta þriðju túrbín- unni og þriðja rafalnum við Buxnafjarðarvirkjunina, en við hönnun hennar var gert ráð fyrir slíkum möguleika. Verði þetta að ráði, mun viðbótarvélbúnaður- inn framleiða orku til vetnis- framleiðslu og vetnið notað til að knýja vélar smærri rafveitnanna á Grænlandi. Láti grænlenska orkustofnunin verða af þessu, þá verður um að ræða tímamótaviðburð í orku- málum. Hagkvæmni er þó ekki einasta forsenda þessa: Hið óvænta tilboð frá Platinova, sem fyrr er nefnt, um fullvinnslu á sinki hefur sett strik í þann reikninginn. Hrein orka til út- flutnings Framleiðsla á vetni til útflutnings í miklum mæli krefst margra virkjana, sem hver um sig yrði miklu stærri en Buxnafjarðar- virkjunin. Grænlenska orkustofn- unin hefur þegar bent á 16 mögu- lega virkjunarstaði á vestur- ströndinni þar sem nægt vatn er til staðar. Gallinn er þó sá að þessi miklu jökullón/uppistöðulón eru svo langt frá mannabyggðum að virkjanir á þessum stöðum yrðu einungis reistar í tengslum við vetnisverksmiðjur eða annan orkufrekan iðnað í næsta ná- grenni. Þetta yrði dæmi upp á hundruð og þúsundir milljarða — uppbygging á nú óbyggðum stöð- um á norðlægum fjallaslóðum. Efnahagur Grænlendinga um þessar mundir býður ekki upp á slíkar framkvæmdir sem þessar, en auk þess er rétti tíminn til að hefjast handa enn ekki runninn upp. Sérfræðingar og stjórnmála- menn hafa nú svo sem nóg við að sýsla samt þá átta mánuði sem eft- ir eru þar til þeir fá lyklana að virkjuninni í Buxnafirði og fólkið í Nuuk hlakkar til þess að geta farið að sigla eða á veiðar í Buxnafirði næsta haust í friði fyrir þyrlu- skarkala og sprengidrunum — þar sem „Buxnaorkan" streymir lykt- ar- og hljóðlaust út úr fjallinu. Höfundur er blaöamaöur ( Kaup- mannahöfn og gagnkunnugur þjóö- félagi og aöstæðum I Grænlandl. SERSTAKLEGA ODYR OG ÞÆGILEGUR VINNUFATNAÐUR ÖRYGGISSKÓR OG STÍGVÉL ODYR ALVORU HAÞRYSTIDÆLA TIL ALLRA NOTA Höfum einnig margar gerðir af stærri og öflugri háþrýstidælum m.a. traktorsknúnum. Clcarflow TRAKTORSKNÚNAR / • • LOFTRÆSTIHJALMAR RAFSTOÐVAR Pulsafe Clearflow Turbo loftræstihjálmurinn er einstæður, öruggur og vandaður öndunarbúnaður með rafhlöðuknúinni loftræstingu. Hann er vörn gegn ertandi ögnum í umhverfinu svo og lykt. - Á sérstaklega hagstæðu verði. Eigum m.a. fyrirliggjandi 8-10-12-16 KW, 1fasa og 3ja fasa úrtak. Kynnið ykkur kjörin og leitið upplýsinga!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.